Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 19 |, I I I I I > > > í í > a > I » Finnar ekki lengnr í skugga Svía í fyrsta skipti síðan leiðir Svía og Finna skildi fyrir nærri 190 árum má segja að Finnar hafí tekið forystu á ýmsum sviðum á alþjóðavettvangi. Lars Lundsten, frétta- ritari Morgunblaðsins í Finnlandi, fjallar um breytingar í samskiptum þjóðanna við um- heiminn og sín í milli. MARGT bendir til að Finnar hafi farið fram úr Svíum hvað varðar stefnumörkun á alþjóðavettvangi. Finnar eru ákveðnir að verða með- al fyrstu ríkja sem taka upp hina sameiginlegu mynt Evró sem gjaldmiðil. Svíar bíða órólegir en verða væntanlega ekki aðilar að efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU í fyrstu atrennu). Efnahagslega hefur Finnland aðlagast breyttum forsendum á heimsmarkaði betur en Svíþjóð. Sést þetta meðal annars á því að finnska markið er orðið mun sterk- ari gjaldmiðill en sænska krónan. Síðast en ekki síst hefur finnska ríkisstjórnin nú beitt sænsku stjórnina þrýstingi hvað varðar mannréttindi, í þessu tilviki rétt- indi finnskumælandi fólks í Sví- þjóð. Þrátt fyrir að finnska hafi verið töluð í Svíaríki allt frá miðöld- um, hafa sænsk stjórnvöld aldrei viðurkennt stöðu finnskrar tungu opinberlega. Fram að sjötta og sjö- unda áratugnum var m.a. bannað að tala finnsku í þeim sveitum í Norður-Svíþjóð þar sem finnsku- mælandi íbúar voru áberandi margir. Varfærni gagnvart NATO í öryggisstefnu sinni hafa þjóð- irnar lengi tekið saman höndum. Á tímum kalda stríðsins voru báð- ar þjóðir formlega hlutlausar. Svíar voru samt óopinberlega í nánu samstarfi við Atlantshafsbanda- lagið. Hlutleysi Finna var hins veg- ar oft af skornum skammti vegna afskipta Sovétmanna. Þegar Sovétríkin leystust upp losnuðu Finnar úr vináttu- og sam- starfssambandi sínu við Rússa. Þannig varð formleg öryggisstefna Finnlands sú sama og sú sem Svíar lýstu yfir: ríkin sögðust verða utan varnarbandalaga til þess að tryggja sér hlutleysi á stríðstímum. Nú segjast utanríkisráðherrar ríkj- anna ekki taka neinar ákvarðanir, til dæmis varðandi aðild að NATO, nema bera saman bækur sínar fyrst. Þó virðast Finnar hafa mun meiri áhuga á NATO en Svíar. Fyrir skömmu lýsti Martti Ahtisa- ari Finnlandsforseti yfir því að fari svo að Austurríkismenn kjósi að sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu, þurfi Finnar einnig að endurmeta afstöðu sína. Hingað til hafa flestir finnskir ráðamenn nema Anneli Taina varnarmálaráðherra ítrekað að ekkert útlit sé fyrir afnám hlutleys- isstefnu Finna. Taina hefur hins vegar sagt ýmislegt um gildi þess að hafa NATO í huga verði breyt- ingar í hernaðarlegu umhverfi Finna. „Tvíburaríki" Finnland og Svíþjóð hafa löng- um verið nokkurs konar tvíbura- ríki. Fram að 1809 var það svæði sem síðar varð Finnland aðeins austurhluti Svíaríkis. Þegar Rússar hertóku landið myndaðist sjálf- stjórnarsvæði með sænsku réttar- kerfi og eigin löggjöf. Þetta kerfi stóð þangað til Finnar lýstu yfir sjálfstæði 1917. Stjórnskipulag og þjóðfélags- hættir Finna og Svía hafa verið líkari en gerist milli ríkja yfirleitt. Einnig hefur mikil samræming átt sér stað, t.d. á sviði efnahagsmála enda skiptir skógariðnaður miklu máli í utanríkisviðskiptum beggja þjóða. Yfirleitt hafa Svíar haft forystu hvað varðar nýjungar. Síðasta og ef til vill örlagaríkasta ákvörðun Svía var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá tóku þeir sína ákvörðun án þess að ráðgast við Finna. Olli umsókn Svía því að Finnar skiluðu umsókn aðeins fáeinum mánuðum síðar. Svo virðist sem Finnar hafi ákveðið að þetta yrði síðasta skipt- ið sem stóri bróðir í vestri hefði frumkvæði í sameiginlegum mál- efnum. Þegar Finnar, Svíar og Norðmenn efndu til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að Evrópu- sambandinu fóru Finnar fremstir í flokki. í október 1994 tók finnska þjóðin ákvörðun um aðild. Svíar fylgdu naumlega en Norðmenn höfnuðu ESB-aðild. Voru þá menn þeirrar skoðunar að ríkisstjórnir þessara ríkja hefðu samið um að röðin yrði þessi af því að jákvæð niðurstaða Finna hafi verið örugg fyrirfram. Staða Finna skýrðist seint Á millistríðsárunum, þegar Finnar höfðu rétt öðlast sjálf- stæði, eftir hrun veldis Rússakeis- ara reyndu þeir fyrst að stuðla að samstarfi