Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Finnskar listakonur Ljósmynd/Jorge Alvarado Sanchez TRÍÓ Ólafs Stephensen í tónleikasal djassklúbbs Santiago. Tríó Ólafs Stephensen í Argentínu o g Chile MYNPUST II o r n i ö MYNDVERK HELENA JUNTTILIA ULLAMAIJA HÁNNINEN Opið alla daga frá kl. 14-18. Til 10. septeraber. Aðgangur ókeypis. ÁKVEÐIN öfugþróun mála olli því að ekki var rýnt í ljósmyndasýn- ingu Sissu í Horninu sem lauk 20. júlí, og of seint í sýningu Gunnars Karlssonar í Sjónarhóli, veldur þó vonandi ekki mis- skilningi. Um þessar mundir sýna í Horninu tvær ung- ar fínnskar lista- konur. Önnur er Helena Junttila (f. 1963) sem býr og starfar í litlu þorpi í Lapplandi sem nefnist Aska og er í nágrenni Sodan- kylá. Hún nam við frjálsa listaskólann í Helsingfors, er meðlimur í finnska listmálarafélaginu og ritari Listasam- bands Lapplands. Að baki eru átta einkasýningar víða um í Finnlandi, og hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Myndir hennar hafa ratað í söfn víðs vegar um Finnland, einn- ig Svíþjóð og Ungveijaland. Ullamaia Hánninen (f. 1962) er frá Uurainen í miðhluta Finnlands og nam við Ljósmyndadeild listiðn- aðarskólans í Helsingfors. Býr og starfar í Helsingfors og er meðlim- ur í listasambandi Finnlands. Hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í heimalandi sínu og hlotið verðlaun Islensk tónlist leik- in á orgel í Zurich ZUrich. Morgunblaðið. HÖRÐUR Áskelsson, orgel- leikari í Hallgrímskirkju, tók þátt í fyrstu alþjóðlegu orgel- hátíðinni í Zurich í Sviss á laugardag. Sjö orgelleikarar léku á hátíðinni. Hún hófst síðdegis á laugardag og stóð til miðnættis. Listamennirnir léku allir verk eftir Johann Sebastian Bach og verk að eigin vali. Hörður lék verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sigur- bjömsson, Jónas Tómasson auk verka eftir Bach. Ulrich Meldau, orgelleikari í kirkjunni í Enge í Ziirich stóð fyrir hátíðinni. Tveimur kvikmyndatjöldum var komið fyrir fremst í kirkjunni svo áheyrendur gátu séð orgel- leikarana leika á orgelið. Hátíðin var liður í orgelkon- sertaröð sem haldin verður í kirkjunni í haust. ísland- svinurinn Heinz Rolli tekur þátt í skipulagningu konsert- anna. Hann hefur hug á að skipuleggja íslandsferð fyrir orgeláhugamenn til íslands næsta sumar. Þá stendur til að Meldau fái tækifæri til að leika á orgelið í Hallgríms- kirkju. Það þykir sérstaklega gott orgel og mikill áhugi meðal erlendra listamanna að fá tækifæri til að leika á það. fyrir gæðaljósmyndun. Gaf út ljós- myndabókina „Stone Age“ á síðast- liðnu ári. Hér eru þannig á ferð vaxandi stilkar á akri fínnskrar listar og ber að nálgast verkin með opnu hugarfari, síður afskrifa vegna sér- stöðu þeirra. Sýningin virkar nefni- lega nokkuð framandi í fyrstu, en svo uppgötvar gesturinn að hér gildir að setja sig inn í sérstakan hugsunarhátt, fjarri öllum núlista- hreyfíngum stórborgarkjarnanna. Þetta á sér í lagi við málverk og teikningar Helenu Junttila, sem bera í sér vissa blöndu af opnum nævisma og dular- mögnum Lapp- lands, sem íslend- ingar kunna síður glögg skil á. Þá leggur hún mun frekar áherslu á hráa tjáningu og einfalda teikningu en að vera upptekin af