Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 49 Samræmt próf gruimskóla 1 stærðfræði vorið 1997 ÉG VIL fara nokkr- um orðum um þetta umtalaða próf. Prófið var í tvennu lagi: fyrst krossapróf, sem lagt var fram fyrst og síðan í sífellu rekið á eftir nem- endum að klára það því prófið „sjálft" væri svo stórt og mikið. Síðan kom prófið. Dæmin í því voru fleiri en nokkru sinni áður á samræmdu prófi í starðfræði! (þótt búið væri að nota tölu- vert af tímanum í áður- greint krossapróf). Bæði þessi próf voru að mínu mati rangt upp- byggð (ég er ekki einn um þá skoð- un, kennari úr skóla í Kópavogi hringdi í þjóðarsálina í gær og tjáði sig um það sama). Svör voru notuð til áframhaldandi vinnslu þannig að ef nemandi flaskaði á einu dæmi, þá voru honum allar bjargir bannað- ar til þess að fá rétt út úr framhald- inu, jafnve! þótt hann hefði kunnað það. T.d. var eitt dæmi þess vaid- andi, ef ekki var rétt reiknað, að nemandi tapaði 5 stigum vegna þess þótt hann kynni næstu afleiddu dæmi og útkoman varð röng! Það vita allir að ekki er hægt að prófa út úr öllu námsefni 8., 9. og 10. bekkjar í einu prófi. Þetta viður- kenna allir skólamenn nema þeir sem sömdu prófíð, þeir beija höfðinu við stein og reyna, reyna, reyna. Hver er tilgangur þeirra? Að semja próf sem væri fyrirmynd annarra prófa án tillits til þess hvort hægt sé að leysa það á þeim tíma sem ætlaður var!!?? Tími til úrlausnar í samræmdu prófi í stærðfræði var lengdur árið 1993 til þess að það kæmi alls ekki fyrir að tímaþröng við úrlausn prófa skekkti niðurstöður. (í einum skóla þurfti að taka prófið af 60% nemenda áður en þeir luku við það.) Þetta er aldrei hægt að laga í yfirferð prófs. Þar spila allt of mörg önnur atriði inní. Deildarstjóri prófa- deildar rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála segir að ekki hafi verið „ætlunin að hafa próftímann of skamman“. Það er ekki það sem málið snýst um, enginn hefur verið að gagnrýna próftím- ann sjálfan. Hann var ákveðinn fyrirfram og lengdur árið 1993. Nei, maðurinn þarf ekki annað en að telja dæmin sem lögð voru fyrir nemendurna í ár og árið á undan til þess að sjá Próf eiga að endur- spegla kunnáttu nemenda. Geir Thorsteinsson spyr hver tilgangurinn hafi verið með þessu prófi. að spurningin var ekki um það hvort það væri ætlun þeirra að hafa eitt- hvað með próftímann að gera heldur var prófið einfaldlega allt of langt með tilliti til tímans. Dæmin voru of mörg og til viðbótar var krossa- prófið innan sama tíma! Ég heyrði í útvarpinu að athuga ætti hvort prófið hefði verið of langt með því að hafa samband við „trún- aðarmenn" þessarar deildar með langa nafnið, á nokkrum stöðum á landinu. Ég hefði nú talið að einfald- ast væri að tala við yfirkennara og/eða stærðfræðikennara nokkurra grunnskóla og þá kemur hið sanna í ljós. Það voru gerð mistök! Jafn- framt var deildarstjórinn með mein- ingar um að hann gæti „séð“ út úr prófinu hvort tíminn hefði verið of skammur! Jahérna, gaman þætti mér að vita hvernig það á að gerast og óska ég eftir skriflegri lýsingu á því. Hún má vera tæknileg og full af fræðiorðum, ég fæ mér bara ein- hvern úr deildinni með langa nafnið til þess að þýða hana yfir á íslensku fyrir mig. Það er ekki mikið hægt að gera til þess að leiðrétta þessi mistök. Þrennt kemur til greina: Taka nýtt próf, ógilda prófíð til samræmdra prófa eða láta það standa. Hvað af þessu sem verður niðurstaðan, þá er það ófyrirgefanlegt gagnvart þessu unga fólki, sem hefur búið sig undir venjulegt próf, að setja jafn þunga langloku fyrir það. Ég veit með vissu að í fleiri skólum brotnuðu