Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 66
'66 ITMMTUDAGUR 1.MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja ÞA er lokið 17 umferðum af 21 í aðaltvímenningi vetrarins, meist- aramótinu. Karl Hermannsson og Amór Ragnarsson hafa hlotið 156 stig yfir meðalskor en félagar þeirra Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson eru í öðru sæti með 123 stig. Næstu pör: Pétur Júlíusson - Kristján Kristjánsson 104 Garðar Garðarsson - Bjami Kristjánss. 90 Sigurður Albertsson - Jóhann Benediktsson 84 Sigurður Davíðsson - Þorvaldur Finnsson 58 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu eftirtalin pör: Garðar Garðarsson - Bjami Kristjánss. 60 Gunnar Siguijónsson - Einar Júlíusson 51 Kjartan ólason - óli Þór Kjartansson 51 Næsta mánudag verða spilaðar 4 síðustu umferðirnar. Spilað er í Félagsheimilinu og hefst keppnin kl. 19.45. Stefnt er að því að halda aðalfund félagsins 19. maí. Bridsfélag Akraness Eins kvölds tvímenningur var spilaður 17. apríl. Efstir urðu: SigurðurTómasson-TómasSigurðsson 199 Hörður Jóhannesson - Kjartan Guðmundsson 198 Ingi St. Gunnlaugsson - Olafur G. Ólafsson 196 Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridsfélagi Akraness verður haldið í Veitingahúsinu Langasandi mið- vikudaginn 7. maí nk. Spilaður verð- ur tvímenningur og eru góð verð- laun í boði sem Veitingahúsið Langi- sandur gefur. Allir eru velkomnir og hefst spilamennska kl. 19.30. Vesturlandsmót í tvímenningi Laugardaginn 26. apríl var Vesturlandsmót í tvímenningi haldið á Akranesi með þátttöku 20 para af Vesturlandi. Vestur- landsmeistarar urðu Jón Viðar Jónmundsson og Þórir Leifsson, annars var röð efstu para þannig: Jón Viðar Jónmundssn - Þórir Leifsson 145 Guðmundur Ólafsson - Hallgrimur Rögnvaldss. 89 Karl Alfreðsson - Bjami Guðmundsson 63 Jóhann Gestsson - Karl Ó. Alfreðsson 38 Einar Gíslason - Sigurgeir Sigurðsson 31 ÖRUGGUR FJÖLSKYLDIIBÍIL WEEKEND1,6 SX Tveir loftpúðar, ABS hemlalæsivörn, samtals 220.000 kr. eru innifalin í verðinu RIKULEGUR STAÐALBUNAÐUR: • ABS hemlalæsivörn • Útvarp/segulband/ RDS • 2. öryggisloftbúðar • Miðjustokkur • Bilbeltastrekkjarar • Tvískipt aftursæti • Vél 103 hestöfl • Aöalljós með 2. parabólum • Fiat Code þjóvavöpi.»• Hitastýring á afturrúðu • Víkvii^itóí(rf-| • Afturrúðuþurrka með töf • Samlæsingar » • Yfirbreiðsla yfir farangursrými • Litaðar rúðlir • Þakbogar • Samlitir stuðarar • Hæðarstilling á stýri og ökumannssæti og m.fl. Istraktor SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ • SÍMI: 565 85 80 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Steingrímur jákvæður og skemmtilegur „ÉG VIL koma því á fram- færi að ég hlusta stundum á Þjóðarsálina og finnst mér stundum fólk amast við Steingrími Sigurðssyni sem ég heyri stundum í í Þjóðarsálinni. Ég er ekki sammála þessu fólki því ég tel að Steingrímur sé með þeim skárstu sem hringja í Þjóðarsálina því hann talar mjög fallegt og myndrænt mál. Hann er yfirleitt mjög jákvæður og gaman að hlusta á hann. Hólmfríður Jónsdóttir. Kúptu göturnar í Vesturbænum. ÞAÐ ER áberandi hvað götumar í Vesturbænum eru kúptar. Þess vegna er bifreiðunum oftast lagt með hjólunum farþega- megin upp á gangstétt. Á vetrum er þetta áberandi því það er illmögulegt í ís og snjó að komast af stað. Bflstjórahurðin skellist á mann þegar farið er út en farþeginn nánast skríður inn í sætið sitt nema um háar bifreiðar sé að ræða. Fyrir gangandi er þetta líka allerfitt, því að gatan er nánast kúpt. Væri ekki hægt að skafa ofan af þessum kúptu