Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátt settir embættismenn úr varnarmálaráðuneytum Austur-Evrópuríkja á námskeiði hér á landi Borgaraleg ábyrgð á vamarmálum er einkar skýr á Islandi Embættismenn úr varn- armálaráðimeytum ný- frjálsra ríkja í A-Evrópu sitja námskeið hér á landi í tengslum við Friðarsamstarf NATO. Olafur Þ. Stephensen ræddi við Alyson Bailes, einn skipuleggjanda námskeiðsins. Á ANNAN tug hátt settra emb- ættismanna úr varnarmála- og utanríkisráðuneytum átta Austur- Evrópuríkja sitja nú námskeið hér á landi í tengsium við Friðarsam- starf Atlantshafsbandalagsins (NATO). Námskeiðið fjallar eink- um um þátt borgaralegra embætt- ismanna í mótun og framkvæmd varnarstefnu og tengsl þeirra við heraflann. Alyson J.K. Bailes, einn af skipuleggjendum námskeiðsins, segir að Island sé kjörinn staður fyrir námskeið af þessu tagi, þar sem hér sé borgaraleg ábyrgð á varnarmálum einkar skýr. Námskeiðið er haldið að frum- kvæði Institute for East-West Studies í Bandaríkjunum og styrkt af NATO, ríkistjórn íslands og ríkisstjórnum fleiri NATO-ríkja. Varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur átt stóran þátt í skipulagningu þess hér á landi. Umbreyting í varnarmálum nýfq'álsra ríkja Alyson Bailes var áður annar af fram- kvæmdastjórum Inst- itute for East-West Studies, en hefur ný- lega tekið við starfi yfirmanns stjórnmála- deildar Vestur-Evr- ópusambandsins (VES). Hún segir að stofnunin, sem hún stýrði áður, sé mjÖg virk í stefnumótun og hafi bækistöðvar bæði austan og vestan hafs. „Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum til þeirrar umbreyting- ar í varnarmálum, sem á sér nú stað í nýjum lýðræðisríkjum í Austur Evrópu,“ segir Bailes. „Þessi umbreyting felur í sér tæknilega endurnýjun heraflans, oft og tíðum undirbúning fyrir NATO-aðild, að koma heraflanum undir stjórn lýðræðislega kjörinna stjórnmálamanna og að laga hann að lagalegum og siðferðilegum gildum." Bailes segir að stofnunin hafi staðið fyrir ýmiss konar ráðstefn- um og námskeiðum um þetta efni og hafi leitazt við að fylla upp í „göt“ sem aðrar stofnanir hafí skilið eftir. „NATO hefur til dæm- is verið afar virkt á þessu sviði undanfarin ár í gegnum Friðar- samstarfíð og það eru ekki mörg göt eftir. En við komum þó auga á eitt og það er umfjöllun um vanda borgaralegra embættis- manna, sem starfa nú í varnarmálaráðu- neytum í Mið- og Austur-Evrópu, en þau voru áður nær eingöngu skipulögð sem hluti af heraflan- um. Nú hafa þessir starfsmenn fengið störf sem aðstoð- arráðherrar, yfírmenn stefnumótunar eða ráðgjafar og fengið það verkefni að hreinsa til í ráðu- neytunum, nútíma- væða þau, semja um NATO-aðild og fínna lausnir á alls konar vandamálum. Mjög fáar námsstefnur hafa verið haldnar sérstaklega um þann vanda, sem þetta fólk stendur frammi fyrir,“ segir Bailes. Námskeiðið sækja embættis- menn frá Eystrasaltsríkjunum þremur og frá Ungverjalandi, Tékklandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Úkraínu. Námskeiðið stendur í þijá og hálfan dag. í gær, miðviku- dag, íjölluðu íslenzkir fyrirlesarar um varnar- og öryggismál íslands og um stjórnun í opinbera geiran- um. Næstu daga munu hátt í 20 fyrirlesarar frá ýmsum ríkjum NATO auk Svíþjóðar og Sviss fjalla um efni á borð við ábyrgar varnir í lýðræðisríki, tengsl borg- aralegra embættismanna við her- aflann, eftirlit lýðræðislega kjör- inna þjóðþinga með mót an varnar- stefnu og útgjöldum .il varnar- mála og um borgaralega þætti starfsemi Atlantshafsbandalags- ALYSON J.K. Bailes Morgunblaðið/Ásdís AUSTUR-Evrópsku þátttakendurnir hlýða á fyrirlestur um stjórnun í opinbera geiranum í ráðstefnusal ríkisins. ins. Aðspurð hvers vegna ísland hafi orðið fyrir valinu sem fundar- staður segir Bailes: „Island hefur ekki eigin her og er í þeim skiln- ingi borgaralegt umhverfi. Ábyrgð borgaralegra embættis- og stjórn- málamanna á vörnum og öryggi þjóðarinnar er því einkar skýr hér, þar sem hópur borgara sem starfa innan utanríkisráðuneytisins fer með öll þau hlutverk, sem í flestum öðrum ríkjum eru í höndum her- manna. ísland er því mjög viðeig- andi staður til að ræða um framlag borgara til varnarmála. Svo höfum við sagt í gríni að hér geti þátttak- endurnir í námskeiðinu slakað á, því að engir hermenn séu í kringum þá til að hafa áhyggjur af.