Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 1. MAI HÁTÍÐISDAGUR verkalýðsins er að þessu sinni haldinn er tekið er að síga á seinni hluta viðburðaríkrar samninga- lotu á vinnumarkaðnum. Kjarasamningar, sem gerðir hafa verið fyrir stóran hluta launþega, hafa tryggt verulega kjarabót og kaupmáttaraukningu. Þeir hafa jafnframt tryggt frið á vinnu- markaði næstu þrjú árin, sem er einkar mikilvægt fyrir atvinnu- lífið, sem hefur verið að rétta úr kútnum eftir mörg mögur ár. Nú, þegar hlé verður á beinni kjarabaráttu um nokkurt skeið, er mikilvægt að verkalýðshreyfingin noti þann tíma til að sinna innri málefnum sínum. Að mörgu er þar að hyggja, þar sem ýmsir þættir í starfi hennar sæta vaxandi gagnrýni. Þar má nefna skylduaðild að verkalýðsfélögum, sem hér er í reynd í gildi, skort á áhrifum almennra félagsmanna, sjóðssöfnun verka- lýðsfélaganna og forræði þeirra á lífeyrissparnaði launþega. Verkalýðshreyfingin þarf sömuleiðis að huga að nýjum baráttu- málum. Þar má nefna fyrirtækjasamninga, sem geta stuðlað að aukinni framleiðni, til hagsbóta fyrir jafnt launþega sem fyrir- tæki, og einnig aukið jafnrétti á vinnumarkaðnum, sem felst t.d. í jöfnun launamunar og sjálfstæðum rétti karla til fæðingarorlofs. Verkalýðshreyfingin verður að fylgja tímanum, eigi hún að njóta trausts almennings í landinu. Morgunblaðið óskar launa- fólki til hamingju með daginn. SKOÐUNA STJÓRNARSETU FRAM kemur í svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni að bankastjórar ríkisbankanna sitja í stjórnum margra fyrirtækja á fjármagnsmarkaði. Jafnframt segir ráðherra í svari sínu að það sé „skoðunaratr- iði hvort seta bankastjóra í stjórnum fyrirtækja á samkeppnis- markaði kunni að brjóta í bága við samkeppnislög þannig að um samkeppnishömlur geti verið að ræða.“ Viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunar á þessu, en hún treystir sér ekki til að gefa slíkt álit nema að undangenginni nákvæmri skoðun. Listi yfir stjórnir fyrirtækja, sem bankastjórar ríkisbankanna sitja í, birtist hér í blaðinu í fyrradag. Þegar hann er skoðaður er ljóst að mörg þessi fyrirtæki eru í beinni eða óbeinni sam- keppni við bankana um viðskipti. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni, hvort stjórnunartengsl hamli gegn virkri sam- keppni á fjármagnsmarkaðnum. Þetta á hins vegar ekki aðeins við um ríkisbankana, heldur sömuleiðis einkabanka og sparisjóði. Þetta á einnig við um ýmis önnur svið atvinnu- og viðskiptalífs en fjármagnsmarkaðinn. Víða tengir þéttriðið net eigna- og stjórnunartengsla stóran hluta þeirra fyrirtækja, sem starfa á viðkomandi markaði. Stefnt er að einkavæðingu ríkisbankanna og því eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til þeirra og einkafyrirtækja á fjármagns- markaðnum. Það er þess vegna full ástæða til þess fyrir Sam- keppnisstofnun að gera ítarlega skoðun á stjórnunartengslum á fjármagnsmarkaðnum í heild og gefa sitt álit á því hvort þau hamli gegn virkri samkeppni. Mikilvægt er að skýrar línur liggi fyrir í því efni áður en til einkavæðingar ríkisbankanna kemur, þannig að tryggt sé að hún stuðli að aukinni samkeppni á þess- um markaði. ERLEND FJÁRFESTING NYTJASTOFNAR sjávar eru full- eða ofnýttir. Búvörufram- leiðsla er og umfram innlenda eftirspurn. Það er því eðli- legt að horfa til orkunnar í fallvötnum og jarðvarma landsins þegar rætt er um um leiðir til að fjölga störfum og auka þjóðar- tekjur. En lítt hefur miðað síðustu áratugi í markaðssetningu orkubúskaparins. Horfur hafa á hinn bóginn breytzt til hins betra í þessum efnum. Iðnaðarráðherra sagði á samráðfundi Landsvirkjunar í fyrra- dag: „Á síðustu 12 mánuðum hefur aðeins verið tilkynnt um fimmtán nýjar fjárfestingar í málmvinnslu í Evrópu. Nú hefur okkur íslendingum tekizt að laða að okkur þrjú verkefni á þessu sviði á undanförnum átján mánuðum. Óhætt er að segja að nú sé svo komið að ekki komi til fjárfestinga á þessu sviði í Evrópu nema ísland sé skoðað sem vænlegur kostur.