Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 56
<Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva HMk HL og stýrikerfi <o> NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SIMI 569 7700 Fyrstir með HP Vectra PC m HEWLETT PACKARD Sjádu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG: RITSTJ(g>MBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SR-mjöl hf. með 195 milljóna hagnað Stefnir í besta ár fé- lagsins frá upphafi SR-MJÖL hf. skilaði alls um 195 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er um fimmtungi meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 163 milljónum. Fyrirtækið tók á móti um 248 þúsund tonnum af hráefni á tíma- bilinu, en 205 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hefur SR-mjöl unnið 1 ■m> úr 395 þúsund tonnum af loðnu og síld sem er meira en allt árið í fyrra. Þetta er jafnframt mesta magn í tæplega 70 ára sögu félags- ins og ljóst að nú stefnir í eitt besta ár í sögu þess. Ytri skilyrði hafa verið einstaklega hagstæð og saman farið mikil veiði, hátt verð fyrir afurðir og hagstæð gengis- þróun. Gengi bréfa hækkar um 6% Gengi hlutabréfa í SR-mjöli hækkaði um 6% í viðskiptum á Verðbréfaþingi í gær áður en milli- uppgjörið var birt opinberlega. Al- mennt tóku bréf margra hlutafé- laga að hækka á ný í verði í við- skiptum í gær eftir lækkunarhrinu sem staðið hefur yfir undanfarið og nam hækkun þingvísitölu hluta- bréfa 1,6%. Heildarviðskipti dagsins með hlutabréf námu alls 164 milljónum króna. ■ Hagnaður/Cl Morgunblaðið/Golli Með aðra hönd á bikamum KVENNALIÐ KR í knattspyrnu nánast tryggði sér íslands- meistaratitilinn með 4:2 sigri á Breiðabliki í miklum baráttu- leik í Kópavoginum í gær- kvöldi. Þó á enn eftir að leika tvær umferðir í efstu deild kvenna. KR-stúlkur, sem hafa ekki tapað leik í deildinni í sum- ar, voru að vonum sigurreifar eftir leikinn. ■ Nánast í höfn/B8 ^ Stoðir Hörpu styrktar HALLSTEINN Sigurðsson myndhöggvari var að gera við festingar á mynd sinni Hörpu, sem er á landinu austan við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi, þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið þar fram- hjá í gær. Alls eru tuttugu og sex myndir eftir Hallstein, tíu úr járni og sextán úr áli, að finna á túninu, en hann fékk landið, um 1 Vi hektara, til umráða árið 1988 eftir að hafa gert samning um það við Reykja- víkurborg. Hallsteinn segir að á sínum tíma hafi hann verið að leita að stað fyrir myndir sínar og eftir nokkurn aðdraganda hafi þetta land orðið fyrir valinu. Fyrstu myndunum kom hann fyrir á túninu árið 1989, en síðan hefur hann verið að bæta við, síðást í apríl á síð- asta ári. Enginn árangur hjá kennurum ENN leitast fulltrúar kennara og sveitarfélaganna við að finna umræðugrundvöll fyrir frekari kjaraviðræðum. Fundur hófst kl. 16 í gær og stóð enn um miðnætti án þess að árang- ur hefði náðst. Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, bjóst við að ef fundi yrði slitið í nótt yrði boðað til nýs fundar í dag. Skólar í Dölum sameinist LAGT er til í nýrri skýrslu um skóla- mál í Dalasýsiu að sameina báða grunnskólana í sýslunni en 20 kíló- metrar eru á milli þeirra. Skýrsian var kynnt í fyrrakvöld á fundi sveit- arstjórna Dalabyggðar og Saurbæj- arhrepps, skólastjóra og formanna skólanefnda grunnskóianna og voru ekki allir á eitt sáttir. Óháð ráðgjafarfyrirtæki í Reykja- vík vann úttekt á skólamálunum að beiðni sveitarstjórnanna. I sýslunni eru tveir grunnskólar, í Búðardal, þar sem nemendur eru 65, og á Laugum í Sælingsdal, en þar eru 53 nemendur. I skýrslunni er lagt til að Laugaskóli verði sameinaður skólanum í Búðardal og stofnað verði skólasel í Saurbæjarhreppi fyr- ir þá nemendur 1.