byggingarfræði- legum lögmálum og litrænni hrynjandi, að því leyti skara myndir hennar hug- myndafræðilega list. Kemur þetta jafnt fram í teikn- ingum og málverkum, sem geta verið stór og þunglamaleg, líkt og myndin „Birna“ (4), sem hefði þurft einangraðri staðsetningu til að njóta sín til fulls, og hinni dulmögn- uðu mynd „Maður og geit“ (7). Ljósmyndir Ullamaiju Hánninen eru hins vegar öllu nær núlistum í samræmi við staðsetningu lista- konunnar í höfuðborg Finnlands og hún er sér þess áberandi meðvit- uð, einkum í hinum blakkari myr.d- heildum sínum og myndaröðum. Það eru þó myndir hreinnar og klárrar útfærslu sem helst sitja eftir í minninu líkt og „Engill 1“ (8 ), „Fiskur“ (12), „Engill" (13) og „Fótur“ (16)... Að sjálfsögðu er forvitnilegt að kynnast finnskri list, en athygli skal vakin á að aðaldymar hafa í tvígang verið lokaðar er rýninn (og fleiri gesti) bar að garði á auglýst- um sýningartima! Forkastanlegt að þurfa að skáskjóta sér milli gesta á veitingastofu. í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verða opnaðar á laugardaginn kl. 14 sýn- ing á ljósmyndaverkum í lit eftir írsku listakonuna Clare Langan og í Sverrissal sýning á líkönum og ýmsum öðrum smíðisgripum Egils Ólafs Strange modelsmiðs. Sýningin á verkum Clare Langan nefnist „Track“ og er innsetning á þijátíu stórum ljósmyndaverkum í lit. í kynningu segir, aðÁ í verkum sínum rannsaki Clare ferðalag gegnum landslag og megi víða greina áhrif frá kvikmyndum í verkum hennar. í verkunum virðist manneskja sjást á ferð af einum stað á annan, en þar sem tengsl staðanna eru óljós verða áhrifín af sýningunni afstrakt frekar en hlut- læg og vekja fremur hugsanir um hverfulleika og örlög manneskjunn- ar en um einstaka staði eða ákveð- ið landslag. Einnig segir, að Clare beiti sér- stæðri Ljósmyndatækni; hún taki gjarnan myndir gegnum handgerð „filter“ svo úr verði myndir sem oft virðast skyldari afstraktmál- verkum en ljósmyndum. TRÍÓ Ólafs Stephensen lék fyrir fullu húsi í eista djassklúbbi Suður-Ameríku í Santiago í Chile meðan heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra og viðskiptasendinefndar stóð þar yfir í lok ágústmánað- ar. í þessum klúbbi hafa helstu stjörnur djassins Ieikið í gegnum árin, þar á meðal Louis Arm- strong og Count Basie. Tríóið fékk ákaflega góðar viðtökur í klúbbnum og hefur þegar verið fjallað um tónleik- ana í þarlendu djasstimariti og útvarpsstöð. Auk Ólafs skipa tríóið þeir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari. Ólafur segir félagsskap djass- áhugamanna í Santiago reka klúbbinn i einbýlishúsi, en þar séu einnig fyrir hendi æfinga- herbergi, tónleikasalur og bóka- safn. Þetta sé elsti starfandi djassklúbburinn í Suður-Amer- íku, en hann hafi verið stofnaður árið 1943 og félagsskapurinn árið 1937. „Formaður þessa félags er fyrrverandi starfsmaður Al- þjóðabankans í Washington og áhugamaður um trommuleik. Félagið hefur aðgang að djass- tímariti og síðan er einn af stjórnarmönnum í félaginu einn- ig með djassþátt í útvarpi. Okk- Sýning þessi var sett upp í Gall- ery of Photography í Dublin í vor. Þá var sýningin sett upp í Sala- manca á Spáni fyrr í sumar." Sýningin er styrkt