Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ ^34 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 KENNARAR í JAPANSREISU Einelti verður aldrei liðið GREINARHÖFUNDAR, STEINUNN Ármannsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir, ásamt Shin-Nosuhe Oyama og Kusahara Katsuhide forstöðumönnum menntamálaráðuneytisins í Tókyó. Forvarnarstarfið felst mikið til í tilsjón, segja Linda Rós Michaels- dóttir og Steinunn Ar- mannsdóttir í fyrstu grein sinni, en tilsjónin er grundvölluð á virðingu fyrir einstaklingnum. SÍÐASTLIÐIÐ haust vakti at- » hygli okkar grein í erlendu tíma- riti um skólastarf í Japan. Þar var meðal annars fjallað um einelti í skólum og hvernig skólayfirvöld hefðu tekið á þeim málum. í fram- haldi af því öfluðum við okkur upplýsinga um skólamál þar í landi og skynjuðum að þar var ýmislegt á döfínni sem við gætum lært af. Við sóttum því um styrk til Sas- akawa-stofnunarinnar og fleiri að- ila til að fara til Japan og kynna okkur þessi mál af eigin raun. Fer hér á eftir frásögn af nokkrum þeim þáttum sem okkur þóttu hvað merkilegastir. Er hún byggð á við- tölum okkar við forsvarsmenn í japanska menntamálaráðuneytinu og heimsóknum á fræðsluskrifstof- ur og skóla víða um Japan. Hvað er einelti? Japönsk skólayfirvöld skilgreina einelti þannig: þegar nemanda líð- ur illa af eftirfarandi ástæðum: 1. Stöðugri stríðni. 2. Hótunum. 3. Útilokun, það er þegar nemandi er útilokaður frá samneyti við aðra nemendur. 4. Líkamlegu ofbeldi. Aðgerðir Japana gegn einelti Japanir líta einelti mjög alvarleg- um augum og allt frá 1985 hafa skólar þurft að skrá og senda menntamálaráðuneytinu skýrslu um eineltismál. Ef litið er til ársins 1986 voru t.d. skráð 6.560 mál í 8.000 skólum í 1.-6. bekk. Þeim fór fækkandi næstu ár á eftir hvort sem það var vegna þess að þeim hafði í raun fækkað eða vegna þess að skráningin var ófullnægj- andi. Svo var komið árið 1993 að skráð tilfelli voru aðeins 2.864. Þá gerðist það árið 1992 að 14 ára skólapiltur svipti sig lífi og það var talið óyggjandi að ástæðan væri einelti. Við þennan sorgaratburð var eins og þjóðin vaknaði til vit- undar um hve mikil alvörumál væri hér á ferð. Gengið var til kröftugra aðgerða gegn einelti sem hófust með því að menntamálaráð- herra Japans kom fram í sjónvarpi og hvatti þjóðina til samstöðu und- ir kjörorðinu: Einelti verður aldrei liðið. Nú jukust mjög skráð tilfelli sem sýnir ef til vill best hversu ákveðn- ir menn gengu til verks að taka á vandanum. Ný lög voru sett til að vinna gegn einelti og fræðsluum- dæmin, sem eru 47, hófu hvert á eftir öðru aðgerðir til að reyna að sporna við þessari þró- un. Átakið var dýrt og kallaði á breytingar á fjárlögum. Enginn gerði hins vegar at- hugasemd við þessi auknu útgjöld þar sem þjóðarsátt var um verkefnið. Öllum virtist ljóst að vellíðan nem- enda í skóla væri for- gangsverkefni sem mundi skila sér út í samfélagið þegar til lengri tíma væri litið. Hér var um metnaðar- fullt átak að ræða sem hefur ótvírætt skilað árangri nú þegar. Allir voru kallaðir til ábyrgðar: Skólayfir- völd, nemendur, kenn- arar, foreldrar, og samfélagið í heild. Enginn gat skorast undan. Einelti skyldi ekki liðið. Orsaka leitað Málið var krufið og reynt að finna orsakir. Margt kom upp í umræðunni sem kemur kunnuglega fyrir sjónir þeim sem vinna við skólamál. Eitt vakti þó sérstaklega athygli okkar og það var sú mikla umræða sem fór fram um breyttar þjóðfélagsað- stæður og áhyggjur Japana af þeirri þróun. Menn bentu á að fjöl- skyldustærð hefði farið verulega minnkandi og þar af leiðandi lærðu börn ekki eins og áður að taka til- lit til annarra eins og t.d. systkina. Það var bent á að áður hefðu börn lifað í stórum systkinahóp. Þar hefðu þau lært að gera upp ágrein- ingsmál sín en nú færi slíkt upp- gjör að mestu leyti fram innan veggja skólans. Reynsluheimur barna hafi að mörgu leyti breyst í nútímasamfé- lagi og tækifærum þeirra til að fá útrás með eðlilegum hætti hafi fækkað. Einnig var bent á að skól- inn hafi ekki svarað kalli tímans með breyttum kennsluaðferðum og breyttu námsefni og þar með brugðist nemendum að þessu leyti. TÖLVUSTÓLAR HEIMILISINS Vandaður skrifborösstóll TePga270hJÓIUm' | Kf 9‘950>-" Litir: Blár, svartur, rauður, grænn EG &krtf*ftt(ubánáfttir "Hrifágðð iföfWúú Vandaóur skrifborðsstóll með háu fjaðrandi baki og á parket hjólum. Teg 235 Litir: Blár, svartur, rauður grænn. Kr12.900,-* Kröfur og væntingar foreldra hafa einnig breyst vegna nýrra lífs- hátta. Áður fyrr þótti sjálfsagt að börn aðstoðuðu við heimilisstörf og fengju að leika lausum hala með vinum sínum. Þannig kynnt- ust þau af