Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðgerðarhópur aldraðra gagnrýnir reglur um aldursmörk í þjóðskrá Aldraðir vilja fá viðskiptapóst AÐGERÐARHOPUR aldraðra hefur skrifað Hagstofunni bréf og óskað eftir að teknar verði til endurskoðun- ar reglur um aldursmörk á notkun fyrirtækja á þjóðskrá til sölustarf- semi. Hópurinn lýsir jafnframt yfir óánægju með að í skoðanakönnunum skuli aldraðir ekki spurðir áiits. „Við lítum svo á að hæpið sé að setja efri aldursmörk á notkun þjóð- skrár, en sjálfsagt og eðlilegt að fólk á öllum aldri geti fengið sig undanþegið óæskilegum viðskipta- pósti. Enginn amast t.d. við aldurs- mörkum á launakönnunum, sem ein göngu miðast við fólk sem enn er á vinnumarkaði. Aftur á móti er það niðurlægjandi að slá því föstu að allt fólk sem komið er á eftir- launaaldur sé ekki fært um að segja skoðanir sínar á þjóðmálum eða eiga viðskipti. Nútíma skoðana- kannanir eru það áhrifamiklar, að jaðra má við, að þeir sem ekki fá að vera með séu sviptir kosninga- rétti. Þá má ekki gleyma því að útilokun á um 10% þjóðarinnar í skoðanakönnun hlýtur að skekkja niðurstöður og lýsir ekki góðri fag- mennsku," segir í yfirlýsingu Að- gerðarhóps aldraðra. Eiríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofustjóra, sagði að reglur Hag- stofunnar um viðskiptapóst væru gamlar og hann þekkti sögu þeirra ekki til hlítar. Það hefði hins vegar verið ákveðið á sínum tíma, að setja efri mörk við 75 ár vegna eindreg- inna óska frá öldruðum. Það hefði mikið verið kvartað undan því að aldrað fólk fengi alls kyns boð um viðskipti og dæmi væru um að því væri sendir gíróseðlar, sem sumir hefðu ekki áttað sig á að ekki þyrfti að borga. Eiríkur sagði að Hagstof- an setti einnig neðri mörk við 16 ára aldur. Ástæðan væri sú að verið væri að hugsa um að vernda börn og unglinga. Eiríkur sagði að Hagstofan myndi endurskoða þessi mörk í framhaldi af erindi Aðgerðarhóps aldraðra. Hann sagði að viðhorf í samfélaginu hefðu verið að breytast. Taka yrði mið af því að aldraðir byggju al- mennt við betri heilsu nú en áður. Eiríkur sagði að Hagstofan væri með aldurshámark í sumum þeim könnunum sem gerðar væru á veg- um hennar. í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar væru mörkin 75 ár enda væri eldra fólk almennt ekki á vinnumarkaði. Hann sagði að hafa þyrfti í huga að í flestum alþjóðleg- um könnunum væru sett aldursmörk við 65-75 ár og þegar um saman- burðarkannanir milli landa væri að ræða þyrfti að taka mið af því. Hins vegar væru það fyrirtækin sem gerðu skoðanakannanir sem settu aldursmörkin í þeim viðhorfskönn- unum sem þau gerðu. Meira brottfall gerir svör aldraðra óábyggilegri Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, sagði að Félagsvísindastofnun væri yfirleitt með efri mörk 75-80 ár í sínum úrtakshópum. Hann sagði að rökin fyrir þessu væru þau að ef allir væru teknir með yrði meira brott- fall úr úrtakinu sem gerði svör þeirra allra elstu óábyggilegri fyrir aldraða í heildina. í þessum hópi væru hlut- fallslega fieiri svarendur veikir og ættu þess vegna erfitt með að taka þátt. Aldrað fólk tæki hins vegar svona spurningar alvarlega. Sjón- armiðið væri að reyna að forðast að valda fólkinu og aðstandendum þess ónæði. Hann sagði að Félagsvísinda- stofnun hefði borist kvartanir frá aðstandendum aldraðs fólks, sem ætti erfitt með að taka þátt í skoð- anakönnunum. Það kynni kannski að hljóma illa í eyrum þeirra sem væru fullfrískir og komnir á ellilíf- eyrisaldur, en F’élagsvísindastofnun hefði talið sig vera sýna ákveðna tillitssemi með