Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt fraktflugfelag stofnað Stefnt að áætlun- arflugi til Evrópu og Ameríku NYTT flugfélag, MK-flugfélagið, hefur verið stofnað á íslandi og er því ætiað að sinna fraktflugi. Félag- ið hefur fest kaup á DC-8 62 frakt- flutningavél og standa vonir til að það geti hafið vikulegt áætlunarflug milli íslands og Evrópu I þessum mánuði. Stofnandi og meirihluta- eigandi félagsins er Brynjólfur Jónsson flugvirki. Hann hefur unn- ið við leiguflug o.þ.h. í Belgíu und- anfarin ár, m.a. í samstarfi við Flugleiðir. Brynjólfur segir að í upphafí sé stefnt að því að fljúga 1-2 í viku milli Keflavíkurflugvallar og Ostend í Belgíu og hefjist flugið um leið og leyfí fáist frá samgönguráðu- neytinu. „Við eigum von á að leyfíð verði afgreitt á næstu vikum og þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja flugið. Við munum einnig sækja um leyfi til að fljúga til Ameríku í fram- haldinu." DC 8 vélin kostaði um átta millj- ónir dollara og eru kaupin fjár- mögnuð af bresku fjármögnunar- fyrirtæki að sögn Brynjólfs. „Þetta er ekki lengsta gerðin af DC 8 vél- um, þ.e.a.s. 18 palla, eins og marg- ir Islendingar þekkja svo vel frá Loftleiðaárunum, heldur 14 palla. Hún er því langdrægari og ber í kringum 45 tonn. Við ætlum okkur að fljúga frá íslandi eftir þörfum en á milli verður vélin í ýmsum verkefnum milli Evrópu og annarra heimsálfa." Hentar vel til fiskflutninga Brynjólfur segir að lengi hafi verið þörf á heppilegri fraktvél fyr- ir íslenska útflytjendur en nú hafl veríð bætt úr því. „DC 8 Vélin hent- ar afar vel til flutninga, sérstaklega fískflutninga, og ætti hún því að vera kærkomin fyrir íslenska út- flytjendur. Það má einnig koma fram að félagið er með samning á grænmetisflutningum frá Belgíu til New York og það gæti verið hag- kvæmt að millilenda á íslandi og kippa með físki vestur um haf.“ Meðeigandi Brynjólfs er breskur flugrekandi, Michael Kruger, en hann á flugfélagið MK-Airlines, sem rekur fjórar fraktvélar vítt og breitt um heiminn. Brynjólfur segir að flugfélögin tvö verði í samstarfi og muni m.a. miðla verkefnum á milli sín. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Verslunarmiðstöð rís í Kópavoginum BYGGINGU nýrrar verslunar- miðstöðvar, sem eigandi Rúm- fatalagersins er að láta reisa á Smáratorgi í Kópavoginum, mið- ar vel, að sögn Jákubs Jacopsen eiganda Rúmfatalagersins. Framkvæmdir hófust í apríl sl. en áætlað er að þeim ljúki um næstu áramót og að verslanir verði opnaðar í byrjun mars á næsta ári. Stærstu verslanirnar sem þar verða auk Rúmfatalag- ersins verða Bónus, Hagkaup og Byko. Þá verða þar nokkiar smærri verslanir. Að sögn Jákubs verður húsnæðið að mestu ein hæð, en miðkjarninn verður á tveimur hæðum. Húsið er alls 12.000 fermetrar, en auk þess verður 5.000 fermetra bíla- kjallari. Álit Samkeppnisráðs vegna ákvæða í lögum um þungaskatt Enginn íslendingur viðstaddur jarðarför Díönu Biðröð við breska sendiráðið Mísmuna atvinnubif- reiðastjórum og* raska samkeppnisstöðu MÖRG hundruð manns hafa komið í breska sendiráðið á íslandi til að rita nöfn sín í minningabók um Díönu prinsessu. Ekki er vitað til þess að neinum íslendingi verði boðið að verða viðstaddur útför Díönu nk. laugardag. Ríkissjón- varpið sýnir beint frá útförinni. Jane Wills, sendiráðunautur í breska sendiráðinu á íslandi, sagði að mörg hundruð manns hefðu komið í breska sendirráðið til að votta Díönu prinsessu virðingu sína og rita nöfn sín í minningabók um hana. Mjög margir hefðu komið á þriðjudaginn og hefðu sumir þurft að bíða í allt að hálftíma eftir að fá að rita nafn sitt í bókina. Fólk á öllum aldri hefði komið, en meiri- hlutinn væri konur og börn. Útför Díönu er ekki opinber út- för og þess vegna er fulltrúum erlendra ríkja ekki boðið að vera viðstaddir jarðarförina. Áætlað er að um 2.000 manns verði boðið og það verði allt fólk sem þekkti Díönu persónulega. Wills sagði að sér væri ekki kunnugt um að ís- lendingi hefði verið boðið að