Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 56
<Ö>
AS/400 er...
...með PowerPC
64 bita örgjörva
HMk HL og stýrikerfi
<o> NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SIMI 569 7700
Fyrstir með
HP Vectra PC
m HEWLETT
PACKARD
Sjádu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÖLF 3040, NETFANG: RITSTJ(g>MBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
SR-mjöl hf. með 195 milljóna hagnað
Stefnir í besta ár fé-
lagsins frá upphafi
SR-MJÖL hf. skilaði alls um 195
milljóna króna hagnaði eftir skatta
fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er
um fimmtungi meiri hagnaður en
á sama tímabili í fyrra þegar
hagnaðurinn nam 163 milljónum.
Fyrirtækið tók á móti um 248
þúsund tonnum af hráefni á tíma-
bilinu, en 205 þúsund tonnum á
sama tíma í fyrra.
Á þessu ári hefur SR-mjöl unnið
1 ■m> úr 395 þúsund tonnum af loðnu
og síld sem er meira en allt árið
í fyrra. Þetta er jafnframt mesta
magn í tæplega 70 ára sögu félags-
ins og ljóst að nú stefnir í eitt
besta ár í sögu þess. Ytri skilyrði
hafa verið einstaklega hagstæð og
saman farið mikil veiði, hátt verð
fyrir afurðir og hagstæð gengis-
þróun.
Gengi bréfa
hækkar um 6%
Gengi hlutabréfa í SR-mjöli
hækkaði um 6% í viðskiptum á
Verðbréfaþingi í gær áður en milli-
uppgjörið var birt opinberlega. Al-
mennt tóku bréf margra hlutafé-
laga að hækka á ný í verði í við-
skiptum í gær eftir lækkunarhrinu
sem staðið hefur yfir undanfarið
og nam hækkun þingvísitölu hluta-
bréfa 1,6%.
Heildarviðskipti dagsins með
hlutabréf námu alls 164 milljónum
króna.
■ Hagnaður/Cl
Morgunblaðið/Golli
Með aðra
hönd á
bikamum
KVENNALIÐ KR í knattspyrnu
nánast tryggði sér íslands-
meistaratitilinn með 4:2 sigri á
Breiðabliki í miklum baráttu-
leik í Kópavoginum í gær-
kvöldi. Þó á enn eftir að leika
tvær umferðir í efstu deild
kvenna. KR-stúlkur, sem hafa
ekki tapað leik í deildinni í sum-
ar, voru að vonum sigurreifar
eftir leikinn.
■ Nánast í höfn/B8
^ Stoðir Hörpu styrktar
HALLSTEINN Sigurðsson
myndhöggvari var að gera við
festingar á mynd sinni Hörpu,
sem er á landinu austan við
Áburðarverksmiðjuna í Gufu-
nesi, þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti leið þar fram-
hjá í gær.
Alls eru tuttugu og sex
myndir eftir Hallstein, tíu úr
járni og sextán úr áli, að finna
á túninu, en hann fékk landið,
um 1 Vi hektara, til umráða
árið 1988 eftir að hafa gert
samning um það við Reykja-
víkurborg.
Hallsteinn segir að á sínum
tíma hafi hann verið að leita
að stað fyrir myndir sínar og
eftir nokkurn aðdraganda hafi
þetta land orðið fyrir valinu.
Fyrstu myndunum kom
hann fyrir á túninu árið 1989,
en síðan hefur hann verið að
bæta við, síðást í apríl á síð-
asta ári.
Enginn
árangur hjá
kennurum
ENN leitast fulltrúar kennara
og sveitarfélaganna við að
finna umræðugrundvöll fyrir
frekari kjaraviðræðum. Fundur
hófst kl. 16 í gær og stóð enn
um miðnætti án þess að árang-
ur hefði náðst. Þórir Einarsson,
ríkissáttasemjari, bjóst við að
ef fundi yrði slitið í nótt yrði
boðað til nýs fundar í dag.
Skólar í Dölum sameinist
LAGT er til í nýrri skýrslu um skóla-
mál í Dalasýsiu að sameina báða
grunnskólana í sýslunni en 20 kíló-
metrar eru á milli þeirra. Skýrsian
var kynnt í fyrrakvöld á fundi sveit-
arstjórna Dalabyggðar og Saurbæj-
arhrepps, skólastjóra og formanna
skólanefnda grunnskóianna og voru
ekki allir á eitt sáttir.
Óháð ráðgjafarfyrirtæki í Reykja-
vík vann úttekt á skólamálunum að
beiðni sveitarstjórnanna. I sýslunni
eru tveir grunnskólar, í Búðardal,
þar sem nemendur eru 65, og á
Laugum í Sælingsdal, en þar eru
53 nemendur. I skýrslunni er lagt
til að Laugaskóli verði sameinaður
skólanum í Búðardal og stofnað
verði skólasel í Saurbæjarhreppi fyr-
ir þá nemendur 1.-3. bekkjar sem
lengst eiga að sækja skóla.
