Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SPAR SPORT SPRETTUR ADIDAS SPAR SPORT TOPPMERKl A LAGMARKSVERÐI Kilmanock® r rúlD«r frá kr. 4990 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! AÐSENDAR GREINAR Hlutafjárútboð án skráningar á VÞI Er ólöglegt að skrá ekki hlutabréfin á VÞÍ í beinu framhaldi af almennu hlutafjárútboði? TILEFNI þessarar greinar er sú umfjöll- un sem átt hefur sér stað á síðustu dögum um Kæliverksmiðjuna Frost hf. í Morgun- blaðinu 29. ágúst síð- astliðinn er haft eftir Stefáni Halldórssyni, framkvæmdastjóra _ Verðbréfaþings ís- lands: „Við höfum enga vitneskju um hvað er á seyði og fyr- irtækinu er ekki skylt að upplýsa okkur um það sérstaklega né aðila markaðarins vegna þess að það er á Opna tilboðsmarkaðnum. Þetta er öðruvísi en ef um hefði verið að ræða skráð félag. Hitt er svo annað mál að ekki er langt síðan félagið fór í almennt hlutaíjárútboð og þá var gefin út útboðslýsing og ijárfestum gefin ákveðin mynd af fyrirtækinu. Ef upplýsingar þá voru verulega rangar vakna spum- ingar um stöðu forráðamanna fé- lagsins og annarra sem að því út- boði stóðu.“ Mörg félög hafa farið í almennt hlutafjárútboð, segir Símon Þór Jónsson, án þess að hlutabréf þeirra hafi verið skáð á -----?-------------------- VÞI í beinu framhaldi af útboðinu. Tuttugasta gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti fjallar um almennt útboð verðbréfa. í 3. mgr. hennar segir: „Við lok sölu eða í lok hvers ársfjórðungs, sé hann fyrr, skal verðbréfafyrirtæki eða annar aðili, sem hefur milligöngu um almennt útboð, tilkynna Verð- bréfaþinginu um heildarsölu verð- bréfa í almennu útboði á nafnverði og markaðsverði samkvæmt bestu fáanlegum upplýsingum og í lok hvers árs skai enn fremur tilkynna um útistandandi eftirstöðvar al- menns útboðs. Verðbréfaþingið skal birta reglulega upplýsingar um verðbréf samkvæmt þessari grein.“ Hvað þýðir síðasta setning- in? Hvað segir greinargerðin með lögunum? I greinargerðinni með 3. mgr. 20. gr. segir að ákvæðið sé óbreytt frá gildandi lögum og þarfnist ekki skýringa. Með gild- andi lögum er átt við lög nr. 9/1993 um verðbréfaviðskipti sem voru leyst af hólmi með lögum nr. 13/1996 um sama efni. Skoðum greinargerðina með eldri lögunum; nánar tiltekið ákvæði hennar um 3. mgr. 17. gr. sem er eins og 3. mgr. 20 gr. yngri laganna. Þar segir: „Með 3. mgr. er gerð sú grundvallar- breyting frá gildandi lögum að öll verðbréf, sem boðin eru almenn- ingi með almennu út- boði, skuli skráð á op- inberum _ verðbréfa- markaði. Akvæðinu er m.a. ætlað að stuðla að virkari viðskiptum á opinberum verð- bréfamarkaði hér á landi en þróun þeirra hefur verið hægari en vonast hafði verið til. Þessi skipan er í samræmi við til- lögur ráðgjafarfyrirtækisins En- skilda Securities sem tvívegis hefur unnið að úttekt á verðbréfamark- aði hérlendis. Þá er ákvæðinu einn- ig ætlað að auka öryggi einstakra fjárfesta. Er talið eðlilegt að aðil- ar, sem veittur er aðgangur að almenningi til að fjármagna starf- semi sína, virði jafnframt þann rétt almennings að eiga greiðan aðgang að ítarlegum upplýsingum um viðkomandi verðbréf og útgef- endur þeirra. Slík skipan er ein af frumforsendum virks verðbréfa- markaðar. Ekki er um skyldu til skráningar allra verðbréfa að ræða samkvæmt ákvæðinu heldur ein- ungis þeirra sem boðin eru almenm ingi með almennu útboði. ..." í 9. tl. 1. gr. sömu laga (nr. 9/1993) er opinber verðbréfamarkaður skil- greindur sem Verðbréfaþing Is- lands og hliðstæðar kauphallir er- lendis. Mörg önnur félög en Kæliverk- smiðjan Frost hf. hafa farið í al- mennt hlutafjárútboð án þess að hlutabréf þeirra hafi verið skráð á VÞÍ í beinu framhaldi af útboðinu. Hlutabréf nokkurra þeirra eru nú skráð á VÞÍ en hlutabréf annarra ekki. Við þessar aðstæður vakna ekki aðeins spurningar um stöðu forráðamanna félaganna og þeirra verðbréfafyrirtækja eða annarra aðila, sem hafa haft milligöngu um þessi almennu útboð. Heldur vakna ekki síður spurningar um stöðu viðkomandi fjárfesta/hluthafa, við- komandi hlutafélaga, VÞÍ og bankaeftirlits Seðlabanka íslands. í ljósi þess hver er vinnuveitandi höfundar skal lögð rík áhersla á það hér í lokin að Handsal hf. hafði ekki milligöngu um almennt útboð Kæliverksmiðjunnar Frosts hf. Höfundur er lögfræðingur og starfar hjá Handsali hf. Greinin er skrifuð að frumkvæði og & ábyrgð höfundar. Símon Þór Jónsson HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ?l Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? 71 Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í starfi? 7 Viltu njóta þess að lesa góðar bækur? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst miðvikudaginn 10. september. Skráning er í síma 564-2100. HFtAÐL£SrTTL\RSKÓLC''JN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.