Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 11 FRÉTTIR Höfði opnaður almenningi ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna Höfða, hið sög-ufræga móttökuhús Reykjavíkurborgar, fyrir almenn- ingi. Borgarbúum og öðrum gefst framvegis kostur á að skoða hús- ið í skipulögðum skoðunarferðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Höfði hefur á síðustu árum gegnt hlutverki móttökuhúss Reykjavíkurborgar. Á síðasta ári var húsið opnað almenningi tvær helgar í tilefni þess að þá voru 10 ár frá leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjofs. Þá heimsóttu hús- ið 2.000 gestir og fræddust um sögu þess. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ætlunin að bjóða framvegis upp á skipulagð- ar ferðir um Höfða, 1. sunnudag hvers mánaðar. Fyrsta skoðunar- ferðin verður farin sunnudaginn 4. maí nk. kl. 13. Skrá þarf þátt- töku þjá Upplýsingaþjónustu Ráð- húss Reykjavíkur mánudag til föstudags kl. 9-16. Takmarkaður fjöldi verður í hverri ferð, há- mark 50 manns í hveijum hópi. Boðið verður upp á þijár ferðir í hvert sinn. Innheimt verður 200 kr. gjald fyrir fullorðna en frítt fyrir börn, 16 ára og yneri. MATREIÐSLUMAÐURÁRSINS 1997 Hákon Már Örvarsson VÍNÞJÓNN ÁRSINS 1997 Haraldur Halldórsson HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS - ÞAÐ GERUM VIÐ. BERGSTAÐASTRÆTI 37, SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25, NETFANG: holt@centrum.is Heimsmyndin að loknu kalda stríðinu og samruni Evrópuríkja CHATEAUX. Ótímabært að af- skrifa þjóðríkið hnignunareinkenni sé að ræða. Síð- asta áratuginn hafa margir á Vest- urlöndum rætt um nýjar leiðir, nýja samfélagshyggju, þar sem reynt verði að fínna mótvægi við einhliða einstaklingshyggju nýfijálshyggj- unnar. Leitað verði að félagslegum gildum og lausnum á vandamálum, iausnum sem ekki hefðu á sér illt orð vegna tengsla við alræðisstefnu. Óánægja og leit að einhverju nýju kemur því að innan líka og ég held að fáir stuðningsmenn þessarar nýju samfélagshyggju séu ginkeyptir fyr- ir því að fara í skóla í þessum efnum til Singapore eða annarra ianda í Suðaustur-Asíu. Það er eftirtektar- vert að Singapore og Malasía, sem helst hafa gagnrýnt Vesturlönd, eru ríki sem eru í hæsta máta afsprengi evrópskrar nýlendustefnu og eiga sér ekki djúpar rætur í samfélagi Asíuríkja.“ Nokkrar stofnanir Háskóla íslands efna í maí til námskeiðs þar sem dr. Jóhann Páll Ámason prófessor mun fjalla um ólíka menningarheima og nútímann og reifa kenningar um þau efni. FRÆÐIMENN um all- an heim hafa mikið velt fyrir sér heims- myndinni sem blasir við eftir hrun kommúnismans og endalok kalda stríðs- ins. Dagana 5.-9. maí gangast nokkrar stofnanir Háskóla ís- lands fyrir námskeiði sem ætlað er fræði- mönnum og áhuga- mönnum á sviði fé- lagsvísinda og fleiri greina og verður yfir- skriftin Menningar- heimar og nútími. Fjallað verður um kenningar Bandaríkjamannsins Samuels Huntingtons sem spáir því m.a. að árekstrar menningarheima taki við af togstreitu kalda stríðsins, einnig svonefnda samanburðar- greiningu á siðmenningu, einkum í ljósi kenninga þýska fræðimannsins Max Webers og annarra hugsuða sem fylgt hafa í kjölfar hans. Kenn- ari á námskeiðinu verður dr. Jóhann Páll Árnason sem verið hefur pró- fessor í félagsfræði við La Trobe- háskólann í Melbourne undanfarna tvo áratugi og er meðal þekktustu fræðimanna í heiminum á sínu sviði. „Huntington hefur sætt töluverðri gagnrýni," segir Jóhann, „en ég held að hann hafi beint athyglinni að vandamálum sem maður verður að taka alvarlega þótt hans eigin greining á þeim sé nokkuð einföld, einkum skortir félagsfræðilegan bakgrunn í riti hans. Mig langar til að bera hans greiningu á samtíman- um saman við nýleg verk félags- fræðinga sem líta allt öðrum augum á hlutina." - Weber segir að stöðugt verði einhvers konar átök í heiminum. Geturðu lýst þessu nánar? „Það sem mér fannst athyglis- verðast