Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGIJR 4. SEPTEMBER 1997 25 Þrenning MYNPLIST Stöðlakot GRAFÍK RÍKHARÐUR VALTINGOJER Opið alla daga frá 14-18. Til 7. september. Aðgangur ókeypis. SÍÐAN Ríkharður Valtingoj- er flutti til Stöðvarfjarðar fyrir 12 árum hefur eðlilega minna sést til hans á myndlistarvett- vangi hér í borg. Hann mun þó vel virkur í listinni, auk þess sem hann vinnur í skarti þar sem íslenzkar steinvölur gegna miklu hlutverki. Ennfremur hefur hann kennt stein- þrykk við Mynd- lista- _og handíða- skóla íslands í heil 20 ár, en þá tækni lærði hann af eng- um minni bóg en A. Paul Weber (1893-1980), heimsþekktum listamanni á vett- vanginum. Stöðlakot við Bókhlöðustíg hýsir fram á sunnudagskvöld 33 grafíkmyndir sem skiptast í þijá flokka, smámyndir þar sem viðfangsefnið tengist sjávarmáli/sjávarfangi og eru unnar í messótintu, þarnæst einþrykk og þurrnál tilviljunar- kenndra forma sem flæða um rýmið og haldið er saman með línum strangflatalögmála, loks myndir unnar í kísilkol (carbor- undum) og þurrnál, þar sem viðfangsefnin eru af þjóðfé- lagslegum toga. Ríkharður, sem er frá Bozen í Suður- Týról, en ólst upp í Austurríki, hefur verið búsettur á Islandi síðan hann lauk námi 1960, en var á sjó fyrstu árin áður en hann gat helgað sig list- inni. Hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Bogasal Þjóðminjasafns- ins 1963 og þær eru orðnar 18 talsins með þessari auk þátttöku á grúa samsýninga heima og erlendis. Að líkum er enginn viðvan- ingsbragur á myndum þeim er við blasa er inn kemur, þar sem viðfangsefnin skara aðalat- vinnuveg þjóðarinnar, og fisk- hausar gegna ekki svo litiu hlutverki (4-19). Listamaðurinn vinnur þessar myndir á sérstakan hátt meður því að hluti þeirra er unn- in með þurrnál og þrykktur sérstak- lega á grunnflöt- inn. Hér vekur myndin „Sambúð" (4) strax athygli, fyrir frísklega út- færslu og þrótt- mikil vinnubrögð. Grátónuðu smá- myndirnar í kísil- koli/þurrnál (1-3) eru þarna einnig og bera færni gerand- ans vitni. Uppi eru svo myndir undir samheitinu „Heft frelsi" (20-33) og eru að mati rýnisins ferskasti hluti sýningarinnar. Allt eru þetta einþrykk þar sem grunnurinn er þrykktur af gler- plötu sem vatnslitur hefur verið borinn á, en línurnar af mál- plötu sem unnið hefur verið í með þurrnál. Afar hreint og fínt miðað við glerplötuna, sem býð- ur upp á svo mörg vafasöm vinnubrögð í einþrykki, sem er mun erfiðari og flóknari tækni en margur hyggur, - í öllu falli ef vel á að fara. Menningarleg sýning, sem ber í sér safa og vaxtarmögn. Bragi Ásgeirsson Ríkharður Valtingojer Langar |»ig... að lyfta þér upp eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku í skemmtilegum skóla og fræðast um allt sem vitað er um dulræn málefni og samband við framliðna og hvar og hvernig þessir handanheimar líklegast eru? Og langar þig ef til vill að setjast í mjúkan og svo sannarlega spennandi skóla innan um glaðværa og jákvæða nemendur fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kL 14 til 19. verðið í bænum! Whirlpoól gæða frystikistur AFG053 1341 Nettó H:88 B: 60 D: 66 Verð: 31.500 kr AFG073 250L Nettó H:88 B: 95 D: 66 Verð: 38.900 kr AFG093 320L Nettó H:88 B: 112 D: 66 Verð: 42.000 kr AFG094 403L Nettó H:88 B: 134,5 D: 66 Verð: 48.000 kr Whirlpool frystikistur eru með: læsingu á loki, Ijósi í loki, aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar AFG065 65L Nettó H:56,5 B: 55 D: 60 Verð: 37.900 kr AFB407 13QL Nettó H.85 B: 55 D: 60 Verð: 39.900 kr . AFB409 108L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 43.900 kr AFG343 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 68.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaöi. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 589 1500 Umbodmenn um land a III. @ © © © © Sálarrannsóknarskólinn, - „mest spennandi skólinn í bænum“ - Vegmúla 2, s. 561 9015 og 588 6050. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.