Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bjarni Þór Þór- hallssson fædd- ist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést 23. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þórhallur Borgþórsson, bygg- ingameistari, f. 12.4. 1947 og Gróa Reykdal Bjarna- dóttir, hjúkrun- arfræðingur, f. 11.8. 1947. Systkini Bjarna eru 1) Diljá Þórhallsdóttir, aug- lýsingahönnuður, f. 23.5. 1968, sambýlismaður Gunnar K. Gylfason, viðskipta- fræðingur, f. 10.3. 1965. Dóttir þeirra er Rakel Gróa Gunnars- dóttir, f. 24.7. 1995. 2) Svein- björg Þórhallsdóttir, dansari, f. 12.3. 1972, sambýlismaður Það var síðasti vetrardagur, sólin skein, fuglarnir komnir á kreik og við glöddumst yfir því að þessi harði vetur væri liðinn og bjartari stundir framundan. Sú gleði stóð ekki lengi •^því seinna um daginn fengum við þau hörmulegu tíðindi að elskulegi bróðir okkar, Bjarni Þór, væri lát- inn. Það var eins og kippt væri undan okkur fótunum og allt hrundi. Allt varð svo óraunverulegt en eftir sitja góðar minningar um elskuleg- an bróður. Bjarni Þór fæddist fyrir rétt tæpum þijátíu árum. Hann var fyrsta barn foreldra okkar og fyrsta barnabarn afa okkar og ömmu í báðar ættir. Hann var augnayndi allra, svo fallegur og skemmtilegur. Aðeins tæpu ári seinna fjölgaði í fjölskyldunni og eignaðist Bjarni systurina Diljá. Systkinin voru mjög samrýnd og héldu lengi vel að þau væru tvíburar enda bæði fædd í tvíburamerkinu. Fyrstu æskuár Bjarna á Ægisíðunni eru minnis- stæð, alltaf líf og íjör eins og Bjami vildi hafa það. Hann naut þeirra forréttinda að búa sín fyrstu ár í sannkölluðu stórfjölskylduhúsi þar sem hann gat hoppað á milli hæða og valið úr kræsingunum hjá afa og ömmu á efri hæðinni, langömmu á miðhæðinni eða hjá mömmu og pabba í kjallaranum. Hann var mikið náttúrubarn og kunni vel að meta náið sambýli við j. hænsnin og endurnar hennar langömmu og kynntist trillubáta- körlunum í fjörunni. Enn stækkaði fjölskyldan og eignaðist Bjami aðra systur þegar hann var fimm ára.' Systkinunum fannst skrýtið hvað Sveinbjörg var ljós og björt og svo ólík þeim og var oftar en ekki rifíst um hver ætti að halda á og passa litlu systur. Þegar Bjarni var 16 ára gamall fæddist yngsti bróðirinn og yndi allra, hann Bonni litli, og var þá fjölskyldan orðin fullkomin. Bjarni var mikill Qörkálfur og prakkari i eðli sinu. Hann var með mjög frjótt ímyndunarafl og snemma kom í ljós framtakssemi hans og dugnaður. Hann var leið- togi í eðli sínu og laðaði að sér fólk með eðlislægri glaðværð sinni sem einkenndi hann alla tíð, enda var hann mjög vinmargur. Bjarni kynntist Sillu sinni þegar þau voru aðeins 17 ára. Þau byijuðu fljótt að búa saman og voru ýmist hjá mömmu og pabba eða hjá tengdó í kjailaranum í Garðabæ. Þau fóru síðar saman til náms í Bandaríkjun- um og stunduðu nám í viðskipta- fræði við háskólann í Providence. Okkur er minnisstætt hversu hreyk- in mamma og pabbi voru þegar Bjami og Silia útskrifuðust. Þau fluttu heim að námi loknu og við tók skemmtilegur tími hjá unga parinu og lögðu þau þá drög að framtíðinni bæði í fjölskyldulífmu sem og á viðskiptasviðinu. Skömmu seinna eignuðust þau fjörkálfinn Þórhall Breka sem minnir mjög á báða foreldra sína. Hann hefur útlit móður sinnar og eðli föður síns. Það var oft mikið fjör í Goðalandinu Sveinn Þ. Geirsson, leikari, f. 19.10. 1971. 3) Borgþór Rafn Þórhallsson, nemandi, f. 24.3. 1983. Kona Bjarna Þórs er Sigurbjörg Benediktsdóttir, viðskiptafræðing- ur, f. 4.10. 1967. Sonur þeirra er Þórhallur Breki Bjarnason, f. 7.11. 