Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Pakkinn á
Nýherji býður nú
takraarkað magn af sérlega ^
vönduðum Tulip dt 5-166 marg-
miðlunartölvum, Umax PageOffice
litaskönnum og Canon BIC 240
litprenturum á pakkatilboði
sem á sér enga hliðstæðu.
ðrgjörvi: Pentium ÍBE MHz
Vinnaluminni: 32 MB EDO
má auka í 128 MB
Skyndiminni: 256K L2
Skjíminni: 2 MB
Harðdiakur: 1.6 GB
Tengirauiar: PCI/ISA
Tangill: Universal SerlalBus
Skjir: Tulip 15” XV6A
Skiáupplauan: 1280x1024
Gaialadrif: Innbyggt 24x
Hljúðkort: Snundblaster AWE 64
Hitalarar: 240W
computers
- Verslun -
Skaítahlíð 24 • Sími 569 7700
http ://www.nyherji.ís
LISTIR
Alræði þröngs
sjónarhorns
BOKMENNTIR
Ritgcrö
VÖLUNDARHÚS
SJÓNLÍNANNA
eftir Garðar Baldvinsson.
Árbæjarsafn. 1997 - 41 bls.
í SUMAR hefur mátt líta sýningu
í Árbæjarsafni, nánar tiltekið í því
húsi sem áður var Lækjargata 4,
og nefnist hún Reykjavík í ljósmynd-
um og ljóðum á tuttugustu öld.
Samhliða sýningunni var gefinn út
pési sem nefnist Völundarhús sjón-
línanna og er eftir Garðar Baldvins:
son sem valdi efnið á sýningunni. í
honum er að finna útskýringu á því
hvað réð efnisvali og framsetningu
sýningarinnar, fræðilega skilgrein-
ingu á efni hennar og úttekt á þró-
un ljóðsins í borginni á 20. öldinni.
Myndirnar í sýningunni eru frá
því upp úr aldamótunum 1900 og
fram á 6. áratuginn. En ljóðin á
sýningunni eru aftur á móti að
mestu leyti ort af skáldum sem
fædd eru eftir stríð. Það val kemur
nokkuð spánskt fyrir sjónir en Garð-
ar réttlætir það með því að hann
vilji á þennan hátt magna þá tog-
streitu sem hann þykist sjá milli
borgarsveitar fortíðarinnar og stór-
borgarmyndar nútímans og birtist
jafnt í myndum og ljóðum. Það er
því ekki ætlun hans að gefa heildar-
yfírlit ljóða aldarinnar eins og heiti
sýningarinnar gefur væntingar um
heldur velur hann ljóðin annars veg-
ar út frá tveim meginmiðjum, borg
og mynd, og hins vegar út frá af-
stöðu, mati og smekk sín sjálfs.
Röksemdir hans með þessu eru þær
að slíkt persónubundið val sé í „sam-
ræmi við það gildi sem nútíminn er
oft talinn skipa í öndvegi, þ.e sjónar-
hornið, en afstæði þess verður óvíða
sterkara í Ijóðagerð en þegar Ijallað
er um myndir og tengslin sem skap-
ast og eyðast í því sjónræna ferli
sem þær gefa tilefni til.“
Ég er ekki sáttur við þetta sjón-
armið í vali á ljóðum jafnvel þótt
mér fínnist flest ljóðin á sýningunni
sóma sér vel hvar sem er og telji
mig skilja forsendur Garðars. Það
er grundvallarmunur á því að viður-
kenna að slíkt val hljóti að ein-
hveiju marki að vera huglægt og
að játast undir alræði sjónarhorns-
ins. Þessi sýning er sett upp sem
fræðileg sýning með fræðilegri
greinargerð í byggðasafni Reykvík-
inga sumarlangt og hún hefur sýnt
Reykvíkingum ljóðagerð 20. aldar
út frá þröngu sjónarhorni eins
manns. Fyrir bragðið er sú mynd
sem við fáum af Reykjavíkurljóðum
aldarinnar án ljóða Tómasar Guð-
mundssonar, Matthíasar Johannes-
sen, Dags Sigurðarsonar, Jóhanns
Hjálmarssonar og Sjóns svo að sum
þau skáld sem helst hafa verið
kennd við borgina séu nefnd.
