Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Franska lögreglan leitar ljósmyndara sem ekki náðust eftir að Díana lést í bílslysinu í París Breska konungs- fjölskyldan þakkar samúð Reuter NÝ vikurit komu á göturnar í Þýskalandi í gær. Undantekninga- laust prýddu myndir af Díönu prinsessu forsíðu þeirra og lát hennar var megin umfjöllunarefnið. London, París. Reuter. BRESKA konungsfjöl- skyldan þakkaði í gær þá samúð, sem sýnd hefði verið um allan heim vegna fráfalls Díönu prinsessu af Wales. Díana lést í bílslysi í París aðfaranótt sunnu- dags ásamt Dodi Fayed og Henri Paul bílstjóra og leitar franska lögreglan nú þriggja ljósmyndara, sem talið er að hafi farið af slys- stað án þess að gera vart við sig. Franskur lögregluþjónn sagði í skýrslu að ljósmyndari hefði ýtt sér til hliðar þegar hann kom að flaki bifreiðarinnar, sem Díana og Fayed fórust í. I yfirlýsingu frá Buckingham- höll sagði að Karl Bretaprins myndi fljúga til London á föstudag ásamt sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, frá Balmoral-kastala í Skotlandi og halda í konunglegu kapelluna í höll heilags Jakobs þar sem lík Díönu hvílir. „Öll konungsfjölskyldan og þá sérstaklega prinsinn af Wales, Vilhjálmur prins og Harry prins hefur styrkst af miklum stuðningi almennings, sem deilir með þeim missinum og sorginni," sagði í Bonn, París. Reuter. TVÖ dagblöð, þýskt og spænskt, birtu í gær það, sem þau sögðu vera „síðustu myndina" af Diönu prinsessu í lifenda lífí en þar sést hún ganga að bifreiðinni áður en lagt var upp í hinstu ferðina. Yfír- maður franskrar fréttaljósmynda- stofu segir, að tugir fjölmiðla víða um heim hafí boðið stórfé fyrir myndir af Díönu í bílflakinu. A myndinni, sem birtist í þýska blaðinu Express, sést Díana ganga að Mercedes-bifreiðinni, sem var sundurtætt flak örskömmu síðar. Sagði blaðið, að myndin væri „merkileg, söguleg heimild um Díönu" en einn fréttastjóra þess sagði, að myndin hefði verið keypt hjá Pandis-fréttastofunni í París en „ekki fyrir mjög mikið fé“. í spænska blaðinu E1 Periodico de Catalunya birtist lík mynd en auk þess myndir af Díönu og Dodi A1 Fayed inni í bílnum. Spænska blaðið kvaðst heldur ekki hafa yfírlýsingu konungsfjölskyldunn- ar. „Þeir eru djúpt snortnir og ákaflega þakklátir." Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir að sýna ekki sorg Þetta er fyrsta yfirlýsing kon- ungsfjölskyldunnar frá því á sunnudagsmorgun. Bretar hafa sýnt sorg sýna með opinskáum hætti, sem hefur komið mörgum á óvart. Konungsfjölskyldan hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að halda aftur af tilfínningum sín- um. Margir hefðu viljað að hún sýndi sorg sína opinberlega. „Ef konungsfjölskyldan þyrði aðeins að gráta með fólkinu," sagði í fyrirsögn dagblaðsins The Independent í gær. Búist er við því að' milljónir manna fylgist með útför Díönu á laugardag. Yfírvöld á Montserrat, þar sem eldsumbrot hafa lagt höf- uðborgina í eyði, sögðu að þegar endurreisn hæfíst á eyjunni yrði ný höfuðborg nefnd Port Diana í minningu prinsessunnar. Verið er að rannsaka hvort sex franskir ljósmyndarar og einn öku- maður vélhjóls voru sekir um manndráp af gáleysi. Nokkrir þeirra hafa nú svarað fyrir sig og segja að Paul, sem var á miklum hraða þótt hann hefði samkvæmt mælingum verið með þrefalt meira áfengismagn í blóði en löglegt telst, hefði verið búinn að stinga þá af þegar slysið