“ Bailes segist sömuleiðis hafa haft persónulega ástæðu til að velja Island sem fundarstað, því að hún hafi komið hingað í leyfi fímmtán sinnum og sé afar hrifín af landinu. „Mér fannst að fleiri ættu að fá að sjá þetta land og þetta var aðferð til að fá marga af mínum eigin vinum og tengilið- um, sem eru hátt settir sérfræð- ingar um varnarmál, til að koma og tala á námskeiðinu," segir hún. Bailes segist þeirrar skoðunar að ísland hafi nú fleiri tækifæri en áður til að leggja sitt af mörk- um til öryggismála í Evrópu, því að aukin áherzla sé á borgaralega þætti öryggishugtaksins. „Skiln- ingur okkar á öryggi hefur þróazt mikið og öðrum ríkjum er nú að lærast það, sem íslendingar hafa alltaf vitað, til dæmis að fyrir- komulag umhverfísmála, ástand fiskstofna, félagslegur stöðugleiki og heilsufar þjóðarinnar eru allt þættir, sem skipta miklu máli fyr- ir öryggi hennar. Hætta á hefð- bundnum hernaðarátökum er nú sem betur fer fremur lítil, en borg- aralegar skærur, hrun samfélaga, umhverfisvandamál og hryðjuverk eru raunverulegar hættur. Á mörgum þeirra hefur ísland tekið á undanförnum árum með borg- aralegum, lýðræðislegum aðferð- ,um og með prýðilegum árangri. Dæmi um þetta er hvernig'íslend- ingar hafa tekizt á við náttúru- hamfarir, nú síðast jökulhlaupið á Skeiðarársandi. Það er einkar at- hyglisvert hvernig lítil þjóð með takmarkaðar bjargir hefur skipu- lagt sig og haldið ró sinni og skyn- semi frammi fyrir vanda af þessu tagi.“ Melaskóli og Vesturbæjarskóli Skipulagsbreytingar samþykktar Bæjarstjóri Kópavogs um sorphirðumál Hagræðing og þrifnaður af tunn- um í stað poka BORGARRÁÐ hefur samþykkt skipulagsbreytingar vegna fyrir- hugaðra nýbygginga við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Skipulagstillögurnar hafa verið til kynningar í fjórar vikur hjá borg- arskipulagi og bárust engar at- hugasemdir. Viðbyggingarnar eru vegna fyrirhugaðrar einsetningar í skólum borgarinnar og er gert ráð fyrir, samkvæmt fimm ára áætlun, að framkvæmdir við skólana hefjist árið 1997 og að þeim ljúki árið 1998. „VIÐ ákváðum eftir tilmæli frá Vinnueftirlitinu og verkalýðsfélög- unum að nota tunnur við sorphirðu í Kópavogi enda er bæði léttara að vinna með þeim og hreinlegra,“ sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs í samtali við Morgun- blaðið en í grein í blaðinu í gær beinir Ari Skúlason framkvæmda- stjóri ASÍ ýmsum spurningum til bæjaryfirvalda varðandi sorphirðu. Bæjarstjóri Kópavogs segir að spurningum Ara Skúlasonar verði svarað en hann upplýsti í gær að tunnuvæðing í sorphirðu væri að byrja í Kópavogi og taldi hann hvergi stórvandamál á ferð við að koma tunnum fyrir, þau væri flest hægt að leysa. Sorppokar að leggjast af „Sorppokar eru að leggjast af víð- ast hvar,“ segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri. „Verkalýðsfélög og Vinnueftirlit hafa kvartað yfir þeim og telja bæði hreinlegra og léttara að vinna við tunnur en poka og menn hafa verið að rífa sig á grindunum og því hafa menn áhuga á að koma pokunum út. Aðalfyrirmyndin er frá Reykjavík þar sem menn hafa öðlast vissa reynslu.“ Sigurður sagði hugsanlegt að hjá litlum hluta bæjarbúa yrði að gera einhverjar breytingar til að aðlagast tunnum. „Þetta var eins þegar pokarnir voru teknir upp, þá var ákveðin andstaða við þá en nú eru augljósar framfarir á ferð- inni og krafa tímans er að teknar verði upp tunnur. Þetta kostar dálítið að koma þessu á en af því er bæði hagræðing og aukinn þrifnaður og hefur verkið gengið mjög vel hjá okkur.“ Arnarhjón hafa valdið mikln tjóni Bóndinn óskar skaðabóta GUÐMUNDUR Agnar Guðjóns- son, bóndi á Harastöðum í Dala- sýslu, hefur farið fram á við um- hverfísráðuneytið að fá skaðabæt- ur vegna tjóns sem ernir hafa vald- ið. Frá árinu 1969 hafa arnarhjón haldið til við bæinn og að sögn Guðmundar hafa þau valdið miklu tjóni. „Ernirnir hafa eyðilagt allt fuglalíf hér og dúntekju. Þá leggst öminn einnig á fénað,“ sagði Guð- mundur Agnar. Frá 1969 hefur eitt arnarpar haldið sig í nágrenni Harastaða og hefur þeim fjölgað nokkuð síðan. „Það hafa verið allt upp í 5 til 6 fuglar á flækingi hér.“ Órninn er friðaður og því hefur Guðmundur farið fram á að fá tjón- ið bætt. „Við höfum orðið fyrir tekjutapi upp á 450 þúsund á ári vegna dúntekju, en æðarfuglinn er algjörlega horfinn. Að auki för- um við fram á að fá bætur vegna aukavinnu á vorin þar sem við verðum að halda lömbum inni nokkmm dögum lengur eftir burð. Helst vildi ég fá bætur aftur til ársins 1969.“ Guðmundur sagðist ekki hafa fengið nein svör frá ráðu- neytinu. • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.