Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR, Barmahlíð 7, lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl. Margrét E. Jónsdóttir, Jakob Jakobson, Hilmir Arnórsson, Stefán Arnórsson, Edda Árnadóttir, Mímir Arnórsson, Lovísa Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubarn. + Hjartkær föðurbróðir okkar, vinur og mágur, SVEINN KJARTANSSON, Seli, Grímsnesi, sem andaðist fimmtudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 3. maíkl. 14.00. Þórunn Árnadóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Sigtryggsson, Ellinor Kjartansson. + JÓNAS TEITUR GUÐLAUGSSON, Grettisgötu 66, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. apríl. Guðlaugur Tr. Óskarsson, Baldvin Páll Óskarsson, Sigurlin Rósa Óskarsdóttir, Óskar Jósef Óskarsson, Anna Elín Óskarsdóttir, Dýrleif J. Tryggvadóttir. + Ástkær eiginkona mín, HILDIGUNNUR HALLSDÓTTIR, Skólastfg 17, Stykkishólmi, lést á Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi, laugardaginn 26. apríl. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Bjarni Lárusson og fjölskylda. + Elskuleg móðir okkar, GRÓA ÓLAFSDÓTTIR THORLACIUS, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Guðmundsson, Guðrfður Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Þorgeir Guðmundsson. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Revkjavik simi: 587 1960 -Jax: 5871986 LEIFUR MALMBERG + Leifur Malm- berg fæddist í Stokkhólmi 29. nóv- ember 1952. Hann lést í Stokkhólmi 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hans Henry Malm- berg, jjósmyndari, f. 1927, d. 1977, og Margrét Guðmunds- dóttir, f. 1928, dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur, f. 1894, d. 1966, og Guð- mundar Þorláks Guðmundssonar, skipstjóra, f. 1888, d. 1944. Systur Leifs eru: Pála Kristin, f. 1954, gift Jerry Lo- vatt, dóttir þeirra er Kasía. Þau eru búsett í Arnersham, Eng- landi. Ása Margrét, f. 1957. Börn Ásu eru Matilda og Óskar. Þau búa í Stokkhólmi. Leifur var graf- iskur hönnuður með eigin atvinnurekst- ur i Stokkhólmi og vann við auglýsing- ar, markaðsmál og almannatengsl. Síð- ustu árin hafði hann meðal annars veg og vanda af útgáfu ferðabæklings um íslandsferðir sem gefinn var út á Norðurlöndum af fyrirtækinu Is- landsresor AB. Útför Leifs fer fram föstudaginn 2. mai næstkomandi i Heliga Kor- sets kapell, Skogskrematoriet, Stokkhólmi, en ættingjar og vin- ir Leifs á íslandi koma til minn- ingarathafnar i Dómkirkjunni í Reykjavík sama dag klukkan 11.30. í bernsku drógum við systurnar oft fram bók sem var okkur hugleikn- ari en flestar aðrar bækur enda sveipuð ævintýraljóma. í henni gat að líta ljósmyndir af töfraskógi sem iðaði af lífí og grósku. Um skóginn reikuðu þijú börn í leit að glötuðum gullhring móður sinnar og nutu við það aðstoðar viturra og vingjamlegra skógardýra. Börnin, tvær systur og bróðir, voru örsmá í þessari kynjaver- öld, ekki stærri en fingur manns og skynjunin því framandi en þó var allt kunnuglegt því þama voru frændsystkini okkar, Leifur, Kristín og Ása, á ferð. Faðir þeirra, Hans Malmberg, hafði tekið myndirnar í bókinni en hann var einn þekkasti ljósmyndari Svía og mikilhæfur lista- maður. Fleiri verk Hans bar fyrir augu okkar á þessum árum og þótti okkur auk bókanna mest varið í tíma- rit með myndum af konunni hans og fallegustu fyrirsætunni, Margréti móðursystur okkar. Við voram mjög stoltar af Margréti sem hafði flogið á vit ævintýranna á fyrstu árum flugsins á íslandi og að auki borið hróður landsins víða þegar hún sem fulltrúi Loftleiða var kjörin flugfreyja ársins í alþjóðlegri samkeppni í Lond- on árið 1950. Seinna kynntumst við frændsystk- inum okkar betur þegar þau komu með mömmu sinni til ársdvalar á fslandi og bjuggu þá á æskuheimili mæðra okkar á Ránargötunni. Þar tókust með okkur kynni og vinskapur sem aðeins sprettur upp úr fölskva- lausum leik barna. Við skutumst um Fischersund niður á Tjörn að veiða síli, stukkum um undirganga og yfir steinveggi, einkum í görðum þar sem búast mátti við að einhver kæmi út til að hasta á okkur. Við bönkuðum upp á í Doktorshúsinu til að fá krakka með í leik og eltumst við skugga okkar á hellulögðum gang- stéttum sem í þá daga var ekki að finna í nýrri hverfum. Óþroskuð rifs- berin hurfu af tijánum og við bjugg- um til sólhlífar úr rabarbarablöðum. Á rigningardögum var haldið til á háaloftinu hennar ömmu og grúskað í gömlu dóti. Við töluðum íslensku því systkinin lærðu hana á einni nóttu, næm á hrynjandi tóns og orða líkt og foreldrar þeirra báðir. Leifur var í forystu fyrir þeim krökkunum enda elstur. Hann var hár og grannur sem barn en varð síðar meðalmaður á hæð, dökkur á hár með hátt og hvelft enni, blikandi bros og hlýlegt augnatillit. Hann var aðlaðandi maður, tilfinninganæmur og hispurslaus. Leifur var opinn og einlægur í framkomu og í samskipt- um við aðra laðaði hann það sama