Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
„HEYRÐU, á ég að
kenna þér einn Hafnar-
arðarbrandara?"
spurði mig píreygur,
rauðhærður strákur
fyrir mörgum árum.
„Veistu . af hveiju
Hafnfirðingar fara
aldrei gangandi í
Garðabæ?" Ég hugsaði
mig um nokkra stund
en fann ekkert vitrænt
svar. „Þeir finna aldrei
göngustíginn," sagði
þá sá stutti heldur
rogginn og það skein í
skörðóttan tanngarð-
inn þegar hann brosti.
Mér þótti þetta nú
heldur rýr Hafnarijarðarbrandari
þó að ég léti ekki mikið á því bera.
En þessi brandari stráksins varð til
þess að ég fór að líta meira eftir
göngu- og hjólaleiðum hér í ná-
Æskilegt væri að fá
samfellda gönguleið frá
Hvaleyrarholti í Hafnar-
fírði að Sæbraut í
Reykjavík, segir Frið-
rik Rúnar Guðmunds-
son, og skorar á sam-
gönguráðherra að hafa
frumkvæði að því að
Vegagerðin í samvinnu
við sveitarfélögin hanni
slíkan stíg.
grenninu. Og tilfellið var, göngu-
stígarnir meðfram Reykjavíkurveg-
inum í Hafnarfírði enduðu í Engidal
og engan stíg var að sjá hinum
megin. Og ástandið í dag er óbreytt.
A undanförnum árum hefur fjöldi
hjólreiðamanna í umferðinni aukist
verulega. Á sl. ári voru flutt 17.195
reiðhjól til landsins (Hagstofa ís-
lands). Þetta er mikill fjöldi en með
vaxandi áhuga þjóðarinnar á hollri
hreyfingu er eðlilegt að reiðhjól njóti
aukinna vinsælda. Nýjar reiðhjólag-
erðir gera fólki kleift að hjóla við
miklu erfiðari aðstæður en áður og
setja menn ekki fyrir sig að hjóla
mun lengri og erfiðari leiðir. Nú eru
það ekki bara krakkar og einstaka
skrítnir karlar sem hjóla. Nú velur
fólk reiðhjólið m.a. sem
valkost tii að fara til
og frá vinnu. í vaxandi
mæli hjóla heilu ijöl-
skyldurnar í frítíma
sínum lengri og
skemmri ferðir. Þessi
þróun er mjög af hinu
góða, - aukin hreyfing
og holl útivera. En hjól-
reiðamenn reka sig
fljótt á hve hjólaleiðir
hér í þéttbýlinu eru
frumstæðar. Víða er þó
hægt að finna stíg sem
byijar vel en endar
skyndilega og engin
merking eða leiðsögn
hvar halda skuli áfram.
Því miður virðist mér þetta fremur
regja en undantekning.
Ég er einn þeirra sem hef nýtt
mér reiðhjól í auknum mæli síðustu
misserin og hjóla stundum milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til og
frá vinnu svo ég tel mig hafa nokkra
reynslu af því að hjóla þessa leið. Á
hjóli skynjar maður umhverfi sitt á
allt annan hátt en í bíl. Hávaðinn
er mikill, mengunin svíður í lungun,
sífelld hætta á að hjóla á glerbrotin
og verstu ójöfnurnar í vegkantinum.
Bílaumferðin á Hafnarfjarðarvegin-
um er gríðarlega þung og óvægin
og auðvitað stórhættuleg hjólreiða-
fólki. En fyrir hjólandi fólk er ekk-
ert annað í boði á þessari leið. Þetta
á auðvitað við um gangandi vegfar-
endur líka. í sumar hjólaði ég fram
á foreldra gangandi með tvö böm
sín, annað í kerm, utan í vegkantin-
um upp Amarnesbrekkuna í átt að
Kópavogi. Þetta fannst mér vera
nöturlegar gönguaðstæður og ekki
fjölskylduvænar. En það er ekkert
annað í boði ef fólk hefur hug á að
fara gangandi á milli Kópavogs og
Garðabæjar.
