Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C 199. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brezkir sjónvarpsmenn ráðast í metviðbúnað við útsendingar frá útför Díönu prinsessu Útförin heim til milljarða manna London. Reuter. BÚIZT er við að milljarðar manna muni fylgjast með útför Díönu prins- essu af Wales næstkomandi laugar- dag. Viðbúnaðurinn, sem brezkar sjónvarpsstöðvar hyggjast ráðast í vegna útsendinga frá útförinni verð- ur meiri en verið hefur við útsending- ar frá nokkrum öðrum atburði. Not- uð verða hundruð myndavéla og öll tiltæk tækni til að gera fólki um allan heim kleift að fylgjast með. BBC, eða brezka ríkissjónvarpið, ætlar að nota 100 myndavélar til að fylgjast með því þegar kista Dí- önu verður fiutt til Westminster Abbey, með athöfninni og líkfylgd- inni og þar til prinsessan verður lögð til hinztu hvílu í grafreit fjölskyld- unnar á Mið-Englandi. Sagði tals- maður stöðvarinnar, að allur tækja- búnaður hennar yrði notaður og annar tekinn á leigu. „Við teljum, að þetta sé mesti viðburður, sem BBC hefur sjónvarp- að frá,“ sagði talsmaðurinn en örlög- in haga því svo, að mesti viðburður- inn fram að þessu var brúðkaup Díönu og Karls 1981. Leið líkfylgdarinnar lengd í gær var ákveðið að líkkista Dí- önu yrði flutt á morgun, föstudag, úr konunglegu kapellunni í St Jam- es-höll í miðborg Lundúna til Kens- ington-hallar, þar sem prinsessan átti sitt síðasta heimili. Frá Kensing- ton-höll verður kistan svo borin til Westminster Abbey á laugardag, þaðan sem útförin sjálf fer fram. Með þessu lengist leiðin, sem gengið er með líkkistuna um götur Lund- úna, verulega eða upp í 5,6 kíló- metra. Er þetta gert, að sögn tals- manna konungsfjölskyldunnar, til að gera fleira fólki, sem vill votta „prinsessu fólksins" hinztu virðingu með nærveru sinni, kleift að sjá lík- fylgdina. Búizt er við að meiri mann- fjöldi safnist saman á götum Lund- úna á laugardaginn en nokkru sinni hefur áður sézt. Sjónvarpað allan daginn ITN-sjónvarpsstöðin, helzti keppi- nautur BBC, verður með 400 frétta- menn á sínum vegum í kring um útförina auk tæknimanna en mynda- vélarnar verða 50, þar af 19 inni í Westminster Abbey. Munu báðar stöðvarnar sjónvarpa allan daginn en athöfnin í kirkjunni hefst klukkan 10 að íslenzkum tíma. Bandaríska fréttasjónvarpsstöðin CNN verður með sjö klukkustunda útsendingu eingöngu helgaða útför- inni og er talið, að útsending hennar einnar muni ná til hálfs milljarðs manna víða um heim. ■ Þakkar samúð/20 Reuter Smíðað fyrir milljónir syrgjenda SMIÐUR leggur gjörva hönd á byggingu áhorfendapalla fyrir utan Westminster Abbey, þaðan sem útför Diönu prinsessu af Wales fer fram á laugardag. Búizt er við að milljónir manna safnist saman á götum Lundúna, þar sem líkfylgdin fer um, til að votta „prinsessu fólksins" hinztu virðingu. Comoro-eyjar Innrás á Anjouan Moroni. Reuter STJÓRNARHER Comoro-eyja gerði innrás á eyjuna Anjouan í gærmorg- un. Herinn réðst til atlögu við að- skilnaðarsinna á Anjouan eftir að hafa undirbúið innrásina undanfarna daga og hafði þar með að engu til- mæli Frakka og Einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU), um að bíða átekta og reyna samningaviðræður. Fréttir hafa ekki borist af bardög- um, enda hafa símalínur verið rofn- ar, en tvö herskip stjómarinnar komu til Anjouan í gær. Talið er að innrásarliðið muni leggja áherslu á að ná borginni Mutsamudu á sitt vald auk flugvallarins og bæjarins