Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn MARENTZA Poulsen hefur í sumar rekið kaffihúsið Café Flóruna í Grasagarðinum. Kaffihúsið í miðjum Grasagarðinum GRÓÐURINN er fallegur í Grasa- garðinum á þessum árstíma. Ýmsar jurtir skarta sínu fegursta og rós- irnar í gróðurskálanum eru enn að opna sig. Andrúmsloftið þar er óneitanlega suðrænt. Skrautfisk- arnir í tjörninni stugga aðeins við vatnaliljunum og lítið barn stendur á göngubrúnni og fylgist áhuga- samt með ferðum þeirra. „Ég ákvað að hafa enga tónlist heldur leyfa gestum að njóta kyrrðarinnar og hlusta á fuglasöng ef ekki er verið að spjalla," segir hún Marentza Poulsen sem rekur Café Flóruna í Grasagarðinum. Borðum hefur ver- ið komið fyrir úti og síðan eru líka borð inni í gróðurskálanum. „Fólk situr mikið úti á fallegum dögum og þar sem gróðurskálinn er reyk- laus sitja þeir líka úti sem reykja," segir hún. Marentza byijaði með kaffisöl- una í byijun júní og um miðjan september er komið að vetrarfríi. Að hennar sögn hefur reksturinn i sumar gefist einstaklega vel, en hún er með opið alla daga frá 11-18. Heimabakaðar kökur „Ég hef verið að bjóða gestum upp á heimabakaða franska súkkul- aðitertu, gulrótartertu, eplaböku með ijóma og heilhveitihorn sem ég fylli á nýstárlegan hátt. Auk þess hef ég verið með ís, kleinur, kaniisnúða og fleira sem bæði stór- ir og smáir gæða sér á,“ segir hún. Ef Marentza heldur rekstrinum áfram næsta vor langar hana að bjóða upp á danskt smurt brauð sem hún segir að sé sín sérgrein. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt sum- Indversk húsgögn með 50% afslætti í DAG, fimmtudag hefst út- sala á indverskum húsgögnum hjá Hagkaup. Um er að ræða notuð húsgögn eins og skápa og skrifpúlt. Skápar sem áður voru seldir á 59.900 kosta nú 29.900 krónur og skrifpúlt sem áður kostuðu 19.000 krónur kosta núna 8.500 krón- ur svo dæmi séu tekin. Þá er verið að taka upp nýjar vörur frá Indlandi bæði tré-, og látúnsvörur. GULRÓTARTERTA aö hætti Marentzu. ar. Það er einstaklega friðsælt hérna þannig að þó mikið hafi ver- ið að gera hefur þreytan verið öðru- vísi en þegar ég hef verið að vinna við veitingastörf annars staðar þar sem tónlistin er hávær og reykjar- mökkur mikil!,“ segir hún. Mar- entza segir gesti hennar á öllum aldri, ungar mæður koma með barnavagnana með sér inn, roskið fólk á göngu stoppar og fær sér kaffisopa og stundum koma vinnu- hópar í hádeginu. „Ég hef líka feng- ið töluvert af hópum aldraðs fólks og þá hef ég jafnvel hóað í harmon- ikkuleikara því roskið fólk veit fátt skemmtilegra en að syngja." Marentza segir marga hafa beðið um uppskrift að gulrótartertunni sinni í sumar og sérstaklega útlend- ingar. Hún féllst fúslega á að gefa lesendum uppskriftina. Hér kemur hún. Gulrótarterta ____________5 dl hveiti__________ 5 dlsykur 2 tsk. lyftiduft 1 'h tsk. matarsódi 2 tsk. kanill 1 tsk. múskat 2 dl matarolía ______________4 egg______________ 'h dós ananaskurl ón safa 5 dl gróft rifnar gulraetur I 'h-2 dl valhnetur rúsínur ef vill Blandið saman með sleif hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda, kanil og múskati. Að því búnu er matarol- íunni bætt við og einu og einu eggi í einu. Ananaskurlið er sigtað og því bætt út í deigið, þá gulrótum og að lokum hnetum og rúsínum ef vill. Bakað í smurðri ofnskúffu