Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÝNUM ÁBYRGÐ í UMFERÐINNI AUKNAR hættur fylgja haustumferðinni. Skólar eru að byrja og um fjögur þúsund börn eru að hefja skóla- göngu fyrsta sinni um þessar mundir. Akstursskilyrði breyt- ast, hinar björtu sumarnætur eru að baki og myrkur hausts- ins færist yfir. Allt á þetta að verða til þess að menn aki varlegar og með gætni, einkum í námunda við skóla. Þrátt fyrir varnaðarorð og aukið eftirlit lögreglu, stóð lögreglan tvo ökumenn að því við Hofsstaðaskóla í Garðabæ að aka á 130 til 140 km hraða á klukkustund. Löghlýðnum borgurum verður hverft við slíkar fréttir og einkum og sér í lagi, er þessar fréttir koma í kjölfar frétta, sem jafn greini- lega lýsa hörmulegum afleiðingum ofsaaksturs og banaslys- ið í París. Hraðamælingar við Hofsstaðaskóla stóðu í sólar- hring og hvorki meira né minna en 88% allra ökumanna, sem þar óku hjá, voru yfir leyfilegum hámarkshraða. Aksturslag sem þetta er í senn óábyrgt og óafsakanlegt. Dómsmálayfirvöld hafa að undanförnu verið að undirbúa gildistöku nýrra ákvæða umferðarlaga, þar sem öll lögreglu- stjóraembætti landsins verða tengd svokallaðri ökuferils- skrá. Þar verður unnt að sjá, hve marga punkta menn hafa sem ökumenn. í reglugerð, sem dómsmálaráðuneytið gaf út í sumar er gert ráð fyrir að þessi nýju ákvæði taki gildi 15. september. Vegna tæknilegra annmarka, tölvutenginga inn á þessa skrá, gæti þó þurft að fresta gildistökunni um ein- hvern tíma. Er það slæmt, því að haustið og upphaf skóla- starfsemi er yfirleitt mjög viðkvæmur tlmi í umferðinni. Hin nýju ákvæði umferðarlaga innihalda sérstakt punkta- kerfi. Ökumaður, sem ekur á 140 km hraða, þar sem leyfi- legt er að aka á 50 km hraða fær 4 punkta fyrir brotið og 48 þúsund króna sekt, auk þess sem hann er sviptur ökuleyfi í hálft ár fyrir slíkt brot. Uppsöfnun punkta í 12 veldur einn- ig ökuleyfissviptingu og nægja 7 punktar sé ökumaður með bráðabirgðaskírteini. Punktur, sem ökumaður hefur fengið, gildir í 3 ár frá broti. Förum öll varlega í umferðinni. Árlega slasast hundruð manna og margir deyja. Takmarkið hlýtur að vera að forð- ast slys. ÞJONUSTULUND BÆJARFÉLAGA INNLEIÐING nýrra sorpíláta í Kópavogi virðist vera hið versta klúður. Við fyrstu sýn virtist það skref í átt til nútímans að taka fyrr í sumar upp plasttunnur í stað svörtu ruslapokanna, sem áður voru notaðir. Fljótlega eftir að nýju tunnunum var dreift kom hins vegar í Ijós að þær eru of stórar til að komast inn í ruslageymslur víða um bæinn. Fram hefur komið f Morgunblaðinu að tunnurnar komist ekki inn í sorpgeymslur tiltölulega nýrra húsa í bænum, sem þó hafa verið samþykktar af byggingarnefnd. í gær skrifar Ari Skúlason, íbúi í austurbæ Kópavogs, grein í Morgunblað- ið og segir farir sínar í samskiptum við bæjarkerfið ekki sléttar; hann hafi engin svör fengið við því hvað eigi að gera við öskutunnurnar, sem standi nú á lóðinni hjá honum og nágrönnum hans. Ari sér þann kost vænstan að fara fram á svör bæjaryfirvalda á opinberum vettvangi. Fram kemur í grein hans að bæjaryfirvöldum hafi verið bent á vandamál- ið fyrirfram og jafnframt að allar upplýsingar um stærð sorpgeymslnanna hafi verið til