Engar sérstakar umferðarreglur
eru til fyrir hjólreiðamenn. Þeim er
ætlað að vera úti í grimmri bílaum-
ferðinni nema þar sem eru gang-
stéttir eða göngustígar. Þar mega
þeir hjóla ef þeir gæta fyllstu varúð-
ar gagnvart gangandi fólki. Innan
sveitarfélaganna finnast sem betur
fer gangstígar og eru þeir sumstað-
ar til fyrirmyndar. Stígurinn sem
liggur á milli Seltjarnarness og Ár-
bæjarlaugar með brú yfir Kringlu-
mýrarbraut stendur þó upp úr af
slíkum mannvirkjum. Er gleðilegt
til þess að vita hve ráðamenn höfuð-
borgarinnar virðast meðvitaðir um
nauðsyn á auknu aðgengi þeirra
sem ekki eru akandi í bíl. Nýjasta
mannvirkið, göngubrúin yfir Miklu-
brautina, er sönnun þess. Oska ég
Reykvíkingum til hamingju með
þessa þróun.
Það kom fram við vígslu brúar-
innar yfir Miklubraut að hún var
samvinnuverkefni Reykjavíkurborg-
ar og Vegagerðarinnar. Þetta var
athyglisvert því þegar ég hef leitað
svara við því hvað tefji gerð mann-
sæmandi gönguleiðar milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar hafa ráða-
menn sveitarfélagnna vísað á Vega-
gerðina og Vegagerðin aftur á sveit-
arfélögin. En með þessu ágæta sam-
vinnuverkefni Ingibjargar Sólrúnar
og Halldórs Blöndals virðist komið
fordæmi fyrir því að Vegagerðin og
sveitarfélög geta unnið saman að
svona lausnum. Skora ég á Halldór
Blöndal samgöngumálaráðherra að
hafa frumkvæði að því að Vegagerð-
in í samvinnu við sveitarfélögin láti
hanna heiidstæða gönguleið nú þeg-
ar frá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði
að Sæbraut í Reykjavík og að hann
sjái til þess að_ henni verði lokið
næsta sumar. Á þessari leið eru
vissulega þegar brúklegir kaflar en
það vantar alla samfellu, merking-
ar, niðurfellingar við akbrautir og
hugsanlega brú.
Fyrir stuttu var vígð merkt
gönguleið milli Reykjanesvita og
Þingvalla, Reykjavegurinn, margra
dagleiða gönguleið svo við hljótum
að getað, með sameiginlegu átaki,
komið samfelldum göngustíg hér í
þéttbýlinu á koppinn. Helst vil ég
hafa þennan Reykja-Kópa-Garða-
Hafnar-stíg í skjóii frá mestu bíla-
umferðinni, t.d. tijáa, þar sem því
verður við komið. Þennan stíg þarf
að merkja vel og kynna á kortum
og bæklinum svo fólk viti af honum
þ.m.t. allir erlendu hjólreiðamenn-
imir sem koma hjólandi frá Kefla-
víkurflugvelli. Þegar slíkt mannvirki
er staðreynd verður hægt að banna
hjólandi umferð á Hafnarljarðar-
veginum sem nú þegar er tímabært.
Nú er píreygði strákurinn, sem
kenndi mér Hafnarijarðarbrandar-
ann um árið, trúlega langt kominn
í framhaldsskóla, kannski orðinn
pabbi. Hvort hann kennir börnum
sínum brandarann veit ég ekki en
ég vona að hann þurfi ekki að kenna
hann samferðafólki sínu á Hrafnistu
þegar hann flytur þangað. Vonandi
verður þá Iitið á gönguleiðina milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem
eitt af sjálfsögðustu mannvirkjum
sem okkar kynslóð kom í verk og
þetta ástand sem nú er löngu
gleymt.
I tilefni af umferðaröryggisdög-
um í Hafnarfirði vil ég að lokum
minna alla hjólreiðamenn á að nú
húmar að og farið að hausta. Nú
líður að því að reiðhjól hverfí í sínar
vetrargeymslur. En ef við ætlum
að nota hjólin í dimmunni er ábyrgð
okkar enn meiri en á meðan bjart
var. Við verðum að vera vel sjáanleg
í umferðinni, nota ljós bæði aftan
og framan, endurskinsmerki og
hjálminn að sjálfsögðu. Höldum
áfram að vera vakandi við erfiðar
aðstæður.
Höfundur á sæti í umferðarnefnd
Hafnarfjarðar.
RITSTJÓRAR
Morgunblaðsins og
aðrir veiðigjaldssinnar
halda því fram, _að
aflaheimildir á ís-
landsmiðum (kvótarn-
ir) séu sama eðlis og
útvarpsleyfi. Með út-
hiutun slíkra sérrétt-
inda sé verið að færa
einstaklingum stórfé á
silfurfati. Hyggilegra
sé að bjóða hvor
tveggja réttindin upp,
svo að öll þjóðin njóti
góðs af.