götum? Því miður missti ég af hverfa- fundi borgarstjóra um daginn en þar hefði þetta mál átt heima. V estur bæingur. Þakkir fyrir góða þjónustu VIÐ fórum fjórar vinkonur um síðustu helgi í mat á Kaffi Reykjavík. Upp kom smámisskilningur í sam- bandi við tilboð sem hafði verið í gangi á mat. Stúlkan sem þjónaði okkur til borðs hafði snör handtök og leiðrétti þetta og ekki nóg með það heldur sinnti hún okkur samviskusamlega allt kvöldið og passaði vel upp á að okkur vantaði ekki neitt. Viljum við senda þessari stúlku kærar þakkir fyrir vel heppnað kvöld. Pjórar vinkonur. Þakkir fyrir góða sýningu HELGINA 26.-27. apríl vorum við hjónin stödd í uppsveitum Ámessýsiu og rákum þá augun í auglýs- ingu um það að Skugga-Sveinn yrði sýndur í Árnesi sunnudag kl. 3. Við ákváðum að grípa tækifærið og sjá þetta gamla, góða, íslenska leikrit. Það borgaði sig svo sannar- lega, það var mjög gaman að sjá þessar gamalkunnu persónur birtast á sviðinu og er ekki að orðlengja það að þama áttum við yndis- lega stund og þökkum hér með Ungmennafélagi Gnúpveija innilega fyrir þessa góðu skemmtun. Það er afrek af ekki fjölmenn- ara samfélagi en Gnúp- veijar eru að setja á svið gott leikrit, og alltaf jafn ánægjulegt að sjá gamalt, þjóðlegt verk, þau era, því miður, alltof sjaldséð hér á þéttbýlissvæðum sunnan- lands. Kærar þakkir Gnúpverj- ar, gangi ykkur allt í hag- inn á ókomnum ámm. Þakklátur leiksýningar- gestur í Amesi. Tapað/fundið Úr tapaðist KVENMANNSÚR tapað- ist 27. apríl á leiðinni frá Hótel Esju að Laugardals- laug. Úrið á spænsk kon'a sem var í heimsókn héf á landi og er úrið henni mjög kært. Ef einhver hefur orð- ið var við úrið er hann vin- samlega beðinn um að hafa samband í síma 553 4923 eða við móttök- una á Hótel Esju. Jazz-fjallahjól fannst Jazz Latitude 15 gíra fjallahjól með talna- og lyklalás fannst í Suðurveri 27. apríl. Uppl. hjá Gunn- ari í síma 562 0336. Dýrahald Kettir fást gefins TVEIR hálfstálpaðir fress- kettir fást gefins á góð heimili af sérstökum ástæðum. Þeir kunna alla góða kattarsiði og búið er að gelda þá. Upplýsingar um þá fást í síma 565 0101 eða í símboða 846 1701. Róbert er týndur RÓBERT er frekar lítill og grár og hvítur kisi sem hvarf að heiman 23. apríl frá Miðbraut 10 á Seltjam- arnesi. Hann er ólarlaus en eyrnarmerktur. Uppl. í síma 561 1885. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Gelsenkirchen í Þýskalandi í vor. Enska undrabarnið Luke McShane (2.400) hafði hvítt og átti leik, en alþjóð- legi meistarinn M. Jirov- sky (2.505), Tékklandi var með svart. 23. Hdxd6! (Sterkasti leikurinn í stöðunni. Ein- hverjir hefði líkiega freist- ast til að leika 23. He7 í von um 23. — Bxe7 24. Da8 mát, en svartur verst með 23. — b5. 23. — cxd6 (Eða 23. - Hxd6 24. Hxd6 - Dxd6 25. Da8+ - Kd7 26. Dxh8) 24. He7 og Tékkinn gafst upp, því hann á ekki viðunandi vörn við hótuninni 25. Da8 mát. 24. — b5 er svarað með 25. Bb6 - Hd7 26. Hxd7 - Dxd7 27. Da8 mát. Luke McShane stal sen- unni á mótinu, varð í 7.—12. sæti af 84 kepp- endum með sex og hálfan vinning af níu mögulegum og náði þriðja og síðasta áfanga sínum að alþjóð- legum meistaratitli. Hann er þó ekki yngsti alþjóðlegi meist- ari skáksögunn- ar. Luke er 13 ára gamall, fæddur 7. janúar 1984. Hann hef- ur ennþá ár til að slá nýtt met Frakkans Eti- enne Bacrots og verða yngsti stórmeistari sög- unnar. Öfugt við undrabörn eins og Júdit Polgar, Peter Leko og Bacrot hafa foreldrar Luke McShane ekkert viljað raska skóla- HVÍTUR leikur og vinnur. göngu hans. Hann þarf þó einstaka sinnum frí til að taka þátt á mótum. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI er ekki frá því að áhugi á íslands sögu fari vaxandi, þótt ekki hafi verið mulið undir hana í skólakerfinu. Hér verður lítillega horft til þrenns, sem nánast hefur legið í þagnargildi, en varðar byggð í landinu fyrir árið eitt þúsund. Hverjir stigu fyrstir fæti á ís- lenzkt land? Sagan segir Papar, kristnir einsetumenn, írskir, sem sigldu á skinnbátum (curach) til íslands á 7. eða 8. öld. Einar Lax- ness segir í íslands sögu: „Elzta frásögn um mannavist hérlendis er komin frá írskum sagnaritara, Dicuil munki, sem í riti sínu De mensura orbis terrae (Um stærð jarðar), skráðu um 825, segir, að hann hafi rætt við klerka um 795, er dvöldust á eyjunni Thule, en það nafn höfðu írar um ísland. Dicuil getur ekki um það, hvort þessir írar hafi verið hinir fyrstu, sem til landsins fóru. Byggð í landinu nefnir hann ekki, en hann segir að Færeyjar hafi verið byggð- ar frá írum frá því um 725; þang- að munu þeir hafa flutt með sauðfé.“ Ari fróði segir í íslendingabók að um 870, þegar landnám nor- rænna manna hefst, hafi verið í landinu „menn kristnir, þeir er Norðmenn kölluðu Papa, en þeir fóru síðar á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöll- ur og bagla.“ xxx ISLAND - ÍSLENDINGUR! Hve- nær voru þessi orð fyrst fest á skinn/blað? Hvenær fóru menn hér á landi búsettir að líta á sig sem sérstaka þjóð? Talið er að orðið ísland komi fyrst fram í norrænum kvæðum á 10. öld; að því er Einar Laxness segir í Islands sögu. Það má einnig sjá á engilsaxnesku korti og rúna- steini frá 11. öld og í ritum Adams erkibiskups í Brimum 1072 um sögu Hamborgaraerkibiskupa, en þar segir að eyjan Thyle liggi í miðju úthafi og kallist nú ísland. I Landnámabókum Sturlu Þórð- arsonar og Hauks Erlendssonar er nafngiftin ísland rakin til Flóka Vilgerðarsonar, „Hrafna-Flóka", sem hafði vetursetu í Vatnsfirði á Barðaströnd en nam síðar land í Fljótum í Skagafirði. Heitið íslendingur kemur fyrst fyrir í samningi, sem íslendingar gerðu við Ólaf helga Noregskonung um 1022, en mun skrásettur um 1083. Á 11. öld notaði og Sighvat- ur skáld Þórðarson orðið íslenzkur í Austurfararvísum. XXX TLI það sé á vitorði margra nú til dags að þrælahald var alldijúgur hluti af þjóðarbú- skapnum fram yfir kristnitöku árið 1000? Enn skal vitnað í Einar Lax- ness: „Landnámsmenn fluttu með sér þræla, einkum hertekið fólk, flest keltneskt (vestmenn), frá Vestur- hafseyjum (Orkneyjum, Hjaltlandi, Suðureyjum) og írlandi, en einnig af fornum norrænum þrælastofni (fínnskt). Þrælar urðu aðalvinnu- stétt á stórbýlum hérlendis á 10. öld og hlutfallslega fjölmennir. Þeir voru persónuleg eign húsbænda sinna, sem nutu afraksturs vinnu þeirra, en bar skylda til að fram- færa þá; þeir gengu kaupum og sölum... Réttur þræls fólst í leyfi til giftingar og að standa fyrir búi; fyrir sumar misgerðir áttu þeir bótarétt, svo og fyrir ófijálsa frændur, en máttu hefna fyrir rétt- arskerðingu kvenna sinna. Eign þræls var nefndur úrkostur, og með honum gátu þeir keypt sér frelsi; Þræll, sem varð fijáls, nefndist grefleysingur, þar til hann hafði verið leiddur í lög á vorþingi af goða sínum, þ.e. vinna eið að því að virða lögin, en eftir það nefndur leysingi, en ambátt leysingja ..." Endir var bundinn á þrælahald hér við lok víkingaferða á 11. öld, eða fljótlega eftir kristnitöku og fyrr en á öðrum Norðurlöndum. Það var þó hluti af sögu okkar á land- náms- og þjóðveldisöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.