hjá bænum. Einu svörin, sem hafa til þessa komið fram opinberlega, eru í Morgunblaðinu 12. ágúst, en þar sagði Stefán Stefáns- son hjá tæknideild Kópavogsbæjar að ekki hefðu borizt fleiri kvartanir vegna sorptunnanna „en búast hefði mátt við“. Nú kunna bæjaryfirvöld í Kópavogi að halda að hér sé smámál á ferðinni, sem ekki sé ástæða til að gera veður út af. í augum hundruða Kópavogsbúa lítur málið hins vegar þannig út að tunnurnar standa úti á lóð hjá þeim og eru til lítillar prýði. Margir sjá fram á að þurfa að leggja í umtals- verðan kostnað við að láta smíða nýjar sorpgeymslur. Bæjar- félagið virðist hafa sýnt fyrirhyggjuleysi. Þetta mál er ekki einsdæmi. í stærri sveitarfélögum, ekki sízt á höfuðborgarsvæðinu, verður æ algengara að borgar- arnir reki sig á vegg þegar þeir reyna að fá einhver svör frá „kerfinu". Mál, sem geta skipt hinn einstaka bæjar- eða borgarbúa miklu og snerta jafnvel pyngju hans svo um munar, fá ekki skjóta úrlausn og sá, sem ber ábyrgð á ákvörðunum, er oft torfundinn. Eru bæjarfélög ekki fyrst og fremst þjónustufyrirtæki, í eigu íbúanna? Er það viðun- andi að fá þau svör frá embættismönnum að ekki hafi bor- izt fleiri kvartanir en „búast hafi mátt við“? Gerhard Stoltenberg, fyrrverandi fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra Þýskalands Morgunblaðið/Ásdís GERHARD Stoltenberg (fyrir miðju) ræðir við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Guðmund H. Garðars- son, fyrrverandi alþingismann, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærkvöldi. Mögnleikar Kohls á sigri vanmetnir Morgunblaðið/Ásdís GERHARD Stoltenberg, fyrrverandi fjármála- og varnarmálaráð- herra Þýskalands. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á milli þeirra Gunnars Pálssonar og Magnúsar Hannessonar á fundi með hópi fulltrúa V-Evrópuríkja og annarra ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum. Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ kemur til landsins í dag Vill endurskil- greina starfsemi Sameinuðu þjóðanna GERHARD Stoltenberg, fyrr- verandi utanríkis- og vam- armálaráðherra Þýska- lands, sagði í gær að nú væru blikur á lofti í þýskum stjórnmál- um, en ekki mætti vanmeta Helmut Kohl kanslara og samsteypustjórn hans þegar gengið yrði til kosninga á næsta ári. Stoltenberg kom í gær til íslands og heldur í dag fyrirlestur um Ludwig Erhard, sem var efna- hagsmálaráðherra Vestur-Þýskalands frá 1949 til 1963 og síðar kanslari, í Odda í Háskóla íslands. Stoltenberg er nú þingmaður fyrir flokk kristilegra demókrata (CDU), sem nú situr í stjórn ásamt systur- flokki sínum í Bæjaralandi, CSU, og flokki frjálsra demókrata (FDP). I september á næsta ári verður gengið til þingkosninga í Þýskalandi og benda nýlegar skoðanakannanir til þess að núverandi stjórn muni glata meiri- hluta sínum í hendur jafnaðarmönnum (SDP) og græningjum. Fljótandi fylgi „Því er eins farið í Þýskalandi og annars staðar að fjöldi þeirra kjós- enda, sem ákveða sig ekki fyrr en rétt fyrir kosningar, hefur aukist," sagði Stoltenberg í gær. „Það er að segja að hið svokallaða „fljótandi fylgi“ hefur aukist. Eins og stendur sýna skoðanakannanir að stjórnar- andstaðan hafi meirihluta, það er rétt. Það stafar meðal annars af ófullnægj- andi hagvexti undanfarin ár og aukn- ingu atvinnuleysis. Einnig verður samsteypustjórnin að gera umbætur á félagslega kerfinu líkt og í öðrum Evrópuríkjum, sem flestir viðurkenna að séu nauðsynlegar í grundvallaratr- iðum, en þegar niðurskurðurinn stangast á við væntingar einstaklinga verða umbæturnar ekki alltaf vinsæl- ar.