“ Stór fjárfestingarverkefni eru í deiglunni: Stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og bygging 60 þúsund tonna álvers í Hvalfirði, ásamt tilheyr- andi orkuframkvæmdum hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg. Þróun orkubúskaparins er hluti af uppsveiflu, sem fjölgaði störf- um um 3.000 ársverk í fyrra og fjölgar þeim svipað í ár. Fara á með gát í þessum efnum að og gera sjálfsagðar kröf- ur um mengunarvarnir og náttúruvernd. En nýta verður þriðju auðlindina, orkuna í fallvötnum ogjarðvarma landsins, ef tryggja á viðunandi atvinnu og afkomu í landinu til frambúðar. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BRETAR GANGA AD KJÖRBORÐINU í DAG KOSNINGARNAR í dag ráða öllu um pólitíska framtíð Johns Majors en skoðanakannanir hafa ítrekað bent til þess að sljórn hans fari frá völdum. Það gæti þýtt endalok stjórnmálaafskipta Majors. Arftaki Thatcher í úrslitaorrustunni Aðeins þrír forsætisráðherrar hafa verið leng- ur við völd á Bretlandi eftir seinna stríð en John Major. Hann berst nú fyrir pólitísku lífi sínu og bendir allt til þess að það verði hans síðasta orrusta á sviði stjórnmálanna. ORÐIÐ venjulegur hefur ósjaldan verið notað til að lýsa John Major, forsætis- ráðherra Bretlands. Það er hins vegar fátt venjulegt við sögu hans og uppgang og þaðan af síður við þá stöðu að við honum skuli blasa tap í þingkosningunum í dag þrátt fyrir sterkan púls efnahagslífsins. Breskir forsætisráðherrar hafa á seinni tímum fæstir fæðst með silfur- skeið í inunni. Það telst ekki óvenju- legt að faðir hans starfaði í fjölleika- húsi og fór síðar að framleiða garð- dverga án þess að ná teljandi ár- angri. Margaret Thatcher, forveri hans í embætti, er dóttir kaup- manns, sem rak matvöruverslun, og faðir Edwards Heaths var verktaki með rekstur, sem var smár í sniðum. Hætti í skóla 16 ára Thatcher og Heath fóru hins veg- ar hefðbundnar leiðir í sókn sinni til valda. Þau gengu í Oxford-háskóla og höfðu því greinargóða menntun þegar þau héldu í pólitík. Skólagöngu Majors lauk þegar hann var 16 ára. Sagt hefur verið að þetta hafi haft djúpstæð áhrif á Major. Það skaði hann reyndar ekki í stjórnmál- um og hann sé það greindur að það vegi upp á móti stuttri skólagöngu, en hann hafi í raun engan annan grunn en pólitíkina og hún hefur frá unga aldri verið hans ær og kýr. Major skorti hins vegar það sem þurfi til að seilast handan stjórnmál- anna. Hann geti hvorki vísað stjórn- inni, flokknum eða landinu veginn. Major er 56 ára gamall og hefur nú verið sex og hálft ár við völd. Leið hans upp á við í stjórnmálum var tiltölulega greið. Drengurinn frá Brixton hóf ferilinn í suðurhluta London og árið 1979 var hann kjör- inn á þing. Sama ár komst Thatcher til valda og ekki leið á löngu áður en hún tók eftir Major fyrir þær sakir að hann væri hæfur og áreiðan- legur stjórnmálamaður, sem var reiðubúin til að styðja þau markmið hennar að fá íhaldsflokkinn til að beita sér fyrir frjálsu markaðskerfi. Undir