Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársfundur norrænna félaga aðstandenda minnissjúkra Margir bera sig ekki eftir hjálpinni FULLTRÚAR frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Álandseyjum sátu ársfund norrænna félaga aðstandenda minnis- sjúkra sem haldinn var á Grand Hótel Reykja- vík. Formaður íslenska félagsins, María Jóns- dóttir, bauð gesti velkomna í byijun fundar. í upphafsorðum sínum sagði hún meðal ann- ars að þó að umræða um minnissýki hefði aukist á 'umliðnum árum hér á landi væru ennþá til aðstandendur sem bæru sig ekki eftir þeirri hjálp sem væri í boði og gæti létt þeim lífið. Þóra Á. Arnfinnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritari félagsins flutti ársskýrslu þess. Kom fram að það hefði háð starfsemi félagsins að hafa ekki starfsmann á launum. Einnig væri skrifstofu- og fundaraðstaða takmörkuð. Fé- lagið hefði þó fest kaup á GSM-síma sem hefði bætt aðstöðuna. Benti hún á að félagið hefði engin föst fjárframlög frá ríkinu en hefði notið styrkja frá Öryrkjabandalaginu. Hefði félagið einkum tekjur af félagsgjöldum og sölu minnningarkorta. í erindi sínu gerði Jón Snædal öldrunar- læknir grein fyrir hvemig staðið er að umönn- un minnissjúkra hér á landi. Jón sagði frá minnismóttöku Öldrunarlækningardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þangað væri þeim beint sem sækja til sjúkrahússins vegna minni- staps og þar færi fram rannsókn á orsökum þess. Væri deildin opin einu sinni í viku en Undanfarin fímm ár hafa að- standendur minnissjúkra á Norðurlöndunum komið sam- an og borið saman bækur sín- ar. Hildur Einarsdóttir ^lgdist með ársfundi félags- ins. Þar kom fram að sameig- inlegt hagsmunamál félag- anna væri að heimilisþjónusta og heimahjúkrun heyrðu undir eitt og sama ráðuneyti svo hægt væri að samnýta þjón- ustuna betur. vonast væri til að starfsemin yrði aukin vegna vaxandi eftirspurnar. Jón gerði grein fyrir niðurstöðum á rannsóknum á fólki sem sótt hefur á minnismóttökuna síðastliðin tvö ár. Ríflega helmingur þeirra áttatíu og tveggja Morgunblaðið/Ásdís UM 30 fulltrúar sóttu ársþing nor- rænna félaga aðstandenda minnis- sjúkra í Reykjavík. einstaklinga sem þangað komu þjáðust af Alzheimer-sjúkdómunum, fjórðungur var með æðasjúkdóma, tíu prósent voru taldir innan eðlilegra marka og hjá öðrum tíu prósentum lágu ýmsar aðrar orsakir að baki minnistapi. Próf byggt á daglegum athöfnum Ingibjörg Pétursdóttir iðjuþjálfi kynnti fyrir fundarmönnum próf sem notað er til að meta taugasálfræðileg einkenni sem heilaskaði eða sjúkdómur í heila getur valdið. Kaljast prófið Á-ONE og er þróað af Guðrúnu Árnadóttur iðjuþjálfa og var hluti af mastersnámi hennar við háskólann í Suður-Kaliforníu á árunum 1985-’87. Sagði Ingibjörg að það sem væri markvert við þetta próf væri að matið færi fram við daglegar athafnir sem allir þekktu eins og að klæða sig, matast, þvo sér og snyrta. Hún sagði að fyrir iðjuþjálfa sem þjálfuðu fólk í athöfnum daglegs lífs hefði verið mikill feng- ur að fá þetta próf í hendurnar. Skipulag og markmið heimahjúkrunar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi var umræðuefni Maríönnu Haraldsdóttur hjúkrunarfræðings. Sigrún Karlsdóttir félagsráðgjafi íjallaði svo um heimilisþjónustu í Reykjavík á árunum 1968-’97. Sigrún lýsti þeim skipuiagsbreyt- ingum sem orðið hafa á tímabilinu sem felast einkum í því að færa þjónustuna út í hverfin, þ.e. nær þeim sem þurfa á henni að halda. Sigrún vék að störfum þeirra sem annast heim- ilisþjónustuna og kvað starfið ekki njóta nægi- legs skilnings eða virðingar í þjóðfélaginu. Þó væru þessi störf forsenda þess að fólk gæti dvalið lengur á eigin heimili. í umræðum fundargesta á eftir erindi Marí- önnu og Sigrúnar kom fram óánægja með að heimahjúkrun og heimilishjálp heyrðu ekki undir sama ráðuneyti, heilbrigðis- eða félags- málaráðuneytið í viðkomandi löndum. Ef starf- semin væri undir einum hatti væri hægt að samnýta þjónustuna betur. Virðing fyrir sjónarmiðum minnissjúkra Christel Beck hjúkrunarfræðingur flutti er- indi Vilhjálms