“ Ýmsir segja að nú sjáist merki um að þýskt efnahagslíf taki kipp á næsta ári og Stoltenberg tekur undir þær raddir. „Nú er runninn upp tími þar sem öfl markaðarins hafa styrkst," sagði hann. „Efnahagslífið hefur tekið við sér og ég er ekki að tala um ósk- hyggju. Utflutningur hefur aukist og það er byijað að ýta undir fjárfesting- ar í einkageiranum. Þess vegna telja flestir óháðir sérfræðingar, jafnt hér á landi sem annars staðar, að næsta ár verði gott og það hafi í för með sér að loksins batni ástandið á vinnu- markaðnum. Standist þessi spá mun það hjálpa stjórninni. Þess utan hefur komið fram í skoðanakönnunum efi hjá mörgum um að SPD og Græningjar séu góð blanda og þeir eigi auðveld- ara með að greiða þeim atkvæði þeg- ar kosið er heima í héraði, en á lands- vísu. Það er því allt opið varðandi kosningarnar og möguleikar stjórnar- innar á því að bera sigur úr býtum eru meiri, en margir telja um þessar mundir." Of mikið gert úr ummælum Waigels Theo Waigel fjármálaráðherra lýsti yfir því fyrir nokkrum dögum að hann vildi ekki gegna embættinu nema um ár í viðbót og þá gæti hann hugsað sér annan ráðherrastól. Þessi yfirlýs- ing hefur valdið miklu írafári í Þýska- landi og hafa ýmsir sagt að fjármála- ráðherrann hafi veikt stöðu stjórnar- innar. Waigel er leiðtogi CSU, systur- flokks kristilegra demókrata, og hefur verið sagt að hann hafi hug á að setj- ast í sæti utanríkisráðherra. Það gæti hins vegar valdið deilum innan stjórn- arinnar því að ftjálsir demókratar hafa setið að því embætti um áratuga skeið. Stoltenberg sagði að of mikið hefði verið gert úr ummælum Waig- els og þeim áhrifum, sem þau hefðu á stjórnarsamstarfið. „Waigel sagði einnig fyrir tveimur dögum að hann hefði ekki metið póli- tísk áhrif ummæla sinna rétt,“ sagði hann. „Við upplifum nú mjög sérstakt form umræðu í stjórnmálum. Þegar ráðherra, sem gegnt hefur embætti í átta ár, hugsar með sér og jafnvel segir að eftir eitt ár hefði hann hug á að setjast í annað embætti ætti það frá mannlegu sjónarmiði að vera full- komlega skiljanlegt, en slík ummæli leysa hins vegar úr læðingi alls kyns vangaveltur. Þetta eru þær tvær hlið- ar, sem eru á þessu máli, og því ætti Gerhard Stoltenberg, fyrrverandi fjármálaráð- herra og varnarmálaráð- herra Þýskalands, er þeirrar hyggju að nú sé hafin uppsveifla í þýsku efnahagslífi. Stoltenberg er staddur á íslandi og ræddi Karl Blöndal við hann um stöðu þýskra stjórnmála og alþjóðleg efnahagsmál. nú að vera lokið. Þess utan hefur hann aldrei lýst yfir því sjálfur að hann vildi verða utanríkisráðherra, en þetta mál allt er eftirlætisumræðuefni þeirra, sem ekki taka ákvarðanirnar sjálfír." Stoltenberg settist í embætti fjár- málaráðherra árið 1982 og á næstu árum innleiddi hann gagngerar um- bætur i skattamálum. Yfírleitt er sagt