meðal þeirra ríkja sem lágu að landamærum Sovétríkj- anna. Fór það samstarf brátt út um þúfur m.a. vegna þess að Finn- land reyndist eina landið sem ekki lenti í höndum hægri sinnaðs ein- ræðisherra. Þá sneru Finnar sér að ná- grannaþjóðunum í vestri, einkum að Svíum. Stalín og Hitler skiptu Austur-Evrópu á milli sín árið 1939. Samkvæmt þessu áttu Finnar að lenda undir Stalín. Þetta mistókst vegna hetjulegrar mót- spyrnu Finna í Vetrarstríðinu vet- urinn 1939 til 1940. En samskipti Finna og Svía voru ekki eins góð og Finnar höfðu búist við. Sænska ríkisstjórnin kaus að hjálpa ekki Finnum nema lítilshátt- ar. Þannig enduðu Finnar í banda- lagi með Hitier þegar hitnaði í kolunum milli Þjóðverja og Rússa sumarið 1941. Svíar aðstoðuðu að vísu Finna við að ná nokkuð hag- stæðum friðarsamningum sumarið 1944, tæpu ári áður en ríki nasista hrundi. Á eftirstríðsárunum reyndu Norðurlöndin fyrst að stofna nor- rænt varnarbandalag. Tókst þetta ekki því Sovétmenn neituðu Finn- um um þátttöku. Svíar reyndust þá hliðhollir Finnum og gerðust ekki aðilar að Atlantshafsbanda- laginu eins og hinar Norðurlanda- þjóðirnar þijár. Beinn og óbeinn stuðningur Svía við Finna var talsverður á fyrstu áratugum eftir seinni heimsstyij- öldina. Frá sjötta áratugnum og þangað til á áttunda áratugnum flykktust Finnar til Svíþjóðar svo hundruðum þúsunda skipti. Vegna þessa varð atvinnuleysi ekki áber- andi vandamál þegar menn fiuttust úr sveitum Finnlands. í utanríkismálum og öryggis- málum urðu Finnar ávallt að taka tillit til nágrannans í austri. Reynd- ust Svíar þá góðir liðsmenn þegar reynt var að draga úr spennu í norðausturhluta Evrópu. Hefði spennan magnast 1961 (Berlín- armúrinn) eða 1968 (innrásin í Tékkóslóvakíu) er líklegt að Finn- land hefði lent algjörlega á yfir- ráðasvæði Sovétmanna. Fram að hruni Sovétríkjanna reyndu Finnar að fylgja hlutleysis- stefnu og þróast sem velferðarríki í skugga Svíþjóðar. Eftir að Sovét- ríkin hrundu tók utanríkisstefna Finna stakkaskiptum. Finnar leggja nú kapp á að taka frum- kvæði en taka ekki ávallt ákvarð- anir eftir sænskri fyrirmynd. Gott dæmi um bein og sjálfstæð samskipti Finna við umheiminn eru flugvélakaup finnska flughersins. Bandarískar orustuþotur af gerð- inni F-18 urðu fyrir valinu en ekki sænskar JAS Gripen. Þá var einn- ig tekin ákvörðun um að samræma vopnakerfi flughersins kerfi NATO og Bandaríkjanna. Olli það Svíum miklum vonbrigðum. Þrýstingur á Svía Sérlegt tákn um breytta tíma í samskiptum Svía og Finna má telja þá stefnu finnskra yfirvalda að krefjast þess að sænska ríkið við- urkenni sérstöðu finnskunnar í Svíþjóð. Áratugum saman hafa Svíar barist fyrir mannréttindum víða um heiminn. Neikvæð afstaða sænskra stjórnvalda til finnska minnihlutans veldur hins vegar því að Svíar geta ekki undirritað sam- þykkt Evrópuráðsins um réttindi minnihluta. Þegar jafnaðarmenn náðu völd- um í Svíþjóð eftir stjórnartíð Carl Bildts gránaði gamanið fyrir finn- skumælandi fólk í Svíþjóð. Hægri stjórnin stuðlaði á sínum tíma að fijálsræði m.a. í skólamálum. Þá voru stofnaðir finnskir skólar í mörgum sveitarfélögum. Jafnaðar- menn hyggjast hins vegar afnema einkaskólakerfið og þvinga alla íbúa í grunnskóla þar sem kennsla fer fram á sænsku. Samkvæmt stefnu sænskra yfir- valda eru Finnar í Svíþjóð aðkomu- menn á borð við flóttafólk frá Bosníu eða Pakistan. Þá er hvorki tekið tillit til þess að finnski minni- hlutinn er víða fjölmennari en hin- ir né til þeirrar staðreyndar að finnsk tunga hefur verið snar þátt- ur í þjóðlífi Svía allt frá upphafi Svíaríkis. Réttur sænskumælandi Finna er tryggður í stjórnarskrá Finn- lands síðan 1919. Þykir mörgum Finnum það eðlilegt að samsvar- andi réttindi kæmu í hlut finnsku- mælandi íbúa Svíþjóðar. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti hefur ítrekað þessa skoðun sína í sam- skiptum við Svía. Einnig hefur Ole Norrback Evrópumálaráðherra Finna þrýst á sænsku ríkisstjórn- ina í þessu máli. Stjórn Svíþjóðar hefur ekki sinnt þessu í neinu og sætir þess vegna gagnrýni einnig heima fyrir. Til dæmis hefur sænska dagblaðið Dagens Nyheter krafist þess aö sænsk stjórnvöld beri virðingu fyr- ir finnskri menningu í Svíþjóð. UCW'Í uggur a a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.