Morgunblaðið - 01.05.1997, Side 45

Morgunblaðið - 01.05.1997, Side 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 45 Vinnutap vegna verkfalla á íslandi 1960-1996 Vinnutap vegna verkfalla: ísland og V-Evrópa 1961-1990 2.078 ^Verkfallsdagar á hverja 1000 starfandi: Fimm ára meðaltöl 2000“ 1500 1000 Mynd 2 1.762 ISLAND 1.208 1.007 Meðaltal 14 landa Meðaltal 4 648 Norðurlanda II 1 Jlll SAMANBU RÐARLÖND Austurriki Frakkland Spánn Belgía Holland Svíþjóð Bretland íriand Sviss Danmörk ítalia Þýskaland Finnland Noregur Italía 1.064 Bretland Finnland 596 ' 118 114S 1 li Heimild: ILO-Yearbook of Labour Statistics, Kjararannsóknanefnd 09 Þjóðhagsstofnun úr 1980 eru nokkrar, og stafa þær flestar af auknum þrýstingi eftir betri árangri í atvinnulífi iðnríkj- anna. Það sem skapaði þrýstinginn var m.a. hægari hagvöxtur eftir 1973, aukið atvinnuleysi, aukinn verðbólguvandi, fjárhagsvandi vel- ferðarríkisins, og aukin alþjóðavæð- ing sem leitt hefur til mjög aukinnar samkeppni á heimsmarkaði. Þá hef- ur einnig orðið breyting á hugarfari stjórnenda atvinnulífsins með út- breiðslu nýrra hugmynda um stjórn- un (fyrirmyndir japanska vinnu- skipulagsins, hugmyndir um gæða- stjórnun, endurskipulagningu rekstrar og nýsköpun, árangurs- stjórnun og almennar hugmyndir um virka nýtingu mannauðsins sem býr í starfsfólki - hugmyndir sem kallað- ar eru “Human Resource Manage- ment“ á ensku). Hinar nýju stjórnunar- og skipu- lagshugmyndir eru í reynd öndverð- ar við gömlu aðferðirnar sem kölluðu fram það sjónarmið launþegasam- taka að ekkert gæti dugað í kjara- baráttu nema mikil uppsöfnun sam- takavalds til að tuska atvinnurek- endur til hlýðni. Hin nýja stjórnspeki felur í sér að stjórnendur þurfa eink- um að virkja alla starfsmenn til já- kvæðrar þátttöku í því samvinnu- verkefni að bæta árangur fyrirtækis- ins/starfseminnar, með bættum að- ferðum, nýsköpun, aukinni vand- virkni og útsjónarsemi. Nýta þarf sköpunarmátt hvers og eins starfs- manna og skapa þróttmikla og sam- stillta liðsheild. í slíku starfsum- hverfi er ekkert rúm fyrir nakta kúgun eða fjandskap, eins og tíðkað- ist á 19. öld. Umbunarkerfið þarf einnig að tengjast árangri í starf- seminni, 0g þvi er eðlilegast að það sé klæðskerasniðið að þörfum vinnu- staðarins eða fyrirtækisins í mun meiri mæli en tíðkast í skipulagi heildarsamninga. Óskir um árang- ursmat, sveigjanleika og valddreif- ingu verða þannig forsendur fyrir auknu hlutverki vinnustaðasamn- inga. En hvernig er farsælast að slíkir vinnustaðasamningar tengist samningum heildarsamtaka á vinnu- markaði? Skoðum ólík dæmi um aðstæður fyrir útfærslur vinnustaða- samninga i nágrannalöndunum (sjá skýringarmynd 1). Styrkur launþegahreyfingar og samstillingarskipan (virkni vinnu- markaðsstofnana í samþættingu og miðlun andstæðra hagsmuna) skipta höfuðmáli fyrir möguleika á farsælli útfærslu vinnustaðasamninga. Þeg- ar þessum tveimur þáttum vinnu- markaðarins er teflt saman má flokka nágrannalöndin í 4 ólík skipu- lagsform, sem hafa mismunandi áhrif á virkni vinnustaðasamninga (styrkur launþegahreyfingar á vinstri ás og samstillingarskipan á hægri ás). A Bretlandi og Ítalíu er sterk launþegahreyfing en skipulag vinnumark- aðarins þar hefur ekki þótt vel til þess fallið að miðla farsællega milli ólíkra hagsmuna. Kjara- samningum þar er lýst sem „óstöðugum heildar- samningum" (nr. I á skýr- ingar- myndinni) því skæruverkföll eru tíð og samningar ekki nægilega haldbærir. Þar er ekki mikið um jákvæð formleg samráð aðilanna og stjórnvalda að ræða, átök eru tiltölulega mikil og útfærsla vinnustaða- samninga á síðustu árum hefur í Bretlandi tengst hörðum átökum milli launþegahreyfíngar og ríkisvaldsins, þar sem rík- isvaldið fór að stærstum hluta með sigur af hólmi. Eftir stóð launþegahreyfing í sárum og sundurtætt samningakerfi, sem erfitt er að spá fyrir um hvernig muni þróast. Lítið má út af bera til að skæruverkföll verði ekki að stóru vandamáli í Bretlandi, en slík átök hafa verið