að þær umbætur hafí heppnast vel. Nú blasa slíkar umbætur hins vegar við að nýju. Stoltenberg sagði að ein ástæðan væri breyttar aðstæður. Umbætur í skattamálum „Umbæturnar í skattamálum, sem við höfum þegar afgreitt á þingi, sigla í kjölfar tveggja eða þriggja ára ræki- legs undirbúnings," sagði hann. „Vera má að fyrr hefði mátt hefjast handa, en ástæðurnar eru af ýmsum toga. Aðstæður eru breyttar innan Evrópu- bandalagsins. Nú ríkir frelsi til að vinna og setjast að þar sem menn vilja innan ESB. Hver einasti borgari Þýskalands getur í raun sest að í Belgíu. Ég nefni Belgíu af sérstökum ástæðum, en gæti eins nefnt Frakk- land eða írland. En Belgía er gott dæmi því að fólk sem hefur háar tekj- ur og vinnur í Köln getur flutt 70 kílómetra til Belgíu og borgað sýnu lægri skatta. Um helmingur atvinnu- mannanna hjá knattspyrnuliðinu 1. FC Köln býr í Belgíu. Þessi opnun, sem nær einnig til þess að menn ráða hvar þeir búa og borga skatta, neyðir okkur nú í alvöru til að lækka allt of hátt skatthlutfall í landinu. Og ég tek fram að ég er að tala um fólk, sem með löglegum hætti flytur til útlanda, ekki þá, sem svíkja undan skatti. Þeir eru annað vandamál. Þetta kostar okkur miklar skatt- tekjur. Það er leitt að jafnaðarmenn, sem vita þetta flestir, skuli hefta framgang þessara umbóta í efri deild þingsins þar sem þeir hafa meirihluta. Kannski hefði gengið betur ef þetta hefði verið gert fyrir fjórum árum, en ég vil ekki gagnrýna Theo Waig- el, eftirmann minn, og vitaskuld stóð þannig á fyrir fjórum árum að fjár- hagslega þurfti að leggja mikið af mörkum til uppbyggingar í Austur- Þýskalandi." Auðvelt að gagnrýna Helmut Kohl kanslari hefur oft verið gagnrýndur undanfarna mán- uði. í dagblaðinu Die Welt sagði fyrir skömmu að hinir eilífu talnaleikir stjórnarinnar drægju athyglina frá grundvallarspurningum um afkomu, skilningarvit Theos Waigels væru hlekkjuð við talnagrindina og stað- reyndin væri einfaldlega sú að það vantaði forustu. „Það er auðvelt að skrifa með þess- um hætti,“ sagði Stoltenberg. „Fjár- málaráðherra og öll stjórnin er ávallt milli steins og sleggju. Það þarf að minnka fjárlagahallann stórlega og um leið á að lækka skattanna svo um munar. Það er alltaf erfítt verkefni að fá fram rétta blöndu í stefnumál- um, hvernig sameinar maður þessar kröfur, sem virðast í beinni mótsögn. Þar eiga fréttaskýrendurnir oft auð- veldara en þeir, sem þurfa að fást við vandann. En það er klók og djörf ákvörðun að lækka skatta með þessum hætti og það er auðvitað áhugi á því að ná ijárlagahallanum niður, ekki bara vegna skilyrða Maastricht-sáttmál- ans.“ Stoltenberg gaf fyrr á þessu ári út bókina „Krossgötur" (Wende- punkte) þar sem hann fjallar um sögu Vestur-Þýskalands frá árinu 1947 til 1990. í formála bókarinnar skrifar hann: „Vandamál okkar um þessar mundir eiga þrátt fyrir allar þær tíma- mótabreytingar, sem átt hafa sér stað undanfarið, dýpri rætur í hegðun, ákvörðunum og vannýttum tækifær- um, undanfarinna áratuga en virðast kann við fyrstu sýn.