verndarvæng Thatcher Major brást ekki traustinu og þeg- ar Thatcher lét þá íjúka, sem féllu í ónáð vegna þess að þeir létu ekki að stjórn, var hann oft efstur á blaði. Þanng kleif hann valdastigann svo lítið bæri á og ýmsir töldu að hæf- ari mönnum hefði verið vikið til hlið- ar. Major varð fyrst utanríkisráð- herra og síðan fjármálaráðherra. Einn eiginleiki var talinn koma honum sérstaklega til góða, að hann hefði enga sannfæringu. Kenneth Clarke, sem nú er fjármálaráðherra, sagði eitt sinn að helsti hæfileiki Majors væri sá að hann gæti fengið hvern, sem er, til að trúa að hann ætti stuðning Majors vísan. Þetta átti sennilega dijúgan þátt í því að Major varð eftirmaður Thatc- her í nóvember 1990. Flokkurinn hafði fengið nóg af hinni óútreiknan- legu ,járnfrú“ og Major virtist viðun- andi kostur. Sigur hans var fyrir- hafnarlítill og mátti sennilega eink- um rekja það til þess að sárreiðum fylgismönnum Thatcher í íhalds- flokknum þótti bærilegast að vita af honum í forustunni og um leið fékk hann nægan stuðning í vinstra armi flokksins. Major var sýnu hógværari í mál- flutningi en Thatcher. Hin stranga hugmyndafræði vék fyrir mildari áherslum. Engu að síður hélt Major áfram að fylgja stefnu Thatcher. Einkavæðingu var haldið áfram og sömuleiðis afnámi opinberra hafta á ýmsum sviðum. Óvæntur sigur 1992 Þegar leið að kosningunum 1992 spáðu því flestir að dagar Majors í forsætisráðherrastóli væru taldir og skoðanakannanir studdu þær spár. Andstæðingur Majors var Neil Kinnock, sem var byijaður að beina Verkamannaflokknum til hægri. Hroki Kinnocks og sigurvissa á kosn- ingafundi í Sheffield og það bragð Majors að stíga upp á kassa meðal almennings til að koma stefnu sinni á framfæri varð að margra mati til að snúa almenningsálitinu á sveif með íhaldsflokknum. Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum reynd- ust íhaldsmenn hafa sigrað með tæplega átta prósentustiga mun og það var mál manna að Thatcher mundi aldrei hafa tekist að knýja fram sigur hefði hún enn verið við völd. Major leit einnig á úrslitin sem sinn persónulega sigur. Eftir þennan einstæða sigur á endaspretti kosningabaráttunnar hafði Major öll völd í hendi sér. En sælan stóð ekki lengi yfir. Evrópa gerði útslagið. Major hafði lýst yfir því árið 1991 að Bretland ætti heima í hjarta Evrópu. Nokkrum mánuðum eftir kosningarnar neyddist Major til að draga pundið úr Gjaldmiðlasam- starfi Evrópu, sem hófst í tíð Thatc- her. Hópur manna, sem hafði stutt hann, sneri nú við honum baki. Fjöl- miðlar, sem höfðu verið vinveittir, gagnrýndu Major harkalega. Hugo Young, sem skrifaði ævisögu Thatc- her, segir að aldrei hafi „nokkur leið- togi íhaldsflokksins sætt jafn linnu- lausum pyntingum af hálfu svokall- aðra vina sinna í ijölmiðlum". Frammistaða Majors hefur hins vegar verið vanmetin á ýmsum svið- um. Hann þótti til dæmis standa sig vel þegar Maastricht-sáttmálinn var gerður þegar honum tókst að knýja fram ákvæði um undanþágu frá Efnahags- og myntbandalaginu og félagsmálasáttmálanum handa Bret- um. Major er sagður undirbúa sig af kostgæfni undir samninga og nýlega var haft eftir Douglas Hurd, fyrrver- andi utanríkisráðherra, að áhugi hans á fólki jaðraði við ástríðu: „Hann fylgist með og stúderar fólk. Hann tekur betur eftir merkjum í hátterni og limaburði en nokkur ann- ar, sem ég þekki.