Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir og afi,
BRAGIÓSKARSSON,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 31. ágúst s.l á hjarta-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, verður jarðsung-
inn frá Fella- og Hólakirkju á morgun, föstu-
daginn 5. september, kl. 13.30.
Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir,
Stefán Bragason,
Ingi Rafn Bragason,
Ólöf Bragadóttir,
Börkur Jakobsson,
Hafþór Jakobsson,
Elín Huld Hartmannsdóttir,
Laufey Sigurðardóttir,
Friðrik Marteinsson,
Hrafnhildur Birgisdóttir,
og barnabörn.
+
Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir tengdafaðir,
afi og langafi,
KARL VIGGÓ ÞORSTEINSSON,
Gerðakoti 2,
Álftanesi,
lést miðvikudaginn 27. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Guðfinna Ólafsdóttir,
Sigríður Karlsdóttir, Sigurður G. Thoroddsen,
Ólöf Björg Karlsdóttir, Jósep Guðmundsson,
Ingveldur Karlsdóttir,
Ólafur Karlsson, Kristín Bjarnadóttir,
Þorsteinn Heigi Karlsson,
barnabörn, makar og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EINAR ÓLAFSSON,
Ægissíðu,
Rangárvallasýslu,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
3. september.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frímannsson,
Guðmundur Einarsson, Aðalheiður Högnadóttir,
Guðný Einarsdóttir,
Anna Sigurlín Einarsdóttir, Smári Baldursson,
Ólafur Einarsson, Steinunn B. Svavarsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓHANNES ÓLAFSSON
frá Ólafsvík,
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 31. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Börkur A. Guðmundsson,
Ólafur B. Guðmundsson,
Elín B. Guðmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN P. GUÐNADÓTTIR,
Ránargötu 8,
Flateyri,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 5. september kl. 13.30.
Guðvarður Kjartansson,
Svanfríður Kjartansdóttir,
Berta G. Kjartansdóttir,
Hlöðver Kjartansson,
Sólveig D. Kjartansdóttir,
Elín O. Kjartansdóttir,
Homhuan Kjartansson,
Gunnlaugur Ragnarsson,
Guðmundur Þorleifsson,
Sveinbjörg Hermannsdóttir,
Kristján Jóhannesson,
Jóhann Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
BALDUR
GUÐMUNDSSON
+ Baldur Guð-
mundsson
fæddist á Ferju-
bakka í Borgar-
hreppi, Mýrasýslu,
3. apríl 1912. Hann
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 26. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Jónsson, f.
18. ágúst 1877 á
Fossi í Grímsnesi,
Arnessýslu, d. 1.
júní 1915, búfræði-
kennari og bóndi á
Ferjubakka og Bóndhól, og
kona hans Soffía Sigurrós
Snorradóttir, f. 26. apríl 1869
í Magnússkógum, Dalasýslu, d.
18. mars 1952.
Systur Baldurs voru: 1) Ás-
laug, f. 25. júlí 1908, d. 26.
ágúst 1987, gift sr. Þorgrími
Sigurðssyni, presti á Grenjað-
arstað í S-Þingeyjarsýslu og á
Staðastað í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi. 2) Anna María, f. 28.
desember 1910, húsmóðir í
Reykjavík, gift Eyvindi Árna-
syni, fv. verksljóra hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Baldur kvæntist 21. janúar
1954 Helgu Daníelsdóttur, f. 18.
júní 1926. Foreldrar hennar
voru hjónin Daníel Fjeldsted
Teitsson, f. 10. október 1892,
d. 2. júlí 1974 bóndi á Báreks-
stöðum og Grímarsstöðum í
Andakílshreppi og kona hans
Rannveig Helgadóttir, f. 15.
mars 1898, d. 17. mars 1966.
Baldur og Helga eignuðust tvo
syni: 1) Skúla, f. 3. mars 1955,
starfsmaður í Sundlaugum
Reykjavíkur, búsettur í Reykja-
vík, kvæntist Ásdísi Siguijóns-
dóttur, f. 29. nóv-
ember 1959, þau
slitu samvistum.
Þeirra dætur eru:
Ingibjörg Helga, f.
27. október 1981,
og Auður Olga, f.
