Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján VILBERG Alexandersson skólastjóri í Glerárskóla, tók á móti börnunum í 1. bekk sem komu í skólann í gær, en enginn kennari hefur fengist til starfa í bekknum og verður því ráðinn leið- beinandi á næstu dögum. Skólastjórinn í Glerárskóla tók á móti börnum í 1. bekk Enginn kennari fékkst til starfa í haust Húsaleigubætur greiddar á Akureyri frá áramótum Kostnaður bæjarins um 12-15 milljónir BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur staðfest samþykkt bæjarráðs um að taka upp greiðslu húsa- leigubóta frá 1. janúar næstkom- andi. Akureyrarbær hefur ekki greitt húsaleigubætur vegna ágalla sem eru í núverandi kerfi að mati bæjarfulltrúa. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði akureyska sveitarstjórnar- menn hafa barist gegn húsaleigu- bótakerfinu um all langt skeið, en það væri ekki vegna þess að þeir væru á móti bótunum sjálf- um. Ástæða þess að bærinn sam- þykkir að taka upp greiðslu bót- anna nú sagði Jakob bæði vera þá að fyrirsjáanlegt væri að ýms- ar breytingar til batnaðar yrðu gerðar á kerfinu og eins hefði óðum fækkað þeim stóru sveitar- félögum sem utan þess hefðu staðið. Fagna húsaleigubótum Fram kom í máli Jakobs að áætlaður kostnaður við það að taka upp greiðslu húsaleigubóta á Akureyri væri á bilinu 30-35 milljónir króna en þar af væri hlutur Akureyrarbæjar um 12-15 milljónir króna. Bæjarfulltrúar sem til máls tóku á fundi bæjarstjórnar fögn- uðu því að nú hefði verið ákveðið að taka upp greiðslu húsaleigu- bóta á Akureyri. SAUTJÁN nemendur sem hófu nám í 1. bekk í Glerárskóla á Akureyri í gærdag hafa enn ekki fengið kenn- ara. Vilberg Alexandersson skóla- stjóri sagði að vikum saman hefði verið reynt að fá kennara til starfa en þær tilraunir reyndust árangurs- lausar. Vilberg tók á móti bömunum í stað kennarans, sýndi þeim skól- ann og miðlaði helstu upplýsingum á þessum fyrsta skóladegi. Hann sagði ekki margra kosta völ í stöðunni, börnin yrðu að sækja skóla, en afar bagalegt væri að enginn kennari hefði fengist til starfa. Þar sem reynt hefði verið til þrautar væri næstbesta lausnin sú að fá leiðbeinanda til starfa. Síðdegis á þriðjudag höfðu tveir haft samband við skólann og gerði Vilberg ráð fyrir að annar þeirra yrði ráðinn. Ekki komið til tals að setja vegrið GUÐMUNDUR Guðlaugsson, yfir- verkfræðingur Akureyrarbæjar, seg- ir að til standi að laga kantstein við Bjarmastíg 10, en ekki hafi komið til tals að setja þar upp öfluga girð- ingu eða vegrið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafnaði sendibíll á tré í garði við Bjarmastíg 10 og valt síðan á toppinn. Þetta er þriðji bíllinn sem hafnar í garðinum. Baldur Ingimars- son, íbúi að Bjarmastíg 10, sagði að hann hafi ítrekað óskað eftir því við bæjaryfirvöld að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að slíkt endur- tæki sig. „Við byggjum aldrei þannig kant að hægt verði að koma í veg fyrir svona slys. Þetta er varhugaverður staður þar sem lóðin liggur svo neð- arlega," sagði Guðmundur. Skólastjóri sagði kennslu í 1. bekk afar mikilvæga, sumir teldu þetta fyrsta ár eitt það mikilvæg- asta í skólagöngunni, enda væri grunnurinn þá lagður. Alls eru þrír 1. bekkir í Glerárskóla en kennarar fengust til starfa í tveimur þeirra. „Ég trúi því að okkur takist að leysa þetta mál og göngum nú í það að ráða leiðbeinanda," sagði Vilberg. Þriðji rúss- neski togar- inn í viðgerð RÚSSNESKI togarinn Omnya lagðist að bryggju við Slippstöð- ina hf. á gær. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmda- stjóra, verður ráðist í miklar við- gerðir og endurbætur á togaran- um. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum og því ekki ljóst hvenær hafist verður handa. Slippstöðin hefur í samstarfi við Marel hf. unnið að viðamikl- um viðgerðum og endurbótum á tveimur rússneskum togurum að undanförnu og er vinnu við seinna skipið að ljúka. Ingi segir að fyrir hafi legið viljayfirlýsing um sams konar verk á fjórum togurum til viðbótar í eigu sama sjávarútvegsfyrirtækis og er þetta skip eitt þeirra. Samsýn- ing í gall- eríi Snorra TUTTUGU og einn listamaður frá ýmsum löndum tekur þátt í sýningu sem ber yfirskriftina „To hell with all of us“ og verður opnuð í alþjóðlegu gall- eríi Snorra Ásmundssonar í Grófargili næstkomandi laug- ardagskvöld kl. 21. Ásmundur Ásmundsson og Giovanni Garcia-Fenech skipulögðu sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýning- unni eru Ásmundur Ásmunds- son, Hlynur Hallsson, Snorri Ásmundsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Hildur Bjarna- dóttir, Magnús Sigurðsson, frá íslandi, Lynn Barwick og Sarah Linder frá Ástralíu, Jennifer Allen, William Brady, Diana Kingsley, Jeff Maca- luso, Burk Sharples og Kevin Sudeith frá Bandaríkjunum sem og Druce Conkle, Bettina Hubby og Aimee Simmons. Þá taka einnig þátt þau John Veenema frá Kanada, Gio- vanni Garcia-Fenech frá Mex- íkó, Trian Stanescu frá Rúm- eníu og Irina Danilova frá Rússlandi. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga. Bókasafn Háskólans á Akureyri Sigrún Eld- járn sýnir SIGRÚN Eldjárn myndlistar- maður og rithöfundur opnar sýningu í bókasafni Háskólans á Akureyri á morgun, föstu- dag, en þá eru 10 ár liðin frá því háskólakennsla hófst á Akureyri. Bókasafn háskólans verður opnað formlega á hátíð sem efnt verður til vegna þess- ara_ tímamóta. Á sýninguni eru olíumálverk og vatnslitamyndir og eru verk- in að vissu leyti öll bókmennta- legs eðlis. Olíumálverkin eru unnin eftir dvöl í Rómarborg vorið 1996 og er teflt saman áhrifum þaðan og úr íslensku umhverfi, íslenskt landslag, blámi, fjöll, þúfur, himinn og haf móti heitum snjáðum jarð- litum rómverskra veggja. ís- lenskt rúnaletur móti fomum latneskum áletmnum, en á myndunum er líka fólk sem stendur í röðum eins og bók- stafir. Einnig eru á sýningunni litlar bækur unnar í Róm svo og nýjar vatnslitamyndir af les- andi fólki úti í móa. Tónleikar í Reykjahlíðar- kirkju MARGRÉT Sigurðardóttir, sópransöngkona, heldur tón- leika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit annað kvöld, föstudagkvöldið 5. september og hefjast þeir kl. 20.30. Með- leikari á tónleikunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög og aríur eftir innlenda og erlenda höfunda frá ýmsum tímum. Margrét stundaði söngnám við Tónlistarskólann á Akur- eyri. Hún hefur tekið virkan þátt í sönglífi Norðlendinga undanfarin ár og starfað með ýmsum kórum og sönghópum, m.a. Kór Akureyrarkirkju, Kór Tónlistarskólans á Akureyri og Leikhúskórnum. Akureyrarbær auglýsir breytingu á deiliskipulagi í Giljahverfi Með vísan til greinar 4.4. í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær breytingu á deiliskipulagi við Snægil í Giljahverfi. Lóðarhafi Snægils 7-13 hefur lagt til að skipulagi lóðar verði breytt þannig að í stað þriggja hæða íjölbýishúsa með 24-27 íbúðum verði byggð fimm tveggja hæða fjölbýlishús með alls 20 íbúðum. Tvö húsanna verði byggð austan byggingarreita skipulagsins og liggja því ekki að sameiginlegum garði með leiksvæðum og gangstíg sem er sameign allra ibúða við Snægil og Skútagil. Einnig er vikið frá ákvæðum deiliskipulagsins um tengsl húsa og garðs. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til fimmtudagsins 2. október 1997, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemda- frestur er til kl. 16.00 sama dag. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytingar- innar er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests eila teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar KORG iSS hljómborð Stó rskem m tilegt heim ilishljóðfieri á kr. 99.800.00 Og það er bara eitt afmörgum góðumfrá KORG íUmBÚÐIN Akureyri, sími 462 1415 Laugavegi 163, slmi 552 4515

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.