Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 57 í dagsins önn fækkaði samveru- stundum okkar, en engu að síður ræktuðum við vinasambandið með ýmsum hætti. Efst í huga mínum eru árlegar heimsóknir vinahópsins til Stykkishólms í upphafí ijúpna- tímans. Þrátt fyrir að við Bjarni teldumst ekki fengsælir veiðimenn vildum við fyrir hvem mun fá að vera með, þótt ekki væri nema til að gera kjötsúpunni góð skil. Samtímis Bjarna kynnist ég Sillu, sem einnig stundaði háskóianám í Bandaríkjunum, hugur minn er hjá henni og sólargeislanum þeirra, honum Breka litla. Síðasta skiptið sem við vinirnir hittumst allir var í brúðkaupinu okkar Erlu, 25. janúar sl. í snjallri ræðu sem Bjarni hélt það kvöld kom hann inná vináttu okkar og hversu mikilvæg hún væri honum. Silla mín, ég treysti því að vin- átta okkar Bjarna megi varðveitast áfram með þér og Breka litla. Ég og fjölskylda mín munum minnast Bjarna sem einstaklega ljúfs og góðs drengs og sendum öll- um, sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans, innilegar sam- úðarkveðjur. Sigurður Ágústsson. Hversu harkalega er maður ekki minntur á hverfulleika lífsins, um að ekkert sé sjálfgefið og sjálfsagt. Nú þegar sumarið er að koma og náttúran að vakna til lífsins, þá fáum við þá harmafregn síðasta vetrardag, að okkar kæri frændi, Bjami Þór, sé dáinn. Við neituðum að trúa, þetta gat ekki verið satt. En því miður, hann hafði látist fyrr um daginn. Bjami Þór var fmm- burður Þórhalls bróður og Gróu mágkonu og fyrsta bamabarn í báð- um fjölskyldum, sólargeislinn okkar allra. Hann var strax sem barn óvenju orkumikill, glaður og hlýr drengur. Og fljótlega eftir að fjöl- skyldan stækkaði var hann stóri bróðir, sá sem systkinin litu upp til og gátu leitað til. Þannig var hann við alla, ætíð tilbúinn að hjálpa öllum alla tíð, hlýr og gefandi, og þannig munum við geyma mynd þína kæri frændi. Þú átt pláss í hjörtum okkar sem aldrei mun frá okkur tekið. Við biðjum algóðan Guð að styrkja konu þína, litla soninn, for- eldra, systkini og alla ættingja og vini. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Eyþór, Sigurborg, Halldór og fjölskyldur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. _ (Úr Hávamálum.) „Hann Bjarni Þór er dáinn ...“ - þessi orð höfðu svo óraunverulegan blæ er þau bárust eyrum mínum að það leið stundarkorn áður en merking þeirra varð mér ljós. Á þessu augnbliki, á þessum síðasta vetrardegi, þegar Bjarni Þór hvarf til síðustu heimkynna. okkar allra, streymdu fram minningar af falleg- um dreng, sólskinsminningar sem tókust á við sorgina. Hversu mikið saknaði ég hans ekki strax; djúp hryggð óx hratt í hjarta mér er hugur minn tengdist hans nánasta fólki og ósegjanlegum missi þess. - Ávallt mun þessi stund, á þessum sólbjarta degi, verða greypt í minn- ingu mína. í vitund minni, jafnt nú í upphafi Hörpu og síðar á lífsleiðinni, munu alltaf lifa, kvikna og nærast myndir og atburðir tengdir ljúfu viðmóti þessa vinar míns og systursonar sem öllum gaf vináttu, ánægju og gleði. Því Bjami var, og það var hans ein- kenni líkt og blómstrandi heiðskírs sumars, hvikul uppspretta og óend- anlegur akur vellíðunar og hamingju öllum þeim sem nutu nálægðar hans og geislandi væntumþykju. Hann var snemma grallari, prakk- ari og óútreiknanlegur í hugsun, en í fjölbreyttri skaphöfn hans bjó einn- ig einbeittur og kraftmikill dugnað- arforkur - hann var sannkallaður athafnamaður í fýllstu merkingu orðsins, sigldi hraðbyr og hlífði sér ekki, hvort sem verkefnin snertu fjöl- þætt áhugasvið hans, atvinnu eða samskipti við fjölskyldu sína og vini. Allt sem hann snerti á fjörgaðist og lifnaði við á undursamlegan hátt, hvort heldur voru virkir hlutir hvers- dagsins eða hjörtu okkar sjálfra, því hönd hans og hugur voru gædd ómældum töfrum sem vörpuðu ljóma á allt sem okkur birtist, svo einstak- lega aðlaðandi var hinn skapandi og hlýi persónuleiki hans. Bjarni birtist mér agnarlítill, skríkjandi og hlæjandi á fæðingar- deildinni, kafloðinn um aldur fram, sem var honum líkt, enda var mað- urinn alltaf að flýta sér. Þetta var í upphafi sumars fyrir rétt þrjátíu árum. Hann var fyrsta barnabarn