eigin raun sínu nánasta umhverfi. Könnun, sem var gerð 1994, rennir stoðum undir þessa skoðun en þar kom m.a. fram að foreldrar töldu að 61% barna tæki ekki þátt í almennum heimilisstörfum, 55% væri í litlum tengslum við um- hverfi sitt, 41% læsi mjög lítið og 33% umgengjust sjaldan jafnaldra. í sömu könnun voru foreldrar einn- ig spurðir hvaða eiginleika þeir vildu helst rækta hjá börnum sín- um og kom þá í ljós að 84,1% töldu mikilvægast af öllu að rækta með þeim umhyggju fyrir öðrum. Þetta segir að okkar mati mjög mikið og þó mest hve japanskir foreldrar eru meðvitaðir um vandann og til- búnir að taka á honum. Hvað var til ráða Aðgerðir menntamálaráðu- neytisins voru tvenns konar: 1) Ráðgjafaþjónusta til að vinna að þeim málum sem þegar voru til staðar. 2) Að efla forvarnarstarf. Ráðgjafaþjónusta Til að leysa aðkallandi mál var komið upp ráðgjafaþjónustu. Mið- stöð hennar er í Tókýó en fræðslu- miðstöðvar allra fræðsluumdæma eru skyldugar að hafa slíka þjón- ustu á sínum vegum. Ráðgjafa- þjónustan felst m.a. í: a) að hver skóli hafi ráðgjafa til að leysa úr eineltimálum og fer vinnan fram í nánu samstarfi við nemendur, kennara og for- eldra. Ef ekki tekst að leysa málið innan skólans felst úr- lausnin í því b) að fá utanaðkomandi aðstoð, þ.e. að fá ráðgjafa frá fræðslu- miðstöð c) virkari símaþjónustu, en þang- að geta fórnarlömb og aðstand- endur þeirra haft samband all- an sólarhringinn. Þessi þjónusta er annaðhvort á vegum eða í tengslum við fræðslu- miðstöðvarnar. Mikil áhersla er lögð á það að mál séu leyst að fullu en ekki aðeins á yfirborðinu. Forvarnarstarf Forvarnarstarfið felst mikið til í tilsjón sem er grundvölluð á virð- ingu fyrir einstaklingnum. Hún felst í samstarfi milli nemenda og kennara, sérstaklega umsjónar- ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun _ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 bJ kennara í öllu skólastarfi. Til- gangur hennar er að styrkja sjálf- símynd nemandans og auðga líf hans í skólaumhverfinu. Hún á ekki að takmarkast við það að leysa hegðunarvandamál fárra barna heldur er henni ætlað að þróa og efla frumkvæði og sjálf- stæði allra nemenda og auka virð- ingu þeirra fyrir öðrum einstakl- ingum. Til þess að þjálfa kennara í tilsjón hafa fræðslumiðstöðvar boðið þeim námskeið og mennta- málaráðuneytið hefur lagt til leið- beinendur og námsefni. Menntamálaráðuneytið leggur áherslu á eftirfarandi þætti: 1) Að hvetja til menntunar sem virðir hvern nemanda sem ein- stakling. 2) Að hjálpa kennurum að auka hæfni sína til að umgangast nemendur. 3) Að koma á námsráðgjöf við alla skóla og, 4) að hvetja skóla, fjölskyldur og allt samfélagið til að vinna sam- an að lausn vandamála. Þessum markmiðum hefur m.a. verið reynt að ná með að auka til muna markvissa siðfræðikennslu í skólum í öllum aldurshópum. Einn- ig hefur verið stóraukin kennsla í mannlegum samskiptum og við að leysa dagleg viðfangsefni. Þá hefur umhverfisfræðsla verið efld og mikil áhersla verið lögð á að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð sína í samfélaginu. Jafnframt er farið með nemendur í skipulögð ferðalög út í náttúruna til að efla tilfinningu þeirra fyrir umhverfi sínu. Að lokum í ferð okkar heimsóttum við skóla víðsvegar í Japan. Alls stað- ar þar sem við komum var hægt að finna fyrir áhyggjum skólafólks vegna eineltimála og mikill áhugi var að taka á þeim og reyna að uppræta þau. Enn er talsvert um sjálfsvíg barna og unglinga sem rekja má til vanlíðunar í skólanum en þeimn fer þó fækkandi. í öllum þeim skólum sem við heimsóttum hafði verið komið upp ráðgjafa- þjónustu og var látið vel af henni. Töldu menn almennan vilja meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að líða ekki einelti og gefast aldrei upp í baráttunni. Hér á landi er þetta vandamál því miður allútbreitt og mikið starf hefur farið fram innan skólanna og á vegum skólayfirvalda til að taka á því. Það er að okkar mati ómetanlegt að fá tækifæri til að sjá hvað aðrar þjóðir eru að gera í þessum málum og bera saman við okkar reynslu. Það getur hjálp- að við að varpa Ijósi á hvar við erum á réttri leið og hvar við get- um gert betur. Mesta aðdáun okk- ar vöktu samræmdar og markviss- ar aðgerðir Japana í eineltimálum, sem virðast hafa skilað umtals- verðum árangri. Það væri óneitan- lega ánægjulegt ef íslenska þjóðin bæri gæfu til að taka á þessum málum af sömu elju og Japanir og átta sig á því að þetta vandamál leysist ekki nema með samræmd- um aðgerðum, sameiginlegri ábyrgð og þátttöku allra. Lindn Rós er kennnri. Steinunn er skólastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.