Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ .. ^ Áskriftardeild sími 569 1122 símbréf 569 1115 Velkomin heím! Ný þjónusta fyrir áskrifendur Hringdu í áskriftardeildina áður en þú ferð í fríið og láttu oklcur vita hvenær þú kemur aftur. Við söfnum saman blöðunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur heim Einfalt og þægilegt - og þú missjr ek STEFAN GUÐNI GUÐLA UGSSON + Stefán G. Guð- laugsson fædd- ist á Hrísum í Helgafellssveit 6. júlí 1926. Hann lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Sigurðsson, bóndi á Hrísum, og kona hans Guðrún Páls- dóttir. Þau eru bæði látin. Bróðir Stefáns er Reynir Guð- laugsson, bóndi á Hrísum, fæddur 30. janúar 1928. Fyrri kona hans var Unnur Valdi- marsdóttir, fædd 19. ágúst 1935, dáin 31. desember 1959, seinni kona Halldóra Baldurs- dóttir. Stefán kvæntist 9. september 1950 Arndísi Magnúsdóttur, fædd 20. júli 1927. Foreldrar hennar voru Magnús G. Ingi- mundarson, bóndi á Bæ í Króksfirði, og kona hans Jó- hanna Hákonardóttir frá Reyk- „Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír látta vaka þinn engil, svo ég sofí rótt.“ (S. Egilsson.) Okkur langar með örfáum orðum að kveðja ástkæran tengdaföður okkar. A þessari kveðjustund er okkur efst í huga minning um hug- ljúfan og traustan mann. Hann var alltaf tilbúinn að styrkja og hjálpa okkur í öllu því sem Qölskyldur okk- ar tóku sér fyrir hendur og bar hag okkar ávallt fyrir bijósti. Hann var alltaf hæglátur og þolinmóður mað- ur. Við minnumst fjölskylduboða þeirra hjóna, hvað það var mikið til- hiökkunarefni og ógleymanlegar stundir sem við áttum saman. Elsku Stefán okkar. Við kveðjum þig með söknuði og trega og yljum okkur við margar góðar minningar um heilsteyptan mann. Blessuð sé minning þín. Elín og Kristjana. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. (V. Briem.) Með fáeinum orðum langar okkur systkinin til þess að minnast afa okkar Stefáns Guðlaugssonar sem lést hinn 27. ágúst sl. Afi var húsasmiður að mennt og starfaði við smíðar fram á hinsta dag. Afi hafði einstakan persónu- leika, hann var ósérhlífinn, um- hyggjusamur og hlédrægur. Hann var greiðvikinn úr hófi fram, og oft- ar en ekki gengu aðrir fyrir en hann sjálfur. Þær eru margar minningarn- ar sem koma upp í huga okkar þeg- ar við rifjum upp allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Hinn 20. júlí síðastliðinn áttum við yndislegar stundir með afa og ömmu þegar þau héldu upp á 70 ára af- mæli hennar. Margt var um manninn enda amma og afi vinamörg og ein- staklega gestrisin. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar við fréttum að afi hefði veikst svo skyndilega og svo alvarlega. Við kveðjum afa með söknuði. Afi sem alltaf var svo ljúfur og góður, hann ætlaðist ekki til mik- ils af öðrum en vildi allt fyrir aðra hólum. Þau eru bæði látin. Börn Stefáns og Arndísar: Jóhanna Kristín Hauksdótt- ir, fædd 3.2. 1948, stjúpdóttir. Maki Örlygur Oddgeirs- son. Þau eiga þijú börn. Magnús Ingi- mundur, fæddur 11.1. 1951. Fyrri kona Dagný Ólafs- dóttir, fædd 17.7. 1950, dáin 10.9. 1974. Þau eiga eina dóttur. Seinni kona Elín Eyjólfsdóttir, þau eiga þrjú börn. Guðlaugur, fæddur 3.10. 1952. Maki Kristjana Guðjóns- dóttir. Þau eiga þijú börn. Að loknu námi í Reykholts- skóla hóf Stefán nám í húsa- smíði og lauk sveinsprófi og siðan meistaraprófi í þeirri iðn. Vann hann við húsasmíðar all- an jsinn starfsaldur. Útför Stefáns fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. gera. Engin orð ná yfir ást þína og umhyggju alla tíð. Yndislegu stund- irnar sem við áttum með þér munu lifa í hugum okkar allra. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahl- il Gibran.) Arndís Magnúsdóttir, Soffía Hreinsdóttir, Elvar Magnússon, Birkir Magnússon. í dag er kvaddur góður vinur minn Stefán Guðlaugsson húsasmíða- meistari og fer þeim nú óðum fækk- andi hinum eldri byggingameisturum sem með reisn og virðuleika settu svip sinn á stéttina. Eg hafði lengi vitað af Stefáni sem kollega og samferðarmanni, en leiðir lágu fyrst saman að marki er við vorum kjörnir til stjómarsetu í Meist- arafélagi húsasmiða fyrir nærri tveimur áratugum. Stefán var þeirrar gerðar, að hann vann sér fljótt traust og virðingu manns. Hann var hæglátur maður og athugull, hófsamur í dómum um menn og málefni og lagði góðar og grundaðar tillögur til mála. Hann átti sæti í stjórn félagsins um árabil og var jafnframt lengst af annar af tveimur sáttanefndarmönnum fé- lagsins. Til þess starfs velst einungis maður sem vel er treyst og þarf sá að hafa auk faglegrar þekkingar myndugleika og festu, en fyrst og fremst skilning og sanngirni, því þar er fjallað um viðkvæm deilumál meistara og viðskiptavina. Það var almennt viðurkennt að Stefán leysti þessi mál af stakri prýði. Eg tel það til mikilla lífsverðmæta að hafa fljótt eignast trúnað Stefáns sem með tímanum óx til náinna sam- skipta og óbrotgjarnrar vináttu á milli fjölskyldna okkar. Og nú er þessi vinur minn horfínn af sviðinu fyrirvaralaust og ótíma- bært. Maður tekur gjarnan lífið og daglegan veruleika sem sjálfsagðan hlut sem ekki stendur til að breyta, en er svo skyndilega minntur á að allt er breytinguin undirorpið og ekk- ert komið til að vera. Þrátt fyrir tuttugu ára náin kynni þar sem margt var spjallað, finnst mér nú svo ótal margt sem ég átti eftir að ræða við Stefán, spyija hann um og fræðast af honum. Þær við- ræður verða að bíða betri tíma. Okkur hjónum er þakklæti í huga á þessari sorgarstund, þakklæti fyrir kynni af heilsteyptum manni og fyr- ir minningar um samverustundir með yndislegum hjónum. Guð blessi aðstandendur. Kristinn Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.