Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 21
ERLENT
Aukið fylgi við Verka-
mannaflokkinn í Noregi
Ósló. Morgunblaðið.
NORSKI Verkamannaflokkurinn
eykur fylgi sitt í flestum skoðana-
könnunum sem birst hafa síðustu
daga. Æ fleiri kjósendur hafa gert
upp hug sinn og virðist meirihluti
hinna óákveðnu ætla að kjósa
Verkamannaflokkinn. Á sama tíma
dregur hlutfallslega úr fylgi við
Framfaraflokkinn sem hóf kosn-
ingabaráttuna með miklum látum.
Sé tekið mið af fimm síðustu
sköðanakönnunum, sem birtar
hafa verið, kunna Verkamanna-
flokkurinn, Miðflokkurinn og Sós-
íalíski vinstriflokkurinn að geta
myndað meirihluta á þinginu. Sam-
kvæmt því fengi Verkamanna-
flokkurinn 34,1%, Miðflokkurinn
myndi auka fylgi sitt lítillega og
fengi 8,9% og Sósíalíski vinstri-
flokkurinn 5,8%.
Samkvæmt þessari skoðana-
kannanasamantekt dregur úr fylgi
við Framfaraflokkinn, sem er spáð
18,1%, en hann var kominn vel
yfir 21% fylgi þegar mest var, og
Hægriflokkinn, sem er spáð 13,8%.
Það er þó betri niðurstaða en í
vikulegri kosningaspá fyrirtækis-
ins Opinion þar sem flokknum var
aðeins spáð 9,7%. Það yrði algert
fylgishrun og með slíkt fylgi teld-
ist flokkurinn fimmti stærstur, en
ekki þriðji eins og hann var eftir
síðustu kosningar.
Sakar miðjuflokkana
um hugleysi
Torbjorn Jagland forsætisráð-
herra hefur snúið vörn í sókn og
ræðst harkalega á miðjuflokkana,
sem hann sakar um hugleysi og
dugleysi, sem muni duga skammt
þegar á hólminn sé komið. Miðju-
flokkarnir muni þurfa stuðning
Framfaraflokksins til að mynda
stjórn og tali af varkárni um flokk-
inn til að styggja hann ekki. Sjálf-
ur er Jagland kokhraustur en hann
lýsti því yfir í síðasta mánuði að
Verkamannaflokkurinn myndi ekki
sitja áfram, fengi hann minna fylgi
en í síðustu kosningum. Þá greiddu
36,9% kjósenda honum atkvæði
sitt en skömmu eftir yfirlýsingu
Hagens fór fylgið við stjórn Verka-
mannaflokksins niður í 32%.
Carl I. Hagen hefur hins vegar
verið sakaður um ótrúverðugan
málflutning og innantóm kosn-
ingaslagorð. Hann lagði í gær til
að varið yrði um 35 milljörðum
ísl. kr. til að kaupa tæki til skóla,
sjúkrahúsa og lögreglu en reikn-
inginn eigi að greiða með olíu-
gróðanum.
Mannaveiðarar fóru
mannavillt í Arizonaríki
Washington. The Daily Telegraph.
MORÐ á hjónum sem ekki eru
talin hafa neitt til saka unnið hef-
ur kallað á almenna úthrópun hins
aldagamla, bandaríska starfs,
mannaveiða. Sjö mannaveiðarar
brutust með offorsi inn í hús í
borginni Phoenix í Arizonaríki
skömmu fyrir dögun sl. sunnudag,
og í vopnuðum átökum er fylgdu
í kjölfarið féllu íbúar hússins, Chris
Foote, 23 ára, og Spring Wright,
sem var tvítug.
Innbrotsmennirnir voru svart-
klæddir og með grímur. Þeir voru
á höttunum eftir manni sem hafði
hlaupist á brott frá sem svarar
1,7 milljón króna veði í Kaliforníu,
en hvorki Foote eða Wright virð-
ast hafa þekkt flóttamanninn.
Áður en Foote féll skaut hann og
særði tvo af innbrotsmönnunum
með skammbyssu. Þeir voru í
skotheldum vestum og eru nú að
ná sér undir eftirliti lögreglu. Son-
ur annars þeirra, sem var með í
aðförinni, hefur verið ákærður
fyrir morð, og hinna fjögurra er
leitað.