-3. bekkjar sem lengst eiga að sækja skóla. Skýrslan er að hluta byggð á nið- urstöðum skoðanakönnunar meðal nemenda og foreldra þeirra, kennara og annars starfsfólks skólanna. Þátttaka í könnuninni var góð í Búðardal en sýnu lakari í Lauga- skóla. Því telur sr. Ingiberg Hannes- son, formaður skólanefndar Lauga- skóla, að niðurstöðurnar séu ekki nógu haldgóðar og nokkuð skorti á jafnræði milli skólanna. í skýrslunni sé ekki að finna kostnað allra mögu- leika sem fyrir hendi séu, aðeins talað um að leggja niður Lauga- skóla. Það sé útilokað fyrir íbúa vesturhluta sýslunnar. Þau börn sem lengst eigi að sækja skóla myndu þurfa að fara yfir 50 km leið. Ingi- berg bendir á að öll íþróttaaðstaða sé á Laugum og þangað sæki nem- endur frá Búðardal íþróttakennslu. Nemendur frá Laugum sæki heimil- isfræði- og smíðakennslu í Búðar- dal. Þegar sé því nokkur samvinna, sem jafnvel mætti auka. Lárus Ragnarsson, formaður skólanefndar í Búðardal, segir skýrsluna að mörgu leyti mjög vel unna. Hugmyndin hafi verið að leit- ast við að hagræða og gera tvo litla skóla að einum betri. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um sameiningu skóianna, önnur en að beina því til sveitarstjórnanna að skipa fimm manna nefnd til að fjalla áfram um sameiningarmálin. Kúakyn á íslandi, Noregi og Svíþjóð Sömu sérkenni þrátt fyrir alda- langan aðskilnað SJÖ kúakyn á norðlægum slóðum á Norðurlöndum eru enn lík hvert öðru og hafa haldið sömu sérkennum þrátt fyrir að hafa verið aðgreind í meira en 1100 ár. Þetta er meðai niður- staðna í rannsóknum Stefáns Aðal- steinssonar, búfjárfræðings, og sam- starfsmanna hans sem unnið hefur verið að síðustu árin meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri Nor- ræna genabankans fyrir búfé. Kúakynin sem hér um ræðir eru þijú finnsk, tvö í Norður- og Vestur- Noregi og eitt í Norður-Svíþjóð ásamt því íslenska og kalla má einu nafni Norðurkollukyn. Stefán Aðalsteins- son segir rannsóknirnar hafa byijað árið 1992 þegar ákveðið var að bera saman nautgripakyn á Norðurlönd- um. Tilgangurinn var að kanna hversu kúakynin á Norðurlöndum væru lík eða ólík og hafði áður verið ákveðið að tryggja að þessi kyn lentu ekki í útrýmingarhættu. „Til að vita sem best hvað ætti að gera og hveiju ætti að kosta til var talið sjálfsagt að kanna skyldleika þeirra því ef það kæmi á daginn að nokkur kyn væru skyld væri hugsan- lega hægt að varðveita þau sem sam- eiginlegt kyn en ef einhver væru mjög frábrugðin öllum hinum væri ástæða til að halda þeim aðgreind- um,“ segir Stefán. Tekin voru til rannsóknar 22 nautgripakyn, 30-40 gripir í hveiju kyni, og fjölmörg at- riði rannsökuð: Hornagerð, litir, blóð- flokkar, arfgeng eggjahvítuefni í blóði, mjólkurprótein og 10 svokallað- ir fylgihlutir í erfðaefni sem geta ýmist verið óvirk efni eða haft ákveð- in áhrif. Stefán segir að slíkar rann- sóknir hafi ekki áður verið unnar á Norðurlöndum og að nú sé úrvinnslu á ákveðnum þáttum lokið en öðrum ekki. „Sum þessi kúakyn voru með sérstaka gerð af mjólkurpróteini, kappa-kasein B, og þegar það er al- gengt í mjólkinni næst ostaefni betur úr henni en annars sem þýðir að þetta er mjög verðmætt erfðaefni," segir Stefán ennfremur. „Um 95% íslenskra kúa eru með þennan erfða- vísi en ekki nema 10-15% kúa í helstu mjólkurkúakynjum í nágrannalönd- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.