Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 21 ERLENT Aukið fylgi við Verka- mannaflokkinn í Noregi Ósló. Morgunblaðið. NORSKI Verkamannaflokkurinn eykur fylgi sitt í flestum skoðana- könnunum sem birst hafa síðustu daga. Æ fleiri kjósendur hafa gert upp hug sinn og virðist meirihluti hinna óákveðnu ætla að kjósa Verkamannaflokkinn. Á sama tíma dregur hlutfallslega úr fylgi við Framfaraflokkinn sem hóf kosn- ingabaráttuna með miklum látum. Sé tekið mið af fimm síðustu sköðanakönnunum, sem birtar hafa verið, kunna Verkamanna- flokkurinn, Miðflokkurinn og Sós- íalíski vinstriflokkurinn að geta myndað meirihluta á þinginu. Sam- kvæmt því fengi Verkamanna- flokkurinn 34,1%, Miðflokkurinn myndi auka fylgi sitt lítillega og fengi 8,9% og Sósíalíski vinstri- flokkurinn 5,8%. Samkvæmt þessari skoðana- kannanasamantekt dregur úr fylgi við Framfaraflokkinn, sem er spáð 18,1%, en hann var kominn vel yfir 21% fylgi þegar mest var, og Hægriflokkinn, sem er spáð 13,8%. Það er þó betri niðurstaða en í vikulegri kosningaspá fyrirtækis- ins Opinion þar sem flokknum var aðeins spáð 9,7%. Það yrði algert fylgishrun og með slíkt fylgi teld- ist flokkurinn fimmti stærstur, en ekki þriðji eins og hann var eftir síðustu kosningar. Sakar miðjuflokkana um hugleysi Torbjorn Jagland forsætisráð- herra hefur snúið vörn í sókn og ræðst harkalega á miðjuflokkana, sem hann sakar um hugleysi og dugleysi, sem muni duga skammt þegar á hólminn sé komið. Miðju- flokkarnir muni þurfa stuðning Framfaraflokksins til að mynda stjórn og tali af varkárni um flokk- inn til að styggja hann ekki. Sjálf- ur er Jagland kokhraustur en hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að Verkamannaflokkurinn myndi ekki sitja áfram, fengi hann minna fylgi en í síðustu kosningum. Þá greiddu 36,9% kjósenda honum atkvæði sitt en skömmu eftir yfirlýsingu Hagens fór fylgið við stjórn Verka- mannaflokksins niður í 32%. Carl I. Hagen hefur hins vegar verið sakaður um ótrúverðugan málflutning og innantóm kosn- ingaslagorð. Hann lagði í gær til að varið yrði um 35 milljörðum ísl. kr. til að kaupa tæki til skóla, sjúkrahúsa og lögreglu en reikn- inginn eigi að greiða með olíu- gróðanum. Mannaveiðarar fóru mannavillt í Arizonaríki Washington. The Daily Telegraph. MORÐ á hjónum sem ekki eru talin hafa neitt til saka unnið hef- ur kallað á almenna úthrópun hins aldagamla, bandaríska starfs, mannaveiða. Sjö mannaveiðarar brutust með offorsi inn í hús í borginni Phoenix í Arizonaríki skömmu fyrir dögun sl. sunnudag, og í vopnuðum átökum er fylgdu í kjölfarið féllu íbúar hússins, Chris Foote, 23 ára, og Spring Wright, sem var tvítug. Innbrotsmennirnir voru svart- klæddir og með grímur. Þeir voru á höttunum eftir manni sem hafði hlaupist á brott frá sem svarar 1,7 milljón króna veði í Kaliforníu, en hvorki Foote eða Wright virð- ast hafa þekkt flóttamanninn. Áður en Foote féll skaut hann og særði tvo af innbrotsmönnunum með skammbyssu. Þeir voru í skotheldum vestum og eru nú að ná sér undir eftirliti lögreglu. Son- ur annars þeirra, sem var með í aðförinni, hefur verið ákærður fyrir morð, og hinna fjögurra er leitað. Hefur atvik þetta vakið mikla reiði í Phoenix, og saksóknari