Morgunblaðið - 04.09.1997, Side 43

Morgunblaðið - 04.09.1997, Side 43
_ f MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 43 - „I ■J 0 0 0 0 I 0 0 I I 4 (J 4 4 4 4 : ■1 4 i ( ( BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til borgarstjóra Frá Asgerði Hallgrímsdóttur: FYRIR sex árum keyptum við hjónin hús í Rimahverfi, nánar, tiltekið í Grasarima, en húsið ligg- ur út að Langarima. Okkur var þá tjáð að þar myndi verða lokað- ur botnlangi. Langirimi liggur all- ur í beygjum og þar á að gilda almennur umferðarréttur frá íbúðargötum. Var okkur sagt að það væri til að hægja á hraða bif- reiða. Rimaskóli er hinum megin við Langarima, þ.e.a.s. vestan megin, og þurfa börnin okkar að fara yfir nefnda götu að sækja skóla. Það liðu fimm ár þar til gatan varð loks lokaður botnlangi og var það framkvæmt með hliði sem strætisvagna Reykjavíkur gátu opnað og lokað. Hjá þessu hliði er verslunarmiðstöð og sjoppa, alveg við götuna, sem jók umferð gífurlega. Þetta hlið var alltaf til vandræða, bilaði eða eitthvað ann- að í ólagi. Þannig að öll umferð hefur farið í gegn, þó að það sé vel merkt, að það sé eingöngu fyrir SVR. Ibúar Engjahverfis telja þetta mikla vegarstyttingu fyrir sig. Sumir hvetjir og það allmargir, sýnist mér og fleirum. Þessir aðil- ar sem eiga ekki hagsmuna sinna að gæta keyra eins og þeir eigi lífið að leysa, þ.e.a.s. eins og vit- lausir menn og er gatan eins og „rallýakstursbraut“, farið yfir á rangan vegarhelming og enginn umferðarréttur virtur. Þar á með- al eru atvinnubílstjórar sem eiga að hafa meirapróf o.fl. Á Langa- rima er engin gangbraut og hefur okkur verið sagt af opinberum stofnunum, þar sem við hjónin höfum verið að spyrjast fyrir, að það sé bara hættulegra, og hafa þessir aðilar verið duglegir að benda hver á annan. Enginn virð- ist ráða neinu, eða geta gert neitt til úrbóta. Lögreglan í Grafarvogi tjáði manni mínum að það þýddi ekkert að sekta menn sem færu um þrenginguna, því að það færi hvort sem er allt í menningarmál o.fl. og að þeir hefðu ekki mann- skap í það að vera alltaf á verði þarna. Jæja, það var gerð könnun og hinir ýmsu íbúar Rimahverfis sem ekki þurfa mikið að fara yfir Langarima í Kirkjugarðinn o.fl. urðu ofaná. Þannig að opna á götuna aftur til reynslu, sem aldr- ei hefur verið lokuð nema að nafn- inu til. Móðir þriggja barna spyr, hvað á að gera við þessa götu? Þetta er mikið smábarnahverfi. Á að bíða eftir að barnið detti ofaní brunninn? Eða á að koma upp gangbrautum og hraðahindrun- um? ÁSGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Grasarima 3, Reykjavík. Islensk ljóð í ítalskri þýðingu Frá Antonio Domenico Trivilino: ÞAÐ ER sjaldgæft að íslenskar bókmenntir séu þýddar beint á ítölsku. Hingað til hafa það helst verið fornaldarkvæði og nokkrar þýðingar úr öðrum tungumálum, oftast úr þýsku eða ensku. Þess vegna var það mjög ánægjulegt að lesa þýðingar Gianna Chiesa Isnardi á norrænum nútímaljóð- um. Bókin hennar heitir „Lirica scandinava del dopoguerra“ (Nor- ræn ljóð eftir stríðið). Flestir ítalskir lesendur hafa úr fáu að velja á eigin móðurmáli ef þeir hafa áhuga á norrænum bókmenntum. Til er bókin „Letter- ature della Scandinavia" (Nor- rænar bókmenntir) eftir Mario Gabrielis sem er ágætis bók, en er gömul og inniheldur ekkert um nútímabókmenntir. Bók Gianna Chiesa Isnardis er þess vegna dýrmætt framlag til að auka þekk- ingu ítala á norrænum nútíma- bókmenntum og einstökum skáld- um. Alls er tuttugu og eitt skáld kynnt í þessari bók frá öllum Norðurlöndunum. Frá íslandi eru Stefán Hörður Grímsson, Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri kynntir. Að mínu mati hefur Gianna Chiesa Isnardi góðan ljóðasmekk enda segir hún sjálf „að það sé erfitt að þýða ljóð og kvæði sem manni ekki líki“. Það er erfitt að þýða beint úr íslensku á ítölsku, framburður orðanna er ólíkur og svipuð orð hafa ólíkar merkingar. Gianna Chiesa Isnardi er þess vegna huguð kona að ráðast í slíkt stórvirki og að minu viti hefur henni tekist mjög vel til. ANTONIO DOMENICO TRIVILINO, Ole Vigsgate 32 E N-0366 Oslo. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens Ljóska Smáfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.