29. mars 1985. Sam-
býliskona Skúla er
Stefania Guð-
mundsdóttir, f. 13.
maí 1962. 2) Guð-
mundur, f. 12. mars
1956, járnsmiður,
d. 27. júní 1982,
kvæntist Bryndísi
Bender, skrifstofu-
manni, f. 15. nóvember 1958,
þeirra barn er: Helga, f. 20.
febrúar 1982, þær eru búsettar
í Reykjavík.
Eftir fermingu vann Baldur
á búi móður sinnar í Bóndhól
öll almenn landbúnaðarstörf,
m.a. stundaði hann laxveiði í
net í Borgarfirðinum. Hann
stundaði nám í Laugaskóla í
S-Þingeyjarsýslu í tvo vetur um
1934-1935, einn vetur 1937-
1938 var hann við tækninám í
Svíþjóð. 1939-1940 kenndi
hann smíðar á Búnaðarskólan-
um á Hólum. 011 árin vann hann
við smíðar milli þess sem hann
var við nám. Frá 1. janúar 1942
vann hann i Radíóverkstæði
Landssímans við nýsmíði loft-
skeytatækja fyrir skip og flug-
vélar, sem verkstjóri frá 1955
til starfsloka 1974.
Baldur og Helga bjuggu á
Dunhaga 15 frá árinu 1956 en
Baldur dvaldist síðastliðin tvö
og hálft ár á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Útför Baldurs fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Með fáum orðum en miklum hlý-
hug vil ég minnast látins sóma- og
hagleiksmanns - mágs míns Bald-
urs Guðmundssonar.
Kynni okkar hófust 1953 þegar
ég byijaði nám í Landssmiðjunni
við Sölvhólsgötu, en Baldur var
stjórnandi á Radíóverkstæði Lands-
símans í næsta húsi. Þessi deild
Landssímans framleiddi fjarskipta-
tæki fyrir íslenska skipaflotann.
Þama störfuðu margir hagleiks-
menn við framleiðsluna sem snerist
bæði um fjarskiptatækni og málm-
smíði.
Heimili Baldurs og Helgu systur
minnar var fyrst á Fálkagötu en
síðar keyptu þau íbúð í húsi sem
Félag símamanna byggði við Dun-
haga. Vel var tekið á móti gestum
á heimili þeirra og oft skotið skjóls-
húsi yfir þá sem voru í húsnæðis-
leit. Átti ég m.a. tvívegis heima hjá
þeim, fyrst 1956-57 og síðan 1964
þegar við hjónin vorum að koma
okkur upp nýrri íbúð. Þannig hafði
ég kynni af Baldri bæði á heimili
hans og vinnustað. Þau kynni eru
mér mikils virði og hafa kennt mér
að prófgráður, bomar saman við
sjálfsmenntun, reynslu og hæfni,
eru oft stórlega ofmetnar.
Baldur var víðlesinn maður, fróð-
ur og stálminnugur. Hann hafði
yndi af góðum bókmenntum, sögu
knds og þjóðar og ekki síst af
Árbókum Ferðafélags íslands með
ferðaleiðum og örnefnum.
Útsjónarsemi og handlagni voru
ríkir eiginleikar í fari hans. Sem
dæmi um þetta get ég nefnt að
hann smíðaði allar innréttingar í
íbúðina á Dunhaga búinn hand-
verk-færum einum og hefilbekk,
múraði, gekk frá raflögn, málaði
og smíðaði hluta húsgagnanna.
Þá smíðaði hann sumarbústað
og reisti í landi Vatnsenda. Þar kom
ég og fjölskylda mín oft í heimsókn
og áttum góðar stundir á björtum
sumardögum með honum, Helgu
og drengjunum þeirra tveim.
Bíll af gerðinni Vauxhall árg.
1932 sem Baldur átti tók á sig
nýja mynd þegar hann hannaði og
smíðaði nýtt hús á bílinn. Stálið
formaði hann með gúmmíhamri.
Mótið var sandpoki á gólfi. Fram
undir þetta hélt ég að menn þyrftu
inðmenntun til að leysa slík verk-
efni en lærði að svo er alls ekki.