Vert er þó að hafa í huga að
valið byggist hvorki á pólitískum
fordómum, vanmati á höfundum né
öðru slíku, heldur miklu fremur því
hvernig Garðar nálgast viðfangsefn-
ið. Megináhersla er á það lögð í
Völundarhúsi sjónlínanna að skoða
ljóðin út frá kenningum um áhrif
tækni á samfélag og firringu. í
borgarsamfélagi tekur maðurinn að
skoða sjálfan sig sem miðju heims-
ins og líta á heiminn sem mynd.
Þessarar þróunar gætir þó ekki fyrr
en um miðja öld hér á landi. Garðar
teflir mjög fram andstæðum náttúru
og borgar. í fyrstu ljóðum borgar-
skálda lýsa höfundar borginni frem-
ur sem hluta náttúru en einungis á
síðari hluta aldarinnar verður borgin
að sjálfsögðum hluta ljóðvitundar.
Þá ber meir á sundrun og sjálfleysi
nútímamannsins í ljóðum seinni ára.
Því fylgir einnig viðleitni til að
hverfa frá umfjöllun um hin stóru
mál en athyglinni er beint að hinu
hversdagslega og smáa. Ljóðin sem
Garðar velur falla einmitt að þess-
ari mynd. Á önnur ljóð lítur hann
ekki.
Áherslur Garðars einkennast af
póststrúktúralískri hugsun og að-
ferðin mótast af tilgátum í anda
þeirrar stefnu sem hann leitast við
að staðfæra með dæmum og af-
byggingu þar sem reynt er gera
myndmál sem hluta tungumáls að
sérstakri vídd veruleikans. Þótt mér
finnist athugunarsvið höfundar
þröngt tekst þar sums staðar þokka-
lega til og mörg dæmin sem hann
tekur eru sannfærandi þó að ég
fallist ekki á allar fullyrðingar hans.
Ég á til dæmis erfitt með að kyngja
þeirri túlkun á ljóði Steins Steinarr,
Borg, að borgin sé í því „syndum
spillt “ og þar komi „fram þráin
eftir að hjúpa borgina dráttum nátt-
úru, en ekki síður þeirri kristnu
hugmyndafræði sem gerir tækni að
erfðasynd sem borgarbúar dragnast
með og snýr lífi þeirra upp í dauða.“
Garðar seilist of langt hér í túlkun.
Hann oftúlkar orðið synd og snýr á
vissan hátt merkingu kvæðisins á
hvolf. í kvæðinu teflir Steinn saman
vorfögnuði fólksins í borginni og
döpru ljóðsjálfi. í síðasta erindi
kvæðisins segir:
Og sarat er einn, sem ögrar vorsins mynd
og enn ber dauðans svip á þínum veg,
svo ótvírætt í ætt við þína synd,
sem enginn veit. Ó, borg min það er ég.
Um þetta segir Garðar að ekki
einungis ögri „ hinn sorgmæddi
mælandi „ótvírætt synd“ borgarinn-
ar heldur skerpir ljóðið enn þessar
andstæður náttúru og inenningar
með því að láta „mynd“ (mæland-
ans) ríma við „synd“ borgarinnar."
Hér eru a.m.k. tvær rangar stað-
hæfíngar. Hinn sorgmæddi mælandi
ögrar ekki mynd mælandans heldur
„vorsins mynd“ og það er ekki mynd
mælandans heldur vorsins sem rím-
ar við synd borgarinnar og það hef-
ur að því er ég held enga sérstaka
merkingu. Steinn samsamar sig hér
borginni og synd hennar en enginn
veit hver hún er - kannski er hún
einsemd hins útskúfaða, kannski
firringin, - en engan veginn sú
kristna hugmyndafræði „sem gerir
tækni að erfðasynd sem borgarbúar
dragnast með og snýr líf þeirra upp
í dauða.“ Ljóð Steins er einfaldlega
ekki klæðskerasaumað á kenningu
Garðars.
Það er nokkur ljóður á þessari
ritsmíð hversu ósýnt höfundi virðist
um að skrifa ljóst og einfalt mál.
Að hluta til stafar það af því að
hann notar mörg fræðileg hugtök.