hjá Weber er áhersla hans á fjölbreytileikann, áframhaldandi spennu og átök milli þess sem hann kallar weltordnungen, mismunandi menningarheilda innan sömu þjóðfé- laga og sömu menningarheima. Hann á við að efnahagskerfið, stjórnmálakerfið, listaheimurinn og vísindin takist á. Þessar heildir eiga sér síðan ólík lögmál, þróast hvert með sínum hætti og hafa tilhneig- ingu til að samsama sig heildinni, reyna að leggja allt sviðið undir sig, verða allsráðandi. Mest hefur borið á þessu I efna- hagsmálunum en öðru hveiju hafa menn vaknað upp við vondan draum og áttað sig á því að stjórnmál eru til líka og þar gilda lögmál sem falla ekki í sama farveg og efnahagskerfið. Gömlu guðirnir rísa upp Sama er að segja um þróun nú- tíma vísinda og tækni, Weber segir að þar rísi gömlu guðirnir upp aft- ur. Nútímamenningin hefur á vissan hátt horfið á ný til fjölgyðishyggju en guðirnir eru orðnir ópersónulegir. Það má vel hugsa sér að fást við árekstra milli þjóðríkja og menning- arheima í framhaldi af þessum kenn- ingum Webers.“ - Hvað viltu segja um þjóðríkis- hugmyndina, á ísland sér vænlega framtíð sem þjóðríki? „A.m.k. framtíð, hvort hún er vænleg er undir mörgu komið sem erfítt er að sjá fyrir. Ég held að það sé ótímabært að tala um endanlegan ósigur þjóð- ríkisins. Það hefur auð- vitað margt gerst sem hefur skert vald þess á ýmsum sviðum, einkum í efnahagslífínu, mögu- leikar þjóðríkisins á að marka sína eigin stefnu í þeim efnum fara dvín- andi, því er ekki að neita. Það nær þó ekki í sama mæli til allra þjóðríkja, fer talsvert eftir stærð þeirra og stöðu. í Evrópu hefur efna- hagslegur samruni gengið miklu hraðar fyrir sig en stjórnmálalegur. Ég get ekki hugsað mér að sú þróun sem við erum nú vitni að leiði til þess að Evrópuríkin sameinist í ein- hverri pólitískri heild sem kæmi end- anlega í staðinn fyrir þjóðríkin á svæðinu. Við verðum um fyrirsjáan- lega framtíð að reikna með spennu milli samrunaþróunar á efnahags- sviðinu og áframhaldandi sundur- leitni í stjórnmálunum. Það sannað- ist í málum Júgóslavíu að Evrópurík- in eru ekki fær um að fylgja sameig- inlegri utanríkisstefnu." - Verða áfram hnattræn átök eins og í kalda stríðinu og hvað mun þá valda þeim, hvetjir munu slást? „Ég held ekki að við getum gert ráð fyrir því að heilir menningar- heimar fari að slást sem slíkir. Það er samt erfítt að svara þessari spurn- ingu með ótvíræðum hætti. Við lifum á umskiptatímabili núna og það er auðvelt að benda á eitthvað sem gæti leitt til mikilla átaka, viðskipta- stríða og baráttu um markaði. Inn í þetta kemur líka gamaldags valda- barátta um svæði, samkeppni um pólitísk og hernaðarleg áhrifasvæði. Það má að vísu gera ráð fyrir því að hnattræn þróun í viðskiptum og markaðsleit setji nokkur takmörk við því hvað hægt sé að ganga langt í átökum en jafnframt verða menn að vara sig á því að leggja of mikið upp úr því. Alþjóðleg viðskipti juk- ust einnig mjög síðustu áratugina fyrir fyrri heimsstyijöld og þeir voru ófáir sem héldu að styrjöld af þeirri tegund væri orðin óhugsandi af efnahagslegum ástæðum. Það gerð- ist nú samt. Þá komu til þættir sem menn höfðu tilhneigingu til að gleyma, þeir héldu að efnahagslegir þættir réðu öllu.“ ísland og Singapore - Á smáþjóð eins og við að leita sér að fyrirmynd t.d. meðal Asíu- þjóða þar sem uppgangurinn er svo mikill? „Það held ég varla, ég á erfitt með að hugsa mér ísland sem Singapore norðursins. Ef það er til eitthvert módel sem við ættum að halla okkur að hygg ég að það sé réttara að íhuga hvað sé enn eftir af því skandínavíska, hvað sé hægt að gera við það. Það er verið að taka það til uppskurðar, það er rétt en það merkir ekki að rétt sé að afskrifa það með öllu. Það er rétt að í sumum Asíulönd- um hafa menn gagnrýnt þjóðir Vest- urlanda fyrir taumlaust einstakl- ingsfrelsi, þeir hafa sagt að um Jóhann Páll Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.