“ Evrópa sundrar Honum mistókst hins vegar hra- pallega þegar koma átti Maastricht í gegnum breska þingið. Innan flokksins var hver höndin upp á móti annarri og út braust hálfgerð styijöld um Evrópumálin. Major reyndi að stjórna með því að frið- þægja, en þar sem andstæðingar þátttöku Breta í samruna Evrópu létu hæst færðist stjórnin jafnt og þétt nær þeirra málstað án þess þó að þeir yrðu ánægðir. Honum tókst aldrei að reka hnefann i borðið og segja að komið væri nóg. A miðju kjörtímabili stóð Major af sér áhlaup úr eigin röðum. Major sagði af sér forustu í flokknum og í atkvæðagreiðslu lagði hann John Redwood. Major þótti sýna hugrekki með því að leggja allt undir og hættuspilið gekk upp, en það dugði ekki til að lægja undiröldu illdeilna meðal íhaldsmanna. Almenningur hefur einnig orðið vitni a_ð hveiju hneykslinu á fætur öðru. Á meðan Major boðaði aftur- hvarf til hefðbundinna fjölskyldu- gilda var hver íhaldsþingmaðurinn á fætur öðrum gripinn í bólinu undir vafasömum kringumstæðum. Einnig urðu þingmenn uppvísir að því að þiggja fé fyrir að bera fram fyrir- spurnir á þingi, en Major var ávallt reiðubúinn til að bera af þeim blak, jafnvel segja þá saklausa þótt þeir hefðu viðurkennt að hafa haft rangt við. Á meðan þessu fór fram helgaði Major sig málefnum Norður-írlands af meiri atorku en margir forvera hans og uppskar vopnahlé, sem reyndar slitnaði eftir 18 mánuði. Hann festi verk Thatchers í sessi þannig að Verkamannaflokkurinn mun ekki reyna að snúa klukkunni við. í tíð Majors varð Verkamanna- flokkurinn meira að segja að kapital- ískum flokki. En þótt Major hafi hlúð að arf- leifð Thatcher er ekki hlýtt á milli þeirra og meira að segja hafa verið höfð eftir henni hlýleg orð um Tony Blair, ieiðtoga Verkamannaflokks- ins, þótt ekki gangist hún við því opinberlega. Tapi íhaldsflokkurinn kosningun- um eins og nú virðist víst verður það ekki vegna óvinsælda Majors. Sam- kvæmt skoðanakönnunum MORI- stofnunarinnar eru kjósendur þeirrar hyggju að Major yrði betri forsætis- ráðherra en Blair og var munurinn 18 prósentustig. Sá munur er svipað- ur forskoti Verkamannaflokksins á íhaldsflokkinn. Forsætisráðherrann virðist því vera eitt helsta vopn flokksins, en það hefur ekki dugað til að afla honum fylgis í kosninga- baráttunni. Takist Major það ómögu- lega í dag verður hann gerður að dýrlingi íhaldsmanna. Tapi hann mun drengurinn frá Brixton, sem laumaðist á tindinn og sýndi í tví- gang að hann átti fleiri pólitísk líf en eitt, líkast til víkja og það mun koma í hlut einhvers annars að taka til hendinni í hinum þrætugjarna íhaldsflokki. Ihaldsmenn standa tæpt í Skotlandi Þrír ráðherrar gætu misst þingsæti London. Morgunblaðið. JOHN Major, forsætisraðherra Bretlands, hefur haldið því fram í baráttunni fyrir kosningarnar í dag að sú stefna Verkamannaflokksins að gefa íbúum Skotlands og Wales kost á því að fá sín eigin þing gæti stefnt einingu Bretlands í hættu. Forsætisráðherrann heldur því fram að þessi stefna verði aðeins fyrsta skrefið í átt að því að Skotar fái sjálfstæði. Verkamannaflokkurinn segir hins vegar að eigið þing muni slá á sjálfstæðiskröfur og auka sam- stöðu. Fyrir Skoska þjóðarflokknum vakir hins vegar að heimta fullt sjálfstæði. Það horfir illa fyrir íhaldsflokkn- um á Skotlandi. Flokkurinn vann 11 sæti í Skotlandi í kosningunum 1992, en megi marka skoðanakannanir nýtur hann nú 18% fylgis þar og gæti farið svo að hann fái aðeins íjögur þingsæti af 72 í Skotlandi. Á meðal þeirra íhaldsmanna, sem gætu misst sæti sín í Skotlandi, em þrír ráðherrar, Malcolm Rifkind utanrík- isráðherra, Ian Lang viðskipta- og iðnaðarráðherra og