Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 33 Listasafn Kópavogs Málverk og teikningar Onnu-Evu Bergman LISTASAFN Kópavogs opnar sýningu á málverkum og teikningum norsku listakon- unnar Önnu-Evu Bergman (1909-1987) laugardaginn 3. maí kl. 16. Anna-Eva haslaði sér völl á alþjóðavettvangi á sjötta áratugnum með mál- verkum sem höfðu abstrakt yfirbragð þótt kveikjan að þeim væri norskt landslag, segir í tilkynningu. Jafnframt segir: „Anna- Eva Bergman starfaði víða í Evrópu með eigimanni sínum, þýska málaranum Hans Hart- ung. Þau hjónin voru í tengsl- um við marga af virtustu lista- mönnum samtímans og Anna- Eva Bergman hélt merkar sýn- ingar í Frakklandi, á Ítalíu og í Noregi." Sýningin er hingað komin að frumkvæði Stofnunar Hart- ung - Bergman í Antibes í Suður-Frakklandi og norska sendiráðsins. Hún stendur til sunnudagsins 8. júní og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. Snorri og Vignir Jóhannsson í Reykholti SUMARDAGSKRÁ Heims- kringlu, Reykholti, hefst laug- ardaginn 3. maí kl. 14 með því að opnaðar verða tvær sýningar í safnaðarheimili Reykholtssóknar. Um er að ræða sýningu dr. Jónasar Kristjánssonar um Snorra Sturiuson og verk hans og málverkasýningu Vignis Jó- hannssonar myndlistarmanns. Vignir Jóhansson sýnir olíu- málverk tengd íslensku lands- lagi. Maðurinn andspænis náttúrunni er viðfangsefni Vignis í þessum verkum. Sýn- ingin mun standa til 15. júní. Frá og með 1. júní verður opið daglega frá kl. 10-20 en í maímánuði eftir samkomulagi. Tónleikar Sama dag, 3. maí, heldur Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, tónleika í Reykholts- kirkju kl. 16, ásamt karlakórn- um Söngbræðrum. Á efnis- skránni eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Djass í Hafnarborg ÁRVISSIR djasstónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í kaffi- stofu Hafnar- borgar kl. 15.30 í dag, fimmtudag. Djassveisla Carls Möllers skipuð kenn- urum úr Tón- listarskólanum flytja léttar djasssveiflur. Hljómsveitina skipa auk Carls Möllers píanóleikara Stefán Ómar Jakobsson básúnuleik- ari, Þórður Árnason gítarleik- ari, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari. Carl Möller BÓKMENNTIR Ljód LJÓÐ LÍÐANDI STUNDAR eftir Sturlu Friðriksson. 82 bls. Muninn - Islendingasagnaútgáfan. Prentun: Oddi hf. Hafnarfirði, 1997. NÁTTÚRUVÍSINDIN og skáld- skapurinn hafa löngum átt samleið í vitund íslendinga. Sturla Friðriks- son er kunnur líffræðingur. Færri þekkja kvæði hans; Þessi ljóðabók er þó hans þriðja. Áður hefur hann sent frá sér Ljóð langföruls og Ljóð líffræðings. Yrkisefni Sturlu eru enn hin sömu: Landið og heims- byggðin að ógleymdu samferðafólk- inu á lífsleiðinni. Hann hefur víða farið og kynnst framandi þjóðum. Að hætti eldri skálda yrkir Sturla með ljóðstöfum og rími og slær þá gjarnan á ljóðræna strengi. Eins og títt er leitast hann þá við að láta náttúrulýsingu og hrynjandi ljóðs fléttast saman. Til marks um það er þetta erindi úr kvæðinu Að utan: Hér árvatnið sytrar af syllum og seytlar um framandi gil og kátlega fossar um flúðir á ferð út í móleitan hyl. Þetta er haglega ort og vekur notalega kennd í brjósti. En mynd- málið er í raun kunnuglegra en svo Land og ljóð að ljóðið skírskoti út fyrir það sem í orðun- um felst. Hvergi ber þó svo að skilja að Sturla fari eftir ann- arra forskrift í kveð- skap sínum. Þar fer hann eigin leiðir. Enn- fremur má minna á - eins og fram kemur í ágætum inngangi - að sum kvæðin eru ort fyrir margt löngu, jafnvel fyrir mörgum áratugum. Þetta kvæði var t.d. ort á stríðsár- unum vestur í Banda- ríkjunum. Hugtækust og minnisstæðust eru þau kvæði Sturlu þar sem hann beinir athyglinni að einhverju föstu og áþreifanlegu, einhverju sem fyrir augu ber, ein- hveiju sem hann hefur reynt sjálf- ur, einhveiju sem hann þekkir. Þá nýtur _ hagmælska. hans sín hvað best. í kvæðinu / Vín getur hann þess til að mynda að hann hafi brugðið sér inn á kaffihúsið nafn- kunna, Sacher, »og gætt mér á gómsætri köku, / sem gert hefur vertshúsið frægt.