bar að. Aðrir neituðu ásökunum um að þeir hefðu tafíð fyrir björgunarmönn- um á slysstað. Frönsk yfírvöld kanna nú hvort ljósmyndararnir hafí brotið lög, sem kennd eru við miskunnsama Samveijann og kveða á um það að nærstaddir greitt „mjög mikið“ fyrir myndirn- ar, sem hefðu verið keyptar hjá SIPA-fréttastofunni. Á báðum fréttastofunum er full- yrt, að um sé að ræða síðustu myndimar af prinsessunni lifandi. Hæsta boðið 18 miHj. kr. Laurent Sola, yfirmaður LS Diffusion í París sagði í gær, að fjölmiðlar víða um heim hefðu boð- ið mikið fé fyrir myndir af Díönu í flakinu þótt þeir kepptust nú við að neita þvi. Sagði hann, að ónafn- greindur breskur fjölmiðill hefði boðið jafnvirði 12 milljónir króna. Þá hefði bandarískur fjölmiðill boð- ið rúmar 18 millj. kr. Ritstjóri bandaríska tímaritsins National Enquirer hefur áður sagt, að sér hafí boðist myndir fyrir þessa upp- hæð en hann kveðst hafa hafnað þeim. Einn ljósmyndara L.A. Presse náði myndum af bílflakinu og verði að koma til hjálpar á slys- stað. „Eins og ég sé fastur í neti“ „Allt virðist þetta fáránlegt og heimskulegt,“ sagði Jacques Langevin, starfsmaður Sygma- ljósmyndaskrifstofunnar, í samtali við dagblaðið Liberation eftir að hann var sagður einn sjömenning- anna, sem rannsóknin næði til. „Mér líður eins og ég sé fastur í neti.“ Ásakanir ganga nú á báða bóga og lýsingar á því, sem gerðist þeg- ar slysið bar að, stangast mjög á. Þegar er farið að tala um að mikil málaferli muni sigla í kjölfar- ið á slysinu í París og farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í bætur. Hæfni bílstjórans Málaferlin munu meðal annars snúast um hæfni bílstjórans. Mich- ael Cole, talsmaður Fayed-fjöl- skyldunnar, sagði í gær að bílstjór- inn hefði haft ökuskírteini, sem veitti honum réttindi til að aka bifreiðinni, sem Díana og Fayed voru í, með farþegum. „Hann hafði réttindi,“ sagði Cole. „Hann hafði verið á tveimur námskeiðum hjá Mercedes-Benz í Stuttgart." Öryggisstarfsmaður hjá Ritz- hótelinu þar sem Díana og Fayed stigu inn í bifreiðina þegar þau fóru í hina örlagaríku ferð sagði í samtali við útvarpsstöðina Europe 1 að hann hefði ekki mátt aka bifreiðinni. „Það voru mistök að láta hann keyra,“ ságði starfs- maðurinn, sem ekki lét nafns síns getið. „Hann mátti ekki keyra þennan bíl.“ Lögmaður fjölskyldu Pauls, komst hann undan með þær en sjö kollegar hans voru handteknir. Sagði Sola, að hann hefði selt myndir í gegnum síma fyrir stórfé fyrstu fimm klukkustundirnar eftir slysið. „Ég fékk upphringingu frá tug- um fjölmiðla víða um heim þótt talsmenn þeirra segi nú, að þeim hafí aldrei komið til hugar að birta myndir af þessu tagi. Þeir ljúga því,“ sagði Sola en hann kveðst hafa ákveðið að selja ekki myndirn- ar þegar hann frétti af því, að Díana væri látin. Neitaði að gefa upp nöfn Sola sagði, að lögreglan hefði yfirheyrt sig og haldið í sólarhring. Hefði hann látið hana frá myndirn- ar en neitað að segja til ljós- myndaranna. Sagði hann, að þeir væru miður sín út af öllu uppi- standinu. Jean-Pierre Brizay, hefur dregið í efa þá niðurstöðu að Paul hefði drukkið ótæpilega af áfengi áður en hann settist undir stýri, en hann kvaðst í gær ekki vita hvort orðið yrði við beiðni um að endur- taka mælinguna, sem gerð var á áfengismagni í blóði hans. Áreiðanleiki áfengismælingarinnar Sérfræðingur á Nýja-Sjálandi, Jim Sprott, sagði í gær að niður- staða