eða tveimur hringlaga kökuformum við 200°C í um 20-25 mínútur. Krem 200 g rjómaostur safi úr hólfri sítrónu 250 g flórsykur Þeytið saman ost, sítrónusafa og flórsykur. Smyijið kreminu yfir tertuna. Ef vill má síðan skreyta að vild. IMýtt Naglagallerí NÝLEGA opnaði Ludy Ólafsdóttir nagla-, förðunar- og litgreiningarfræð- ingur naglagalleríið Classa neglur að Háaleitisbraut 58-60. Ludy býður upp á kvoðu-, gel og steyptar akrýl gervineglur frá fyr- irtækinu O.P.I. Þá stendur til boða einkakennsla í ásetningu gervinagla og handsnyrtingu. Starfsmenn hjá Ludy eru Elín Ragnarsdótt- ir og Súsanna Jónsdóttir. Negl- urnar eru á kynningarverði út september 3.800 krónur en venjulegt verð er 5.800 krónur. Réttarhöldum í Sigurðarmálinu lokið Dómsniðurstaða í lok næstu viku Sækjandi krafðist fjögurra milljóna króna sektargreiðslu en veijandi sýknu Bodö. Morgunblaðið. RETTARHOLDUM í Sigurðarmál- inu lauk í gær í Bodö. Sækjandi í málinu, Arild Aaseröd, krefst þess að útgerð Sigurðar VE-15 verði sektuð um tæpar 4 milljónir króna og skipstjórinn Kristbjörn Árnason verði dæmdur til að greiða sekt að upphæð 300.000 krónur. Dómsnið- urstöðu er að vænta í lok næstu viku. Það varð ljóst við yfirheyrslur í gær og fyrradag, að skipstjóri og stýrimenn voru í góðri trú og fylgdu í öilu þeim lögum og reglum sem íslensk fiskveiðiyfii'völd útveguðu þeim um tilkynningar vegna veiða á síld innan lögsögu Jan Mayen. Sigurður Einarsson kom fyrir réttinn í gær og fram kom í máli hans að útgerðin hefði engar upplýs- ingar fengið um að skeytasendingar Sigurðar VE-15 væru í ólagi fyrr en búið var að taka bátinn. Hann áætlaði að útgerðin hefði þegar bor- ið um 2-3 milljóna króna tap af málinu. Sækjandi í málinu sagði að dráttur á Sigurði til Bodö hefði kost- að norsku gæsluna bæði tíma og peninga. Var verið að vinna að bættum tilkynningum Sigurður sagði í viðtali við frétta- mann að hann teldi það þó ekki skaða málstað útgerðarinnar en mis- vísandi upplýsingar fiskistofu hefðu komið sér iila. Við réttarhöldin voru lögð fram afrit af símbréfum sem fóru á milli ísienskra og norskra yfirvalda rétt um það bil sem Sigurður VE var tekinn. Meðai annars hafði Sjávarút- vegsráðuneytið sent Landsambandi íslenskra útvegsmanna bréf þess efnis að ráðuneytinu hefðu borist kvartanir frá Grænlandi, Noregi og Færeyjum vegna síld- og loðnuveiða íslenskra nótaveiðiskipa í þeirra lög- sögu. Norska fiskistofan sendi ís- lenskum yfirvöldum einnig bréf þess efnis að talsverð óreiða væri á til- kynningum íslensku skipanna og voru löndin að vinna að því að koma lagi á það þegar Sigurður var tekinn. Skipstjóri á norska strandgæslu- skipinu, Ottar Haugen, sagðist í gær hafa ákveðið að taka Sigurð eftir að hafa haft samband við aðalstöðv- arnar í Sortland en þaðan höfðu menn samráð við norsku fiskistof- una. Það er því ljóst að ákvörðun um töku skipsins var tekin innan sömu stofnunar og var í samvinnu við íslendinga um aukið eftirlit. Strangir dómar Sækjandi benti í málafærslu sinni á að aflabækur hefðu ekki verið útfylltar samkvæmt norskum regl- um og að norsk fiskveiðiyfirvöld við- urkenndu aðeins uppsetningu ís- lensku aflabókarinnar. Vitnað var í fjölda norskra dóma þar sem skip- stjórar voru sektaðir fyrir brot sem virtust smávægleg. T.d. var skip- stjóri sektaður 1993 fyrir að gleyma að