Michael Forsyth Skotlandsráðherra, en þeir benda reyndar á að öllum hafi þeim verið spáð tapi fyrir fimm árum og þá hafi reyndin orðið önnur. íhaldsmenn fögnuðu því í vikunni að andstaða Skota við stjómarskrár- breytingu til að Skotar fái eigið þing hafi aukist um sjö prósentustig og væri nú 31%. Það er hins vegar ekki gefið að andstæðingar aukinna rétt- inda kjósi Ihaldsflokkinn. Aukin réttindi til Skota hafa ekki verið jafn ofarlega á baugi í kosn- ingabaráttunni nú og fyrir fimm árum og kjósendur telja ýmislegt mikilvægara. íhaldsmenn hafa gagnrýnt stefnu Verkamanna- flokksins og sérstaklega beint spjót- um sínum að því að skoskt þing mundi hafa vald til að hækka skatta auk þess sem völd Skota í London myndu minnka. Blairtókst að hemja umræðuna með því að segja að málið yrði lagt fyrir kjósendur, sem yrðu að samþykkja að Skotar fengju aukin réttindi og skattar hækkaðir. Verkamannaflokkurinn hefur í raun leitt sjálfstæðismálið hjá sér í kosningabaráttunni . Vandasömustu spurningunni varðandi aukið sjálfstæði hefur hins vegar ekki verið svarað. Hvers vegna ættu 72 skoskir þingmenn í London að fá að greiða atkvæði um málefni Englands ef hvorki þeir né enskir þingmenn fá að greiða at- kvæði um skosk málefni? Skoski þjóðarflokkurinn, sem meðal annars nýtur stuðnings skoska leikarans Seans Connerys, hefur átt erfitt uppdráttar í kosn- ingabaráttunni. Hann nýtur sam- kvæmt skoðanakönnunum stuðn- ings 21 til 24% kjósenda, en þyrfti um 30% til að höggva skörð í þing- mannaraðir Verkamannaflokksins. Fijálslyndir demókratar njóta um 12% stuðnings í Skotlandi og fylgi Verkamannaflokksins er á milli 46 og 49%. Kjördagur boðar ekki endalok London. Morgnnbladið. AUÐKÝFINGURINN James Goldsmith hefur lýst því yfir að flokkur sinn, Þjóðaratkvæðisflokk- urinn, muni halda áfram störfum eftir kosningarnar í dag þótt tap blasi við. Flokkurinn býður fram í 546 kjördæmum og hefur um þriggja prósenta fylgi. Goldsmith sagði að flokkurinn yrði áfram málpípa almennings gegn því að afsala sjálfstæði Bretlands til Brussel. Goldsmith hélt því fram að Ihaldsflokkurinn mundi tapa stórt í kosningunum og hafnaði því að flokkur sinn ætti þátt í því hvernig komið væri fyrir John Major. Maður málamiðl- unar eða ákveðni? Tony Blair hefur umbylt Verkamannaflokknum og stefnir í Downing- stræti. Blair hefur verið vændur um að vilja eng- an styggja, en hefur einnig sýnt að hann get- ur gengið hreint til verks. Karl Blöndal skrifar frá London um forystumenn íhaldsog Verkamannaflokksins. TONY Blair hefur sýnt hógværð í yfirlýsingum og loforðum. TONY Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, stendur nú frammi fyrir því að leiða flokk sinn til valda eftir 18 ára stjórnarandstöðu. Blair hefur oft verið líkt við Bill Clinton Bandaríkja- forseta og er sagður vilja geðjast öll- um, en sú samlíking er einföldun þeg- ar iýsa á manninum, sem tók Verka- mannaflokkinn og breytti honum úr sósíalískum í kapítalískan flokk. Tony Blair er 43 ára gamall. Hann er yngsti maðurinn, sem orðið hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, og sigri hann í kosningunum í dag er hann yngsti maðurinn til að setjast í stól forsætisráðherra frá því að Liverpool lávarður komst til valda árið 1812. í fótspor Jaggers? Faðir Blairs var háskólakennari í lögum og hugðist reyna að komast á þing fyrir íhaldsflokkinn þegar hann fékk hjartaáfall og missti málið. Bla- ir var þá 10 ára gamall og hefur sagt að þessi atburður hafi haft mik- il áhrif á