Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 23 LISTIR Stefnumót við rithöfund DRAUMSÓLIR vekja mig heitir næsta verk- efni íslenska leikhúss- ins. Handrit er eftir Þórarin Eyfjörð og byggist það á skáld- skap Gyrðis Elíassonar og þeim hugmynda- heimi sem birtist í bók- um hans. Þórarinn leikstýrir verkinu, Egill Ingibergsson hannar lýsingu, Hjálmar H. Ragnarsson semur tónlist, Linda Björg Árnadóttir hannar búninga og Stígur Steinþórsson leik- mynd. í samtali blaðamanns við Þórar- in Eyfjörð kom fram að Gyrðir Elíasson væri að hans mati góður höfundur. Verkefnið væri stefnu- mót við Gyrði sem höfund, hug- myndaheim og veruleika verka hans. Þórarinn sagði að góður texti Gyrðis höfðaði til leikhússins. Sá heimur minninga hjá honum sem leik- húsmenn freistuðu að nálgast væri spennandi að fást við. Skáldið spyrði oft í verkum símum: Hvað er hand- an þessa heims? Handrit sitt kallar Þórarinn „sambland af ýmsu úr bókum Gyrðis með meðulum leik- hússins". Aðallega er stuðst við Svefnhjólið, Bréfbátarigninguna og Gangandi íkoma, en einnig ljóð skáldsins. Styrkur til þessa verkefnis ís- lenska leikhússins fékkst frá opin- berum aðilum. Frumsýnt verður í október. Samkomulag hefur verið gert við Hafnarfjarðarleikhúsið að sýningin verði í húsakynnum þess. -i— Gyrðir Elíasson Ljósmynd/G.K. Ásbjörnsson LANDSLAG, vatnslitamynd eftir Guðmund Karl Ásbjörnsson. Guðmundur sýnir í Freiburg ÞÝSKA stórfyrirtækið Göbecke AG, Pharma Konzern í Berlín og Freiburg býður árlega fáeinum listamönnum að halda sýningu á listaverkum sinum í húsnæði fyrirtækisins. Á þessu ári var íslenska mynd- ljstarmanninum Guðmundi Karli Ásbjörnssyni boðið að sýna mál- verk í Göbecke-húsi í Freiburg og sýnir hann þar nokkur stór májverk yfir sumartímann. Á sama stað verður hann með einkasýningu í desember sem stendur yfir í þrjár vikur. í fréttatilkynningu segir m.a. að Guðmundur Karl hafi undan- farin ár haldið nokkrar málverka- sýningar víða um Þýskaland, með- al annars í Greifswald, fv. Aust- ur-Þýskalandi, og var hann fyrsti vestræni listamaðurinn sem sýndi í Mecklenburg Vorpommern eftir að múrinn féll. Greifswalder Tageblatt fagnaði því með eftir- farandi fyrirsögn: „ísland nálgast okkur með litum meistarans." Þinghúsið í Bonn og fleiri opin- berar stofnanir í Þýskalandi eiga málverk eftir Guðmund Karl. Rudolf Bing látinn ÞEGAR Rudolf Bing lét af starfi framkvæmdastjóra Metropolitan- óperunnar í New York eftir 22 ára starf minntist hann þess að ein- hver hefði einhverntíma sagt að hann hefði haft með höndum þriðja erfiðasta starf í Bandaríkjunum, næst á eftir forsetanum og borgar- stjóra New York. „Og þeir þurftu ekki einu sinni að kljást við príma- donnur,“ sagði Bing. Bing lést á þriðjudag í New York. Hann var 95 ára og þjáðist af Alzheimer-sjúkdómnum, að því er Associated Press greinir frá. „Ég mun stjórna þessu húsi með tilliti til gæða og gæða eingöngu," sagði Bing er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Metropolitan 1950. Þegar hann lét af störfum eftir stormasaman, en óneitanlega gifturíkan, feril, gat enginn neitað því að Metropolitan hafði fengið notið krafta helstu söngvara heims. Kannski var það frægasta verk Bings að reka Maríu Callas, 1958, þegar hún neitaði að syngja hlut- verk í þeirri röð sem Bing hafði ákveðið. En hann átti í deilum við fleiri, ekki síst verkalýðsfélög starfsmanna óperunnar. Gagnrýn- endur voru ósáttir við val hans á stjórnendum, hlutverkaskipan hans, verkefnaval og tónlistar- stefnu yfirleitt. En í stjórnartið hans lengdist sýningatímabil Metropolitan úr fjórum og hálfum mánuði í tæplega átta og áskrif- endum fjölgaði úr fimm þúsund manns í sautján þúsund. „I 18 af þeim 22 árum sem ég gegndi starfi var nýtingin 97%, og það er met sem ekkert annað óperuhús mun nokkurntíma slá,“ sagði hann. Bing var aðlaður 1971. Árið eftir lét hann af störfum hjá Metropolitan og gaf út endur- minningar sínar, 5.000 kvöld í óperunni. Hann var kvæntur rúss- nesku ballerínunni Nínu Sjel - emskaíju í 54 ár, þau eignuðust engin börn og hún lést 1983. Árið 1987 kvæntist Bing Carroll Douglass, og mánuði síðar voru allar eigur hans frystar og hann lýstur ófær um að ráðstafa þeim. Douglass var bannað að eyða nokkru af fjármunum hans eða stofna til skulda í hans nafni. Þau bjuggu um tíma við fátækt í Englandi og að minnsta kosti tvisvar hvarf Bing frá hótelinu sem þau bjuggu á og fannst villuráf- andi marga kílómetra í burtu. Hjónabandið var ógilt í september 1989 á þeim forsendum að Bing hefði ekki verið sjálfráður gerða sinna er þau gengu í hjónaband. LAND ROVER - er kominn til landsins Fyrir þig sem vantar góðan jeppa er Land Rover svarið. Defender, vinnujálkurinn sem allt dregur, kemst og seigiast eða Discovery þessi liþri, kröftugi og glæsilegi. Komið og skoðið! Suðurlandsbraut 14, Sími 575 1200 og 575 1210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.