Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með rytmasveit Bill Evans Tónleikar með bandarískum þungavigtar djassmönnum eru ekki daglegt brauð hér á landi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Mike Garson, Marc Johnson og Joe LaBarbera sem halda tvenna tónleika á landinu um helgina TRÍÓ Garsons sem leikur í Súlnasal 1. maí og Loftkastalanum 2. maí er að koma saman í fyrsta sinn á íslandi. Garson bendir á að Marc Johnson og Joe LaBarbera hafi verið í síðustu rytmasveit Bill Evans, sém var einn af helstu áhrifavöldum Garsons í píanóleik. Til þess að koma því strax frá þá hefur David Bowie sagt að Mike Garson sé allra besti píanóleikari sem hann hefur starfað með. Þetta má lesa í öllum fréttatilkynningum um Garson, í æviágripi hans og jafnvel á plötuumslögum. Garson ríður ekki við einteyming í tónlist- inni, hann hefur klassíska menntun frá Julliard skólanum í New York, hefur samið kvikmyndatónlist, klassíska tónlist og djasstónlist og kveðst hann hafa skrifað um 2.500 verk af ýmsu tagi um dagana. Þrátt fyrir það klingdi engum bjöllum í mínu djasslegna heilabúi þegar nafn hans bar á góma á sama tíma og Marc Johnson og Joe LaBarbera áttu þar sinn sess. Líkaði rýmið Snögg kynni fengust af Garson á hljómdisknum The Oxnard Sessi- ons sem var gefinn út 1993. Þar leikur hann með Brian Bromberg bassaleikara, Ralph Humphiy trommuleikara og Eric Marienthal saxófónleikara. Strax við fyrstu hlustun varð ljóst að þar fer sannar- lega enginn meðalskussi heldur geysilega tæknilegur og blæbrigða- ríkur píanóleikari með sinn eigin stíl. _ „Ég kom til íslands síðastliðið sumar og þá í allt öðrum erinda- gerðum með David Bowie. Við vor- um hér í 36 klukkustundir og mér líkaði svo vel dvölin að vildi koma aftur,“ sagði Garson. Hann er um þessar mundir að semja óperu fyrir Jessicu Tivens og þrátt fyrir að hún sé ófullgerð voru fluttar fjórar aríur úr henni á tón- leikum Tivens og Garsons í Há- skólabíói í gærkvöldi. „Mér datt í hug að koma með henni hingað og setja upp tvö óperukvöld og tvö djasskvöld. Ég hef búið í New York og Los Angel- es, tveimur þéttbýlustu borgum heims, og ég kann að meta rýmið hér. Það veitir mér mikinn innblást- ur að vera hér á landi," sagði Gar- son. Áfram með Bowie í næstu viku heldur Garson á fund Bowies í Dublin þar sem æf- ingar hefjast fyrir nýja tónleika- ferð. „Ég færa mig mikið milli rokktónlistar, klassískrar tónlistar djass og kvikmyndatónlistar og það hef ég gert síðan ég var fjórtán ára. Eg elska tónlist,“ sagði Gar- son. Garson rakst á Marc Johnson á Morgunblaðið/Golli MIKE Garson, Marc Johnson og Joe LaBarbera. Blue Note djassklúbbnum í New York þar sem hann lék með Pat Martino gítarleikara. Hann bauð honum að koma með sér til íslands ásamt LaBarbera, sem býr eins og Garson í Los Angeles. Marc Johnson segir að dagskrá sín sé þéttskipuð alla jafna. „Ég ferðast með nokkrum ólíkum sveit- um og kom til Evrópu 3-4 sinnum á ári milli þess sem ég er í hljóð- veri. Það er mikið að gerast í New York um þessar mundir. Það hefur alltaf verið mikið að gerast í klúbb- unum þar og svo er einnig margt athyglisvert framlagið