Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 35 ERNA DORA MARELSDÓTTIR + Erna Dóra Mar- elsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. janúar 1933. Hún andaðist á heimili sínu 26. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru: Guð- björg Pálsdóttir, f. 22. febrúar 1907, og Marel Kr. Magn- ússon, f. 8. febrúar 1902, d. 24. maí 1996. Bróðir: Guðmar Marelsson, f. 30. maí 1945, maki: Pálína Jón- mundsdóttir. Erna Dóra giftist 8. febrúar 1952 eftirlifandi eig- inmanni sínum, AJfreð Júlíus- syni, vélfræðingi, f. 17. ágúst 1930. Dætur þeirra eru: 1) Guð- björg, f. 9 apríl 1952, maki: Ásmundur Karls- son, sonur þeirra Axel, f. 27. septem- ber 1981. 2) María Júlía, f. 11. sept. 1953, maki Símon Ólafsson, synir þeirra Jón, f. 21. maí 1974, og Alfreð, f. 17. ágúst 1978. 3) Ólöf, f. 30. júlí 1956, maki Ágúst Victorsson, dætur þeirra, Erna Dóra, f. 15. ágúst 1977, Laufey, f. 23. októ- ber 1982, og Ás- gerður Júlía, f. 29. júlí 1993. 4) Kristín Gróa, f. 17. desember 1966. Útför Ernu Dóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur bræðurna langar að skrifa fáeinar línur í minningu ömmu okkar. Amma Erna verður jarð- sungin í dag. Það er erfitt að ímynda sér Álfheima 7 án þín elsku amma, en í minningunni eruð þið afi Alli fastur punktur í uppvexti og daglegu lífi okkar. Það eru margar ánægjustundir dýrmætar í minningunni þegar við lítum til baka og er sárt að hugsa til þess að fá ekki að njóta hlýju og umhyggju þinnar í framtíðinni. Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem var að gerast í fjölskyldunni og varst ómissandi hlekkur hennar. Nú að leiðarlokum þökkum við þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku afi, guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum og megi minning ömmu vera þér styrkur í framtíðinni. Jón og Alfreð. Það leikur enginn vafí á því að Emu Dóru Marelsdóttur verður sárt saknað af öllum meðlimum fjölskyldunnar því Erna, amma mín, var yndisleg kona og góð amma. Erna sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 64 ára gömul átti góða og samheldna fjölskyldu sem studdi hana í veikindunum. Allir lögðu lið við að láta henni líða sem best undir lokin. Ef hún hefði lifað lengur með okkur S þessum heimi hefði hún séð nýtt barna- barnabarn fæðast og það hefði vonandi gefið henni smá von og leyft henni að betjast lengur gegn veikindunum. Hugur okkar mun alltaf leita til Ernu ömmu þegar talað er um skyldleika, ást og manngæsku í framtíðinni. Elsku Alli afi, ég vona að guð styrki þig í sorgum þínum og ég vona að þú vitir að Erna amma lif- ir ennþá og mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Megi minning hennar lifa um alla tíð. Axel. Hún Ema Dóra tengdamamma er dáin, hvað getur maður sagt þegar fréttir sem þessar eru færð- ar? Það er eins og hugurinn tæm- ist, örvænting, ringulreið og skiln- ingsleysi grípur mann, Ema Dóra tengdamóðir mín, amma stelpn- anna minna. Hún sem var svo stór hluti og sjálfsagður af lífi okkar. Það var fyrir 22 árum sem ég kynntist henni Emu Dóru fyrst, þegar ég var að koma inn í Álf- heima á heimili hennar og tengdapabba, Alfreðs Júlíussonar. Strax við fyrstu kynni var ég vel- kominn inn á þeirra heimili, það þurfti ekki mörg orð heldur var nærvera hennar allt sem þurfti. Þegar hugurinn reikar til fyrstu búskaparára okkar Ólafar sé ég hvað sá stuðningur sem við fengum frá Ernu Dóru var ómetanlegur og hve mikinn þátt hún átti í hvaða stefnu líf okkar tók. Erna Dóra vann ekki utan heimilisins eftir að ég kynntist henni. Heimilið var hennar vett- vangur. Umhyggjan við fjölskyld- una var takmarkalaus og hún hafði hjartarými fyrir alla. Hún átti mik- inn og ómetanlegan þátt í uppeldi barnabama sinna, sem dvöldust mikið hjá henni og var ekki séð að henni fyndist sér íþyngt með því, þvert á móti vom þau alltaf velkomin til hennar og þau sóttu öll í að vera hjá Ernu ömmu og Alla afa. Ekki má gleyma um- hyggju hennar fyrir eldra fólkinu í