Þessi skoðun er í
senn rétt og röng. Hún
er að því leyti rétt, að
aflaheimiidir og útvarpsleyfi eru
lausnir á sama vanda, sem er
skorturinn. Það er skortur á fiskum
í sjónum, og ef aðgangur að
fiskimiðum er óheftur og endur-
gjaldslaus, þá þyrpast útgerðarfyr-
irtæki með skip sín þangað og
veiða hvert frá öðru. Það er skort-
Með kvótakerfinu, út-
hlutun sérstakra afla-
heimilda, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son í síðari grein sinni,
var fiskimiðunum í
raun lokað.
ur á útvarpsrásum, og ef aðgangur
að ljósvakanum er óheftur og end-
urgjaldslaus, þá þyrpast útvarps-
stöðvar þangað og hver truflar
útsendingar annarrar. Með afla-
heimildum tekst að takmarka
fjölda fiskiskipa við það, sem fiski-
stofnar þola. Með útvarpsleyfum
tekst að takmarka fjölda útvarps-
stöðva við það, sem ljósvakinn ber.
Eftir það geta fyrirtæki í þessum
greinum einbeitt sér að því að
hagræða og skipuleggja reksturinn
til langs tíma.
En skoðun Morgunblaðsritstjór-
anna er um leið röng. Þrenns kon-
ar munur er á aflaheimildum og
útvarpsleyfum. I fyrsta lagi eru
útvarpsleyfin ekki markaðsvara í
sama skilningi og aflaheimildirnar.
Þau ganga ekki kaupum og sölum
á fijálsum markaði, eins og hag-
kvæmast er. Frá fræðilegu sjónar-
miði séð er þetta þó aukaatriði,
því að auðvitað má breyta útvarps-
leyfunum í markaðsvöru með því
að skilgreina á þeim eignarrétt og
leyfa frjálst framsal
þeirra.
Annar munur á
aflaheimildum og út-
varpsleyfum skiptir
meira máli. Skortur á
útvarpsrásum hverfur
sennilega fyrr en síðar
vegna tækniframfara.
Til dæmis getur breið-
bandið, sem verið er
að leggja í hús hér á
landi, flutt marga tugi
útvarps- og sjónvarps-
rása. Þegar gervi-
hnetti er skotið út í
geim, fjölgar slíkum
rásum líka stórkost-
lega. Hins vegar verð-
ur skortur á fiski í sjónum um
fyrirsjáanlega framtíð. Útvarps-
leyfin fullnægja því tímabundinni
þörf, en aflaheimildirnar varan-
legri.
En mikilvægasti munurinn á
útvarpsleyfum og aflaheimildum
snýr að upphafinu. Áður fyrr var
öllum íslendingum leyft að veiða
fisk undan iandi. Fjöldi manns
hafði valið sér útgerð að ævi-
starfi, fjárfest í dýrum tækjum
og sérþekkingu á sínu sviði. Síðan
var það bannað, sem áður hafði
verið leyft. Með kvótakerfinu, út-
hlutun sérstakra aflaheimilda, var
fiskimiðunum í raun lokað. Þessu
var þveröfugt farið með útvarps-
rekstur á íslandi. Áður fyrr var
öllum bannað að útvarpa nema
ríkinu. Aðrir stunduðu því ekki
útvarpsrekstur. Síðan var það
leyft, sem áður var bannað. Kjarni
málsins er þessi: Þegar ákveðið
var að binda útgerð sérstökum
leyfum í árslok 1983, var til fjöl-
mennur hópur manna, sem hafði
ríka hagsmuni af þeirri starfsemi.
En þegar ákveðið var að binda
útvarpsrekstur sérstökum leyfum
sumarið 1985, var enginn sam-
bærilegur hópur til. Með lögum
var fiskimiðunum lokað, en ljós-
vakinn opnaður. Þess vegna var
rökrétt að úthluta aflaheimildun-
um eftir veiðireynslu. Annars
hefði löggjafinn gert á hlut fjöl-
menns hóps manna, skert hags-
muni hans stórlega. Þegar einok-
un ríkisins á útvarpsrekstri var
afnumin árið 1985, hefði hins veg-
ar komið til greina að úthluta út-
varpsleyfunum á uppboði, þótt
aðrar úthlutunarreglur hefðu líka
verið hugsanlegar.
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði
í félagsvísinddeild
Háskóla íslands.
Gamall Hafnar-
fjarðarbrandari
um göngustíg
Friðrik Rúnar
Guðmundsson
Aflaheimildir
og útvarpsleyfi
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
fsláttur
■.
kkjum er á tilboði
í næstu versiun.
Þú sparar 111 kr. á kíló