Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Setningarathöfn fimmtudaginn 1. maí Á gervigrasvelíinum í Laugardal - Dagskrá: KI.10:10 Ellert B. Schram formaöur Ólympíunefndar setur hátíðina. Kl.10:15 Ávarp - Þórir Jónsson formaður UMFÍ. Kl.10:20 Ávarp - Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Kl.10:25 Ari Bergmann Einarsson formaður undirbúningsnefndar Smáþjóðaleikanna '97 gengur með menntamálaráðherra að bragðalseldstæði þar sem hann tendrar eld að fornum sið og kveikir í kyndlinum sem síðar verður afhentur einum af íþróttamönnum Reykjavíkurborgar. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur syngur. Kynnir verður Brynhildur Barðadóttir. KI.10:40 Hlaupið hefst - (Laugavegur - Bankastræti - Austurstræti - Aðalstræti - Vonarstræti - Frikirkjuvegur - Með Öskjuhlíðinni - Kringlumýrarbraut að bæjarmörkum Kópavogs). Með kyndilinn hlaupa kjörnir íþróttamenn Reykjavíkur frá upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun taka við kyndlinum við Ráðhúsið og hlaupa með hann áleiðis. ÍBR og ÍTR sjá um framkvæmd og skipulag hlaupsins í Reykjavík. Sjá nánar auglýst á þátttökustöðum um land allt. VERO mODA Laugavegi 95, sími 552 1444. Kringlan, stmi 568 6244 70% afmœlisafsláttur AÐSENDAR GREINAR Veiðimanna- samfélag á hverfanda hveli ÍSLENSK fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta hvert í öðru, renna saman og búa til sam- steypur þvert á sveit- arfélagamörk og landshluta. Þannig verða þau fyrst og fremst íslensk þó að lögheimilið sé á til- teknum stað. Það er í raun merkilegt hvað þessar miklu breyting- ar hafa þó orðið átaka- lítið vegna þess að þær eru liður í gjörbyltingu þess samfélags sem ég hér kalla gamla veiði- mannasamfélagið. Umbyltingin úr gamla veiðimanna- samfélaginu í það, sem ég hér kalla nýja sjávarútvegssamfélagið, jafn- ast að sumu leyti á við iðnbylting- una í öðrum ríkjum. Einhverjir hafa reyndar leitt að því getum að það væri þróunarstig sem við myndum að mestu hlaupa yfir og hoppa nán- ast beint úr gamla frumframleiðs- lusamfélaginu í upplýsingasamfé- lagið. Nýja sjávarútvegs- samfélagið tekur við Veiðimannasamfélagið, þar sem það var sjálfsagður réttur þeirra sem bjuggu við ströndina að róa til fiskjar, er liðið undir lok og sjávar- útvegssamfélag tækni og þekking- ar, fjármagns og markaðsvæðingar, upplýsinga og alþjóðavæðingar er tekið við. Fyrirtæki í sjávarútvegi, sem komin eru á hlutabréfamarkað og lúta þeim lögmálum sem þar gilda um árangur, eru ekki hluti af gamla veiðimannasamfélaginu. Fyrirtæki í sjávarútvegi, sem eru á viðskiptaforsendum komin í sam- vinnu við fyrirtæki erlendis, eru heldur ekki hluti af gamla veiði- mannasamfélaginu. Og fyrirtæki, sem kaupa besta hráefni í heimi á íslenskum fiskmörkuðum og vinna í dýra neytendavöru sem send er á erlenda markaði með flugi, eru heldur ekki hluti af gamla veiði- mannasamfélaginu. Þau eru hluti af nýja sjávarútvegssamfélaginu. Ný hugtök, nýr hugsunarháttur Upptaka kvótakerfisins var frá- hvarf frá veiðimannasamfélaginu. Kvótakerfið gerði það mögulegt að skipuleggja starfsemina og fara á markað með fyrirtækin. Sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtæki eru skráð á Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% hegar þú kaupir Aloe Vera gel. d Hvers vegna að borga 1200 kr, fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli trá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000kr. □ Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? □ Banana Boat næringarkremið Brún-án-sólar i úðabrúsa eða með sólvörn #8, □ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat óökksólbrúnkuolíunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden olíunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn. Q Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurtanda? Naturica Ört-krám og Naturica Hud-tóm. Banana Boat og Naturica fást i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gelið fæst lika hjá Samtökum psoriasis-og exemsiúkiinqa.______________________________________ Heilsuval - Barónsstig 20 tr 562 6275 hlutabréfamarkaði og ráða þessi fyrirtæki nú yfir tæplega 50% af öllum veiðiheimildum við ísland. Eignarhald þessara fyrirtækja er ekki endilega í höndum svokallaðra heima- manna því í nýja sjáv- árútvegssamfélaginu hafa hugtök eins og „heimamenn", „byggð“ og „fólk“ vik- ið fyrir hugtökunum „hagræðing", „arð- semi“ og „fjárfesting". Starfsemin er ekki bundin við það sem kallaðist heimabyggð, ekki einu sinni bara við ísland, og fyrirtækin eru ekki bara í eigu heimamanna heldur fólks og fyrir- tækja sem kallast mega íslendingar samkvæmt lögum. Veiðileyfagjald eðlilegur hluti af þróun Sú þróun að fyrirtækin hasli sér völl um land allt með fjárfestingum og samruna og eignarhald þeirra færist á nýjar hendur hefur orðið Það er þess vegna eðli- legur hluti af þessari þróun, segir Svanfríð- ur Jónasdóttir, að þau fyrirtæki og hlutafélög sem fá veiðiheimildir á sín skip greiði veiði- leyfagjald. án mikilla átaka milli byggðarlaga eða landshluta. Það sem gerir þessa þróun mögulega og er forsenda hennar, þ.e. fiskveiðistjórnunar- kerfið sjálft, hefur hins vegar orðið miklu meira bitbein. Fólk hefur verið mun uppnæmara varðandi sölu á kvótum milli útgerða en hvort bréf í fyrirtækjum skipta um eig- endur þó á því séu þekktar undan- tekningar. Andstaða fólks við kvótakerfíð er fyrst og fremst byggð á réttlætisrökum. Til að tryggja að þróunin geti haldið áfram í sæmilegri sátt er því brýnt að útgerðarmenn nái sáttum við þjóðina og greiði sanngjarnt gjald fýrir aðgang að hinni sameiginlegu auðlind. Eftir markaðsvæðingu veiðanna er eignarhald útgerðarfyr- irtækjanna og starfsemi gjörbreytt og undir allt öðrum lögmálum en var í gamla veiðimannasamfélag- inu. Önnur lögmál hljóta þá einnig að gilda um aðgang að auðlindinni. Það er þess vegna eðlilegur hluti af þessari þróun að þau fyrirtæki og hlutafélög sem fá veiðiheimildir á sín skip greiði veiðileyfagjald. Hvort það gjald yrði notað til að greiða niður erlendar skuldir þjóð- arinnar, öllum til hagsbóta, eins og Samtök iðnaðarins leggja til, er svo annað mál. Höfundur er alþingismnður. - kjarni málsins! Svanfríður Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.