Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 13 LANDIÐ Búvísindadeildin á Hvanneyri 50 ára Skólastarfinu sýnd mikil virðing „AFMÆLIÐ tókst óskaplega vel og skólastarfinu hér var sýnd mikil virð- ing,“ sagði Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri, en síðastliðinn laugardag var haldið upp á 50 ára afmæli búvís- indadeildarinnar. Að sögn Magnúsar sóttu um 260 gestir hátíðardag- skrána á laugardeginum, þar á með- al forseti Islands og forsetafrú, frammámenn landbúnaðar í landinu og fulltrúar háskólasamfélagsins. Eins og títt er um afmælisbörn fékk skóiinn rausnalegar afmælis- gjafir. „Skólinn fékk margar gjafir. Þar á meðal gáfu nokkur fyrirtæki og stofnanir fjarkennslubúnað og tæki í tvær kennslustofur, sem mun nýtast okkur til uppbyggingar á námi í endurmenntun og fjar- kennslu. Búnaðurinn var vígður af rektor danska landbúnaðarháskól- ans en hann ávarpaði samkomuna frá Danmörku." Meðal annarra gjafa var listaverk eftir Magnús Tómasson sem heitir Hrafn og plógur, en það var gefið af eldri nemendum skólans. Verkið er rúmir tveir metrar og unnið úr grjóti og járni. Afmælisdagskránni lauk svo með kvöldverði. „Við buðum starfsfólki, kennurum og fyrrverandi og núver- andi nemendum skólans til fagnaðar og þar sátu um 190 manns til borðs. Þar voru flutt gamanmál frá gömlum og nýjum tíma og skemmtu allir sér hið besta,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Davíð á Grund HÁTÍÐARGESTIR á 50 ára afmæli búvísindadeildar- innar á Hvanneyri. Morgunblaðið/Sig. Fannar HLUTI af samstarfshópi um bætta unglingamenningu á Suðurlandi. Bætt unglingamenning á Suðurlandi Selfossi - Um nokkurn tíma hef- ur verið starfandi hópur um bætta unglingamenningu á Suð- urlandi. Hópinn skipa foreldrar, unglingar, fulltrúar félagasam- taka, sveitarfélaga og aðrir sem láta sig málið varða. Skilgreina vanda og orsakir hans Hópurinn hefur unnið að skil- greiningu einstakra vandamála á meðal ungs fólks og möguleg- ar orsakir. Stefnan er sú að kynna stjórnvöldum tillögur til úrbóta. Þá er einnig unnið að því að koma á samstarfi við ýmsa aðila sem tengjast unglingamenningu á Suðurlandi og á landsvísu. Nú á dögunum boðaði hópur- inn til fundar þar sem kynnt voru helstu baráttumál hópsins. I tilkynningu frá hópnum segir: „Skipuð hefur verið samstarfs- nefnd með lögreglu, skólum og víneftirlitsfólki. Þá hefur verið rætt um að rýmka lagaheimildir löggæslumanna til aðgerða og um eflingu virkrar löggæslu í sérstökum tilfellum. Einnig er unnið að tillögum til stjórnvalda um breytingu á lögum, sem miða að því að auð- velda lögreglu að uppræta framleiðslu landa og sölu til ungmenna.“ Þarft framtak í þágu unglinga Fundurinn var fróðlegur og margar spurningar vöknuðu sem kunna að vekja menn til umhugsunar. Starfshópurinn um bætta unglingamenningu er þarft framtak og vona þeir, sem að hópnum standa, að með samstarfinu skapist þrýstingur á stjórnvöld um að beita sér enn frekar í þessum mála- flokki. i i I i FERÐABRANSIIMN ER HEILLANDI! SJUKRAÞJALFUN ER ÁHUGAVERÐ! STUDENTSPROFIÐ OPNAR MARGAR LEIÐIR! ÓLÍK MARKMIÐ A SOMU LINU Komdu og skráðu þig í Námsmannalínuna sem er sérhönnuð fjármálaþjónusta fyrir 16 ára og eldri. BIJNAÐARBANKINN NAMS -traustur banki > LINAN 4 fyrir hugsandi fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.