Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 41 J i I 1 I I I J J j I i i i - i I 4 ( ( ( ( ( ( FRÉTTIR PAOLO Turchi, ritari, ásamt Sólveigu Berg Björnsdóttur, Stefáni Hólm og Auði Eir Guðmundsdótt- ur styrkþegum og Ítalíuförum. * Itölskunám og ferðastyrkir Málþing um Lúther og áhrif hans HIÐ íslenska Lúthersfélag gengst fyrir málþingi í dag, fimmtudaginn 4. september, og á morgun um Lút- her og áhrif hans í safnaðarheimili Háteigskirkju. Málþingið hefst kl. 10 hvorn dag og stendur fram éftir miðjum degi. Fiuttir verða sex fyrirlestrar alls og verður áherslan á upphaf siðbót- arinnar og áhrif hennar og kenninga Lúthers allt fram á okkar daga. Fyr- ir daginn fjallar Einar Sigurbjörns- son um kirkjuordinasíu Kristján III og Grallarann, Sigutjón Árni Eyjólfs- son fjallar um samband Lúthers við rétttrúnaðinn og Árni Svanur Daní- elsson fjallar um viðhorf Lúthers til breytinga innan kirkjunnar. Síðari daginn fjallar Gunnar Krist- jánsson um Lúther, dulúðina og myndiistina, Sigurður Árni Þórð- arson fjallar um Lúther og íjarkirkju nútímans og loks fjallar Árnfríður Guðmunsdóttir um Lúther og valda- hugtakið. Allir sem áhuga hafa eru velkomn- ir að hlýða á fyrirlestrana og taka þátt í umræðum. Aðgangseyrir er krónur 500 fyrir annan daginn, en 750 krónur fyrir báða dagana og eru léttar kaffiveitingar innifaldar í hon- um. HALDIN verður styrktarsamkoma til stuðnings Erni Kjærnested og ijöl- skyldu föstudaginn 5. september. í frétt frá stuðningshópi ÖK, sem stendur fyrir samkomunni, segir að Örn hafi barist við krabbameins sl. 3 ár. Hann hafi farið í óhefðbundna læknismeðferð erlendis sem hafi haft í för með sér mikinn kostnað fyrir fjölskylduna. Út á þessa meðferð fást ekki greiðslur úr sjúkrasamlagi og hefur fjölskyldan þurft að fjár- magna þetta sjálf og þurft að treysta á fjárstuðning frá ættingjum, vinum og samstarfsmönnum. Til að létta undir með fjölskyld- unni hafi nokkrir vinir undirbúið styrktarsamkomu sem haldin verður á veitingahúsinu Staðnum í Keflavík sem lætur húsið í té ásamt starfsliði NÝTT kennsluár Danssmiðju Her- manns Ragnars er að hefjast. í Jassleikskólanum verður boðið upp á námskeið sem standa í 15 vikur og hver tími er 40 mínútur. Sígildir samkvæmisdansar verða kenndir í byrjenda- og framhalds- hópum fyrir börn, unglinga og full- orðna. „Kántrýdansar" (línudansar) skipa stóran sess og hefst vetrar- starf „kántrýdansara" með balli í Danshúsinu í Glæsibæ 6. septem- ber. Rokk og stepp verður kennt í bytjenda- og framhaldshópum frá 9 STOFNUN Dante Alighieri á ís- landi hefur undanfarin misseri staðið fyrir ítölskunámskeiðum í samvinnu við Málaskólann Mími og hafa þau hlotið góðar viðtök- ur. Efnilegustu námsmenn á nám- skeiðum fá oft náms- og ferða- styrki til Ítalíu sem auglýstir eru sérstaklega í upphafi námsannar. Þetta sumar munu margir Is- og hljómsveit endurgjaldslaust. Skemmtikraftar gefa vinnu sína einnig en það verða Bubbi Morthens, félagar úr karatedeild Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Einar Arnar Einarssonar sem jafn- framt er kynnir kvöldsins. í boði hússins leikur hljómsveitin Poppers fýrir dansi. Að auki er styrktarhapp- drætti. Aðgöngumiðaverð er 1.000 kr. sem rennur óskipt ásamt innkomu af happdrætti til fjölskyldu Arnar. Verð- ur forsala aðgöngumiða fimmtudags- kvöldið 4. september kl. 19-24 á Staðnum. Þeim sem vilja styrkja fjöl- skylduna er bent á bankabók í ís- landsbankanum í Keflavík nr. 0542- 14606060. Húsið verður opnað kl. 21 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 