Árnasonar, dósents við heim- spekideild Háskóla íslands, að honum fjarver- andi. Fjallaði það um siðferðilegar spurningar sem koma upp í meðferð og hjúkrun minnis- sjúkra. Lagði hann áherslu á að minnissjúkir væru með í umræðu og ákvarðanatöku að- standenda og heilbrigðisstétta þegar rætt væri um málefni þeirra. Bera ætti virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra um hvernig þeir vilja haga lífi sínu. Miðaðist það við að minnissjúk- ir væru færir um að taka ákvarðanir og að sú ákvörðun kæmi ekki niður á aðstandendum. Benti hann á að þó að minnissjúkur maður gæti ekki ekið bíl gæti hann ef til vill búið einn heima hjá sér. Á fundinum var einnig rætt um sameiginleg hagsmunamál félaga aðstandenda minnis- sjúkra á Norðurlöndunum og helstu verkefnin framundan. Framsögu í því máli hafði Sten- Sture Lidén frá Svíþjóð. Dagskránni lauk með því að farið var í heimsókn að Foldabæ sem er sambýli fyrir minnissjúka. Þar tók á móti gestunum forstöðukona heimilisins Guðrún K. Þórsdóttir. Einnig var farið í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Eir í fylgd Gerðar Sæ- mundsdóttur deildarstjóra. Næsti fundur fé- laganna verður á Álandseyjum að ári. Staða kvenna í stjórnmálum Islenska ímyndin ekki í samræmi við veruleikann INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að á umræðu- fundi norrænna kvenstjórnmála- manna í Þrándheimi fyrir skömmu hafi komið fram að ríkjandi sé goð- sögn um stöðu íslenskra kvenna sem ekki standist í raunveruleikan- um. Nokkrar konur sem gegnt hafa háum embættum hér á landi hafi vakið athygli erlendis en tölfræðin sýni að konur í valdastöðum séu mun færri en á Norðurlöndum. Ingibjörg sótti um síðastliðna helgi umræðufund um konur í stjómmálum sem var hluti af sam- komu og sýningu kvenna í Þránd- heimi. Þátttakendur í umræðunni voru fimm konur, Elisabet Rehn, fyrrverandi varnarmála- og jafn- réttisráðherra í Finnlandi, Mona Sahlin, fyrrverandi aðstoðarforsæt- isráðherra og jafnréttisráðherra í Svíþjóð, Jytte Hilten vísindaráð- herra í Danmörku og Gunhild 0y- angen, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra í Noregi. Um sex hundruð manns fylgdust með umræðunni. Ingibjörg segir að það hafi komið á óvart þegar hún kynnti tölur um stöðu kvenna í íslenskum stjómmál- um. Sérstaklega er áberandi hversu fáar konur hafa gegnt stöðu ráð- herra hér á landi. Ingibjörg bendir einnig á að hvergi sé staða kvenna jafn veik í stjóm landbúnaðarins. í nefndum á vegum landbúnaðarins sem starfað hafa á síðustu ámm hér á landi er aðeins ein kona, en til dæmis er landbúnaðarráðherrann í Svíþjóð kona og í Noregi er formað- ur samtaka smábænda kona. Ingibjörg segir að það ætti ekki að koma á óvart miðað við þessar staðreyndir að konur á íslandi hafi talið þörf á sérstöku kvennafram- boði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Tengsl hinna kvenn- anna sem þátt tóku í umræðunni við kvennahreyfingar vom mismun- andi sterk, en þær höfðu þó allar áttað sig á mikilvægi slíkra kvenna- tengsla. Staða karlmanna í stjóm- málum byggist að miklu leyti á valdatengslum." Sérkröfur til kvenna Á umræðufundinum var meðal annars rætt um hvaða sérkröfur væm gerðar til kvenna í stjórnmál- um, og virtust þær vera svipaðar í öllum löndunum. „Konur í stjórn- málum mega ekki vera of ungar eða of gamlar, ekki of fínar og ekki ófínar, ekki of ljúfar, því þá er ekki tekið mark á þeim, en samt heldur ekki of hvassar. Og þær mega alls ekki vera feitar.“ Fómarkostnaður kvenna af því að taka þátt í stjórnmálum er alls staðar mikill. Mona Sahlin, Elisabet Rehn og Gunhild Oyangen eiga allar þijú eða fjögur börn, sem þykir mik- ið á Norðurlöndum. Allar vom sam- mála um að þær væm ekki tilbúnar að fórna fjölskyldulífinu fyrir stjóm- málin. Þegar spurt var hvort tilkoma kvenna í stjórnmálum hafi breytt karlmönnunum á þeim vettvangi vafðist konunum öllum tunga um tönn. Þær komust þó að þeirri nið- urstöðu að greina mætti merki þess að yngri karlmennirnir hefðu önnur sjónarmið til kvenna en hinir eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.