“ Stoltenberg er sagnfræðingur og hann þekkir einnig margt af því, sem hann skrifar um í bókinni af eigin raun því að hann var þingmaður frá 1957 til 1971 og aftur frá árinu 1983, gegndi embætti for- sætisráðherra í Slésvík-Holtsetalandi frá 1971 til 1982 auk þess sem hann var ráðherra vísinda og rannsóknar- mála í stjórn Ludwigs Erhards kansl- ara frá 1965 til 1969, fjármálaráð- herra frá 1982 þegar Kohl komst til valda til 1989 og varnarmálaráðherra frá 1989 til 1992. „Ákvörðunin um að koma á blöndu af félagshyggju og markaðsbúskap var söguleg stefnumörkun, sem náði út fyrir landamæri Þýskalands," sagði Stoltenberg þegar hann var beðinn um að skýra þessi orð í formála sín- um. „Hér var grundvaliaratriði per- sónulegrar ábyrgðar, einkaframtaks- ins og reglum bundin samkeppni sam- einuð ábyrgð á þeim, sem standa fé- lagslega veikt, og það var knúið fram. Síðar gerðist það í Þýskalandi að meiri áhersla var lögð á hlutverk ríkis- ins. Það hófst með því að Willy Brandt komst til valda 1969. Þáttur ríkisins var aukinn til muna, skattar og ríkis- útgjöld jukust umtalsvert eftir að valdatíma Erhards lauk 1969. Opin- beri geirinn stækkaði. Svo urðum við vör við það í Þýskalandi og öðrum ríkjum Evrópu, þar á meðal norrænu velferðarríkjunum, íslandi, Svíþjóð, Danmörku, að þetta hafði ýmsa galla í för með sér. Efnahagslífið veiktist, það skall á kreppa í fjármálum, fjár- festingar voru ekki nægjanlegar og síðan fór atvinnuleysi að aukast. Því er það nú svo í öllum evrópskum ríkj- um, einnig í ríkjum þar sem jafnaðar- menn eru við völd, til dæmis Bret- landi og Svíþjóð, að verið er að gera leiðréttingu. Beinir skattar eru lækk- aðir og dregið úr sköttum fyrirtækja. Reynt er að koma jafnvægi á útgjöld til félagsmála og gera það áhugavert fyrir einkaaðilja að fjárfesta. Á því sviði er að fínna ýmsa þætti, sem tengjast grundvallarhugmyndum Ludwigs Erhards. Þar er ýmislegt, sem á við nú, þótt annað hafí vissu- lega breyst. Það er ekki hægt að taka gömlu uppskriftirnar, en það er hægt að taka meginþætti og þróa áfram.“ Stoltenberg sagði að árið 1955 hefðu umhverfismál til dæmis ekki verið ofarlega á baugi, en nú skiptu þau miklu máli. Einnig væri lýðræði sýnu útbreiddara nú en fyrir 40 árum, en grundvallaratriðin væru í fullu gildi. Þetta væri ástæðan fyrir því að fyrirlestur hans, sem hefst klukkan 15:30 í dag í Odda í Háskóla íslands, ijallaði um það, sem Erhard hefði komið til leiðar. Stoltenberg talaði meðal annars um hinna svokölluðu hnattvæðingu, sem nú væri að eiga sér stað, þar sem heimurinn er stöðugt að skreppa sam- an vegna aukins frelsis í viðskiptum og framfara í samskiptatækni. Ný staða í heimsmálum „Nú þegar hefur sú stefna verið ákveðin að opna markaði til mikilla muna,“ sagði hann. „í Þýskalandi og Evrópu var árið 1991 gengið frá við- skiptasamningunum, sem kenndir eru við Uruguay. Þessi umfangsmikla opnun markaða og stofnun Heimsvið- skiptastofnunarinnar, sem meira að segja írland er aðilji að, hefur breytt leikreglunum og það er tilgangslaust að kvarta undan því að um 140 ríki hafí gert þennan samning. Hitt atrið- ið er vitaskuld hin hraða framþróun tækninnar hvort sem það á við um samskipti eða fjármálamarkaði. Eng- inn stjórnmálamaður getur snúið henni við. Því þurfa menn að stilla sig inn á það, hvort sem það er í Þýskalandi eða annars staðar, og ekki hefur