22. ára aldri. Tímar eru einu sinni í viku í 40 mínútur í senn í 15 vikur. „Spice girls-dansar“ eru stutt námskeið fyrir börn og unglinga þar sem kenndir eru dansar við tónlist Spice girls. Kennarar Danssmiðjunnar eru Jóhann Örn Ólafsson, Henny Her- mannsdóttir, Unnur Berglind Guð- mundsdóttir, Jóhann Gunnar Arn- arsson, Rósa Sigurðardóttir, Ólafur Geir Jóhannesson og Auður Haralds- dóttir. Kennsla hefst 13. september. Kynning á starfseminni verður í Kringlunni á laugardag. lendingar hafa dvalið á ítaliu og stundað nám við Dante-málaskóia í sögufrægum ítölskum borgum eins og Siena, Róm og Mílanó. Einnig hefur töluverður hópur ítölskunema lagt leið sína til smá- bæjarins Urbania á Mið-Italíu en þar er rekinn vinsæll ítölskuskóli með mikla starfsemi á sumrin. Þar geta áhugasamir nemendur NORRÆN fyrirtæki og stofnanir, sem annast eftirlit og vottun á sviði lífrænnar framleiðslu, halda sam- ráðsfund sinn á íslandi dagana 4. og 5. september. Fundinn sækja fulltrúar helstu vottunarstofa allra Norðurlandanna svo og fulltrúar flestra opinberra stofnana og ráðu- neyta sem annast eftirlit með vott- unarþjónustu fyrir lífræna fram- leiðslu. Vottunarstofan TÚN hefur annast undirbúning og skipulagn- ingu fundarins. Aðlögun að lífrænni framleiðslu í frétt frá TÚN segir að auk tækni- legra umræðna um vottun á einstök- um sviðum framleiðslu verði að þessu sinni sérstaklega fjallað um aðlögun úr hefðbundinni framleiðslu í lífræna framleiðslu. Sú aðlögun feli að jafn- aði í sér verulegar breytingar á land- nýtingu, efnanotkun og í sumum til- vikum einnig á húsa- og tækjakosti til þess að fullnægt sé þeim kröfum ■ STARFSMENN Ríkisútvarps- ins hafa samþykkt ályktun á alls- heijarfundi þar sem þeir lýsa sig langþreytta á afskiptum stjórn- málamanna af rekstri Ríkisútvarps- ins. Segja þeir í ályktuninni að um þessa mikilvægu menningarstofnun þurfi að ríkja þjóðarsátt en hún eigi ekki að vera séreign ríkisstjórnar- flokka. Minnt er á að menntamála- ráðherra hafi samkvæmt lögum umboð til að skipa útvarpsstjóra til lært ítölsku í vinalegu umhverfi og náttúrufegurð. Verðlaunaafhending að lokn- um námskeiðum fór fram í júní sl. í Garðskálanum i Laugardal. Styrkirnir verða aftur í boði í haust en þeir eru samstarfsverk- efni Stofnunar Dante Alighieri, Málaskólans Mímis og Samvinnu- ferða-Landsýnar. sem gerðar eru samkvæmt stöðlum um lífræna framleiðslu. Markvisst samstarf við vottunarstofu frá upp- hafi léttir framleiðendum að komast yfír þennan erfiða hjalla. í fréttinni segir að mikill vöxtur sé í lífrænni framleiðslu á Norðurlönd- unum, einkum í Danmörku og Sví- þjóð þar sem umtalsverður hluti nokkurra landbúnaðarafurða sé nú framleiddur með lífrænum aðferðum. íslenskir neytendur hafí á síðustu árum sýnt lífrænum vörum aukinn áhuga og þeim bændum og fyrirtækj- um fari hægt fjölgandi sem þrói vöru- framleiðslu sína samkvæmt ströng- ustu kröfum um hreinleika og um- hverfisvemd. Vottun óháðs aðila sé forsenda þess að gagnkvæmt traust ríki á mörkuðum fyrir slíkar afurðir. Vott- unarstofur gegni því lykihlutverki og staðfesta að það sem sagt er vera lífrænt sé svo í reynd. Nú þegar hafa rúmlega 20 bændur og fyrir- tæki hlotið slíka vottun hérlendis. fimm ára um næstu áramót og hann ráði einnig framkvæmdastjóra Út- varps og Sjónvarps. Er skorað á Björn Bjarnason menntamálaráð- herra að sjá til þess að í yfirstjórn stofnunarinnar veljist hæfir stjórn- endur sem stýri á faglegum for- sendum og sem ráði aðra starfs- menn á faglegum