mælingarinnar þyrfti ekki að hafa í för með sér að bílstjórinn hefði verið drukkinn. Blóðið gæti hafa komist í samband við ger, sem verður til af sjálfu sér, þegar það var sett í flát, sem ekki hefði verið sótthreinsað. Við það hæfíst geijun, sem gætt leitt til þess að svo virtist, sem viðkomandi hefði verið drukkinn, þegar blóðið væri mælt. Talsmaður ljósmyndastofunnar Sipa gagnrýndi rannsóknina í gær: „Þetta er verra en að draga í efa frelsi fjölmiðla. Hér er verið að reyna að geðjast Englending- um. Við syrgjum lafði Díönu, en einn ljósmyndari fór meira að segja af vettvangi án þess að taka myndir. Æsifréttaljósmyndarar eru ekki ómannlegir.“ Einn af ljós- myndurum Sipa liggur undir grun. Lögreglan hefur haldið fram að Romuald Rat, einn ljósmyndar- anna á vettvangi, hafi verið til trafala þegar verið var að reyna að sinna björgunarstarfi. Didier Contant, yfirmaður hans hjá ljós- myndastofunni Gamma, sagði í gær að hann hefði verið að reyna að aðstoða. Hann hefði opnað dyrnar á bílflakinu og teygt sig inn til að taka púlsinn á Díönu. Contant sagði að Rat hefði beðið Díönu að hreyfa sig ekki og sagt að kallað hefði verið á hjálp. Hann hefði fært sig um leið og björgun- armenn komu á staðinn. Einn Ijósmyndaranna sex, sem sæta nú opinberri rannsókn í Frakklandi, sagðist ekki hafa ver- ið í hópi þeirra sem eltu bíl Díönu og Dodis. „Ég var á heimleið, vin- ur minn hringdi og sagði að Díana hefði orðið fyrir hryllilegu slysi. Þegar ég kom á slysstað voru þar fyrir lögreglumenn, slökkviliðs- menn og sjúkraflutningamenn,“ sagði Laszlo Veres. „Ég var leidd- ur í burtu en þegar við gengum framhjá bifreiðinni sá ég Díönu klemmda milli sætanna,“ bætti Veres við. Hann sagði að þá hefði hann gripið tækifæri sem skapað- ist til að taka myndir og smellt af nokkrum sinnum áður en hann var var handtekinn. „Hún sést bara á einni myndinni,“ sagði Veres en gat þess ekki hvað varð um ljósmyndina. Drógust aftur úr Þýska sjónvarpsstöðin Pro-7 boðaði í gær glefsur úr viðtali við einn af ljósmyndurunum, sem franska lögreglan leitar nú, en lýsti því síðan yfír að útsendingu þess hefði verið frestað. Var því borið við að verið væri að kanna sann- leiksgildi staðhæfínga í viðtalinu. Samkvæmt því, sem var birt úr viðtalinu, höfðu ljósmyndararn- ir dregist talsvert aftur úr þegar bifreiðinni með Díönu og Fayed var ekið inn í göngin undir Signu þar sem slysið átti sér stað. „Þar var eltingaleiknum lokið því að við vissum að við myndum aldrei ná þeim,“ sagði Ijósmyndarinn. „Við vorum allir um 200 metra fyrir aftan ökutækið og enginn fyrir framan það.“ í yfírlýsingu frá sjónvarpsstöð- inni sagði að ljósmyndaranum hefði verið mjög brugðið, en hann hefði eigi að síður tekið ljósmynd- ir áður en hann ók á brott. „Þegar við heyrðum sprenging- una héldum við fyrst að þau hefðu verið myrt því að hljóðið var eins og um sprengju hefði verið að ræða. Það leit út eins og blóðbað hefði orðið í göngunum." Ljósmyndarinn ónefndi kvaðst hafa heyrt bílstjórann ögra ljós- myndurunum áður en eltinga- leikurinn hófst og hrópað: Þið náið mér ekki í kvöld. Hann sagði að Mercedes-Benz-bifreiðinni hefði verið ekið einu sinni yfir gatnamót á rauðu ljósi og nokkr- um sinnum hefði hún sveiflast til á veginum. Tvö blöð birta „síðustu“ myndina af prinsessunni Stórfé fyrir myndir af Díönu í flakinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.