1992. Bjarni Þór lauk námi í viðskipta- fræðum frá Bandaríkjunum árið 1990. Hann starfaði við eigjn rekstur. Útför Bjarna Þórs fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. maí nk. og hefst athöfnin klukkan 10.30. þegar við systkinin vorum öll sam- ankomin í foreldrahúsum og voru uppátækin þá oft ansi fjörleg. Oftar en ekki var Bjarni forsprakkinn í hópnum og stjórnaði systkinum sín- um af mikilli snilld. Jólin verða allt- af svo minnisstæð þegar við fjöl- skyldan komum saman. Pabbi og mamma voru alltaf að reyna gera allt svo hátíðlegt en við börnin lág- um í hláturskasti yfir jólasteikinni. Þetta var alltaf einsog skemmtilegt jólaleikrit frá ári til árs. Bjarni var alla tíð mikill matmaður sem kom í ljós strax þegar hann var barn og sem sýndi sig líka í því hvemig at- vinnurekstur hann valdi sér. Hann kom oft í Goðalandið hlaðinn kóte- lettum eða öðrum kræsingum öllum til mikillar ánægju og fjölskyldan sló upp veislu. Var sérstakur ánægjuglampi í augum hans er hann smakkaði og grillaði eftir kúnstar- innar reglum. Það er erfiðara en nokkur orð fá lýst að þurfa að kveðja þig, elsku Bjarni. Við eigum alltaf eftir að hugsa til þín og geyma minninguna um skemmtilegan og góðan bróður. Við trúum því að þér líði vel núna, að þú hafir fundið frið og að það verði hugsað vel um þig. Eftir sitjum við hin og reynum að lifa með þess- um missi, lifa án þín en þó með þér. Elsku mamma, pabbi, Bonni, Silla og Þórhallur Breki, við verðum að vera sterk og halda áfram lífinu jákvæð og glöð því það er það sem Bjarni hefði óskað sér. Nú iegg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þínar systur Ililjá og Sveinbjörg. Nú hafa leiðir okkar skilið, elsku bróðir minn. Við áttum margar góðar stundir saman og alltaf var gott að leita til þín og fá svör um lífið og tilveruna. Þrátt fyrir tölu- verðan aldursmun varstu alltaf svo nálægt mér því þú varst svo ungur í anda. Við vorum mjög ólíkir, þú svo hress og opinn en ég frekar hlédrægur, samt vorum við svo miklir bræður. Mér leið mjög illa þegar ég frétti af andláti þínu og á erfitt með að skilja að þú sért farinn frá mér. Ég lifi með góðar minningar og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þinn elskulegi bróðir, Borgþór (Bonni). Kveðja Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þina leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera minn - í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og legðu svo á höfin blá og breið. - Þó blási kalt, og dagar verði að árum, Þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður minn - i bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guð blessi þig og varðveiti, elsku Bjarni minn. Ástarkveðja, Sigurbjörg og Breki. Þú unga tíð, þú unaðsvor, sem ísköld máir dauðans spor og lætur lífíð glæðast, vorn hjartans kulda og klaka þíð og kenn þú öllum Drottins lýð í anda að endurfæðast. (V. Briem) Elsku drengurinn minn, frum- burður og vinur. Ég kveð þig með trega og sökn- uði og finnst hjarta mitt vera að bresta. Er ég loka augunum og hugsa til baka hrannast yndislegar minningar upp. Gleðibrosið og stríðnisglampinn í fallegu brúnu augunum þínum, stoltið þegar Breki fæddist og við grétum saman. Nær- vera þín var einstök og þú geislaðir af atorku og lífskrafti. Við skildum hvort annað því milli okkar var strengur sem aldrei rofnaði. Algóður Guð geymi þig og verndi og gefi þér frið og hvíld þar til við hittumst aftur. Elsku Silla mín og Breki, Guð gefi ykkur styrk til að haida áfram. Þín mamma. Elsku Bjami Þór minn. Ömmu og afa langar að kveðja þig með þakk- læti fyrir allar faliegu stundimar sem þú hefur veitt okkur með gleði þinni og fallega brosinu þínu. Sumarbú- staðaferðimar sem þú varst að tala um í afmælinu hennar Sveinbjargar vom svo fallegar í frásögn þinni, um það þegar þú varst lítill drengur og aftur stór með þinni fjölskyldu. Þær minningar geymum við svo vel, þú varst gæfudrengur, öllum í fjöl- skyldunum og vinum til gleði. Farðu í friði, guð blessi þig og vemdi. Besti faðir, barna þinna gættu. Blessun þín er mín gegn allri hættu. Að oss hlúðu, hryggð burt snúðu. Hjá oss búðu. Orð þín oss innrættu. (Pétur Guðmundsson.) Amma Diljá og afi Bjarni. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þöpin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þegar fjölskyldualbúmum heimil- isins er flett, og þau eru svo sannar- lega mörg á þessu heimili, vekur það sérstaka athygli að einn í hópn- um er alltaf með bros á vör. Nei, líklega er ekki rétt að segja „með bros á vör“, því Bjarni Þór brosti með augunum, — þessum fallegu, svardökku perlum. Allt frá því að hann sést ársgam- all feta sín fyrstu spor á grámunstr- aða gólfteppinu hjá ömmu og afa á Ægissíðu eða varla tveggja ára polli, með stríðnislegt bros gegnum riml- ana á hringstiganum í sama húsi, stiga sem börn máttu helst ekki reyna fyrr en fjögurra ára þroskan- um var náð — er hann brosandi. Við sérlega áhugaverðar kerta- vaxtilraunir á nýja fína tekkborðinu eða með stóru brúnu plussþverslauf- una í þúsundpúða sófanum hennar ömmu, að útdeila jólagjöfum með afa Bjarna til systra sinna, — er hann ailtaf brosandi. Svo seinna grallaralegur við smíðar í sumarbústaðnum, sem ábyggilegur faðir í vítaspyrnu- keppni við Breka litla eða fremstur í flokki vaskra sveina með Bonna bróður við nauðsynlegustu púður- sprengingar, enn á Ægissíðunni nú síðasta gamlárskvöld, — brosandi. Já, alltaf brosandi. En ekki endi- lega við hin. Ninna frænka úr fókus á einni, Nonni með viðbrennda grísakótilettuna hálfur út úr ramma á annarri eða Gaui og Snorri með afmælishatta og hálflokuð augun á þeirri þriðju. Nei, það finnst ekki ein einasta mynd af Bjarna Þór, þar sem hann er ekki brosandi til okkar. Þannig var hann og verður í huga okkar um ókomna tíð. Þegar hins vegar er spurt, af hveiju við fáum ekki að njóta nær- veru hans lengur, hans sem var okkur sannur gleðigjafi og góður frændi, erum við minnt á að tilvist- in verður víst aldrei alveg skýrð til fullnustu þótt ýmislegt virðist í fljótu bragði auðskilið og eigi sér rökrétt samhengi. Nei, einhvern veginn er okkur frekar ætlað að njóta hennar — að njóta augnabliks- ins, en að skilja það. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, þvi táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og ijúfa hvorki tryggð né vinarkoss, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. (Jónas Hallgrímsson.) Lítil saga rifjast upp frá því að Dedda frænka var eitt sinn með systkinin Bjarna Þór og Diljá niðri í bæ fyrir margt löngu, líklega þeg- ar Bjarni var á fimmta ári og fannst mikið til koma um framkvæmdir, sem þá voru við Útvegsbankann á Lækjartorgi. Einhveijar lagfæringar voru þar í gangi þannig að upp af gangstétt- inni risu nokkrir silkimjúkir sand- haugar sem óklifin fjöll. Systkinin náðu fljótlega að tileinka sér ósér- hlífni í starfi og jusu sandinum yfir sig og aðra nærstadda vegfarendur eins og mest þau máttu. En Bjarni Þór sá fljótlega, að með því að eignast skærgula gröfu, sem blasti við í nálægum glugga, þar sem leikfangaverslun var til húsa, gæti hann staðið að varan- legri framkvæmdum en sandaustr- inum einum saman og bað því Deddu frænku um að kaupa hana fyrir sig. Frænka hans sagði honum að þannig stæði á, að hún ætti ekki nóga peninga til að kaupa hana núna, en lagði til að þau söfnuðu sér heldur fyrir gripnum, þannig að næst þegar þau kæmu í bæinn gætu þau keypt gröfuna góðu. Bjarni Þór var ekki sáttur við skynsemina eina, enda hún á stund- um heldur til trafala þegar hátt er stefnt og svaraði um hæl, en þó í trúnaði eins og hann einn vissi ráð- ið. „Dedda, við bara kaupum pen- ingana í bankanum." Elsku drengurinn, góðvinur og frændi, það verður tómlegt að sjást ekki lengur á fjölskyldumótum, hitt- ast ekki á hátíðum og gleðistundum til að hlæja saman og henda gaman að tilverunni, hins vegar vitum við að þú verður áfram meðal okkar og bros þitt mun fyigja okkur áfram á fjölskyldumyndunum. Elsku Silla, Breki, Gróa, Tóti, Diljá, Sveinbjörg og Bonni. Guð blessi ykkur öll og létti ykkur óbæri- lega sorg. Guðrún, Egill