Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 37
ÞÓRA
MARTEINSDÓTTIR
+ Þóra Mart-
einsdóttir
fæddist í Merki-
nesi í Höfnum
hinn 18. mai 1946.
Hún lést í Reylqa-
vík 23. ágúst síð-
astliðinn og fór
útför hennar fram
frá Dómkirkjunni
3. september.
Fyrir rúmum tutt-
ugu árum sá ég Þóru,
frænku mína, í fyrsta
sinn. Það var glamp-
andi sól og hún var
niðri við Tjöm með bömin sín þijú,
Sigrúnu, Kristínu Önnu og Martein.
Þau voru öll ljóshærð og það vakti
athygli mína hvað börnin vom
fijálsleg í fasi en kurteis. Ég dáðist
að þessari glæsilegu fjölskyldu.
Skömmu síðar áttaði ég mig á
því að glókollarnir voru um það bil
að flytja í Þingholtsstræti 14, en í
mínum huga hafði það hús verið
heimili frændfólks míns, mann fram
af manni. Það kom líka fljótlega á
daginn að þessi fallega kona var
frænka mín og hún og eiginmaður
hennar, Einar, voru að verða ná-
grannar mínir.
Á þessum tíma bjuggu ekki mörg
börn í Þingholtunum og má því
nærri geta að Fróði, sonur minn,
fagnaði komu Marteins, jafnaldra
og frænda. Þeir urðu brátt óaðskilj-
anlegir vinir og kunningsskapur
okkar Þóru þróaðist í djúpa vináttu.
Það var stutt á milli fjölskyldna
okkar og samgangur varð mikill.
Það var oft glatt á hjalla í Þing-
holtsstrætinu og þar kynntist ég
fieiri frænkum og líka frænda,
systkinum Þóru.
Árið 1987 er mér sérstaklega
minnisstætt en þá komu Þóra og
Marteinn í heimsókn til okkar þar
sem við vorum við nám í Los Angel-
es. Þau mæðginin voru hjá okkur
part úr sumri og sá góði tími er
dýrmætur í safni minninganna.
Á þessum tuttugu árum breytt-
ust hagir okkar Þóru mikið. Við
rifjuðum það upp einn góðviðrisdag-
inn í sumar og vorum sammála um
að hvað sem á dyndi, mundum við
vera vinkonur og styðja hvor aðra
í lífsins ólgusjó. Við skyndilegt frá-
fall hennar get ég þó lítið annað
gert en minnast hennar með hlýhug
og söknuði. Einari, börnum og
barnabörnum votta ég innilega
samúð mína.
Edda Þórarinsdóttir.
Fallin er frá falleg, gáfuð og
hæfileikarík kona. Allt þetta hafði
Þóra mágkona mín í ríkum mæli.
Þóra mín, ég og fjölskylda mín
þökkum þér allar góðu stundirnar,
sem spanna 34 ár síðan þú komst
í okkar fjölskyldu.
Guð hefur leyst þig undan þján-
ingum þessa heims og tekið þig í
faðm sinn. Ég er sannfærð um að
nú líður þér vel að eilífu. Ég bið
góðan Guð að hugga, blessa og
styrkja Einar bróður minn, börnin
ykkar Sigrúnu, Kristínu, Martein
og Óskar ásamt fjölskyldum þeirra.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(S. Egilsson.)
við Þóru sem ég mun
geyma í minningu minni.
Ég mun minnast Þóru
sem sérstaklega glæsi-
legrar konu sem aldrei
gerði mannamun og
hallmælti aldrei nokkr-
um manni.
Með síðustu stundun-
um sem við áttum saman
var brúðkaupsdagur
okkar hjónanna. Á þeim
degi var Þóra falleg og
geislandi og lagði sitt af
mörkum til þess að gera
þennan dag eftirminni-
legan og vil ég þakka
þér fyrir það, Þóra mín.
En örlagahjólin snúast og er það
ekki í okkar valdi að stjórna þeim.