frekar algeng þar á liðn- um árum. Útfærsla og aukning vinnustaðasamninga á Bretlandi og Ítalíu hefur þannig verið gerð með frekar lítilli samvinnu við heildar- samtök launþega, og því að mestu að frumkvæði atvinnurekenda. Þess vegna er hætt við að grundvöllur stöðugleika í þessum löndum geti verið ótraustur á næstu árum. Á írlandi er skipulagið áþekkt því enska en heldur stöðugra þó, enda hafa stjórnvöld þar ekki tekið á laun- þegahreyfmgunni á svipaðan hátt og var í Bretlandi. Þar sem launþegahreyfingin er veik samhliða því að samráðsskipan virkar illa (nr. II á skýringarmynd- inni), eins og í Frakklandi, Spáni og Portúgal, hefði mátt ætla að at- vinnurekendur gætu haft frjálsar hendur með að auka vægi vinnu- staðasamninga, óheftir af forystu launþegahreyfingarinnar. Svo hefur og verið, en hins vegar hafa bæði forystumenn atvinnurekenda og rík- isvalds þar ítrekað séð ástæður til að stuðla að heildstæðum samráðum milli vinnumarkaðsaðilanna sam- hliða vinnustaðasamningunum. Þar sem hinar nýju stjórnunarhugmyndir byggja í svo miklum mæli á sam- stöðu innan vinnustaða óttast menn í reynd að launþegar leggi ekki nægilega mikið til starfseminnar ef þeir tortryggja atvinnurekendur og vantreysta þeim. Stuðn- ingur starfsliðs af þeim bakhjarli sem landssam- tök launþegafélaga eru eykur því traustið sem vinnustaðasamningar þurfa að byggja á. í Bandaríkjunum og Japan hafa vinnumark- aðir lengi verið óbundn- ari af áhrifum heild- stæðrar launþegahreyf- ingar en almennt er í Evrópu. Þar hafa at- vinnurekendur, einkum í stærri fyrirtækjum, haft mótandi frumkvæði í þróun vinnustaðaskipu- lagsins. í stærri fyrir- tækjum geta vinnu- staðafélög starfsmanna orðið öflugri en tíðkast í smærri fyrirtækjum. Fjölmörg dæmi eru auð- vitað um farsæla virkni slíkra vinnustaðasamninga og góðan árangur í framleiðni og kjarabótum. Japönsku vinnustaðasamningarnir eru einmitt góð dæmi þar um og mörgum fyrirmyndir á Vesturlönd- um. Gallinn við þessar útfærslur vinnustaðasamninga í Bandaríkjun- um og Japan, óháð heildarsamtök- um launþega, er sá að staða laun- þegans getur orðið mjög veik gagn- vart atvinnurekandanum. Sérstök menning Japana gerir þetta ásætt- anlegt meðal almennings þar í landi en ólíklegt er að íbúar Norðurland- anna myndu sætta sig við slíka stöðu nú á dögum. Að öðru jöfnu er þó staða launþega sterkari hjá stærri fyrirtækjum í báðum þessum löndum og þar virkar skipulagið jafnframt betur. Hinir sem starfa í smærri fyrirtækjum eða eru á útk- annti vinnumarkaðarins hafa hins vegar oft lítt álitlega stöðu í þessum löndum og geta orðið uppspretta óstöðugleika og átaka. Á Norðurlöndum og í Þýskalandi fer saman sterk launþegahreyfing og sterk samstillingarskipan, sem auðkenna má með því að þar hafi ríkt „víðtæk og stöðug samráðsskip- an“ (nr. III. á skýringarmyndinni). Bæði í Danmörku og Svíþjóð hefur vinnustaðaskipulagið sótt mjög á síðasta áratuginn, meira þó í Dan- mörku. Þrátt fyrir nokkur aðlögun- arvandamál í Svíþjóð virðist stefnan þar ótvírætt á áframhaldandi út- færslu vinnustaðasamninga. í Nor- egi og Finnlandi hefur sömu þróunar gætt, en þó heldur í minni mæli. í Þýskalandi, sem lengi hefur búið við mjög formfast skipulag á vinnu- markaði, hefur tekist mjög vel að samræma vinnustaðasamninga við virkt hlutverk heildarsamtaka á vinnumarkaði. Vinnuveitendur í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi sjá sér þannig almennt mikinn hag af samræmingarhlutverki heildar- samtaka, sem og af virkri þátttöku í stefnumótun stjórnvalda sem víð- tækt samráðskerfi veitir, og leitast því við að útfæra vinnustaðasamn- ingana innan ramma fyrirliggjandi skipulags í stað þess að reyna að sniðganga það eða bijóta niður eins og gerðist að hluta til í Bretlandi. í Belgíu, Hollandi og Sviss er launþegahreyfing veik fyrir, en rík- isvaldið hefur hins vegar beitt sér Fjögur ólík skipulagsform vinnumarkaðar Skýringar- mynd 1: Veik samstillingarskipan Sterk samstillingarskipan I. Óstöðugir heildarsamningar