foreldra minna og frumburður Gróu og Tóta. Sú bernska gleði, eftir- vænting og spenna sem ég fann til þá fann samhljóm hjá þessum gull- fallega dreng og þessar heilu kennd- ir fylgdu vinskap okkar allan veg síðan. Bjarni fór utan til Rhode Island í Bandaríkjunum og lauk þar há- skólanámi með glæsibrag ásamt fallegu konunni sinni, Sillu, sem var ávallt hans Venus og stoð og stytta öllum stundum. Djarft framtak þeirra gladdi óendanlega mitt litla hjarta og slógum við oft á létta strengi um hamingjusama dvöl þeirra þar, enda báðir öllum hnútum kunnugir á þessum slóðum, Bjarni Þór þó öllu heldur því hann var öðrum fremur frumlegur í því að kynnast fólki og kæta sjálfan sig og aðra, hann var jafnan miðpunkt- ur alls þess sem hreyfðist, hrókur alls fagnaðar; hann var sólin sem sneri plánetunum í kringum sig. Um það vitnar vinafjöld hans, prakkarastrik hans, kenjar og dynt- ir sem ég, og ég hygg fleiri, kímdum að og hlógum undir sposkum alvöru- svipnum. Óvænt uppátæki hans létu okkur þykja enn vænna um hann fyrir bragðið. Þvl Bjami var ekki sá maður sem vildi verða eins og aðrir menn - hann vildi verða öðru- vísi, hann var fijáls og óþvingaður, sjálfstæður og sjálfgerður, pottþétt- ur vinur vina sinna, áræðinn og óháður í eðli sínu og fór því ávallt afdráttarlaust sínar leiðir. Hann var hin óhikandi persóna ævintýranna, landkönnuðurinn í stafni, svellkald- ur þó bjátaði á í lífsins ólgusjó. Bjarni var sannur gleðigjafi öll- um, bráðvel gefínn, fyndinn og snöggur til svara, háttvís og ákaf- lega jákvæður á alla lund. Hann elskaði fjölskyldu sína svo heitt og innilega og var ófeiminn að túlka þær hlýju tilfinningar sem honum bjuggu í bijósti hveiju sinni. Á ein- um af hinum síðustu ánægjustund- um er við áttum saman eitt sinn eftir að rökkva tók, lýsti hann fyrir mér því stolti sem í hjarta hans bjó af fjölskyldu sinni, ömmum og öfum, framúrskarandi hæfileikaríkum systkinum sínum og örlítið rosknari frændum sínum er hann var að kynnast enn betur eftir því sem ald- ursmunurinn minnkaði. Hann hlakkaði einlægt til sumarsins sem óðum var að fara í hönd til að efla og rækta enn frekar kynni sín og Sillu, sem hann unni svo heitt, við okkur hin. Þannig var hugur Bjarna til fjölskyldu sinnar, hann var hreyk- inn og sæll af ættfólki sínu, jafningi allra - meistaralega ættrækinn fjör- kálfur. Við minnumst hans með gleði hvort þá sem hann var sem ákafastur að kveðja áramótin á Ægisíðunni, skjótandi til himins heilum sólkerfum með þeim glæsi- brag er hæfði persónu hans, í hlát- ursköstum á Álfhól í Grímsnesi eða á fallega heimili hans í miðbænum. Þar nutum við oftsinnis, jafnvel af minnsta tilefni, óþijótandi örlætis, gamansemi og góðvildar Bjarna og litlu fjölskyldunnar hans, Sillu, sem við dáum öll fyrir skapfestu sína og rólyndi og Breka litla með sln löngu augnhár og annað myndarlegt ættmót föður síns. Er ég og litla dóttir mín, Gígja, kveðjum nú fallegan vin okkar og frænda í hinsta sinn í upphafi græð- andi sumars, minnumst við velvildar hans í allra garð og hinna blíðu brún- leitu augna hans. Við biðjum lífsins æðri mátt að hlúa að sálu hans og veita honum velsæld og svigrúm á nýjum heimagrundum hans. Við biðjum einnig að okkur öllum sem söknum hans verði gefinn styrkur til að varðveita glaðværa og bjarta minningu þessa góða drengs um ókomna tíð og þá sér- staklega þeim er stóðu honum næst öllum stundum: Systur minni Gróu og mági mínum Tóta, sem hafa reynst öllum svo vel, yndislegum systkinum hans, Diljá, Sveinbjörgu og Bonna, og umfram allt Sillu og Breka litla. Megi englar himins, sem svo óvænt fjölgaði um einn, svífa til ykkar á vængjum sínum og snerta við lífi ykkar og draumum og verða ykkur vísir um veginn fram að stærstu gjöf lífsins, hamingju og ást, um alla tíð. Guðjón Bjarnason, Gígja ísis Guðjónsdóttir. Við kveðjum í dag elskulegan vin okkar og frænda, Bjarna Þór Þór- hallsson. Það var síðasti dagur vetrar, sólin skein og fuglamir sungu og gáfu fyrirheit um sumarið sem var í vænd- um. Skyndiiega varð allt dimmt og kalt, okkur var tilkynnt að Bjami Þór væri látinn. Hvemig gat þetta verið satt. Þessi ungi, fallegi og kurt- eisi