af Listaráði írlands. Léku fyrir fullu húsi í elsta djass- klúbbnum ur fannst ákaflega merkilegt að spila í þessum klúbbj og þarna var góður hljómburður. Það eru reyndar aðeins haldnir tónleik- ar þarna á fimmtudögum, föstu- dögum og laugardögum, en vegna komu okkar var efnt til tónleika á þriðjudagskvöldi. Við áttum reyndar ekki von á að það yrði fullt hús en sú varð reyndin að þangað komu rúmlega 200 manns. Það er ekki hægt að segja annað en okkur hafi verið tekið með kostum og kynjum. Þarna var mikið af tóniistar- mönnum. Ég held að okkur hafi sjaldan verið tekið jafn vel eins og á þessum tónleikum. Okkur tókst vel upp og náöum upp góðri stemmningu. í framhaldi af þessu er í smíðum umsögn um tónleikana í djasstímaritinu og síðan var djassþáttur í út- varpi helgaður íslenskum (jjass,“ sagði Ólafur. Afmælissýning Sýningin á líkönum og ýmsum öðrum smíðisgripum Egils Ólafs Strange modelsmiðs er haldin að frumkvæði vina listamannsins og Tríóið leik einnig í nokkrum móttökum meðan heimsókn ís- lensku sendinefndarinnar stóð yfir Chile og Argentínu, þ.á m. á heimili ræðismanns íslands í Chile. Meðlimir tríósins eru reyndar ekki óvanir slíkum ferðum því þeir voru með í för þegar íslensk sendinefnd frá viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytis og Útflutningsráðs heimsótti Grænland fyrr á ár- inu. Um svipað leyti var verið að opna menningarmiðstöð í Nuuk. „Við spiluðum á ýmsum uppákomum sem voru tengdar fundum íslenskra útfljtjenda og þeirra tengiliða í Grænlandi,“ segir Ólafur. „Það kom i Ijós eins og oft áður að tónlist á sér engin landamæri. Þetta virtist létta brúnina á fólki og það var reiðubúið að opna sig meira á þeim samkomum þar sem boðið var upp á tónlist en ella hefði orðið. Því var komið að máli við okkur og spurt hvort við værum tilbúnir og koma með í næstu ferð sem væri jafnvel fyrirhug- uð til Suður-Ameríku.“ Þeir þremenningar láta ekki staðar numið því tríóið heldur til Charlotte í Bandaríkjunum á sunnudag. Þar munu þeir meðal annars leika á samkomu á veg- um Time Warner samsteypunn- ar. fjölskyldu honum til heiðurs í til- efni af sjötugsafmæli hans 22. september nk. Egill er fæddur árið 1927 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1945-1949 og samhliða því módelsmíði í Landssmiðjunni. Áður hafði hann numið í eitt ár við Handíða- og myndlistarskól- ann. 1959-1960 stundaði hann nám við Handavinnudeild Kenna- raskólans og kenndi við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði frá 1961- 1992. Egill hefur einnig kennt á fjölmörgum námskeiðum í gegnum árin, m.a. útskurð. Samhliða kennslunni hefur hann unnið að módelsmíði fyrir málmsteypu og stníðað fjöldann allan af líkönum af þekktum byggingum, m.a. Holdsveikraspítalanum í Laugar- nesi, Vídalínskirkju í Garðabæ og Flensborgarskóla, einnig smíðaði Egill líkan af verbúð fyrir Þjóð- minjasafn íslands. Sýningarsalir Hafnarborgar eru opnir frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Sýningarnar standa til 22. september. Helena Junttila, Túskteikning. Bragi Ásgeirsson. Ljósmyndir og líkön í Hafnarborg LJÓSMYND eftir Clare Langan, tekin í Bláa Lóninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.