fjölskyldunni. Kærleikur hennar til foreldranna átti sér engin tak- mörk og nú sér móðir hennar á eftir elskulegri dóttur sinni. Tengdamóðir mín hafði mjög gaman af að ferðast og fóru þau hjónin margar ferðir bæði utan- lands og innan. Þau voru einnig búsett um tvö ár á Spáni vegna atvinnu tengdaföður míns. Þau áttu sumarbústað í Skorra- dal þar sem þau dvöldu mikið á hveiju sumri. Þangað vom fjöl- skyldur dætranna boðnar og vel- komnar ásamt frændum og vinum og áttum við þar öll margar ánægjulegar stundir. Þá eru ótald- ar veiðiferðirnar sem farnar vom norður í land. Enn fremur var iðu- lega farið norður á Strandir, en þær áttu sérstakan sess í huga tengda- mömmu því þar hafði hún dvalist í sveit sem barn. Og nú þegar tengdamóðir mín er horfin og eftir situr minningin ein, verðum við að læra að lifa áfram og reyna að láta ekki söknuðinn einan ná tökum á okkur heldur minnast þess að það er ekki í hennar anda að við sitjum hnípin og hljóð heldur reyna að gleðjast yfir því að lífíð heldur áfram þrátt fyrir allt. Guð blessi minningu Emu Dóra Marelsdóttur._ Ágúst Victorsson. Hún Erna kvaddi heiminn sól- skinsbjartan síðsumarsmorgun á sinn hljóðláta hátt á heimili sínu í Álfheimum 7. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér þetta vera eðlilegt framhald af því sem á undan fór. Hún var ekki þeirrar gerðar að láta snúast mikið í kringum sig. Við kynnt- umst árið 1951 þegar hún trúlofað- ist honum Alfreð mági mínum og höfum við búið í sama húsi í 47 ár. Fyrst í húsi tengdaforeldra okk- ar á Sólvallagötunni og síðan í eig- in húsi í Álfheimum 7. Það er margs að minnast á langri leið og ég er þakklát fyrir umburð- arlyndið og góðvildina sem við hjónin og böm okkar og bamaböm hafa notið hjá Emu og Alfreð öll þessi ár. Það er undarleg tilhugsun að ekki verður lengur hægt að skreppa niður til hennar og spjalla um heima og geima og bera saman bækurnar um böm og bamaböm, sýna hvor annarri myndir og bara MINNINGAR allt það sem heyrir undir dagleg samskipti. Hún hafði einstakt lag á börnum og þau hændust að henni öll sem eitt. Foreldra sína hugsaði hún um af einstakri natni. Þær voru ótaldar ferðimar sem hún fór með þeim ýmissa erinda, eða bara var hjá þeim og stytti þeim stundir og ekki minna hjá móður sinni eftir að fað- ir hennar lést fyrir rúmu ári. Sjálf varð hún lasin snemma á árinu og það ágerðist næstu mánuði þar til úrskurður kom loks í maí að lítið væri hægt að gera fyrir hana. Þessu tók hún af sama æðmleysi og allt hennar dagfar einkenndist af. Hennar verður sárt saknað. Eiginmanni, móður og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Við hjónin þökkum samfylgdina af alhug og óskum henni velfarn- aðar í nýjum heimi. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Það er með virðingu og söknuði sem ég kveð hana Emu. Þó minningarnar hrannist upp í huganum fínnst manni ákaflega erfitt að festa þær á blað svo vel sé og hæfi þeim tilfinningum sem maður ber til hennar. Því mann- eskja sem hefur verið manni sam- ferða alla tíð skilur eftir sig tóm. Þó menn þykist vita að hveiju dragi er andlátsfréttin alltaf áfall sem tíma tekur að átta sig á. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í fjölskylduhúsi sem faðir minn og bróðir hans, hann Alli eig- inmaður Ernu, byggðu saman í Álfheimunum. í svona húsi þekkj- ast varla lokaðar hurðir og maður vandist því að labba milli hæða að vild. Einnig er það mikilvægt að í uppvextinum kom maður sjaldnast að tómu húsi og alltaf átti maður ömggt athvarf á neðri hæðinni hjá Ernu. Dætur þeirra Alla og Ernu eru nálægt mér í aldri svo af því leiddi að ég var löngum stundum á neðri hæðinni. Erna var hljóðlát kona og rækti sína fjölskyldu af mikilli natni, hún var alltaf til staðar og maður hefur notið alúðar hennar og gjafmildi alla ævi. Hún barðist við sjúkdóm sem að lokum hafði betur af sama æðm- leysinu og einkenndi hennar líf. Ég samhryggist honum Alla frænda, dætmm þeirra og fjöl- skyldum. Einnig samhiyggist ég aldraðri móður Ernu sem hún sinnti af sömu alúð og öðrum fjölskyldu- meðlimum. Ingi Óskarsson. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Ema Dóra Marelsdóttir, tengda- móðir elsta sonar míns, andaðist á heimili sínu 26. f.m. Hér skulu sett Crfiscirykkjur wisd IraiGf ngohú/ið GAPi-iim Sími 555-4477 H ^ Sími 562 0200 u LIIIIXIIIIII] á blað örfá kveðjuorð til góðrar konu, sem unni fjölskyldu sinni af alhug og helgaði henni allt sitt líf. Erna Dóra var glaðvær og dugleg myndarmanneskja, sem alltaf var gaman að vera samvistum við. í lífi stórra fjölskyldna em margar stundir þar sem fólk hittist, sem betur fer oftast við ánægjulegar athafnir svo sem giftingar, bams- fræðingar og skírnir, fermingarat- hafnir og afmæli. Við áttum marg- ar slíkar stundir með Ernu Dóru og Alfreð og fjölskyldum okkar teggja - stundir sem nú er gott að minnast og ylja sér við. Erna Dóra var sonardætmm mínum yndisleg amma svo og öðr- um bamabörnum sínum. Hún tók ríkan þátt í uppeldi þeirra á sinn hógláta og glaðværa hátt. Þeirra missir er mikill. Þá reyndist hún foreldrum sínum einstök dóttir. Hún vann ekki utan heimilisins en ómældur tími fór í að sinna þessari stóm fjölskyldu - tími sem hún taldi aldrei eftir. Fyrir allt þetta skal nú þakkað og minningin um hana mun lifa í huga og hjarta allra þeirra sem þekktu hana og áttu við hana sam- skipti. Við tengdafólkið í Sigluvoginum vottum Alfreð vini okkar, dætram, tengdasonum og barnabömum okk- ar innilegustu samúð svo og móður hennar, einkabróður og fjölskyldu hans. Megi minningin um fagurt og fómfúst líf hennar létta þeim sökn- uðinn. Guð launi henni lífsstundimar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Þegar vinir kveðja stendur tíminn kyrr um stund, en hugurinn reikar til baka yfir farinn veg. í dag kveðjum við kæra vinkonu, Emu Dóm saumaklúbbsfélaga, með söknuði, en vinskapur okkar hefur varað óslitið í rúm 40 ár. Hugurinn dvelur við ótal minningar frá heim- ili hennar og Skorradalnum svo og öllum ferðalögunum sem við fómm í, bæði innanlands og utan. Þar vom Ema og Alli traustir félagar. Erna var fyrirmyndar húsmóðir, mikil hannyrðakona og bjó fjöl- skyldu sinni fagurt heimili. Það er rétt að geta þess, að saumaklúbburinn okkar er nokkuð sérstakur að því leyti að eiginmenn- imir era einnig félagar í honum en þeir koma venjulega seinna að kvöldi. Síðasta ferð okkar saman á suð- lægar slóðir var á liðnum vetri. Ema fór með þrátt fyrir veikindi, sem hún bar af meðfæddu æðmleysi og hóg- værð, sem var henni einkar eiginleg. Að leiðarlokum viljum við þakka Ernu Dóm áralanga vináttu og tryggð sem aldrei brást. Við biðjum góðan Guð að styrkja Alla, aldna móður og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg. Saumaklúbburinn. SKÓR Á SNARLÆKKUÐU VERÐI Innanhússskór, leikfimiskór, hlaupaskór, eróbikkskór, körfuboltaskór, fótboltaskór. Indoor Allround Alhliða innanhússskðr. Nr. 32 til 38 og 43 til 46 1/2. Kr. 1.590 (áður kr. 2.990 og 3.490) Raider með púða i hæl. Nr. 35-42 Kr. 2.490 (verð áður kr. 3.990) Aspiration eróbikk- og leiktimiskór með púða. Nr. 36-41. Kr. 3.990 (verð áður kr. 6.990) Indoor Excite innanhússskór með púða. Nr. 40-46. Kr. 2.490 (verð áður kr. 3.990) ^ *** " j Trlnomic Cushioning hlaupaskór með púða. Nr. 35-40. Kr. 3.990 (verð áður kr. 5.990) XTG Inspire alhliða íþróttaskðr með púða. nr. 43, 44 og 45. Kr. 3.990 (verð áður kr. 5.990) Trindmic XTG svartur alhliða skór með púða undir öllum sóla. Nr. 41,421/2,43, 44, 441/2 Kr. 3.990 (verð áður kr. 7.990) Liberate með púða I hæl. Nr. 36-46. Kr. 2.990 (verð áður kr. 4.990) Barnaskór úr leðri. Nr. 28-34 reimaðir og með rfflás. Kr. 1.990 (verð áður kr. 2.990) Converse. Sterkir uppháir rúsklnnsskór. Nr. 29-38. Kr. 2.490 (verð áður kr. 5.990) W" "T/#W Forza innanhússskðr. Nr. 28-46. Kr. 1.990 Forza innanhússskór með mjúkum sóla. Nr. 32- 46. Kr. 2.490 Póstsendum Símgreiðslur Visa og Euro sími 551 2024 SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.