færa nokkra háffiska í afladag- bók. Skeytin voru send Hvorki barst norskum yfirvöldum skeyti frá Sigurði VE um upphaf veiða né lok þeirra og sagði sækj- andi það alfarið á ábyrgð skipstjóra. Hann vitnaði einnig í starfsmann norsku fiskistofunnar sem sagði í vitnaleiðslum að skráning íslensku skipana hefði batnað til muna eftir atburðinn. Veijandi útgerðar og skipstjóra, Andreas Meidell, lagði áherslu á að bæði skeytin hefðu verið send frá skipinu og færði fyrir því sannanir. Hann benti einnig á að Sigurðarmenn hefðu engan hugs- anlegan ávinning í málinu og hefðu í öllu fylgt leiðbeiningum íslenskra yfirvalda. Skipið hafi verið í sinni fyrstu veiðiferð í norskri lögsögu og skip- stjórnarmenn því óvanir skeytasend- ingum erlendis. Einnig kom fram að skipstjóri Sigurðar VE 15, Krist- björn Árnason, hefur aldrei hlotið kæru vegna vanrækslu í starfi. Sig- urðarmenn héldu heim á leið strax eftir réttinn og búast má við dóm- sniðurstöðum í lok næstu viku. FH vill samstarf við undirverktaka „VIÐ erum bara að leita eftir undir- verktökum í ákveðnum smátegund- um, sem við höfum verið að fram- leiða mjög lítið magn af á ári fyrir okkar kúnna. Með þessu móti erum við að reyna að einfalda uppstilling- una hjá okkur með því að fá undir- verktaka, sem sérhæfðir eru í ákveðnum tegundum, til að fram- leiða fyrir okkur hráefni, sem við notum síðan til að uppfylla okkar samninga," sagði Einar Svansson, forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, í samtali við Verið, en í Morgunblað- inu í gær mátti sjá auglýsingu frá fyrirtækinu þar sem óskað var eftir samstarfi við framleiðendur á laus- frystum bitum og flökum í steinbít, karfa, koia, tindabikkju, bleikju, grá- lúðu og laxi. Að sögn Einars er nú verið að vinna allar þessar tegundir í bolfisk- vinnslu FH. „Við teljum hinsvegar að hægt sé að hagræða í rekstrinum með þvi að taka upp samstarf við aðila vítt og breytt um landið sem eru í sérhæfðri vinnslu á þessum tegundum í meira mæli en FH. Að- spurður út í það af hveiju þessir sérhæfðu aðilar ættu að sjá sér hag í því að starfa með FH í stað þess að vera sjálfstæðir og selja beint, svaraði Einar því til, að FH væri með mjög hagstæða samninga í þessum tegundum við belgíska fyrir- tækið Covee og hærra verð en al- mennt gerðist á markaðnum. Belgíska fyrirtækið, sem er stærsti einstaki viðskiptavinur FH fimm undanfarin ár, kaupir um 40% af bolfiskframleiðslu Fiskiðjusam- lagsins, sem selur í gegnum íslensk- ar sjávarafurðir hf. Um er að ræða um tuttugu tegundir, samtals um 400 tonn á ári. „í sumum tegundum er um mjög lítið magn að ræða, en mjög sérhæfða vinnslu. Við teljum einfaldlega að það myndi skila betri árangri hjá okkur að einbeita okkur að færri tegundum sjálfir og gera þess í stað samninga um þessar smærri tegundir við þá aðila, sem eru bestir á landinu í því.“ Engar uppsagnir Að sögn Einars kemur ekki til uppsagna starfsfólks í bolfiskvinnsiu félagsins vegna þessa. Þvert á móti væri ráðgert að auka bolfiskvinnsl- una í öðrum tegundum, þorski, ýsu og ufsa væntanlega. „Við erum bara að kanna það hveijir eru til í slag- inn. Ef einhveijir eru tilbúnir í þetta, munum við gera samninga um þær tegundir og það kemur til með að auka svigrúm okkar við veiðar ann- arra tegunda," sagði Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.