III. Víðtæk og stöðug samráðsskipan Sterk launþega- hreyfing Bretland (talía írland Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland ÍSLAND Þýskaland Austurríki II. Áhrifalítil launþegahreyfing IV. Stöðug samráðsskipan, stýrð Veik launþega- hreyfing Frakkland Spánn Portúgal Belgía Holland Sviss fyrir virkum samráðum við aðila vinnumarkaðarins. Þar hefur sömu- leiðis tekist ágætlega að útfæra vinnustaðasamninga að fyrirliggj- andi háttum á vinnumarkaði, án röskunar á vinnufriði. Niðurstaðan af þessu yfirliti er ' sú, að útfærsla vinnustaðasamninga er ekki aðeins möguleg án þess að raska stöðu heildarsamtaka heldur virðist hún jafnvel hafa gengið betur í löndum þar sem launþegahreyfing er sterk og samráðsskipan heildar- samtaka virk. V. Tímamót á íslenskum vinnumarkaði íslenskur vinnumarkaðar hefur um áratugaskeið verið fastur í öng- stræti lágra launa, langs vinnutíma og lítillar framleiðni á vinnustöðum. Samanborið við nágrannalöndin eru skipulag og samskipti á íslenska vinnumarkaðinum mjög miðstýrð og átök hafa verið mun meiri en meðal annarra Evrópuþjóða, og svo er enn. ítrekaðar tilraunir til að bijótast út úr þessum ógöngum leiddu á áttunda og níunda áratugnum einungis til óðaverðbólgu og óstöðugleika, vegna þess að ekki fóru saman kauphækk- anir og aðgerðir til framleiðniaukn- ingar. Með þjóðarsáttarsamningunum 1990 sýndu forystuaðilar vinnu- markaðarins, beggja vegna borðsins, að þeir höfðu dregið réttar ályktanir af vandanum á vinnumarkaðinum og leituðu nýrra leiða. í þeim kjara- . samningum sem nú liggja fyrir er samið um verulegar kauphækkanir til óvenju langs tíma, sem þó ættu ekki að stefna stöðugleikanum í mikla hættu, vegna þess góðæris sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum. Líkur eru á að kaupmáttaraukning tímabilsins frá 1995 til 2000 verði meiri og haldbærari en orðið hefur í áratugi. í því felast merk tímamót. Að auki er í þessum kjarasamn- ingum farið inn á nýja braut með útfærslu vinnustaða- eða fýrirtækja- samninga. Þar er með formlegum hætti stefnt að því að tengja kjara- bætur við hagræðingaraðgerðir á vinnustöðum. Sú leið er til þess fall- in að ijúfa vítahring lágra launa og lítillar framleiðni á komandi árum. í henni felast því einnig mjög merk tímamót. Fyrirtækjasamningar tóku að breiðast út á evrópskum vinnumörk- uðum um og uppúr 1980. Reynslan þar sýnir að framleiðni hefur aukist og úr verkfallsátökum hefur dregið á sama tíma. Best hefur tekist til um útfærslu fyrirtækjasamninganna þar sem heildarsamtökin eru sterk og samráð þeirra í millum virk, svo sem í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð. Fyrirtækjasamningar geta því fallið vel að virku, en breyttu, hlutverki heildarsamtaka og sam- ráðskerfa þeirra. Án efa hefur þessi stefnubreyting styrkt stöðu viðkom- andi landa í heimi sívaxandi sam- keppni. Launþegafélög hér á landi hafa því enga ástæðu til að óttast útbreiðslu þeirri, hvorki á almennum vinnumarkaði né hjá hinu opinbera. I reynd skapa vinnustaðasamningar kjörin tækifæri fyrir launþegahreyf- inguna til þess að gæða hana nýju lífi með eflingu trúnaðarmannakerf- is og auknum tengslum við vinnu- staði. Atvinnurekendur fá hins vegar aukið svigrúm til þess að beita hinum nýju stjórnunaraðferðum sem uppi eru í nágrannalöndunum. Fyrirtækjasamningar endur- spegla þannig nýja og álitlegri stjórnunar- og samskiptahætti á vinnustöðum sem eru líklegir til að færa bæði launþegum og eigendum atvinnufyrirtækja aukna hagsæld á komandi árum. Vegna þess miðstýrða skipulags og viðvarandi vítahrings mikilla átaka og ófullnægjandi árangurs sem ríkt hefur á íslenskum vinnu- markaði eru fyrirtækjasamningar sérstaklega tímabærir á íslandi. Að öllu samanlögðu má því ætla að þegar fram líða stundir muni fyrir- tækjasamningarnir 1997 teljast meiri tímamótasamningar en þjóð- arsáttarsamningarnir frá 1990. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar háskólans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.