Skýrslan er að hluta byggð á nið-
urstöðum skoðanakönnunar meðal
nemenda og foreldra þeirra, kennara
og annars starfsfólks skólanna.
Þátttaka í könnuninni var góð í
Búðardal en sýnu lakari í Lauga-
skóla. Því telur sr. Ingiberg Hannes-
son, formaður skólanefndar Lauga-
skóla, að niðurstöðurnar séu ekki
nógu haldgóðar og nokkuð skorti á
jafnræði milli skólanna. í skýrslunni
sé ekki að finna kostnað allra mögu-
leika sem fyrir hendi séu, aðeins
talað um að leggja niður Lauga-
skóla. Það sé útilokað fyrir íbúa
vesturhluta sýslunnar. Þau börn sem
lengst eigi að sækja skóla myndu
þurfa að fara yfir 50 km leið. Ingi-
berg bendir á að öll íþróttaaðstaða
sé á Laugum og þangað sæki nem-
endur frá Búðardal íþróttakennslu.
Nemendur frá Laugum sæki heimil-
isfræði- og smíðakennslu í Búðar-
dal. Þegar sé því nokkur samvinna,
sem jafnvel mætti auka.
Lárus Ragnarsson, formaður
skólanefndar í Búðardal, segir
skýrsluna að mörgu leyti mjög vel
unna. Hugmyndin hafi verið að leit-
ast við að hagræða og gera tvo litla
skóla að einum betri.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörð-
un um sameiningu skóianna, önnur
en að beina því til sveitarstjórnanna
að skipa fimm manna nefnd til að
fjalla áfram um sameiningarmálin.
Kúakyn á íslandi, Noregi og Svíþjóð
Sömu sérkenni
þrátt fyrir alda-
langan aðskilnað
SJÖ kúakyn á norðlægum slóðum á
Norðurlöndum eru enn lík hvert öðru
og hafa haldið sömu sérkennum þrátt
fyrir að hafa verið aðgreind í meira
en 1100 ár. Þetta er meðai niður-
staðna í rannsóknum Stefáns Aðal-
steinssonar, búfjárfræðings, og sam-
starfsmanna hans sem unnið hefur
verið að síðustu árin meðan hann
starfaði sem framkvæmdastjóri Nor-
ræna genabankans fyrir búfé.
Kúakynin sem hér um ræðir eru
þijú finnsk, tvö í Norður- og Vestur-
Noregi og eitt í Norður-Svíþjóð ásamt
því íslenska og kalla má einu nafni
Norðurkollukyn. Stefán Aðalsteins-
son segir rannsóknirnar hafa byijað
árið 1992 þegar ákveðið var að bera
saman nautgripakyn á Norðurlönd-
um. Tilgangurinn var að kanna
hversu kúakynin á Norðurlöndum
væru lík eða ólík og hafði áður verið
ákveðið að tryggja að þessi kyn lentu
ekki í útrýmingarhættu.
„Til að vita sem best hvað ætti
að gera og hveiju ætti að kosta til
var talið sjálfsagt að kanna skyldleika
þeirra því ef það kæmi á daginn að
nokkur kyn væru skyld væri hugsan-
lega hægt að varðveita þau sem sam-
eiginlegt kyn en ef einhver væru
mjög frábrugðin öllum hinum væri
ástæða til að halda þeim aðgreind-
um,“ segir Stefán. Tekin voru til
rannsóknar 22 nautgripakyn, 30-40
gripir í hveiju kyni, og fjölmörg at-
riði rannsökuð: Hornagerð, litir, blóð-
flokkar, arfgeng eggjahvítuefni í
blóði, mjólkurprótein og 10 svokallað-
ir fylgihlutir í erfðaefni sem geta
ýmist verið óvirk efni eða haft ákveð-
in áhrif. Stefán segir að slíkar rann-
sóknir hafi ekki áður verið unnar á
Norðurlöndum og að nú sé úrvinnslu
á ákveðnum þáttum lokið en öðrum
ekki. „Sum þessi kúakyn voru með
sérstaka gerð af mjólkurpróteini,
kappa-kasein B, og þegar það er al-
gengt í mjólkinni næst ostaefni betur
úr henni en annars sem þýðir að
þetta er mjög verðmætt erfðaefni,"
segir Stefán ennfremur. „Um 95%
íslenskra kúa eru með þennan erfða-
vísi en ekki nema 10-15% kúa í helstu
mjólkurkúakynjum í nágrannalönd-
um.“