Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 27 AÐSENDAR GREINAR UM ÞESSAR mundir eru fimmtíu ár liðin frá því að kom- ið var á fót búvísinda- námi á háskólastigi við Bændaskólann á Hvanneyri. Landbún- aðurinn var fyrsta at- vinnugreinin í landinu sem hafði aðgang að menntun á háskóla- stigi og rannsóknum í þágu atvinnugreinar- innar. Ráðunautakerfi var komið á fót, sem var mikilvægt fyrir bændur landsins, þeg- ar uppbygging og ræktun var viðfangs- efnið hjá bændum. Það er löngu viðurkennt að rannsóknir í þágu landbúnaðar skipta miklu máli við búrekstur, ræktun og uppgræðslu lands. f tímans rás hafa auðvitað verið uppi ýmsar kenningar á sviði búvísinda og landnýtingar sem deilt hefur verið um eins og verk- Éff vona að landbúnað- arráðherra noti tæki- færið á merkum tíma- mótum Búvísindadeild- arinnar, seffir Sturla Böðvarsson, og geri til- lögu um að á Hvanneyri verði Landbúnaðarhá- skóli íslands. ast vill ekki síður en um stefnuna i framleiðslu og sölu landbúnaðar- afurða. Þegar hallar undan fæti í landbúnaði, m.a. vegna breyttra markaðsaðstæðna, hljóta áherslur að breytast, þ. á m. á sviði mennt- unar og rannsókna. Við Bændaskólann á Hvanneyri og á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) hefur ver- ið unnið mikilvægt starf og um margt árangursríkt. Trúlega stæði íslenskur landbúnaður enn verr ef ekki hefði notið þess starfs sem búvísindamenn hafa lagt af mörk- um í þágu landbúnaðar. um Búvísindadeildina á Hvanneyri. Þar kem- ur fram það sjónarmið hjá Birni Þorsteins- syni, deildarstjóra Bú- vísindadeildar, að efla beri búvísindin með því að sameina RALA og Búvísindadeildina. Undir þessi sjónarmið vil ég taka. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að færa ætti alla starfsemi RALA af Keldnaholtinu að Hvanneyri. Stofna ætti Landbúnaðarhá- skóla á Hvanneyri sem færi með kennsíu, end- urmenntun, rannsóknir og ha- græna úrvinnslu fyrir landbúnað- inn. Landbúnaðarháskóli á Hvan- neyri ætti þá einnig að sinna þeim þáttum sem varða umhverfismálin og landnýtingu, en það er þáttur sem við verðum að efla. Þegar rætt er um að færa rannsóknastofn- anir að Hvanneyri er jafnan lagst gegn því og sagt er að ekki megi færa rannsóknastarfsemina burt frá höfuðborginni þar sem vísindin dafni og þekkinguna sé að fínna í nálægð við helstu mennta- og vís- indastofnanir þjóðarinnar. Þannig er talið að samgöngur og fásinni hamli því að RALA gæti verið á Hvanneyri. En nú blasa við miklar breytingar í samgöngumálum. Þeg- ar jarðgöngin verða komin undir Hvalfjörðinn duga þau rök ekki lengur gegn uppbyggingu á Hvan- neyri. Þá verður Borgarfjarðar- og höfuðborgarsvæðið allt eitt at- vinnusvæði, sem og Reykjanesið. Ferð úr miðborginni að Hvanneyri mun taka innan við klukkustundar akstur. Landbúnaðarháskóla með öllu á Hvanneyri I fyrrnefndri grein er vitnað í Hákon Sigurgrímsson starfsmann í landbúnaðarráðuneytinu sem stýrir nefnd sem mun vera að vinna tillögur fyrir landbúnaðarráðherra um háskólakennslu og rannsóknir í þágu landbúnaðar. Tilvitnun í viðtal við Hákon veldur mér von- brigðum. Þat' kemur fram að nefndin geri áfram ráð fyrir því að rannsóknir verði eftir sem áður á vegum RALA á Keldnaholti. Áfram mun verða haldið uppi litl- um stofnunum sem fá litlu áorkað og verða ekki til þess að efla starf- semina innan einnar stofnunar á sviði búvísinda. Þannig ber allt að sama brunni. Ekkert má færa og öllu skal hald- ið innan borgarmarkanna. Það er sorglegt. Ekki síst fyrir þær sakir að tillögurnar koma frá mönnurn sem hafa haft lífsviðurværi af því að vinna að málefnum iandbúnað- ar, sem vissulega er einkum starf- ræktur í dreifbýlinu. Þeir ættu öðrum fremur að hafa skilning á því hversu mikiivægt það er að efla mennta- og visindastofnanir í dreifbýlinu þar sem það er hægt. Bættar samgöngur virðast þannig ekki geta leitt til þess að færa saman stofnanir þrátt fyrir augljós hagkvæmnisrök. Hvernig á að sporna gegn því að þjóðin flytjist öll á sama blettinn með ófyrirsján- legum afleiðingum ef ekki má t.d. staðsetja stofnanir landbúnaðarins á Hvanneyri þar sem aðstaða er fyrir hendi? Þessum áformum verð- ur að hnekkja. Ég vona að land- búnaðarráðherra noti tækifærið á merkum tímamótum Búvísinda- deildarinnar og geri tillögu um að á Hvanneyri verði Landbúnaðarhá- skóli íslands og þar verði allar rannsóknir í búvísindum og land- nýtingu á einum og sama stað. Þannig munu ijármunir nýtast best og skapast öflugt samfélag há- skólamanna og vísindamanna á sviði landbúnaðar. Við þurfum á því að halda að styrkja byggðirnar um leið og við aukum hagkvæmni og skilvirkni í hinum opinbera rekstri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Búvísindin mikilvæg* Sturla Böðvarsson Verum varkár, vörumst slysin! SKÚLI Alexand- ersson á Hellissandi er í orði og verki and- vígur hagræðingu og sameiningu, eftir því sem við best vitum. Við erum sama sinnis. Hagræðing hefur jafnan leitt af sér lak- ari kjör og bágara heilsufar. Sameining goðorða og þar með samþjöppun auðs og valda olli herfilegum atburðum á Sturl- ungaöld, og þjóðveldið leið undir lok. Við erum því andvígir sameiningu sveitarfé- laga, banka, skóla, sjúkrahúsa og sjávarútvegsfyrir- tækja. Út yfir tekur þó, að bæjarfulltrú- ar á Ákureyri hafa látið sér detta í hug að vinna að sameiningu Þórs og KA og drepa í dróma heilbrigðan metnað sem m.a. heldur uppi dýr- mætu æskulýðsstarfi og firrir ungl- inga vímuefnum. Og spyija má: Ef þessi félög hafa verið sameinuð (lögð niður), eftir hveiju á þá að raða á fram- boðslista við næstu bæjarstjórnar- kosningar á Akureyri? Reyndar erum við með uppá- stungu í koilinum (ekki í burðarliðn- um, því að hann höfum við ekki): Að því gefnu, að bæjarfulltrúar stuðli að fyrrnefndri sameiningu, væri ekki rétt að hagræða svo hlut- unum, að bjóða út störf bæjarfull- Út yfir tekur þó, segja Gísli Jónsson og Sig- urður E. Davíðsson, að bæjarfulltrúar á Ak- ureyri hafa látið sér detta í hug að vinna að sameiningu Þórs og KA, trúa á Akureyri næsta vor? Þá losna menn við dýrt og mikið umstang í kringum kosningar. Höfundar hafa fengist við kennslu. Barnakuldaskór stærðir 20-34 verð frá 3.990 og góðir fyrstu skór 5 gerðir verð frá 3.590 smáskór í bláu húsi við fákafen sími S68 3919 JHstripsnMaMi - kjarni málsins! RALA að Hvanneyri Föstudaginn 29. ágúst sl. var athyglisverð grein í Morgunblaðinu Eigum fyrirliggjandi handlyftivagna á frábæru verði. Verð frá kr. 37.842.- með vsk. Á tvöföldum hjólum, 2500 kg. lyftigeta. SUNDABORG 1. RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 Verd kr. stgr. 600 sn. þvottavél, 13 Sparnaðarkerfi - Flýtij ivottakerfi vottakerfi. A OTRULEGU VERÐI! L-104 Verð kr. stgr. 800/500 sn. þvottavél, 13 þvottakerfi Sparnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi, Verð kr. 1000/650 sn. þvottavél, 13 þvottakerfi Sparnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi, (á! , í húsi víð 'Kea Söluaðilar: Reykjanes • Rafbúð Skúia Þórs, Halnarfirði • Stapafell, Keflavfk • Rafborg, Grindavík • Raft.Sig. Ingvars., Garði Vesturland • Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi • Munaðarhóll, Rifi • Guðni E. Hallgrímsson, Grundarf. Vestfirðir • Ástubúð, Patreksfirði • Laufið, Bolungaryik • Húsgagnaloftið, ísafirði Norðurland ® K'/H, Hvammstanga • KH, Blönduósi • Rafsjá, Sauðárkróki • Rafbær, Siglufirði • Ljósgjafaverslunin, Akureyri • KÞ, Húsavík Austurland • Rafey, Egilsstöðum © Rafaldan, Neskaupsstað • Rafás, Höfn Suðuriand • Rafmagnsverkst. KR. Hvolsvelli • Geisli.Vestmannaeyjum • Rás, Þorlákshöfn Greiðslukjör við allra hæfi VERIÐ VELKOMIN á íslandi Stærsla h«imiHs-og ra«SBk|«verelunarkeðia I Evrópu PJönusta RflFTfEKOflUERZLUN ISLflNDS If Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.