sig. Metnaður föðurins varð að væntingum fyrir hönd sonarins. Tony Blair gekk í háskóla í Oxford þar sem hann nam lög og fór ekki varhluta af þeim þjóðfélagsbreyting- um sem þá gengu yfir hinn vestræna heim. Hann gerðist söngvari í hljóm- sveit sem kallaðist Ugly rumors (Illt umtal) og sögðu þeir sem voru með honum í hljómsveitinni að hann hefði haft góða rödd og minnt á Mick Jag- ger í framkomu. Blair leitaði hins vegar ekki aðeins til rokksins. Hann var einnig upptek- inn af siðferðilegum og trúarlegum spurningum. Blair er trúaður maður en hann kveðst hins vegar ekki blanda saman stjórnmálum og trú. Því hefur oft verið haldið fram að Blair sé stjórnmálamaður án róta en hann hefur þó verið í Verkamanna- flokknum frá 1975. Árið 1982 þegar flokkurinn var í algjörri lægð komst hann á þing og gegndi á næstu árum ýmsum stöðum í skuggaráðuneyti stjórnarandstöðunnar áður en hann varð leiðtogi flokksins árið 1994. Verkamannaflokkurinn átti á hættu að sæta örlögum risaeðlunnar eftir ósigurinn fyrir Margaret Thatc- her í kosningunum 1979 og var gagn- gerra breytinga þörf ætti að binda enda á pólitíska útlegð hans. Blair verða ekki eignaðar allar þær breyt- ingar sem orðið hafa á Verkamanna- flokknum á undanförnum árum. Neil Kinnock hóf ferðalagið inn á miðjuna og það bar þeim breytingum sem Kinnock stóð fyrir vitni að dagblaðið The Financial Times skyldi lýsa yfir stuðningi við flokkinn fyrir kosning- arnar árið 1992. John Smith, sem tók við forystu flokksins, eftir óvæntan ósigur Kinnocks það ár, hélt umbót- unum áfram. En þegar Blair komst til valda eftir andlát Smiths 1994 tók hann til óspilltra málanna. Blair hikaði ekki við að vega að helgustu véum flokksins og það var meira en táknrænt þegar hann knúði fram að ákvæði fjögur um að fram- leiðslutækin ættu að vera í eigu verkalýðsins var fellt úr stofnskrá flokksins. Eitt helsta slagorð flokks- ins í kosningabaráttunni nú er að fólk eigi að kjósa hinn „nýja Verka- mannaflokk“. Breytingarnar sem Blair hefur knúið fram eru ekki öllum flokks- systkinum hans að skapi. Mörgum finnst sem Blair hafi gert flokkinn að öðrum íhaldsflokki og sagt hefur verið að snúa megi þeim orðum bandaríska rithöfundarins Gores Vi- dals um kosningarnar milli Georges Bush og Michaels Dukakis árið'1988 að í Bandaríkjunum væri aðeins einn flokkur með tvo hægri vængi upp á Bretlandi í dag. Því hefur meira að segja verið haldið fram að Blair gæti rétt eins tekið við kyndli Thatcher eins og að John Major forsætisráð- herra héldi honum áfram á lofti. Varast gífuryrði í kosningabaráttunni hefur Blair varast að taka stórt upp í sig. Lof- orðin eru hógvær og Blair boðar ekki byltingu. Slagorð á borð við „Bretar eiga betra skilið" blása fæstum bar- áttuanda í bijóst. Blair hefur sagt að hann vilji geta staðið við loforð sín, að kjósendur eigi þegar næstá kjör- tímabili lýkur að geta sótt sig til ábyrgðar, þótt hann gangi ekki svo langt að lýsa yfir því að standi hann ekki við ioforðin muni hann ekki gefa kost á sér til forystu á ný. Það er tvennt sem hefur leitt til þess að Blair hefur verið borinn sam- an við Clinton Bandaríkjaforseta. Clinton hefur fært Demókrataflokk- inn inn á miðju stjórnmálanna líkt og Blair og kosningabarátta Clintons á síðasta ári einkenndist að sama skapi af hógværum hugmyndum. Kosningabarátta Blairs hefur að mörgu leyti verið óaðfinnanleg. í upp- hafi var ákveðið að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðis-, mennta- og at- vinnumál, og við