því að setja aldurs- mörk ,í skoðanakönnunum. í bréfi Aðgerðarhóps aldraðra er vísað til skoðanakönnunar sem gerð var um viðhorf til reglna um biskups- kosningar þar sem aldursmörkin voru 67 ár. Stefán sagðist geta tek- ið undir að það væru of lág aldurs- mörk. Hann sagði að það mætti færa rök fyrir því að það að sleppa öllum ellilífeyrisþegum gæti haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar, en áhrifin væru þó mjög lítil. Það skipti nánast engu fyrir niðurstöðu skoðanakannana að sleppa þeim sem væru eldri en 75-80 ára. Þeir sem væru fyrir ofan þessi mörk væru það lítill hluti af þjóðinni. Alvarlega slasaður eftir slagsmál KARLMAÐUR liggur alvar- lega slasaður á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir höfuðáverka sem hann hlaut í handalögmálum við annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykja- víkur I fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar féll maðurinn aftur fyrir sig í ryskingunum og skall hann með höfuðið á gangstétt og hlaut skurð á hnakkann. I fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg en þegar komið var með manninn á slysadeild dró mjög af honum. í ljós kom að blætt hafði inn á heila mannsins sem gekkst undir skurðaðgerð í fyrrinótt. Rannsóknardeild lögreglunn- ar hefur rannsókn málsins með höndum. ÍRIS á Victori frá Ey. í fremstu röð í hestaíþróttum Þrír nýir yfirmenn framleiðsludeilda Ríkisútvarpsins Spenntur að taka við nýja starfinu Óskar Þorgerður Margrét Ingólfsson Gunnarsdóttir Oddsdóttir TÍU ára íslensk stúlka, íris H. Sveinsdóttir, náði frábærum ár- angri á meistaramóti þýskra unglinga i hestaíþróttum, sem fram fór fyrir skömmu. Hún sigr- aði í tölti, fjórgangi og hlýðniæf- ingum og varð önnur í sameigin- legri keppni. Þá varð hún fjórða í þrautakeppni, þar sem knapi og hestur leysa ýmsar þrautir. Keppendur voru 300. Þessi árangur er sérstaklega athyglisverður fyrir þá sök að íris var í hópi yngstu keppenda auk þess sem hún býr á Islandi og dvelur aðeins í Þýskalandi á sumrin. íris tók þátt í norður-þýska meistaramótinu mánuði fyrir þýska meistaramótið og keppti þá á hestinum Rómeó frá Lang- holti II. Þá náði hún 2. sæti í tölti og 4. sæti í fjórgangi. Á þýska meistaramótinu keppti íris á hestinum Victori frá Ey. Foreldrar írisar eru Sveinn E. Hjörleifsson, sem starfar við þjálfun og tamningu íslenskra hesta í Þýskalandi, og Kristjana Geirsdóttir. Útvarpsstjóri gekk frá ráðningu þriggja nýrra yfirmanna framleiðslu- deilda RÚV á þriðjudag. Anna G. Ólafsdóttir talaði við þremenning- ana og spurðist fyrir um nýja starfið. „MÉR kom eiginlega algjörlega á óvart að fá starfið og hafði því ekki verið að velta mér upp úr því sérstak- lega,“ segir Óskar Íngólfsson, klari- nettuleikari, og nýráðinn yfirmaður tónlistarmála í Ríkisútvarpinu. Ósk- ar hlaut öll atkvæði útvarpsráðs í starfið. Hann sagði að aðrir umsækjendur hefðu örugglega átt skilið að fá at- kvæði. „Hins vegar er því ekki að leyna að ég er mjög ánægður með að hafa fengið öll atkvæði útvarps- ráðs enda er ómetanlegt að byija í nýju starfi með þennan stuðning á bakvið sig,“ sagði hann. Óskar var um tíma Iausráðinn starfsmaður hjá útvarpinu. „Ég þekki flesta verðandi starfsfélaga mína frá því að ég var við þáttagerð og svolítið í morgunútvarpinu á ára- bilinu 1989 til 1991. Þarna er mjög hæft starfsfólk og vonandi er andinn góður. Annars eru alltaf skiptar skoðanir á öllum breytingum og ég veit ekki hvaða áhrif yfirstandandi skipulagsbreytingar hafa haft á starfsmennina." Óskar hefur verið í lausamennsku eftir að hann