Elsku Þóra, þú þjáðist mikið af
veikindum þínum og því miður tókst
ekki að hjálpa þér á rétta braut.
Ég veit að núna ert þú laus allra
þjáninga. Leiðir okkar lágu saman
í þessu lífi og er ég þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér.
Blessuð sé minning þín.
Björk Olafsdóttir.
Komið er að kveðjustund - kær
vinkona er kvödd.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast vinkonu minnar í yfír
þijátíu ár, Þóru Marteinsdóttur,
sem er látin langt um aldur fram.
Þegar andlát ber svo snöggt að
reikar hugurinn aftur í tímann og
þá verður manni ljóst hvað tíminn
líður hratt og margt hefði mátt
betur fara og ósjálfrátt vill maður
bara muna það góða og skemmti-
lega.
Þóra var með glæsilegri konum
og ein af þeim sem allt hefði getað
leikið í höndunum á og gerði raun-
ar en ekki fer alltaf vel á með þeim
systkinum gæfu og gjörvileika.
Þóra hafði átt við illvígan sjúkdóm
í mörg ár sem að lokum hafði betur
í baráttunni.
í Þingholtsstræti 14 bjó Þóra
alla tíð ef undan eru skilin nokkur
ár í Breiðholtinu á frumbýlingsár-
unum þar og var hún þriðji ættliður-
inn sem átti húsið og hafði hún
mikinn metnað fýrir húsi og lóð
enda átti hún fallegt heimili og stað-
urinn var henni kær. Bernskuheim-
ili Þóru hefur án efa verið menning-
arheimili þar sem tónlist og listir
voru í hávegum höfð því hún bjó
að því.
Mér er ljúft að minnast þeirra
stunda þegar við ungar mæður
dvöldumst með börnin í sumarhúsi
fjölskyldunnar í Merkinesi í Höfn-
um. Þar var hennar sælureitur og
þar naut Þóra sín hvort heldur var
að ganga um fjöruna, sóla sig í
garðinum eða bara sitja við
gluggann og láta hugann reika um
liðnar stundir, en I Merkinesi hafði
Þóra dvalist á sumrin frá barnsaldri.
Hin seinni ár höfum við vinkon-
urnar ekki hist eins oft og áður og
er það búsetu minni kannski helst
að kenna og oft fékk ég ákúrur frá
henni fyrir að hafa ekki litið inn í
kaffí þegar ég var á ferðinni í borg-
inni en síminn var nálægur og var
oft gott að spjalla en í dag finnst
manni það hafa verið alltof sjaldan.
Þar sem óvíst er að ég geti fylgt
vinkonu minni síðustu sporin vil ég
biðja henni blessunar og góðrar
heimkomu og bið góðan guð að
blessa fjölskyldu hennar.
Hafðu þökk fyrir allt!
Sigrún Camilla.
Hanna Gísladóttir
og fjölskylda.
Vinkona mín og stjúpmóðir eigin-
manns míns, hún Þóra, er látin.
Mig langar að kveðja Þóru í
hinsta sinn og upp í hugann koma
margar skemmtilegar og fallegar
minningar.
Því miður voru samskipti okkar
ekki mikil sl. ár, en fyrir nokkrum
mánuðum átti ég innilegt samtal
Þau eru á rúntinum, hann í ljósri
lopapeysu og við hlið hans situr
hlédræg undurfögur stúlka.
Ég vissi hver hún var en þekkti
hana lítið, þó að við værum gömul
skóla- og bekkjarsystkini. „Því hún
var ekki allra.“
Seinna þegar við Einar höfðum
kynnst og fleira gott fólk, vinir,
systkini og foreldrar allra, leyndu
mannkostir Þóru sér ekki.
„Vinur vina sinna,“ var aðals-
merki Einars og Þóru.
Þó að brekkur komi og fari í iífi
fólks, þá lifa björtu stundirnar, sem
voru svo margar, með börnunum
ungum og góðum vinum.
Kæra Þóra! Við óskum þér farar-
heilla og þínum nánustu styrks.