Hefur atvik þetta vakið mikla
reiði í Phoenix, og saksóknari þar,
Richard Romley, hvatt til þess að
sett verði lög er kveði á um að
mannaveiðarar þurfi að fá starfs-
leyfi og kanna þurfi fyrri feril
þeirra áður en það sé veitt. Ekki
er ljóst hvers vegna mannaveiðar-
arnir héldu að Foote hefði einhver
tengsl við flóttamanninn er þeir
leituðu.
Samkvæmt alríkislögum frá 18.
öld er mannaveiðurum heimilt að
fara inn í hús án heimildar í leit
að flóttamönnum. Samkvæmt
hæstaréttarúrskurði frá 1873 er
þeim, er lána fólki fé til greiðslu
veðs, heimilt að eltast við það „til
annars ríkis, handtaka á hvíldar-
deginum og, ef nauðsyn krefur,
brjótast inn í hús þess í þeim til-
gangi,“ ef lántaki leggur á flótta.
Samkvæmt lögum er manna-
veiðurum skylt að „gera einungis
það sem skynsamlegt getur talist,"
og sumir sitja námskeið. En, segir
Romley, þær aðferðir sem manna-
veiðararnir í Phoenix beittu var
„fáránlegt ofbeldi."
Reuter
99. geimskot Aríane
NÍUTUGUSTA og níunda geim-
skot Ariana 44L flaugar átti sér
stað í frönsku geimferðamiðstöð-
inni í Kourou í Guyana í fyrri-
nótt. Kom hún tveimur gervi-
tunglum á braut um jörðu, fjar-
skiptahnettinum Hotbird 3 og
veðurfræðihnettinum Meteosat 7.
Forsætisráðherra Finnlands
Von á endanlegri
ákvörðun um EMU
í mánuðinum
Hclsinki. Reuter.
PAAVO Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, sagði í gær að
hann gerði ráð fyrir að fyrir lok
þessa mánaðar yrði gefið skýrt til
kynna af hálfu Evrópusambandsins
hvort Efnahags- og myntbandalag
Evrópu (EMU) yrði að veruleika á
tilsettum tíma.
„Við búumst við skýrum skila-
boðum í haust um að EMU verði
hrint í framkvæmd ... slík skilaboð
þyrftu að koma fyrir lok mánaðar-
ins,“ sagði Lipponen á ráðstefnu í
Helsinki.
Lipponen sagði að Jean-Claude
Juncker, forsætisráðherra Lúxem-
borgar, sem fer nú með forsæti
ráðherraráðs ESB, ræki nú mjög á
eftir endanlegri ákvörðun í málinu.
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna
munu ræða EMU á óformlegum
OPNA DOMINO S PIZZA
UNGLINGAGOLFMÓTID
fundi 12.-14. þessa mánaðar í Lúx-
emborg.
Jafnaðarmenn taka ákvörðun
síðar í mánuðinum
Lipponen hefur sjálfur lýst því
yfir að hann sé hlynntur EMU-aðild
Finnlands. Flokkur hans, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, tekur hins vegar
ekki formlega ákvörðun um málið
fyrr en á flokksráðsfundi 24. þessa
mánaðar.
Opna Domino's Pizza unglingagolfmótið verður
haldið á golfvelli GKG í Garðabæ, laugardaginn
6. september.
Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur.
Flokkar: Stúlkur, 15-18 ára og 14 ára og yngri.
Flokkar: Drengir, 15-18 ára og 14 ára og yngri.
Stúlkur og drengir 14 ára og yngri og stúlkur 15-
18 ára fá mest 28 högg íforgjöf en drengir 15-18
ára fá 24 högg.
Veittverða pizzuveislur í verðlaun fyrir 1„ 2. og 3.
sæti með og án forgjafar í öllum flokkum.
Aukaverðlaun: Domino’s golfsett og golfpoki fyrir
næstholu á 2. braut. Domino's regnhlífar fyrir
næstholu á 11. og 16. braut.
Happdrætti: Dregið verður úr skorkortum við-
staddra keppenda í mótslok.
Allir keppendur fá veitingar frá Domino’s eftir 9.
og 18. braut.
Þátttökugjald 800 krónur.
Ræst útfrá kl. 8:00.
Skráning í síma 565 7373, fax 565 9190.
CRCNSÁSVEGI II ■ HÖFÐABAKKA I ■ GAR0A10RGI 7 • KRIHGLUHHI ■ SÍMI S8I2345