fram hjá þeim. Hann gat þó verið mjög krefjandi því hann var kraft- mikill og þarfnaðist mikillar nálægð- ar en að sama skapi gaf hann mikið af sjálfum sér á þeim stundum. Sköp- unargáfan var honum í blóð borin og lærði hann til smiðs og síðar myndlist við Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hann starfaði sem gra- fískur hönnuður, rak eigin stofu og þar fékk listfengi hans, sköpunar- gieði og frumkvæði notið sín. Árið á Islandi hafði gert Leif að miklum íslendingi og hingað leitaði hann æ síðan bæði sem unglingur og fulltíða maður. Leifur var frændrækinn með afbrigðum en ættingja sína leitaði hann uppi hvar sem hann fór. Á ferð- um sínum um ísland vafðist það ekki fyrir honum að banka upp á og segja: „Komdu sæl, ég er hann Leif- ur frændi þinn.“ Eitt sumarið sem hann dvaldist hérna hugkvæmdist honum að kalla ættingjana saman til fundar. Því var hrandið í fram- kvæmd með skömmum fyrirvara og reyndist upphafið að því að afkom- endur systranna átta frá Kirkjubæ í Skutulsfirði, sem síðar kenndu sig við Rómaborg á ísafirði, hafa komið saman með fimm ára millibili til leiks og skemmtunar. Skömmu fyrir andl- át sitt hafði Leifur frændi okkar samband og boðaði komu sína hingað í ágúst. Af því verður þó ekki því hann kaus að fara þá för sem ekk- ert okkar snýr aftur úr. Það er trú okkar að hann hvíli nú í friði. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, Ijúfling minn sem ofar öllu íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fíðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þom í syigju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fýlgju: óskum mínum hvar hann geingur. (H.L.) Við vefjum Margréti móðursyst- ur okkar ömium í huganum og biðj- um henni og systrunum Kristínu og Ásu ásamt fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Sigríður, Kristín, Margrét og Bergþóra Baldursdætur. KRISTJÁN VILHJÁLMSSON + Kristján Vilhjálmsson fædd- ist á Stóru-Heiði í Mýrdal 14. júlí 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víkurkirkju i Mýrdal 19. apríl. Syngdu mig heim í Heiðardalinn, heimþráin seiðir og bráðum kemur vor. Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVIK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 Þíðvindar blása um bláfjalla salinn, blómskrúðin vefja mín gömlu æskuspor. Syngdu mig heim yfir sólgullnar leiðir, sveitin mín bíður í kvöldsins roðaglóð, dalurinn ljúfi sem lokkar og seiðir laðar mig brosandi heim á forna slóð. Þessar ljóðlínur finnst mér mjög vel viðeigandi nú þegar Kristján frændi er látinn. Hann vann á ýmsum stöðum á landinu, fyrst austur f Mýrdal við vegavinnu, fór á vertíðir og flutti svo með afa og ömmu til Reykjavíkur 1960. Síðar vann hann við smíðar, um tíma í Eyjafirði, á Kópaskeri og svo austur á Norðfirði þar sem hann var heimilismaður á Skorrastað hjá Júlíusi og Jónu og undi þar mjög vel. Eftir að hann fór þaðan bar hann sterkar taugar til þeirra sem þar bjuggu og voru þau hjón og þeirra fólk sannir vinir hans. Það era margar minningar sem koma upp í hugann núna. Meðan Kristján bjó fyrir austan þá hringdi hann allt- af heim til mömmu og lét vita að GMjESILEG KAFFIHLAÐBOÍVÐ FALLÉGIR salir OG MJÖG GÓO PJONUSTA ' . UPPLÝSÍNGARÍ sfMUM 562 7575 & 5050 925 ' - O N , • t ■■■.. ' -HOja BSFJLeQíR hann ætlaði nú að koma daginn eft- ir svo að það var búist við honum um kvöldmatarleytið, en yfirleitt brást það því að hann var oft kominn um kaffileytið, og hafði þá lagt af stað fyrir allar aldir og þótti það ekkert tiltökumál. Það þótti mikið sport að fá að fara í bíltúr með Kristjáni þegar hann kom í heim- sókn, því við systkinin stigum nú ekki oft upp í bíl sem lyftist upp þegar hann var settur í gang. Við voram svo lánsöm að hann valdi það oft að dvelja hjá okkur austur í Vík yfir jólin og áramótin og það var nú bara orðið svo sjálf- sagt að hann væri alltaf, að þegar nafni hans fór og keypti í jólamatinn fyrir síðustu jól spurði hann mömmu hvort þau yrðu ekki fimm eins og venjulega og auðvitað var það svo. Það var svo létt yfir Kristjáni þegar ég heimsótti hann með foreldrum mínum, taldi hann það nú vera andsk. ræfildóm að liggja þarna á spítala og gera ekki neitt, nær væri nú að vera útivið og slá upp mótum fyrir húsi. Hann átti eftir að tjöraþvo bíl- inn eftir veturinn og skipta um dekk því að nú var vorið að koma. í þess- um dúr voru samræður okkar er ég heimsótti hann aðeins viku fyrir andl- átið. Eitthvað kom til tals um ráðríki eiginkvenna og taldi hann, að þó að hann hefði aldrei gifst þá hefði hann ekki farið varhluta af því, hann ætti nú sex systur sem allar hefðu reynt að stjórna sér og það hefði nú verið nóg fyrir sig. Þau systkinin hafa allt- af verið mjög samrýnd og nú er stórt skarð höggvið í þeirra hóp, báðir bræðumir farnir langt fyrir aldur fram. Blessuð sé minning þín. Sólveig Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.