En langar málsgreinar hlaðnar inn-
skotssetningum, innskotsliðum,
svigum, tilvitnunum og ýmsu öðru
gera textann býsna óárennilegan á
köflum og merkinguna óljósa. Stað-
reyndavillur finnast einnig. Þannig
segir Garðai' þá Einar Braga og
Sigfús Daðason hafa ritstýrt saman
tímaritinu Birtingi sem er rangt og
hvimleitt er þegar Steinn Steinarr
er hvað eftir annað á einni blaðsíð-
unni nefndur Steinar.
Völundarhús sjónlínanna ieiðir
hugann að ákveðnum vanda, jafnt
í nútímaskáldskap sem fræðum.
Sjálflæg skoðun veruleikans í sund-
urbútuðum heimi og ofuráherslan á
„sjónarhornið", hvort sem hún birt-
ist í naumhyggjuljóðum eða í mál-
fræði- og myndrýniáherslu póst-
strúktúralismans nær sjaldan að
heíja sig upp úr smáatriðunum og
sparðatíningnum. Fyrir bragðið
fáum við óþarflega skerta mynd af
veruleikanum jafnvel þegar út-
gangspunktur fræðanna er samfé-
lag og saga eins og hér. Sjálflægn-
in vinnur nefnilega beinlínis gegn
yfirsýn, innsæi og víðsýni. Hún er
því í reynd akkillesarhæll þessa
verks.
Skafti Þ. Halldórsson
Harmonikkusnillingur
TÓNLIST
Listasafn
Sigurjóns Ólafssonar
HARMONIKKU-
TÓNLEIKAR
Tatu Kantomaa frá Finnlandi
flutti umritanir og verk fyrir
harmonikku. Þriðjudagurinn
2. september, 1997.
TATU Kantomaa (f. 1974) er
ungur snillingur frá Finnlandi og
það er ekki aðeins að tækni hans
sé mikil, heldur beitir hann henni á
sérlega músíkalskan máta. Það sem
sérstaklega einkennir þó túlkun
hans og mótun viðfangsefna er fín-
leg útfærsla og fyrir bragðið hljóm-
ar leikandi tækni hans einstaklega
áreynslulaus.
Fyrsta viðfangsefnið var til-
brigðaverk yfír fínnskt þjóðlag og
er í efnisskrá ekki getið höfundar
þessarar leiknisýningar, sem trúlega
er Kantomaa. Hvað sem þessu líður
sýndi hann strax sína ótrúlegu
tækni og sama má segja um tvö
næstu verk, sem eru umritanir á
konsertverki eftir Weber og valsin-
„ÖLL voru verkin frábærlega
leikin af Tatu Kantomaa, sem
er ekkert minna en „virtúós“,“
segir í dómnum.
um fræga, Raddir vorsins, eftir Jo-
hann Strauss. í umritunum er farið
nokkuð fijálslega með tónefni verk-
anna og þau skreytt allskonar flúri,
þannig að á köflum voru þessi verk
í raun endursamin og á þetta sér-
staklega við um valsinn, sem var
ótrúlega fínlegur og leikandi léttur
í snilldarútfærslu Kantomaa.
Nótt á ijöllum heitir frumsamið
verk, eftir Veikko Ahvenainen. Þar
gat að heyra alls konar skemmtileg
hljómbrigði sem voru afburða vel
útfærð. Annað frumsamið verk á
efnisskránni er eftir Zolotarev, sem
er trúlega rússneskur og nefnist
verkið Hugleiðingar um klaustrið í
Ferapondo, ekki rismikið verk en
vel samið fyrir harmonikkuna. Önn-
ur viðfangsefni tónleikanna voru
umritanir, sumar ágætlega gerðar
og trúar frumgerðinni, breytingarn-
ar eru efalaust tilkomnar vegna
sérstöðu hljóðfærisins og til að sýna
ýmsa möguleika þess. Meðal helstu
verkanna voru ungversk rapsódía
nr. 2 eftir Franz Liszt, aría Figaros
úr Rakaranum eftir Rossini, Austor-
ias eftir Albeniz og sígaunalag eftir
Sarasate.
Öll voru verkin frábærlega leikin
af Tatu Kantomaa, sem er ekkert
minna en „virtúós11, er leikur sér
ekki aðeins að tækninni, heldur á
til sérkennilegt næmi fyrir því fín-
lega, svo að í leik hans urðu tón-
hendingar oft eins og glitvefnaður,
þar sem hvergi fínnst á endi eða
greind verða samskeyti. Tatu Kant-
omaa er í einu orði sagt snillingur.
Jón Ásgeirsson