Domoni. íbúar Anjouan hafa hins vegar heitið því að veija eyjuna. Comoro-eyjarnar fjórar Grande Comore, Anjouan, Moheli og May- otte, við austurströnd Afríku, vom fyrrum franskar nýlendur. Eftir óeirðir í upphafi árs lýsti Anjouan, sem er næst stærst eyjanna, yfir aðskilnaði frá Grande Comore 5. ágúst sl. og nokkm síðar fylgdi minnsta eyjan, Moheli, í kjölfarið. Vilja að Einingarsamtök Afríkuríkja fresti fundi Frakklandsstjórn hefur lýst sig andvíga aðskilnaði Anjouan og Mo- heli frá Grande Comore og hvatt til friðarsamninga. Þá er talið víst að Einingarsamtök Afríkuríkja (OAU) muni fordæma innrásina en ríkis- stjórn Mohamed Taki Abdul Karirn á Grande Comore hefur farið fram á að samtökin fresti fundi sem boð- aður hafði verið um málið 10.-17. september fram í október. Sinn Fein vill frið Washington. Reuter. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, flokks lýðveldissinna á Norður- írlandi, sagði í Washington í gær, að flokkurinn ætlaði að taka þátt í viðræðum um framtíðarskipan mála í landinu og væri fús til að teygja sig langt í átt til málamiðlunar. Adams, sem er á ferð um Banda- ríkin til að safna fé og kynna mál- stað lýðveldissinna, sagði á frétta- mannafundi, að Sinn Fein myndi koma til viðræðnanna með opnum huga og væri tilbúinn að fallast á skynsamlega málamiðlun. Er vonast til, að allir stjórnmálaflokkar á N- írlandi taki þátt í viðræðunum en breska stjórnin bauð Sinn Fein til þeirra í fyrsta sinn í síðustu viku. Sinn Fein, sem litið er á sem stjórnmálaarm írska lýðveldishers- ins, IRA, berst fyrir sameiningu N- írlands og írlands en meirihluti mót- mælenda á N-Irlandi er henni and- vígur. -------»■ ♦-------- Annan gagn- rýnir NATO Ósló. Morgunblaðið. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi NATO óbeint á blaðamannafundi í Ósló skömmu eftir komu sína þangað í opinbera heimsókn, sem lauk í gær. Hann kemur til íslands í dag. Annan lýsti óánægju sinni með það hversu margir stríðsglæpamenn í Bosníu færu frjálsir ferða sinna þar í landi. Finna yrði leiðir til að færa hina eftirlýstu fyrir alþjóðlega stríðs- glæpadómstólinn í Haag. ■ Vill endurskilgreina/29 FLAK vietnömsku vélarinnar skammt frá flugvellinum i Phnom Penh. Reuter Yfir 60 manns farast í flugslysi í Kambódíu Phnom Penh, Hanoi. Reuter. SEXTÍU og fjórir létust er Tupolev Tu-134, tveggja hreyfla þota flug- félags Víetnams, fórst nærri Phnom Penh flugvelli í Kambódíu síðdegis í gær að staðartíma, að því er flug- málayfirvöld og sjúkrahús greindu frá. Tveir komust lífs af. Vélin var að koma frá Ho Chi Minh borg í Víetnam og að sögn tals- manna flugvallarins í Phnom Penh og fulltrúa flugfélagsins voru sextíu farþegar um borð og sex flugliðar. Flestir farþeganna hefðu verið útlend- ingar, þeirra á meðal Suður-Kóreu- menn, Tævanar, Ástralar, Japanir, Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Orsakir óljósar Ekki var í gær ljóst hveijar orsak- ir slyssins voru, að þvi er flugmálayf- irvöld í Kambódíu sögðu. Vélin kom niður á hrísgijónaakur um 300 metra frá flugbrautarenda. Frásögnum vitna ber ekki saman um hvort rign- ing hafi verið er slysið varð eða byij- að eftir að vélin fórst. Að sögn fulltrúa flugmálayfirvalda virtist sem flugmenn vélarinnar hafi ákveðið að hætta við lendingu á síð- ustu stundu og aukið afl hreyflanna. Fjórir komust lífs af, en tveir þeirra létust eftir að komið var með þá á sjúkrahús. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.