Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 44
ARGUS 4 ÖRKIN SÍASI115
44 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
l'ÖUiWT/
e,nVetok°««“^vly.
Vins*^uStu,
sögunnat
IsAoXA^’ L
Ls
;er,Tcba^c
^eetöoven
/,/W*<"‘
fvlStón'
tótar
lSveiúna
Upphafstónleikar
Hinir sívinsælu upphafstónleikar
verða 11. 12. og 13. september.
Hljómsveitarstjóri er Keri Lynn Wilson
og einsöngvari Hanna Dóra Sturludóttir.
Á efnisskrá eru m.a. verk eftir
Mozart, Puccini, Rachmaninoff,
Lehar og Ravel.
fíj
%
Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar íslands
Háskólabíói viö Hagatorg
Sími 562 2255, fax 562 4475
Veffang: www.sinfonia.is
J,
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Um afsláttar-
kort Trygg-
ingastofnunar
MÁ EKKI vænta þess að
félög aldraðra semji um
það við Tryggingastofnun
ríkisins að hún fylgist með
greiðslum til lækna og
sendi afsláttarkort til
þeirra sem hafa unnið sér
þann rétt. Það er tafsamt
fyrir sjóndapra og ellimóða
að halda saman kvittunum
frá læknum. Trygginga-
stofnunin ætti sjálf að sjá
um þetta og senda afslátt-
arkortin. Það ættu að vera
hæg heimatökin hjá
Tryggingastofnun með
allri sinni tölvutækni.
Pétur Pétursson, þulur.
Fyrirspurn
til Endur-
vinnslunnar
HANNA hafði samband
við Velvakanda og er hún
með fyrirspurn til Endur-
vinnslunnar um það hvort
ekki eigi að koma því á að
hægt verði að skila inn í
endurvinnslu krukkum,
t.d. sultukrukkum og
kaffikrukkum. Þær séu
ekki síður verðmætar en
flöskur og dagblöð. Það
virðast allir vera einhuga
um að skila flöskum og
blöðum í endurvinnslu og
hvers vegna ekki krukkum
líka?
Áfram
Sigmund!
EINLÆGUR aðdáandi
teiknarans Sigmund
hringdi:
„Um daginn var einhver
kona að skammast út í
Sigmund okkar og taldi
hann vera með dónaskap
og að hann legði fólk í ein-
elti.
Ég mótmæli þessu. Mér
finnst hann vera svo hress
og kátur karlinn, og ég
hlakka alltaf til að skoða
bls. 8 í Morgunblaðinu til
að sjá teikningu hans þann
daginn.
Yfirleitt er nú Mogginn
þurr, og ekki skemmtilega
skrifaður, það vantar létt-
leikann í blaðið. Teikningar
Sigmunds lyfta blaðinu
upp og gefa þeim, sem eru
léttir í skapi, eitthvað við
sitt hæfí.
Áfram Sigmund, á sömu
braut.“
Frímerkja-
safnarar!
ERLENDUR frímerkja-
safnari óskar eftir að kom-
ast í samband við íslenska
frímerkjasafnara. Þeir sem
hafa áhuga vinsamlega
hafið samband við:
Zeichner Friedrich,
Bischof-Kettelerstr. 14
52222 Stolberg,
Deutschland.
Tel.0049-2402-20242.
Tapað/fundið
Gullhringur
týndist
GULLHRINGUR með 7
litlum demöntum týndist
föstudaginn 22. ágúst í
miðbæ Reykjavíkur,
Kringlunni eða við leik-
skólann Hæðarból í
Garðabæ. Finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 565-9034 eftir kl.
17. Fundarlaun.
Lyklakippa
týndist
LYKLAKIPPA sem á voru
5 lyklar og trétunna týnd-
ist föstudaginn 29. ágúst.
Þeir sem hafa orðið varir
við lyklakippuna vinsam-
lega hringi í síma
567-6162.
Dýrahald
Síamsblönduð læða
SÍAMSBLÖNDUÐ læða er
búin að gera sig heima-
komna á Merkurgötu í
Hafnarfírði þar sem hún
hefur dvalist í nokkrar vik-
ur. Kisa er svört og gul-
flekkótt og er hún með
gula rönd frá augum og
niður á snoppu. Hún er
með ljósgráa ól. Uppl.
gefnar í síma 555-0125.
Kisi
er týndur
KISI er 2ja ára steingrár
fress. Hann hvarf að heim-
an, frá Laufrima 8, Graf-
arvogi, 23. ágúst. Hann er
með bláa ól og merktur.
Hann er með fæðingarblett
inni í öðru eyranu. Þeir sem
kynnu að hafa orðið hans
varir eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma
587-4828.
SKÁK
Umsjón Marjjcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á minn-
ingarmótinu um Rubinstein
í Polanica Zdroj í Póllandi,
sem lauk í síðustu viku.
Rússinn Sergei Rúblevskí
(2.650) var með hvítt og
átti leik, en Eistinn Jan
Ehlvest (2.610) hafði
svart.
30. Bxd6! og Ehlvest gaf,
því eftir 30. - Rxd6 31.
Dc7 - Hd8 32. Dg7 blasir
mátið við.
Rúblevskí, sem er aðeins
rúmlega tvítugur, sigraði á
mótinu með 7 v. af 9 mögu-
legum. 2. Gelfand, Hvíta-
Rússlandi 6 v., 3. Barejev,
Rússlandi 5 v., 4. Aleks-
androv, Hvíta-Rússlandi
4 7. v., 5.-8. Psakhis, Isra-
el, Malanjúk, Úkraínu,
Andersson, Svíþjóð og
Krasenkov, Póllandi 4 v.,
9. Kaminsky, Póllandi 3 'l-i
v. og 10. Ehlvest 3 v.