forsendum en atkvæðagreiðslur Útvarpsráðs um mannaráðningar byggist ekki á slíkum forsendum. Námskeiðið Reyklaus að eilífu STAÐFESTINGARSPJÖLDIN Reyklaus að eilífu hafa fengið góð- ar viðstökur að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á þeim 2 mán- uðum sem eru liðnir síðan þau komu út hafa spjöldin selst í tæpum þús- und eintökum. í kjölfar velgengni kortanna hef- ur verið sett saman námskeið með sama nafni. Námskeiðið er nánari útfæring á hugmyndafræðinni sem liggur að baki staðfestingunum. Námskeiðið tekur tvö kvöld. Allir þátttakendur fá staðfestingaspjöld- in Reyklaus að eilífu, vinnubók og stuðning í fjórar vikur. Námskeiðið verður næst haldið dagana 9. og 11. september, 16 og 18. september og 23. og 25. september. Þau verða síðan haldin samkvæmt eftirspurn, en þess má geta, að takmarka verð- ur fyölda á hvert námskeið. -----» ♦ ♦---- Vitinn með keppni á hjólabrettum FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn verð- ur opnuð um þessar mundir eftir nokkrar breytingar. Af því tilefni verða haldnir útitónleikar, grill- veisla og hjólabrettakeppni á hjóla- brettasvæði ÆTH við gamla Haukahúsið í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 4. september, frá kl. 16-19. Hafnfirsku hljómsveitirnar PPPönk, Centrum og hljómsveitin Cupid frá Mosfellsbæ munu spila allt sitt aiýjasta efni. Brettafélag Reykjavíkur mun mæta á svæðið og aðstoða við hjólabrettakeppni. Gestum verður boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykk. Allir eru vel- komnir og er aðgangur ókeypis. ----------» ♦ ♦---- Sýning á ralljeppum HINGAÐ til lands koma 6 sérútbún- ir Land Rover-jeppar frá breska hernum og keppa í alþjóðarallinu sem haldið verður um helgina. Verða jepparnir sýndir í sýningarsal B&L á Suðurlandsbraut fimmtu- daginn 11. september kl. 18. Allir eru velkomnir að koma og skoða bílana og ræða við ökumenn- ina. ■ SCOTT Zamurut, PPP RCST, verður með fyrirlestum um pólun (polarity) og höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð (Cranio Sacral Therapy) fimmtudaginn 4. septem- ber kl. 20 í íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6. í fyrirlestr- inum verður saga þessara meðferð- arforma rakin og ljósi varpað á það hvernig þau skarast og geta gagn- ast hvort öðru. Scott er varaformað- ur bandaríska pólunarfélagsins og meðlimur í breska höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðarfélaginu. Hann er viðurkenndur kennari í báðum greinum. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Atlas, félags höf- uðbeina- og spjaldhryggsjafnara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Aðgangur er 500 kr. Styrktarsamkoma í Keflavík Fundur vottunar- stofnana á sviði líf- rænnar framleiðslu Vetrarstarf Danssmiðju Hermanns Ragnars Fyrirlestur um prótein RAINER Jaenicke, prófessor í líf- efnafræði við Háskólann í Regens- burg í Þýskalandi, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 4. september kl. 16 er nefnist „Stability and stabilization of proteins" í stofu 157, húsi VR-II við Hjarðarhaga. Rainer Jaenicke er einn þekktasti og virtasti lífefnafræðingur Þýska- lands. Rannsóknasvið hans er bygg- ing og stöðugleiki próteina, m.a. úr lífverum sem lifa við hátt hitastig, í söltu umhverfi eða á miklu sævar- dýpi. Jaenicke kemur hingað á vegum Lífefnafræðifélags íslands og flytur hér 25. FEBS-Ferdinand Springer fyrirlesturinn í boði þess og Sam- bands evrópskra lífefnafræðifélaga. Aðgangur er öllum heimill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.