vera við útförina. Ríkissjónvarpið verð- ur með beina útsendingu frá jarð- arförinni á laugardag. Utsendingin hefst kl. 9.25 þegar líkfylgdin hefst frá St. James höll í London. Áætl- að er að henni ljúki kl. 11.15 þeg- ar útförinni frá Westminster Ab- bey lýkur. Á eftir sýnir Sjónvarpið nýja heimildarmynd BBC um líf Díönu og heitir hún „Díana, prins- essa fólksins". SAMKEPPNISRÁÐ telur að ákvæði laga um þungaskatt frá árinu 1987 mismuni atvinnubif- reiðastjórum og raski innbyrðis samkeppnisstöðu þeirra. Beinir ráðið því til flármálaráðherra að hann beiti sér fyrir leiðréttingu þessa með breytingu á lögunum eða með því að flýta gildistöku laga um olíugjald sem koma eiga í stað laga um þungaskatt. Samkeppnisráð tók málið til athugunar í framhaldi af erindi félaga leigu-, sendi-, og vörubif- reiðastjóra þar sem óskað er eftir að Samkeppnisráð úrskurði um það hvort tilteknar málsgreinar 4. greina laga nr. 3/1987 séu í anda samkeppnislaga. Um tvö at- riði er að ræða. Annars vegar er um það að ræða að árgjald þunga- skatts er 30% hærra á þær bifreið- ar sem ekið er gegn gjaldi sam- kvæmt gjaldmæli en á þær bifreið- ar sem ekki hafa gjaldmæli. Segja félögin að fjöldinn allur af dísilbif- reiðum sé notaður í dag í sam- keppni við atvinnubifreiðar án þess að hafa gjaldmæli og nefna til bifreiðar Landflutninga hf., Pósts og síma hf. og Kynnisferða hf. Hins vegar er um að ræða ákvæði sem kveða á um það að veittur skuli stighækkandi afslátt- ur af þungaskatti sem innheimtur er af akstri vöruflutningabifreiða samkvæmt ökumæli eftir því hve mikið bifreiðunum er ekið. Telja félögin að þetta ákvæði valdi því að aðilar í sambærilegum flutning- um greiði mismunandi þunga- skatt, þannig að litlir aðilar á markaðnum verði ekki samkeppn- ishæfír við stærri aðila sem lengur hafi verið að. Leggja félögin til að afslátturinn verði afnuminn og hann nýttur til þess að lækka þungaskattinn í heild, þannig að greitt verði í samræmi við notkun á vegum. Dregið úr samkeppni með opinberum aðgerðum í áliti sínu kemst Samkeppnis- ráð að þeirri niðurstöðu að fram- angreind ákvæði skerði sam- keppnisstöðu bifreiðastjóra í við- komandi atvinnugreinum og hafí hamlandi áhrif á samkeppni miðað við núgildandi samkeppnis- og markaðsaðstæður. Ráðið telur einnig að umrædd ákvæði laga víki frá þeirri hugsun sem liggi að baki setningu laganna að gjald- taka af ökutækjum skuli tengjast notkun og sliti á vegum. „Það að tengja álagningu þungaskatts við mismunandi inn- heimtuform atvinnufyrirtækjanna sem greiða skattinn er til þess fallið að skapa samkeppnisfyrir- tækjum mismunandi samkeppnis- forsendur. Með því að veita þeim mun hærri afslátt af greiðslu þungaskatts, eftir því hve mikið er ekið, er verið að tryggja aðilum sem mikið aka viðskiptalegt for- skot á nýja og smærri aðila á markaðnum. Að mati Samkeppn- isráðs er því með opinberum að- gerðum verið að draga úr sam- keppni á þann hátt að aðgangur keppinauta er heftur.“ Var að berast Indriði H. Þorláksson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í gær að tilmæli Samkeppn- isráðs hefðu borist ráðuneytinu á þriðjudag og því hefði ekki verið ákveðið hvernig við þeim yrði brugðist en það yrði að sjálfsögðu skoðað. Ástæðan fyrir því að gild- istöku laga um olíugjald sem taka eigi við af lögum þungaskatt hafí verið frestað séu eindregin tilmæli olíufélaganna sem telji sig þurfa lengri tiíma til tæknilegs undirbún- ings. Ákveðið hafí verið að fresta gildistökunni til 1. janúar 1999 og hann þori ekki að segja hvaða möguleikar séu á að flýta gildi- stökunni, en það sé vafalaust eitt af því sem verði skoðað. Möguleik- ar á breytingu laganna þennan tíma verði einnig skoðaðir. Hins vegar sé á það að líta að þessi ákvæði laganna hafí verið í gildi um áratugaskeið og spurning sé hvort ástæða sé til að gera breyt- ingar í skamman tíma á ástandi sem varað hafí svo lengi án þess að menn hafí talið það alvarlegt fyrr en nú. -kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.