neðanjarðar frá ungum spilurum. Þessa dagana spila ég með Eliane Elias og Wolf- gang Muthspiel,“ sagði Johnson. Garson sagði að ekki væri búið að leggja á ráðin um hvað þeir myndu leika á tónleikunum. Líklega yrðu einhverjir standardar fyrir valinu og e.t.v. 1-2 frumsamin lög hans. „Mig hefur alltaf að leika eitt lag Bowies með djasstríói, þ.e. Space Oddity. Ég vonast til þess að við getum æft það upp og flutt á tónleikunum," sagði Garson. Tónleikar tríósins verða í Súlna- sal Hótel Sögu í kvöld og Loftkastalanum annað kvöld. Jón Thor framlengir SÝNING Jóns Thors Gíslason- ar í Sverrissal Hafnarborgar hefur verið framlengd til 5. maí næstkomandi. A sýning- unni eru 13 olíumálverk og 21 teikning en yrkisefni lista- mannsins eru börn, goðsagnir og smáar verur sem tilheyra öðrum heimi. EITT verka Jóns Thors. Lj ósmyndasýning á Eyrarbakka UÓSMYNDASÝNING verður opn- uð sunnudaginn 4. maí kl. 14, í samkomuhúsinu Stað á Eyrar- bakka, í tilefni af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps. Á sýningunni verða ljósmyndir eftir Völu Dóru Jónsdóttur. Vala Dóra er fædd og uppalin á Eyrarbakka, en hefur verið erlendis við ljósmyndanám undanfarin ár. Hún dvaldist á Eyrarbakka í fyrra- sumar og tók þá mikið af ljósmynd- um. Hún hefur valið og stækkað 37 ljósmyndir í svart-hvítu og lit af mönnum og umhverfi Eyrarbakka og verða þær á sýningunni, sem hún kallar Þorpið mitt, segir í kynningu. Sýningin er opin frá kl. 17-21 á virkum dögum, en frá kl. 14-21 um helgar og á helgidögum. Viðskipta- og hagfræðingar BÆKUR Ævi og fcrill VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGATAL 1877-1996, I-III eftir Gunnlaug Haraldsson. Þjóðsaga ehf. 1997,1390 bls. FYRIR ellefu árum kom Við- skipta- og hagfræðingatal fyrst út. Það var þá í einni bók og innihélt 1.135 æviskrár. Nú eru æviskrám- ar orðnar 2.612 og bækurnar þijár. Talsverða sögu segir þetta. Árið 1877 brautskráðist fyrsti íslenski hagfræðingurinn. 1926 vom þeir orðnir sex og við bættust 24 til ársins 1941. Mest hefur fjölgunin orðið eftir 1986, en þá hefur meðal- §öldi brautskráninga frá Háskóla Islands verið 112,3. Til samanburð- ar má nefna að á tímabilinu 1941-61 vom árlega brautskráðir 7,5 kandídatar að jafn- aði. Stéttartal þetta hefst með ítarlegum og fróðlegum inngangi skrásetjara, þar sem gripið er á sögulegum atriðum og skýrt skil- merkilega frá tilhögun verksins. Þá koma nokkrar stuttar rit- gerðir. Þorvaldur Gylfason ritar greinina Brautryðjandinn. Þar er rætt um hagfræði- legt framlag Jóns Sig- urðssonar. Að ósekju hefði sú frásögn mátt vera lengri. Gylfi Þ. Gíslason skrifar um Upphaf og þró- un kennslu í viðskiptafræðum við Háskóla íslands. Enginn er þeim málum kunnugri en hann, því að hann hefur verið þar í fylkingar- bijósti frá upphafi. Grein þessi er endurprentuð úr eldra talinu. Ingjaldur Hannibalsson tekur svo við og fjallar um kennslu í viðskipta- fræði og hagfræði við Háskóla íslands undir lok 20. aldar. Er það hin fróðlegasta saman- tekt. Loks greinir Elín G. Óskarsdóttir frá fé- lagssamtökum hag- fræðinga og viðskipta- fræðinga á Islandi. Að þessu búnu taka við æviskrár. Ég fæ ekki betur séð en þær séu einkar vandaðar og eins ítarlegar og hægt er að ætlast til. Þær eru f stöðluðu og vel skipulögðu formi. Æviskrám fylgja myndir, hafi þær fengist. Tvennt má sérstaklega nefna, sem kostur er, þó að stund- um sé það undan fellt í stéttar- tölum. Hér er greint frá ritstörfum manna (sem lengir sumar skrámar allverulega) svo og skyldleika við aðra í ritinu. Að æviskrám loknum er skrá yfir alla þá sem útskrifast hafa frá Háskóla Islands í viðskipta- og hag- fræði frá 1941-1996. Hvert ár er tekið fyrir sig og kandidatar taldir í stafrófsröð. Önnur skrá er yfir þá sem útskrifast hafa frá erlendum háskólum frá 1877-1996. Er það fjölbreytt flóra, því að mér telst til að skólarnir séu ekki færri en hálft þriðja hundrað í 23 löndum. Býsna fróðlegt er það og leiðir hugann að því að mikið víðfeðmi er í mennta- heimi íslendinga. Til stuðnings skrásetjara var rit- nefnd. Hana skipuðu Siguijón Pét- ursson, Jóhannes Nordal og Gylfí Þ. Gíslason. Þetta mikla rit er einkar vandað og vel frá því gengið í alla staði. Sigurjón Björnsson Gunnlaugur Haraldsson Þöglubörn í Eldgömlu ísafold HÖRÐUR Gunnarsson les frumsamin ljóð í kaffíhúsinu Ömmu í Réttarholti í Eldgömlu ísafold, Þingholts- stræti 5, kl. 21 á sunnudag. Ljóðin eru úr handriti sem Hörður nefnir Þöglubörn. Orðið hefur hann búið til sjálf- ur. Hann lítur á handritið sem ófullgert, nokkurs konar ófullgerða sinfóníu. Þema handritsins er bamið í mann- inum eða leit mannsins að bamslegri einlægni. í ljóðun- um gerir hann tilraun til að færa eigin reynslu í skáldlegt form, en til þess hefur hann knýjandi þörf. Hörður Gunnarsson hefur sent frá sér ljóðabókina Her- bergi, 1994. Úr djúpi tímans í Gall- eríi Myndáss VILMUNDUR Kristjánsson heldur Pinhole-ljósmynda- sýningu laugardaginn 3. maí í Galleríi Myndáss, Skóla- vörðustíg 41 kl. 14. Þetta er fyrsta einkasýning Vilmundar. Einnig verða til sýnis myndavélar 4x5“ og 35 mm myndavélar sem hafa verið notaðar við Pinhole— ljósmyndun en þær eru allar heimasmíðaðar. Sýningin stendur frá 3.-31. maí og er opin á versl- unartíma. Fyrirlestur um Pinhole- tæknina verður haldinn 7. maí kl. 20 i Myndási. Strengir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar TÓNLEIKAR verða á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar laugardaginn 3. maí í forsal Safnaðarheimilis Hafnar- fjarðarkirkju, Ljósbroti. Þar munu nemendur strengja- deildar koma fram og leika saman í litlum og stórum hóp- um svo sem yngri sveit þeirra sem eru búnir að læra í 1-2 ár og eldri sveit, þeirra sem eru lengra komnir. Sossa sýnir í Galleríi Fold SOSSA - Margrét Soffía Björnsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg laugardag- inn 3. maí kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Frestingar og félagslegt samneyti. Sýn- ingin stendur til 25. maí. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Barnakórar í Selfosskirkju KÓR Snælandsskóla, yngri og eldri kór, ásamt Barnakór Selfosskirkju, halda tónleika í Selfosskirkju laugardaginn 3. maí kl. 16. Tónleikarnir verða einnig í Digraneskirkju í kvöld kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.