nóg verið gert. Menn geta sagt hvað sem þeir vilja, en staðreyndin er sú fyrir Þjóðverja að í næstu löndum, Póllandi og Tékklandi, er kostnaður af vinnu- afli aðeins 15% til 20% af því, sem gerist í Þýskalandi. Vitaskuld er ekki hægt að segja að laun í Þýskalandi verði lækkuð sem því nemur, það væri hlægilegt. En við getum heldur ekki haldið áfram að segja að stytta verði vinnutímann og auka félagsleg réttindi. Þá köstum við framtíðinni á glæ. Við verðum að minnsta kosti að taka afleiðingunum af breyttum að- stæðum í grannríkjunum. Það er byij- að að gerast, en ekki nógu hratt. Þetta er einnig spurning um andlega afstöðu. En það er einnig munur milli ríkja. Islendingar eru til dæmis aðiljar að Heimsviðskiptastofnuninni, en knúðu þó fram sérstaka reglugerð um fisk- veiðar og það á fullan rétt á sér. Ég er þeirrar hyggju að það sé lögmætt markmið íslendinga að fiskveiðarnar séu ekki hluti af hinum opna heims- markaði vegna sérstöðu ykkar, en að öðru leyti verðið þið auðvitað að lúta þessu ferli." KOFI Annan er sjöundi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. Hann tók við starfinu 1. janúar árið 1997 eftir að spurningar höfðu vaknað um hlutverk og tilgang stofnunarinnar, bæði í kjölfar loka kalda stríðsins og vegna árekstra Bandaríkjastjórnar við Boutros Boutros-Ghali, þáverandi fram- kvæmdastjóra. Kofi Annan er fæddur I Kumasi í Ghana 8. apríl árið 1938. Hann stundaði nám við University of Science and Technology í Ghana og lauk hagfræðinámi frá Macaester College í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Einnig lagði hann stund á hagfræði við Institut uni- versitaire des hautes études inter- nationales í Genf og stjórnun við Massachusetts Institute of Techno- logy. Hann gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar árið 1962 sem stjórnunar- og fjárlagafulltrúi við Alþjóða heil- brigðisstofnunina og var starfandi varaframkvæmdastjóri friðargæslu- framkvæmda Sameinuðu þjóðanna er hann var kjörinn til embættis framkvæmdastjóra hinn 17. desem- ber 1996. Hann er fyrsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem valinn er úr röðum alþjóðlegra stjórnarerind- reka stofnunarinnar en áður en hann tók við starfinu hafði hann m.a. starfað á vegum samtakanna í Addis Ababa, Kaíró, Genf og í aðalstöðv- unum í New York. Þriggja áratuga starf l\já Sameinuðu þjóðunum Er Annan tók við embætti fram- kvæmdastjóra hafði hann rúmlega þriggja áratuga störf að baki innan samtakanna og bjó yfir mikilli reynslu og þekkingu á störfum þeirra. Meðal þeirra verkefna sem hann hafði sinnt voru viðkvæm póli- tísk verkefni svo sem samningavið- ræður um heimsendingu alþjóðlegs starfsliðs frá írak í kjölfar innrásar- innar í Kúveit árið 1990. Einnig hafði hann eftirlit með því er ijölþjóða framkvæmdaher Atl- antshafsbandalagsins tók við af frið- argæslusveitum Sameinuðu þjóð- anna í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu árið 1995. Þá hafði hann unnið að samningu leiðbeininga fyrir samtök- in um það hvernig bregðast eigi við hinum ýmsu málum sem upp koma eftir lok kalda stríðsins. Á undanförnum árum hefur Ann- an starfað sem aðalframkvæmda- stjóri friðargæsluverkefna og síðar