nemendur hreinlega niður og grétu og voru lengi að ná sér eftir þetta áfall, jafn- vel nemendur sem voru góðir í stærð- fræði! Það þarf að fyrirbyggja að slíkt komi fyrir aftur og athuga á raun- hæfan hátt þetta próf. Það er óeðli- legt að þeir sem sömdu prófíð skuli vera fengnir til þess að dæma um hvort það hafí verið í lagi eða ekki. Það eru til háskólastofnanir í kennslufræðum sem geta dæmt um þetta. Það yrði þokkalegt réttarríki þar sem hver og einn ætti að dæma í sinni sök! Próf eiga að miðast við að komast að kunnáttu nemenda úr námsefn- inu. Það gerist alls ekki í prófí eins og lagt var fyrir á samræmdu prófí grunnskóla í stærðfræði í ár. Höfundur er hagfræðingur. BOGI Ágústsson er nú (30.4.) búinn að taka upp vörnina fyrir fréttastofu sína sem við var að búast. Frétta- stofufólk virðist ekki lesa mjög vandlega það sem fyrir augu ber, hvorki lögfræðilegar álitsgerðir né_ stuttar blaðagreinar. Ég hafna í grein minni 29.4. þeirri skoðun að sjón- varpið sé óhæft til að miðla upplýsingum, en held henni ekki fram eins og ráða má af grein Boga. Samt lang- ar mig enn að reyna að komast að kjarna málsins með því að leggja fyrir Boga fjórar spurningar sem ekki var svarað í hinu „efnislega" svari Kristínar Þorsteinsdóttur 26.4.: Þetta eru einfaldar spurningar, segir Vésteinn Ólason og óskar svara. 1) Var það góð og eðlileg frétta- mennska að taka mál hins spænska lektors á dagskrá dagana 13.-15. apríl, tveimur árum eftir að honum var sagt upp og nærri mánuði eftir að umboðsmaður skrifaði bréf sitt um málið en síðustu dagana fyrir rektorskjör þar sem ég var í fram- boði? 2) Voru ástæður svo knýjandi að það væri góð fréttamennska að fara með málið í fréttir 13.4. þótt ég hefði beðið um sólarhringsfrest til að kynna mér máls- gögn og verið látinn skilja að ég fengi þann frest? 3) Var það góð fréttamennska að per- sónugera fréttina með þeim hætti 13. apríl að það leit út eins og umboðsmaður hefði sakfellt mig fyrir að beita fyrrverandi starfsmann Háskólans ólögum? 4) Var það góð og eðlileg fréttamennska að fella út úr svörum mínum 15. apríl grein- argóða skýringu á því um hvað umboðsmaður fjallaði í bréfi sínu? Og ein til viðbótar: Eru sjón- varpsfréttamenn eina fólkið í land- inu sem hefur rétt til að reiðast eða hneykslast ef það er sakað um óvönduð vinnubrögð? Þetta eru einfaldar spurningar, og þeim er hægt að svara með já eða nei. Höfundur er prófessor. ^mikuna -kjami málsin s! s» Geir Thorsteinsson Frétta- stjóri spurður Vésteinn Ólason Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður hald- inn í Hreyfilshúsinu v. Grensásveg þriðjudag- inn 6. maí 1997 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting og breyting á reglugerð sjúkrasjóðs félagsins. 3. Onnur mál. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Garðbæingar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar boðar til almenns fundar um umhverfismál laugardaginn 3. maí kl. 10.30 í Lyngási 12 í Garðabæ. Frummælandi á fundinum verður Einar Guð- mundsson, formaður umhverfismálanefndar Garðabæjar. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ. VOpinn fundur Þórs- höfn — Raufarhöfn Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og Einar Kr. Guðfinnsson, for- maður samgöngunefnd- ar, verða með fundi um sjávarútvegs- og vega- mál sem hér segir: Þórshöfn: Föstudaginn 2. maí kl. 20.30. Raufarhöfn: Laugar- daginn 3. maí kl. 14.00. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. s M Á A U Q L V S I I IM G A FELAGSLIF Landsst. 5997050119 VIII GÞ I.O.O.F. 12 = 178528'/. = HF I.O.O.F. 1 = 178528'/ - 9.I.* Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudags- kvöldið 1. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. í fyrsta sinn á Islandi: „Flower of life" - Blóm lífsins eftir Drunvalo Melchizedek. Námskeið i þróun Merkaba, rafsegulsviðs jarðlíkama, sem myndast með því að þróa og stilla saman til- finningalikama og huglíkama. Meðvitundarbreyting er for- senda þess að mynda þetta svið, sem gerir okkur óháð tíma og rúmi. Til að auðvelda hana lær- um við að tengjast okkar æðra sjálfi og fáum í hendur upplýs- ingar sem búa hugann undir stökkbreytingu. Einnig er kennd öndunartækni, sem tengist virku Merkaba-sviði. Hún einkennist af því að við tök- um alheimsorku inn i gegnum hvirfilinn og kallast hún „hring- laga öndun Kristsmeðvitundar". Skv. Drunvalo hafa sömu fræði verið kennd í Egyptalandi til forna undir heitinu „Hægra auga Horusar". Kennarinn á þessu námskeiði er Franz Winkler, reyndur leiðbein- andi í hugleiðslu, hópefli og til- finningavinnu. Kennslan fer fram á ensku og verður námskeiðið í júlí í sjö daga samfelit. Nánari upplýsingar og skráning hjá K*?rct'ni' • címp 4R1 I .^eer »hc Kristnibodssalurinn, Háaieitisbraut 58 Samkoma í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjarts- son talar. kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka i umsjá Guðmundar og bræðranna. Happdrætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. „ SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kaffisala í dag kl. 14-18 í Kristniboðssaln um, Háaleitisbraut 58-60. Allur ágóði rennur til kristniboðs starfs í Eþíópíu, Kenýu og Kína. Kristniboðsfélag kvenna. Munið samkomuna í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson talar. Frá Guðspeki- félaginu lólfsstræti 22 Áskriftarslmi Ganglera er 896-2070 Föstudagskvöld 2. maí kl. 21 les Sigurður Skúlason kafla úr bók Jack Kornfield „Um hjartað liggur leið" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið húsfrá kl. 15, með fræðslu kl. 15.30 i umsjón Emils S. Björnssonar. Á sunnudögum kl. 15-17 er bókasafn félagsins opið til útláns fyrir félaga, en kl. 17 er kyrrðar- og hugleiðslustund fyrir almenning. Aðalfundur Guðspekifélagsins verður haldinn I húsi félagsins laugardaginn 10. mai kl. 15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Innanfélagsmót l*JI skíðadeildar ÍR Innanfélagsmót skíðadeildar |R verður haldið sem hér segir: Fimmtudaginn 1. maí: Stórsvig, allir flokkar. Brautarskoðun kl. 13.00. Laugardaginn 4. maí kl. 11.00: Svig, allir flokkar. Brautarskoðun kl. 11.00. Verðlaunaafhending og kaffi- veitingar. Félagsmenn fjötmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Aglow Reykjavfk Konur athugið! Fundartími maí- fundarins hefur breyst og verður hann föstudaginn 9. maf kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58—60. Nánar auglýst síðar. FERÐAFELA0 ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 1. maí 1. Kl. 10.30 Hengill (afmælisganga). Gönguferð og skíðagnga. 2. Kl. 13.00 Hellaskoðunarferð í Arnarker o.fl. Munið Ijós og húfu. Verð 1.200 kr„ fritt f. börn m. full- orðnum. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Raðganga um Reykjaveginn hefst á sunnudaginn 4. maí kl. 10.30. Kvöldnámskeið í skyndihjálp fyr- ir göngu- og ferðafólk 5. og 6. mai í Mörkinni 6. Skráning á skrifst. Hallvcigarstig 1 • sími 551 4330 Dagsferð 1. maí kl 10.30 Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Létt fjallganga. Dagsferð sunnudaginn 4. maí kl.10.30 Reykjavegurinn. Þingvellir-Heiðarbær. 1. áfangi. Netslóð: http://www.centrum.is/ utivist TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.