það var staðið dag eftir dag. Hinar ýmsu ásakanir íhalds- manna voru virtar að vettugi og að- eins grundvallaratriðin þijú látin komast að. Blair var undir járnaga stjórnenda kosningabaráttunnar svo stundum gekk út í öfgar. í tímaritinu Der Spiegel var því t.d. lýst hvernig ljósmyndari nokkur bað Blair um að taka utan um konu sína og frambjóð- andinn var byijaður að hreyfa hönd- ina þegar augnaráð Peters Camp- bells, eins af hans helstu ráðgjöfum, fékk hann til að kippa henni að sér líkt og hann hefði verið stunginn. Hin róttæka miðja Blair hefur viðurkennt að hann hafi lært það af Clinton að varast að ganga of langt í loforðum. En Blair hefur einnig tileinkað sér að vera óljós í tali. Ein af eftirminnilegri fullyrðing- um hans var þegar hann skoraði á fólk að sýna fram á að stefnuskrá sín væri ekki „róttæk" og bætti svo við: „En hún er á hinni róttæku rniðju." Til að Blair njóti sannmælis * má þó benda á að hægt er að túlka þessi orð hans á þann veg að í flokki sem hann hefur beint frá sósíalisma til kapítalisma er að finna margar hefðir fyrri tíma og með þær í huga má ef til vill segja að þegar leiðtogi flokksins talar frá miðjunni beri það róttækni virkni. Blair talar einnig um „þriðju leið- ina“ en þegar gengið er á hann kveðst hann hvorki eiga við gömlu vinstri- mennskuna né hina nýju hægri- mennsku. Hvað þá? „Það þýðir að þú heldur í það sem virkar og breytir því sem gerir það ekki,“ segir Blair. Því hefur meira að segja verið varp- að fram að hinn „nýi Verkamanna- flokkur" hafi ekkert annað markmið en að komast til valda. En Blair getur öndvert við Clinton verið miskunnarlaus og hann hefur verið óhræddur við að senda verkalýð- skjarna flokksins tóninn. Hvað eftir annað hefur hann verið spurður hvað hann skuldaði stéttarfélögunum sem kostuðu Verkamannaflokkinn og ávallt hefur hann svarað _að hann skuldaði þeim ekki neitt. í samtali við blaðið The Observer um helgina sagði hann um stéttarfélög: „Þau eru heilbrigður hluti af öllum raunveru- legum lýðræðisþjóðfélögum en ég - held að bestu stéttarfélögin um þess- ar mundir séu þau sem starfa með vinnuveitendum sínum." íhaldsmenn hafa hamrað á því að undir hinni nýju ásjónu Verkamanna- flokksins leynist sú gamia og Blair á það til að segja hluti sem vekja spurn- ingar. „Ég er vinstri miðjumaður og ég vil að vinstri armurinn verði hluti af því sem framundan er,“ sagði Bla- ir í viðtalinu við The Observer. „Ég vil að vinstri armurinn geri sér grein fyrir því að sigrum við í þessum kosn- ingum höfum við gert það án þess að gefa neitt eftir sem ekki er hægt að ná til baka. Ég mun verða sýnu róttækari við stjórnvölinn en margir halda.“ Blair var oft taugaveiklaður í upp- hafi kosningabaráttunnar fyrir sex vikum og hið einkennandi bros hans er ekki talið traustvekjandi. En eftir því sem nær hefur dregið kosningum hefur sjálfsöryggi Blairs aukist og hann hefur komið fram með fasi þess sem á sigurinn vísan. Hann verður hins vegar að sætta sig við það að hann nýtur sýnu minna trausts al- mennings til forystu en andstæðingur hans. Gangi kosningaspár hins vegar eftir bíður hans tækifæri til að sýna hvað býr í breyttum Verkamanna- flokki. Hvort sú samstaða sem ein-' kennt hefur kosningabaráttuna muni haldast eða hinir ýmsu armar flokks- ins, sem hafa látið sérkröfurnar víkja fyrir hinu sameiginlega markmiði að sigra, krefjist endurgjalds. Þá kemur í ljós hvort Blair er maður friðþæging- ar eða ákveðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.