þar, Richard Romley, hvatt til þess að sett verði lög er kveði á um að mannaveiðarar þurfi að fá starfs- leyfi og kanna þurfi fyrri feril þeirra áður en það sé veitt. Ekki er ljóst hvers vegna mannaveiðar- arnir héldu að Foote hefði einhver tengsl við flóttamanninn er þeir leituðu. Samkvæmt alríkislögum frá 18. öld er mannaveiðurum heimilt að fara inn í hús án heimildar í leit að flóttamönnum. Samkvæmt hæstaréttarúrskurði frá 1873 er þeim, er lána fólki fé til greiðslu veðs, heimilt að eltast við það „til annars ríkis, handtaka á hvíldar- deginum og, ef nauðsyn krefur, brjótast inn í hús þess í þeim til- gangi,“ ef lántaki leggur á flótta. Samkvæmt lögum er manna- veiðurum skylt að „gera einungis það sem skynsamlegt getur talist," og sumir sitja námskeið. En, segir Romley, þær aðferðir sem manna- veiðararnir í Phoenix beittu var „fáránlegt ofbeldi." Reuter 99. geimskot Aríane NÍUTUGUSTA og níunda geim- skot Ariana 44L flaugar átti sér stað í frönsku geimferðamiðstöð- inni í Kourou í Guyana í fyrri- nótt. Kom hún tveimur gervi- tunglum á braut um jörðu, fjar- skiptahnettinum Hotbird 3 og veðurfræðihnettinum Meteosat 7. Forsætisráðherra Finnlands Von á endanlegri ákvörðun um EMU í mánuðinum Hclsinki. Reuter. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að fyrir lok þessa mánaðar yrði gefið skýrt til kynna af hálfu Evrópusambandsins hvort Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) yrði að veruleika á tilsettum tíma. „Við búumst við skýrum skila- boðum í haust um að EMU verði hrint í framkvæmd ... slík skilaboð þyrftu að koma fyrir lok mánaðar- ins,“ sagði Lipponen á ráðstefnu í Helsinki. Lipponen sagði að Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar, sem fer nú með forsæti ráðherraráðs ESB, ræki nú mjög á eftir endanlegri ákvörðun í málinu. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna munu ræða EMU á óformlegum OPNA DOMINO S PIZZA UNGLINGAGOLFMÓTID fundi 12.-14. þessa mánaðar í Lúx- emborg. Jafnaðarmenn taka ákvörðun síðar í mánuðinum Lipponen hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé hlynntur EMU-aðild Finnlands. Flokkur hans, Jafnaðar- mannaflokkurinn, tekur hins vegar ekki formlega ákvörðun um málið fyrr en á flokksráðsfundi 24. þessa mánaðar. Opna Domino's Pizza unglingagolfmótið verður haldið á golfvelli GKG í Garðabæ, laugardaginn 6. september. Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur. Flokkar: Stúlkur, 15-18 ára og 14 ára og yngri. Flokkar: Drengir, 15-18 ára og 14 ára og yngri. Stúlkur og drengir 14 ára og yngri og stúlkur 15- 18 ára fá mest 28 högg íforgjöf en drengir 15-18 ára fá 24 högg. Veittverða pizzuveislur í verðlaun fyrir 1„ 2. og 3. sæti með og án forgjafar í öllum flokkum. Aukaverðlaun: Domino’s golfsett og golfpoki fyrir næstholu á 2. braut. Domino's regnhlífar fyrir næstholu á 11. og 16. braut. Happdrætti: Dregið verður úr skorkortum við- staddra keppenda í mótslok. Allir keppendur fá veitingar frá Domino’s eftir 9. og 18. braut. Þátttökugjald 800 krónur. Ræst útfrá kl. 8:00. Skráning í síma 565 7373, fax 565 9190. CRCNSÁSVEGI II ■ HÖFÐABAKKA I ■ GAR0A10RGI 7 • KRIHGLUHHI ■ SÍMI S8I2345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.