« Um Risarifið við Ástralíu yrkir hann gagnort kvæði og kröftugt þar sem hann tengir hið sýni- lega við hið sögulega. Með vel völdum orðum lýsir hann dulúð hafs- ins sem býr yfir fegurð og fjölbreytileika en jafnframt yfir háska. Síðra er Hundadaga- kóngurinn í Ástralíu, og þó er það hnyttið vel. Efnið er byggt á gögnum sem höfundur kynnti sér á ferð sinni þar um slóðir og gefur glögga hugmynd um ævintýramanninn sem við íslendingar eignum okkur í raun þótt hann dveldist hér einungis í fáeinar vik- ur. í Mannætur á Fiji-Eyjum slær náttúrufræðingurinn alvörunni upp í gamanmál og bendir á hvernig atferli villimanna og hagsýni Vesturlandabúa stefni í raun að sama marki þó framferðið sé vissu- lega ólíkt. í Rímu af Ásgeiri Bjarn- þórssyni gefur að líta eftirminnilega mannlýsingu jafnframt því sem rímnastælingin bregður hressileg- um karlahúmor yfir svipmyndina af listamanninum sem var í senn góður málari og atkvæðamikill per- Sturla Friðriksson sónuleiki, en fór ekki troðnar slóð- ir. Skemmtilegast er þó Ljóðabréf frá Kanada sem Sturla skrifaði vini sínum og veiðifélaga, Barða Frið- rikssyni. í bréfinu lýsir Sturla ferð vestur yfir landið þar sem leiðin lá »yfir Klettafjöllin þver« og endaði við Kyrrahafsströnd. Margt bar fyr- ir sjónir á leiðinni og útmálar Sturla það með kumpánlegum léttleika eins og títt er í kunningjabréfum. Hefði bréfið að skaðlausu mátt vera bæði lengra og fyllra. Að lokum eru svo ljóðaþýðingar, þar á meðal Fanginn í ChiIIon kast- ala eftir Byron. Að snúa Byron á íslensku - víst var hægt að velja sér auðveldari dægradvöl! En Sturla kemst bærilega frá viðfangsefninu. Að vísu hefur rímið á stöku stað gerst ágengara en góðu hófi gegn- ir; hæpið orðaval ber þess nokkur merki. Allt um það kemst heildar- myndin til skila, sterk og áhrifamik- il í Byrons anda. Vafasamt er að kvæðin í bók þessari uppfylli kröfur þeirra sem telja að skáldskapurinn skuli for- takslaust fylgja tíðarandanum. Sé á hinn bóginn mælt á kvarða hinn- ar gömlu og grónu kveðskaparhefð- ar sem kenndi að kvæði skuli lýsa hlutlægum veruleika og vera auð- skilið verður niðurstaðan önnnur, sem sé sú að Ljóð líðandi stundar eigi verðskuldað erindi til lesenda og alla athygli skilið. Erlendur Jónsson NEMENDUR Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Vortónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í maí. Fyrri tónleikar skólans verða laugardaginn 3. maí kl. 14 í íslensku óperunni. Þar koma einkum fram í einleik og samleik yngri nemendur. Síð- ari tónleikar Tónmenntaskólans verða laugar- daginn 10. maí kl. 14 í Islensku óperunni. Þar koma fram eldri nemendur í samleik og einleik auk þess sem nokkur kammermúsíklög verða leikin. Nýlistasafnið „Perception“ MYNDLISTARSÝNINGIN „Per- ception" verður opnuð laugardag- inn 3. maí kl. 16, í Nýlistasafninu við Vatnsstíg, með sjö erlendum myndlistarmönnum og einum ís- lenskum. Sýning þessi er í boði safnsins og hefur verið í undir- búningi síðastliðin tvö ár. Þeir sem sýna eru: Arie Berkul- in, Theo Kuypers, Willem Jakobs, Kees Verschuren og Ellen Jezz frá Hollandi, Beate Ratmayr og Franz Suess frá Austurríki svo og G.R. Lúðvíksson frá Islandi, sem einnig er umsjónamaður sýn- ingarinnar. Verkin sem sýnd verða eru af ýmsu tagi; skúlptúrar, innsetning- ar, ljósmyndir, tölvuverk og gjörningar svo eitthvað sé nefnt. Listamennirnir hafa unnið flest verkanna sérstaklega fyrir þessa sýningu og komið með verkin með sér að utan, eða unnið þau eftir að hafa komið til landsins, segir í kynningu. Sýningunni lýkur 18. maí og er opin daglega eins og dagskrá safnsins segir til um. Nýjar hljómplötur • ÚT er kominn hljómdiskurinn Jónasarlög. Lög Atla Heimis Sveinssonar við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar. Atli Heimir Sveins- son tónskáld hefur samið ný lög við nokkur þekktustu ljóð Jónasar. Þau voru frumflutt síðastliðið sumar í lítilli sveita- kirkju, Skarðskirkju í Landsveit, og síðan víðar, m.a. í Bakka- kirkju í Öxnadal, sóknarkirkju Hrauns í Öxnadal þar sem Jónas fæddist. Nú eru lögin komin út á hljómdiski, alls tutt- ugu ogtvö aðtölu. Meðal þeirra má nefna Sáuð þið hana systur mína, Vísur íslendinga, og Nú andar suðrið. Flytjendur laganna eru Signý Sæmundsdóttir, söngur, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurður Ingvi Snorrason, klari- netta, og Hávar Tryggvason, kontrabassi. Tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarnason, en tæknimenn Hreinn Valdimarsson og Ge- org Magnússon. Hljómplötunni fylgir ítarlegur bækl- ingur með þeim ljóð- um Jónasar sem flutt eru á hljómdiskinum, hugleiðingu Atla Heimis Sveinssonar um tilurð laganna og Jónas Hallgrímsson og loks hugleiðingu Sigurðar Ingva Snor- rasonar klarinettu- leikara um Jónas og Atla Heimi. Ennfrem- ur eru kynningar, umfjöllun um lista- mennina og efnislýsingar ljóð- annaþýddaráensku. Jónasarlög. LögAtla Heimis Sveinssonar við ljóðJónasar Hallgrímssonar er 56 mínútur og 5 sekúndur að lengd. Utgefandi er Mál og menning. Verðkr. 1.980. STYRKURTIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður urn Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilframhaldsnáms erlendis á n&sta skólaári 1997-1998. Veittur verður styrkur að upphæð kr. 500.000.- Verður þetta fimmta úthlutun úr sjóðnum. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.