Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ OG TIL að uppfylla öll skilyrði varð ég að sjálfsögðu að láta klóna mig til að koma í veg fyrir að bæði hlutabréfin Ientu hjá sama aðila. Greiðslur fyrir heilsdagsskóla í grunnskólunum Töluvert um vanskil Tiltölulega fá mál fara í harða innheimtu TÖLUVERÐ vanskil hafa verið á greiðslum fyrir heilsdagsskóla í grunnskólum Reykjavíkur, að sögn Júlíusar Sigurbjörnssonar, deildarstjóra eignadeildar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Kostnaður við heilsdagsvistun er 110 krónur á klukkustund, en hann fer þó ekki yfir 6.500 krónur á mánuði. Að sögn Júlíusar sáu skólarnir sjálfir um að innheimta gjöldin vegna heilsdagskóla en vegna óánægju skólastjórnenda var Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis fenginn til að taka inn- heimtuna að sér. „Með þessu nýja fyrirkomulagi er innheimtan óper- sónulegri, hún gengur hægar og bað er svolítið lengrri hali en var áður. Það er töluvert um vanskil á þessum gjöldum og það er eins og þessi útgjöld hafi ekki forgang hjá mörgum. Þó verður að segjast að afar fá mál fara í harða inn- heimtu og mikill meirihluti fólks stendur ágætlega í skilum." Júlíus vildi ekki gefa upp hvað heildarvanskilin næmu háum fjár- hæðum. • •• fenqjum vi& heiinili og fyrictœkl Allt að 56K eða ISDN tenging til þín# 100% stafrænt samband - aldrei á tali Ókeypis heimsókn tæknimanns til að tengja þig Vel valinn hugbúnaður Ótakmarkaður aðgangur - engin aukagjöld Ókeypis Internet kynningarnámskeið Tæknimenn á vakt alla daga kl. 9-24 Ókeypis 2 netföng/pósthólf sem hægt er að tengjast hvar sem er í heiminum Frír scptembcnnánuður 00 cö ~ ÍT-a .5 I St S* LZT 03 03 E **- _ </) 3 »- « cx Z. =j ° a. c m 3 'X £ = E ® •e m lO > W O) ® • ^ fc- to k_ S-SS”! 43. >“C3 *- ‘3 h~ c oCin h Nóafún 17 • S: 562 ÓOOO • www.xnet.is 5öK eða minna * * Stofngjaldkr^lSO^^ Mánaðargjald kr. 1.780 ISDN Stofngjald kr.5.280 Mánaðargjald kr. 3.820 mmmmmmmmmmhmmmmmmmmmmmm PÖouimrnt :"oon». ' ' .................... Tímamót á IMorður-lrlandi Fær skynsemin loks að ráða? Jk LÞJÓÐAFÉLAG stjórnmálafræði- “ nema við Háskóla íslands efnir á morgun, föstudag, til hádegismál- fundar _um ástandið á Norður-írlandi. Á fundin- um, sem ber yfirskriftina j,Tímamót á Norður- Irlandi?“, munu tveir menn halda framsögu. Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur, sem á liðnum vetri stundaði nám í Belfast auk þess að starfa sem fréttaritari Morgunblaðsins, mun flytja inngang og spjalla lauslega um sögu Norður- írlands. Hinn framsögu- maðurinn verður Peter Bell, aðalritari brezk- írsku samráðsnefndarinn- ar í Belfast og sérfræðingur í ráðuneyti Norður-írlandsmála. Morgunblaðið fékk Davíð Loga til að segja lítillega frá reynslu sinni af ástandinu á Norður- írlandi og frá efni fyrirlestrarins. - Hvert er tilefni fundarins? „Tilefnið er fyrst og fremst það, að 15. september næstkom- andi eiga að hefjast eiginlegar viðræður um framtíðarskipan mála Norður-írlands. Svo er að sjá sem hér sé komið einstakt tækifæri til að koma á langþráð- um friði enda virðist nú ætla að takast í fyrsta sinn að fá áhrifa- mestu fulltrúa deiluaðila til að setjast niður við sama borð. Allt veltur þó á því að fulltrúar stærsta flokks sambandssinna á Norður-írlandi samþykki að eiga beinar viðræður við fulltrúa Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýð- veldishersins, IRA. Ef þetta tekst verða sannkölluð tímamót, því árum saman hafa verið í gangi einhvers konar viðræður, sem hafa hins vegar aldrei getað skil- að neinu í átt að varanlegum friði, þar sem fulltrúar ráðandi afia hinna andstæðu fylkinga hafa hingað til aldrei ræðzt við augliti til auglitis.