Helgarskákmót TR hefst
annað kvöld, föstudaginn
5. september, kl.
19.30 í félagsheim-
ilinu Faxafeni 12.
Mótinu lýkur á
sunnudagskvöld.
Verðlaun 20 þús.,
12 þús. og 8 þús.
Þátttökugjöld eru
1.500 kr. fyrir fé-
lagsmenn í TR en
2.300 fyrir aðra.
Fyrir 15 ára og
yngri félaga í TR
kostar 1.000 kr. en
1.500 fyrir utanfé-
lagsmenn. Öllum
heimil þátttaka.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI gerði víðreist, um
Vestfirði í sumar. Hann fór
á bíl sínum um nær alla Vestfirði,
þar sem fólksbílafært var og hafði
gaman af. Þetta var raunar eini
landsfjórðungurinn, sem Víkverji
hafði ekki farið um á eigin bíl, þar
sem hann tímdi í raun ekki að
leggja bílinn í þessa áreynslu, enda
fara menn um það bil 20 ár aftur
í tímann í vegamálum við að aka
um þennan annars yndislega lands-
fjórðung.
Annars hefur vegum í fjórð-
ungnum mikið farið fram. Vegur-
inn yfir Hálfdan frá Patreksfirði
til Bíldudals er t.d. orðinn með slit-
lagi og frá Bíldudal er síðan slitlag
út á flugvöll þeirra Bílddælinga.
Þá taka við malarvegir, sem voru
alls ekki slæmir, þegar Víkveiji fór
þá í sumar, en heldur úfnaði þó
vegurinn er hann fór að hækka upp
á Dynjandisheiði. í Arnarfirðinum
var hinn sæmilegasti vegur og eins
yfir Hrafnseyrarheiði. Slitlag tók
svo við er komið var til Þingeyrar
og náði það langleiðina upp á
Gemlufallsheiði. Þá er tiltölulega
stuttur kafli eftir niður í Önundar-
fjörð.
Göngin eru gríðarlegt mannvirki
og gera menn sér ekki grein fyrir
því, fyrr en um þau er ekið. Arm-
arnir, sem liggja út frá vegamótun-
um inni í fjallinu til Flateyrar og
Suðureyrar eru sýnu mjórri en
göngin frá ísafirði. Svo löng er
akstursleiðin frá munnanum í Ön-
undarfirði, að ökumanni finnst
hreinlega göngin aldrei ætla að
taka enda og er viss feginleiki er
sólarljósið birtist ísafjarðarmegin.
Þessi göng skýra í raun að ekki
er komið slitlag víðar en raun ber
vitni, allt ijármagnið hefur greini-
lega farið í þau.
Vegirnir á sunnanverðum Vest-
fjarðakjálkanum eru sýnu verstir.
Þó er búið að leggja slitlag á spotta
út frá Bijánslæk. Versta heiðin,
sem Víkverji ók um er þó Kleifa-
heiðin. Þegar niður af henni var
komið sprakk á öðrum afturhjól-
barða bifreiðar Víkveija og var
hjólbarðinn svo illa farinn að hann
var á Patreksfirði dæmdur ónýtur.
Hvergi fékkst slíkur hjólbarði þar
vestra og varð Víkvetji því að panta
hjólbarða frá Reykjavík og láta
fljúga með hann til Bíldudals. Bíll
kom svo með hann yfir Hálfdan til
Patreksfjarðar.
xxx
ESTFIRÐIRNIR eru undirfag-
ur landhluti. Þar er gróður-
sæld að jafnaði meiri en annar stað-
ar og góður upp á topp flestra fjalla.
Arnarfjörðurinn er t.d. náttúru-
perla, sem vart á sinn líka. Og fyr-
ir botni fjarðarinns er eitthvert það
mesta náttúruskraut, sem unnt er
að beija augum á íslandi, Fjallfoss
í Dynjandisá. Þar hefur Náttúru-
verndarráð í samvinnu við Eimskip
komið fyrir bekkjum og hvíldarað-
stöðu fyrir ferðafólk og er það til
mikillar fyrirmyndar. Þar eru skilti
með fróðleik um fossinn og sitthvað
fleira. Mega þessir aðilar eiga lof
skilið fyrir slíkt framtak.
Alla þá daga, sem Víkveiji ferð-
aðist um Vestfirði var hið bezta
veður, logn og hiti en ekki kannski
ýkja mikið sólfar. Þetta var sem
sagt hið bezta ferðaveður. En alla
dagana var jafnframt hlustað á
veðurspá Veðurstofunnar. Spár
hennar þessa daga voru yfirleitt
hrakspár, sem guði sé lof aldrei
rættust. Jafnan á sumrin eru veður
fremur aðgerðalítil og er skiljanlegt
að erfítt sé að spá um veður á ein-
staka stöðum á jafnstóru svæði og
Vestfirðir eru.
XXX
MAÐUR, sem oft ekur Reykja-
nesbrautina suður til Kefla-
víkur, kvaðst í samtali við Víkveija
furða sig á því hvers vegna veglýs-
ingin hefði verið sett upp á þessari
leið, að því er honum skildist að
tilhlutan þingmanna Reykjanes-
kjördæmis. Hann kvaðst aka þessa
leið oft á næturnar og nú eftir að
dimmt væri orðið. Það mætti heita
undantekning, að Ijós væru kveikt
alla leiðina. Hann óskaði eftir því
að Vegagerð ríkisins yrði spurð að
því, til hvers þessi lýsing væri, ef
hún væri ekki notuð eftir að myrkt
væri orðið.