drengur sem var alltaf svo glað- ur og kátur. Fjörið og lífskrafturinn hreinlega geislaði í fallegu brúnu augunum hans og svo var hann allt- af svo óendanlega hlýr og góður. Bjami Þór hafði mikla þörf fyrir nálægð stórfjölskyldu sinnar og gaf mikið af sjálfum sér, þannig að okk- ur fannst við oft meiri þiggjendur en gefendur í návist hans. Elsku Bjarni Þór, við þökkum þér fyrir samfylgdina sem var allt of stutt. Það sem sefar sorgina nú er sú bjarta og fallega minning um þig sem við geymum í huga okkar. Guð geymi þig elsku frændi. Elsku Silla, Breki, Tóti, Gróa, Diljá, Sveinbjörg, Bonni og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Jón Bjarnason, Hrafnhildur Kjartansdóttir og börn. Kveðja frá tengdaforeldrum. Með fáum orðum viljum við kveðja elskulegan tengdason. Áður en sumarið náði að heilsa hafði hann kvatt þennan heim, svo að í huga okkar ríkir ennþá vetur. Bjami Þór var 17 ára er hann kom fyrst á okkar heimili sem vinur Sillu dóttur okkar. Saman háðu þau sína lífsbaráttu í námi, starfi og leik. Bjarni var heillandi persóna, brosmildur með töfrablik í flauels- brúnum augum. Hann var ótrúlega orkumikill og venjulega var Iíf og fjör þar sem þau Silla voru, þar var alltaf eitthvað að gerast. Það er erfiðara en orð fá lýst að sætta sig við að hann sé farinn, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Silla er svo heppin að saman eiga þau yndislegan gimstein, Þórhall Breka, sem hjálpar henni að bera þessa sorg. Við vitum að Bjarni lif- ir áfram þótt hann sé ekki lengur hjá okkur. Guð geymi þig, elsku Bjarni Þór. Og seinna, þar sem enginn telur ár, og aldrei falla nokkur harma tár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gjðra eilíft vor. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku Silla mín, Þórhallur Breki, Þórhallur, Gróa og aðrir ástvinir, Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. Minningin um ljúfan dreng lifir. Þórey og Benedikt. • Flciri minningargreinar um Bjarna Þór Þórhallsson bíða birtíngar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Elskulegi maðurinn minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON, Laugavegi 40, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. maí kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigurbjörg Benediktsdóttir, Þórhallur Borgþórsson, Diljá Þórhallsdóttir, Borgþór Rafn Þórhallsson, Benedikt Steindórsson, Þórhallur Breki Bjarnason, Gróa R. Bjarnadóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Þórey Eyjólfsdóttir og aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, . MIKAEL ÞORSTEINSSON, Aðalstræti 82a, Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 29. apríl. Sabína Sigurðardóttir, Unnar Mikaelsson, Sævar Mikaelsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Mikaelsdóttir, Ólafur Jónasson, Sigriður Mikaelsdóttir, Halldór Benjamínsson, Björk Mikaelsdóttir, Óskar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR, Kambsvegi 17, sem lést laugardaginn 19. apríl sl., verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 7. maí nk. kl. 15.00 Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Edda Björg Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurmundsson, Ragna Kristín Jónsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og systur, STEFANÍU EIRÍKS KARELSDÓTTUR, Hraunbæ 70, Reykjavík, fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 2. maí 1997 kl. 13.30. Óskar Gunnar Sampsted, Albert Óskarsson, Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson, Bryndís Óskarsdóttir, Elfsabet Stefanfa Albertsdóttir, Sigurbjörg G. Albertsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Litluvöllum 9, Grindavfk, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 25. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grindavikurkirkju laugardaginn 3. mal kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur Ágústsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurþór Ólafsson, Hallfríður Traustadóttir, Ágústa Hildur Ólafsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, íris Ólafsdóttir, Garðar Páll Vignisson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.