Magnús og böm.
Hve sæl, 6 hve sæl er hver leikandi lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund.
Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr,
þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið.
Sem bam Guðs þú unir sem blómstur við sól,
þótt brothætt sé sem reyrinn þitt lukkunnar
hjól.
Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund,
og lukkan, hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Matthías Jochumsson.)
Kveðja,
Soffía (Dobba).
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns.“
(Kahlil Gibran.)
Hugurinn leitar aftur í tímann í
minningar hins sérstaka samfélags
í héraðsskólum landsins fyrir
nokkrum áratugum. Haustið 1961
kom Þóra í Reykholtsskóla í Borg-
arfírði. Settist hún þar á skólabekk
og eignaðist nýja félaga.
Þóra var glæsileg stúlka, geislaði
fegurð og glaðværð sem gott er að
minnast. Þó var hún feimin og hafði
sig ekki mikið í frammi, samt var
henni veitt athygli. Herbergin á
kvennavistinni voru ekki stór en á
hveiju þeirra bjuggu saman fjórar
unglingsstúlkur. Nú þætti þetta
litla pláss ekki boðlegt svona stór-
um hóp unglinga. Herbergin hétu
allskonar nöfnum eins og: Spítalinn,
Brimarhólmur, Kleppur. Þóra bjó á
Jötunheimum. Á þessum tíma vor-
um við stöðugt í skólanum og fórum
aðeins heim um jól og páska. Okk-
ar starf var ekki aðeins bóknámið.
Við þrifum skólann, unnum í borð-
stofunni og aðstoðuðum við þvotta.
í þessu þrönga samfélagi bund-
ust sterk bönd. Þessi bekkjarsystkin
hafa alla tíð ræktað sitt samband
með saumaklúbb hjá stelpunum og
árlegum bekkjarpartíum þar sem
þessi samheldni bekkur hittist og
skemmtir sér við söng og samveru.
Þóra er nú fyrst af stelpunum til
að kveðja þennan heim.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst henni og átt með henni sam-
verustundir sem reyndar urðu alltof
fáar seinustu árin. Við skólafélagar
hennar sendum aðstandendum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Reykholtshópurinn.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
t
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. september.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Sigurbjörg S. Sverrisdóttir, Gylfi Þór Þórisson,
Anna Björk Sverrisdóttir, Hilmar Bjarnason,
Sverrir Bergþór Sverrisson, Greta Jessen,
Daníel Gylfason.
+
öllu því elskulega fólki er veitti okkur stuðning og hlýju við andlát og
útför
BJÖRNS STEFÁNSSONAR,
fyrrv. kaupfélagsstjóra,
sendum við okkar innilegustu þakkir. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks
Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað fyrir frábæra umönnun.
Megi góður guð blessa ykkur öll.
Þorbjörg Einarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Systir okkar, + GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Ljósalandi, Vopnafirði, Stigahlíð 28, Reykjavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu 3. september.
Fríða Þórðardóttir, Helgi Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Steingrímur Þórðarson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir,
SIGURBERGUR ELÍAS GUÐMUNDSSON,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn 2. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinbjörg Kristinsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELÍ GUNNARSSON
málari,
sem andaðist á dvalarheimilinu Felli í
vík miðvikudaginn 27. ágúst, verður ja
inn frá Háteigskirkju föstudaginn 5. se[
kl. 13.30.
Hilmir Elfson, Guðfinna Halldórsdóttir,
Stefán Þór Elíson,
Már Elfson, Frfða Einarsdóttir,
Kári Elfson,
Alma Elídóttir, Garðar Sigurþórsson
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma,
GUÐNÝ FRIÐFINNSDÓTTIR,
Fagranesi,
verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðarkirkju laugardaginn 6. september
kl. 14.00.
Friðfinnur Sigurðsson,
Guðmundur Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mln,
KRISTlN ÞORSTEINSDÓTTIR
andaðist að morgni miðvikudagsins 3. september á Sólvangi.
Eyrún Hafsteinsdóttir.