sem varaframkvæmdastjóri friðar- gæsluframkvæmda Sameinuðu þjóðanna. í því starfi lagði hann áherslu á að styrkja mátt samtak- anna til að takast á við hefðbundin friðargæsluverkefni og að hrinda í framkvæmd fjölþjóðaverkefnum í þágu friðar. Leggur áherslu á skýrt hlutverk SÞ Kofi Annan hefur lengi verið áhugasamur um að koma á umbót- um innan Sameinuðu þjóðanna og að færa starfsemi þeirra til nútíma- legra horfs. Sem nýskipaður fram- kvæmdastjóri hefur hann gert það að forgangsverkefni sínu að ráða bót á fjárhagsvanda samtakanna. Einnig leggur hann áherslu á að auka viðbragðsgetu samtakanna þannig að þau geti brugðist skjótt við þegar þörf er fyrir friðargæslu- sveitir og hefur hvatt aðildarríkin til að skuldbinda sig til að hafa her- sveitir og búnað til reiðu þannig að stytta megi viðbragðstíma þegar vandamál koma upp. Hann hefur einnig lagt áherslu á að ná almennu samkomulagi meðal aðildarríkjanna um það hvaða hlut- verki Sameinuðu þjóðirnar eigi að gegna enda hefur hann kynnst því í starfí sínu fyrir stofnunina hvemig aðgerðir samtakanna geta misst marks ríki áhugaleysi eða óeining á meðal aðildarríkjanna. Þá hefur hann látið í ljós áhuga á að hefja viðræður við aðildarríkin um betri nýtingu friðargæslusveit- anna, fyrirbyggjandi ríkiserind- rekstur og friðaruppbyggingu að loknum átökum. Meðal sérstakra áhugamála Kofis Annans eru félagsleg þróun og rétt- læti og er hann tók við embætti framkvæmdastjóra sagði hann m.a. að heimurinn væri að bytja að gera sér grein fyrir því að átök ættu sér margs konar rætur, að friður byggð- ist á efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og að skortur á umburð- arlyndi, ranglæti og undirokun virti engin landamæri. Hann er sagður vel að sér, heið- arlegur og aðlaðandi. Jón Hákon Magnússon, sem gekk með honum í háskóla í Minnesota í upphafi sjö- unda áratugarins, sagði í samtali við Morgunblaðið, er Annan varð framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, að hann væri „góður drengur" sem ætti eftir að standa sig vel. Essie Quainoo-Annan, systir Ann- ans, sagði við sama tækifæri að þó hann talaði lágt og liti út fýrir að vera mildur væri hann það ekki. Hann hækkaði aldrei róminn en væri fastur fyrir í rökræðum enda sætti hann sig ekki við málamiðlan- ir þegar grundvallaratriði væru ann- ars vegar. Rifust um óstundvísi Kofí Annan er kvæntur Nane \ Annan Lagergrens sem hann kynnt- ist er bæði störfuðu fyrir Sameinuðu þjóðimar í Genf, og eiga þau þijú börn. Nane er sænskur lögfræðingur en hefur nýlega snúið sér alfarið að myndlist. Hún er bróðurdóttir hins fræga Raouls Wallenbergs sem hvarf í Búdapest undir lok síðari heims- styijaldar. Hún hitti Raoul aldrei en ólst upp við minningu hans. í við- tali við sænska tímaritið Mánads Journalen fyrr á þessu ári, sagði hún að þegar Kofi stóð í samningavið- ræðum í írak hefði sér hvað eftir annað orðið hugsað til fjölskyldu sinnar er Raoul var í Búdapest. í sama viðtali sagðist hún vilja halda einkalífi sínu út af fyrir sig. Kofi Annan hefur hins vegar látið hafa eftir sér að í upphafi hafi sænsk stundvísi hennar stangast á við _ afríska óstundvísi hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.