“ - Aldrei? „Síðustu fimm árin hafa verið viðræður í gangi með einum eða öðrum hætti, en báðir aðilar hafa aldrei verið samtímis við samn- ingaborðið. Sinn Fein fékk í fyrsta sinn boð núna, og þá gekk Ian Paisley [róttækur leiðtogi sam- bandssinna] út með sinn flokk. Ef hinn flokkur sambandssinna, Flokkur sambandssinna Ulster (UUP), gengur út líka er þetta að sjálfsögðu jafn tilgangslaust og áður. En það lítur út fyrir að sambandssinnar ætli _____________ að taka þátt í þessu með einum eða öðrum hætti, þrátt fyrir að fulltrúar Sinn Fein sitji líka við samninga- borðið. Það yrðu mikil ^““ tímamót. Þetta hefur gengið á í þtjátíu ár, en þeir menn sem skipta mestu máli hafa aldrei vilj- að setjast niður saman. Nelson Mandela sagði nýlega við sambandssinna að þeir verði að setjast niður með hinum svarna óvini, vegna þess að „mað- ur semur ekki frið við vini sína heldur óvini.“ Stjómvöld í Suður- Afríku stóðu í vor fyrir ráðstefnu, þangað sem fulltrúum allra flokka á Norður-írlandi var boðið. Suð- ur-Afríkubúar þóttust geta miðl- að af reynslu, hvernig leita skuli lausnar á harðri deilu. Ekki tókst samt betur til en svo, að leiðtogar róttækra sambandssinna fengust ekki einu sinni til að vera í sama Davíð Logi Sigurðsson ► Davíð Logi Sigurðsson er fæddur í marz 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti 1992. Hann útskrifaðist með BA- gráðu í sagnfræði frá Háskóla Islands í febrúar 1996 og stund- aði síðastliðið ár meistaranám við Queens-háskóla í Belfast í norður-írskri sögu og sljórn- málum. Fundur Gerry Adams með Tony Blair hugsanlegur herbergi og fulltrúar Sinn Fein. Nelson Mandela og einn leiðtogi hvítra Suður-Afríkumanna litu hvor á annan og sögðu: „Aldrei vorum við svona slæmir.“ - Hverju breytir sú staðreynd, að Sinn Fein hefur nú verið boðið að taka þátt í viðræðunum? „Ein merkasta afleiðingin af því er sennilega sú, að fyrst búið er að bjóða Sinn Fein þátttöku er talið að allar líkur séu á að Gerry Adams [leiðtogi Sinn Fein] geti farið fram á fund með Tony Blair [forsætisráðherra Bret- lands] og að það verði samþykkt. Það væri hreinlega magnað, því John Major [fyrrverandi forsætis- ráðherra Breta] sagði til dæmis fyrir aðeins ári, að sér byði við Gerry Adams, hann myndi aldrei setjast niður með þeim manni. Það er því augljóst að mikil um- skipti hafa orðið með nýrri ríkis- stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, ekki sízt vegna þess að hún hefur sterkan þingmeiri- hluta að baki sér. John Major var undir það síðasta háður stuðningi norður-írskra sambandssinna á þinginu.“ - Telurðu að Peter Bell, brezki sérfræðingurinn sem talar á fund- inum á morgun, geti varpað nýju Ijósi á N-írlandsdeiluna? „Það tel ég. Ég býst við að hann muni ann- ars vegar skýra frá því hvað brezk og írsk stjómvöld eru að gera dags daglega til að ““ nálgast lausn á deil- unni og hins vegar fáum við hann væntanlega til að velta vöngum yfir því hvað gerist núna 15. september, þegar þessar viðræður eiga að fara af stað. Reyndar finnst mér rétt að taka fram, að almenningur á Norður-Irlandi gerir sér ekki miklar vonir um að þessar viðræð- ur skili meiri árangri en þær fyrri. Vonbrigðin voru mikil, þegar IRA rauf í febrúar á síðasta ári vopna- hlé sem hafði staðið í eitt og hálft ár; vonbrigðin hafa gert fólk tor- tryggið. En stjómmálaskýrendur eru flestir vonbetri; þeir trúa því að nú fái skynsemin, sem svo lengi hefur verið fjarri í samskipt- um deiluaðila, loks að ráða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.