gegndi starfi fram- kvæmdastjóra Norrænna mús- ikdaga. „Ég var heimavinnandi heimilisfaðir, þreif, eldaði og hugs- aði um fjölskylduna mína í vetur. Þó svo að heimilisverkin séu ef til vill ekki sýnileg eru þau mikilvæg og merkileg störf,“ segir Óskar og fram kemur að með heimilisstörfun- um stundaði hann klarinettuleik í lausamennsku, t.d. í Fiðlaranum á þakinu í Þjóðleikhúsinu. Óskar sagðist mjög spenntur að taka við nýja starfínu. „Fyrir tónlist- armenn er mjög spennandi að taka við svona starfí enda er stærsta tón- listarsafn á landinu í útvarpinu. Sú staðreynd gefur óteljandi mögu- leika,“ sagði hann að lokum. Hlakka til að byrja að vinna „Ég hlakka til að byija að vinna. Vonandi á ég eftir að starfa í góðu samstarfi og samvinnu við hæft dag- skrárgerðarfólk í útvarpinu. Mark- miðið er auðvitað að gera stofnunina sífellt öflugri. Ríkisútvarpið er áhugaverð stofnun og flestir lands- menn eru mjög jákvæðir í hennar garð,“ segir Þorgerður Gunnarsdótt- ir, lögfræðingur og nýráðinn yfír- maður samfélags- og dægurmála á Ríkisútvarpinu. Þorgerður hlaut ekki meirihluta atkvæða útvarpsráðs í starfíð. „Ég hefði auðvitað viljað hafa meirihluta útvarpsráðs á bakvið mig. Hins veg- ar minni ég á að fordæmi eru fyrir því að útvarpsstjóri ráði starfsmann í trássi við meirihiuta útvarpsráðs. Sigurður G. Tómasson fékk þijú atkvæði og annar umsækjandi fjögur atkvæði í fyrra. Sigurður var ráðinn og hefur að mínu mati skilað ákaf- lega farsælu starfi.“ Eftir að hafa lokið lögfræðinámi frá HÍ starfaði Þorgerður hjá lög- mönnum Höfðabakka í eitt ár. Að því loknu fluttu hún og eiginmaður hennar til Þýskalands. Þar Iagði hún stund á umhverfis- og refsirétt. „Ég efast ekki um að menntun mín komi að góðu gagni í nýja starfinu enda spannar lögfræðin mjög víðfeðmt svið. Lögfræðin gagnast á flestum meginsviðum þjóðfélagsins," sagði Þorgerður og tók fram að fyrir utan menntun sína hefði hún haft mikinn áhuga á fjölmiðlum í gegnum tíðina. Menningarhlutverki verði gegnt með glæsibrag „Ég hlakka auðvitað til að skipta um starfsvettvang innan Ríkisút- varpsins og ekki síst af því að ég veit að ég kem til með að vinna áfram með mjög góðu starfsfólki. Um Ieið fæ ég tækifæri til að hafa meiri áhrif á starfsemina," segir Margrét Oddsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1, og nýráðinn yfirmaður menningarmála í Ríkisútvarpinu. Margrét hefur starfað hjá útvarpinu í 13 ár og verið dagskrárstjóri í 6 ár. Hún segir eðlilegt að áherslu- breytingar verði við ráðninguna. „Maður notar náttúrulega tækifærið þegar breytingar eru til að færa eitt- hvað til betri vegar. Hins vegar vil ég ekki fara nánar út í áherslubreyt- ingar fyrr en ég hef haft tækifæri til að tala við mitt nánasta sam- starfsfólk. Ég á ekki von á að ég hafí tækifæri til að kalla nýju deild- ina saman fyrr en í næstu viku. Flesta þekki ég og veit að eru mjög góðir starfsmenn," sagði hún og vék talinu að menningarhlutverki stofn- unarinnar. „Ég vona að við fáum að rækja menningarhlutverk stofn- unarinnar, a.m.k. ekki síður en gert hefur verið. Vonandi fáum við pen- inga til að vinna hér listrænt efni og gegna með glæsibrag menningar- hlutverki útvarpsins." MIÐSVÆÐIS í REYKJAVÍK Höfum verið beðnir um að útvega góða hæð eða stærri íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Kaupendur eru ung hjón og bjóða þau upp á góða samningsgreiðslu fyrir réttu eignina. Listhafendur vinsamlega hafið samband við Lárus sem fyrst. EIGNAMIÐLUNIN HÁTÚN Sími 568 7800 Suðurlandsbraut 10, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.