og drengirnir. Að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um elskulegan frænda BJARNIÞÓR ~ ÞÓRHALLSSON minn, hann Bjarna, er ekki auðvelt, því sorgin er mikil og það er svo óraunverulegt að hann sé farinn frá okkur. En á annan hátt er það auð- velt því hann skilur eftir sig svo mikið af yndislegum minningum, sem nú rifjast upp og kalla fram bros en líka tár yfir því að þær verði ekki fleiri. Bjami tengdist lífi mínu á margan hátt, hann var frændi minn og vin- ur, nágranni og skólabróðir alian grunnskólann, en aðallega var hann þó stóri bróðir hennar Diljár bestu vinkonu minnar, töffarinn sem kall- aði okkur polla fyrsta daginn í sex ára bekk, klippti á teygjóbandið okkar og beitti allri almennri stríðni og hrekkjum við okkur í gegnum árin eins og góðum bróður sæmir. En hann leit líka eftir okkur, henti snjóboltum í stóru strákana sem voru að stríða okkur og fylgdist með_ að við gerðum ekkert af okk- ur. Ég ýmist vorkenndi því Diljá eða öfundaði hana af því að eiga svona frábæran og fjölhæfan stórabróður. Þegar við eltumst hittumst við sjaldnar, við fórum öll til útlanda í nám og stofnuðum fjölskyldur, en þegar við hittumst var það alltaf jafn gaman. Bjarni var með lífsglað- ari mönnum sem ég hef kynnst og það virtist alltaf eitthvað um að vera í kringum hann. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar hann heimsótti mig og Arnór til Kal- amazoo og við sátum heila nótt, drukkum rauðvín og spjölluðum, og auðvitað snerist talið mikið um þá sem eru okkur báðum svo kærir, Diljá, Sveinbjörgu, Bonna, Tóta og Gróu og ekki síst Sillu og Breka litla sem hann saknaði svo mikið í fjarverunni. Þá talaði Bjami um að hann hefði átt að vera fæddur á Ítalíu þar sem hann myndi njóta sín í stórljölskyldunni með allt sitt fólk alltaf í kringum sig, að borða góðan mat og njóta þess að vera með þeim sem hann elskaði mest. Og hann hafði flest til þess að bera til að falla inn í það mynstur, þetta fai- lega dökka útlit, miklar og sterkar tilfínningar, yndislega fjölskyldu að ógleymdri mikilli ánægju af góðum mat og drykk. Það er með söknuði sem ég kveð þig kæri frændi, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar og fyrir það hvað þú oft lést mér líða vel með sjálfa mig þegar þú hrósaðir mér á þinn einstaka hátt og sagðir mér hvað þér þætti vænt um mig. Kæru vinir, sorgin og söknuður- inn er mikill en þið eigið íjársjóð af minningum sem lýsa upp myrkr- ið. Hugur minn er alltaf hjá ykkur. Sigríður (Sassa). Ég er harmi sleginn eftir að mér bárust fréttir af því að einn af mín- um bestu vinum væri látinn. Ég finn til mikils trega og tóm- leika, þó það sé ekki mikið miðað við sársaukann og sorgina sem lögð eru á konu hans, son, foreldra og systkini. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman í Bandaríkjunum, þar sem við stunduðum nám við sama há- skóla. Þar tókst með okkur góður vinskapur og mikið var brallað á námsárunum. Eftir því sem leið á skólagöngu okkar kynntist ég hon- um betur, hann var geysilega metn- aðargjarn og lífsglaður félagi. Bjarni var mikill grínisti og gleði- gjafi og á góðum stundum var hann miðpunkturinn í vinahópnum. Við höfðum það til siðs að bjóða hvert öðru til málsverðar á sunnudögum og var mikil samkeppni í gangi um hver væri besti kokkurinn. Bjarni skákaði okkur oftast, enda var hon- um margt til lista lagt þegar kom að matseld, hann var listakokkur og mikill sælkeri. Við félagarnir spekúleruðum oft í því hvaða „business" í Bandaríkj- unum mætti heimfæra til íslands og græða á. Mikið lærðum við af þessum vangaveltum og víst er að sumar þessara hugmynda hafa litið dagsins ljós hér á landi. Að lokum fór svo að við útskrifuðumst og héldum heim til íslands. Alvara lífs- ins tók við, Bjarni hóf fljótlega eig- in rekstur og dáðist ég alltaf að þrautseigju hans og kjarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.