Þarna var listamaður á ferð með
næmt auga fyrir samspili ljóss og
skugga í formi hluta.
g&tik Hí gg*
|L VPHI Sa wm ^bbP 8 Sk B| HBB mvi
í stórum og rítmgóöum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
Einn smíðisgripur Baldurs skip-
aði öndvegi á skrifborði sonar míns
um áraraðir, en það var tæki til
að kenna honum að „morsa“.
Hér að framan hef ég gripið nið-
ur í safn minninga um mág minn
meðan hann hafði góða heilsu.
Hann eins og fleiri þurfti að heyja
glímuna við Elli kerlingu. Heyrn
hans og hans fyrrum góða minni
fór þverrandi og hönd missti styrk.
Við hjónin og börnin okkar þökk-
um honum samfylgdina og biðjum
Helgu, Skúla og öðrum aðstand-
endum hans blessunar á komandi
árum.
Sigurður Daníelsson
og fjölskylda.
Með Baldri er horfinn á braut
mjög sérstakur maður. Baldur var
kvæntur Helgu móðursystur minni
og bjuggu þau mest allan sinn
búskap á Dunhaga 15 í Reykjavík.
Ég kynntist Baldri ekki mikið fyrr
en ég fór suður í Háskólann fyrir
sextán árum. Þá átti ég gott at-
hvarf á heimili þeirra Helgu og
Baldurs en best þótti mér að fmna
að ég var alltaf velkominn. Baldur
var þá hættur að vinna fasta vinnu
og sátum við oft lengi að spjalli.
Hann hafði ákveðnar skoðanir og
fljótlega tók ég eftir því að hann
kunni illa við allan hégóma í hvaða
mynd sem hann birtist. Baldur
kunni mikið af sögum, hnyttnum
vísum og þulum. Jafnframt var
hann ákaflega barngóður og síðar-
meir nutu synir mínir góðs af því.
Við feðgarnir heimsóttum Baldur
oft á laugardags- eða sunnudags-
morgnum. Sonum mínum er það
minnisstætt því hjá Baldri fengu
þeir alltaf matarkex sem þeir köll-
uðu „Baidurskex“ og gera enn í
dag.
Baldur unni ferðalögum um ís-
land ákaflega mikið og ætíð voru
árbækur Ferðafélagsins skammt
undan ef ferðalög bar á góma.
Sérstaklega heillaðist hann af ör-
æfa- og hálendisferðum. Sá ferða-
máti að sitja aðgerðarlítill í bíl
langtímum saman eða í sól og hita
átti ekki ve! við Baldur.
Eitt sinn fór Baldur með mér,
konu minni og sonum um helgi
vestur í Dali á æskuslóðir móður
hans. Hann hafði ekki komið oft
í Dalina síðan hann fór sem strák-
ur ríðandi með móður sinni sunnan
úr Borgarfirði vestur í Hvamms-
sveit. Greinilegt var að hann
skemmti sér vel og lék við hvern
sinn fingur enda vel að sér um
staðhætti og sögu sýslunnar ef
lestri bóka og annars fróðleiks.
Helga og Baldur áttu lengi vel
sumarbústað fyrir ofan Reykjavík
sem nefndur var Hagasel. Þar
komum við oft ýmist í heimsókn
eða fengum að dvelja þar dagpart.
Það kom fyrir að ég greip í verk
með Baldri svo sem að aka skít í
kartöflugarðinn og hafði af því
bæði gagn og gaman því þegar
við fengum okkur kaffi á eftir fór
Baldur gjarnan með góða vísu sem
ég hafði ekki heyrt áður.
Ég kveð Baldur með þakklæti
fyrir trausta vináttu og einstaka
velvild alla tíð.
Gylfi Árnason.
Og þá er lokið langri vegferð þinni
en ljósið áfram skín af þinni brá.
Hún slokknar aldrei þessi heita þrá
sem þjóðin fann og gerði að köllun sinni.
Þó augun lokist, hjarta hætti að slá
í hljóðri veröld geymast Ijóðsins kynni
og allt það líf sem landið dýrast á
þitt líf mun blessa í helgidómnum inni.
Ég kveð og þakka. Önd þín frelsið finni
og friðinn djúpa vinum sínum hjá.
Og svo bið ég að heilsa móður minni.
(Jóh. úr Kötlum.)
Ég minnist þín með kærleika og
þökk.
Anna M. Guðmundsdóttir.