Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 39 KRISTJÁN GUNNARSSON + Kristján Gunn- arsson fæddist 4. september 1957 í Reykjavík. Hann lést á Filippseyjum hinn 7. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Erla Kristjánsdóttir, f. 11. maí 1932, og Gunnar Dúi Júlíus- son, f. 22. okt. 1930. Systkini Kristjáns: Sigurður, f. 27. júní 1954, d. 18. okt. 1977, Guðrún, f. 5. júní 1955, Eyvör, f. 22. júlí 1956, Hreinn, f. 13. jan- úar 1960, Benjamín, f. 1. ágúst 1965. Sambýliskona Kristjáns var Svanhildur Karlsdóttir fædd 30. ágúst 1959. Börn þeirra eru: Karen Dúa, f. 8. apríl 1982, Elfar Dúi, f. 21. jan- úar 1988, Anna Dúa, f. 13. septem- ber 1990, og Örn Dúi, f. 1993. Krist- ján og Svanhildur slitu samvistum. Kristján eignaðist son, Mikael, f. 26. maí 1996, og er móðir hans Maria Bolinder búsett í Stokkhólmi. Krist- ján ólst upp í Reykjavík en bjó síðan á Akureyri. Síðastliðin 5 ár bjó hann í Svíþjóð, þar sem hann nam hagfræði. Útför hans fór fram frá Foss- vogskapellu hinn 10. febrúar. Hröð erförin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinn. (Birgir Sigurðsson.) Elsku pabbi minn. Mér mun alltaf finnast skrítið að þú fórst svona fljótt en sagt er að vegir guðs séu órannsakanlegir. Það er samt erfitt að sætta sig við svona hluti en ég vil bara trúa því að við hittumst á himnum hjá Guði, þar sem þú ert núna. Ég trúi því líka að þar MINNINGAR uppi sé lífið miklu betra heldur en hér. Alltaf mun ég hugsa til þín, minnast þín og ég veit að þér líður vel á himnum hjá Guði. Bið ég litla hvíta dúfu að flytja þér kveðju á af- mælisdaginn þinn, elsku pabbi. Þín, Karen Dúa. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sá! mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Elsku pabbi okkar. í dag er afmælisdagurinn þinn og hefðir þú orðið 40 ára í dag. Við viljum þakka þér fyrir samveru- stundirnar sem við áttum með þér, minningarnar um þær munum við geyma í hjarta okkar. Við biðjum góðan Guð að gæta þín og varðveita þ>g- Guð blessi minningu þína. Þín börn, Elfar Dúi, Anna Dúa og Örn Dúi. ÞORSTEINN EIRÍKSSON + Þorsteinn Eiríksson fæddist á Hrafntóftum í Djúpár- hreppi, Rangárvallasýslu, 16. febrúar 1919. Hann Iést á Vífils- staðaspítala 25. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. september. Að Þorsteini Eiríkssyni gengnum er horfinn elsti og kærasti vinur fjöl- skyldu okkar. Við vorum ijóma- drottningarnar hans og hann var okkar Steini. Æskuminningamar eru tengdar farmanninum Steina sem silgdi um öll heimsins höf og kom í höfn færandi hendi. Gjafírnar voru frá framandi menningarheimum í vestri og austri. Veggteppi frá araba- heiminum, púðar frá indjánum í Alska, tesett frá Tyrkjum og leynibox frá Rúmeníu. Okkur þótti þó meira varið í sælgætið, útlenska kexið og niðursoðnu ávextina. Steini var ekki að bera slíkt heim í stykkjatali, frek- ar í kassavís. Sælgætið dugði öllum krökkunum í Þingholtunum, allt frá Tjörn upp á Skólavörðuholt. Þegar sleikibrjóstsykur og makkintoss var uppurið var tekið við að þamba amer- ískt dósagos, sem auðvitað var betra en það íslenska. Þessi Steini var þekktur í öllu hverfinu. Steini gleymdi engum þegar hann var í erlendum höfnum. Póstkortin báru þess vitni og ævinlega voru upphafsorðin „Kæru vinir mínir“. Við hugsuðum til hans og sendum kveðjur í Sjómannaþættinum. Ævin- lega völdum við sama lagið; Kosterv- alsinn, uppáhaldslagið hans sem hann söng þegar vel lá á honum. Rjómadrottningamar fengu í staðinn lag með Bítlunum. Þegar Steini hætti sjómennsku og fór að vinna í landi var tryggðin við fjölskylduna hin sama. Vikulegar heimsóknir til að fylgjast með gangi mála. Hann vildi vita hvað ijóma- drottningamar, sem að hans mati áttu allt hið besta skilið og_ helst meira en það, höfðu fyrir stafni. í stað- inn fyrir siglingar fór hann að fara í sólarferðir til útlanda á haustin. Sama reglan með póstkortin og enn var gjafaskútan Steini á ferð. Þess vegna horfum við á styttu af tónskáldinu Chopin, sem líka átti sínar stundir á Mallorka, og hugsum um Steina. Síðustu árin voru honum erfið því langvarandi lungnasjúkdómur ágerð- ist hægt og sígandi. Hann sem hafði létt og leikandi gengið á milli staða eða tekið strætó varð að sætta sig við örlögin. Og það gerði hann með sæmd og þótti ekki mikið. „Margir hafa það miklu verra en ég,“ sagði hann fyrir þremur mánuðum en um leið viðurkenndi hann að líf sitt væri að fjara út. Of fljótt segjum við sem áttum ýmislegt ósagt og ógert. Við þáðum margt af Steina, efnisleg gæði en ekki síður mikla elsku í okkar garð, sífellda umhyggju og óskir um góða velferð. Fyrir það þakka ijómadrottningarnar og ósk- um honum blessunar þegar farmað- urinn leggur í sína hinstu ferð. Nanný, Alda og Jóhanna. JONMUNDUR GUNN- AR GUÐMUNDSSON Jónmundur Gunnar Guð- mundsson fæddist í Langhúsum, Fljót- um, Skagafjarðar- sýslu, 7. maí 1908. Hann lést á heimili sínu, Sandabraut 11, Akranesi. 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kiiju 3. september. Ég var stödd á „ættaróðalinu" okkar, Haganesi II í Fljótum í fallegu sveitinni þinni sem þér þótti svo vænt um þegar ég frétti það elsku afi minn að þú værir dáinn. Ég trúði því ekki, ég hafði kvatt þig á föstudeginum og þú varst svo glaður yfir því að við værum að fara í Fljótin, en svona er þetta líf, engu hægt að treysta. Allar góðu minningarnar leita nú á hugann. Öil ferðalögin með þér og ömmu í sveitina okkar, og allt það skemmtilega sem gerðist þar. Eins og þegar ég og Nenna systir fórum að vitja um netin í Mikla- vatni fyrir þig. Einn lax hafði flækt sig í netinu og við drösluðum því heim. Og það kom í þinn verkahring að losa laxinn úr netinu. Mikið hafð- ir þú gaman af þessu bardúsi okk- ar. Eða þegar ég vildi fá að vera í sveit, og auðvitað átti ég að fá það, en þið amma vissuð betur þeg- ar þið komuð og kvödduð mig að kvöldi. Ég átti erfitt með að sofna þetta kvöld, engin amma og enginn afi til að breiða yfir mig. Og hvað ég varð fegin að sjá Volvoinn koma upp tröðina morguninn eftir til að sækja mig. Já, margar ljúfar minningar leita á hug- ann, alla tíð átti ég stórt pláss hjá þér og ömmu á Sandó. Þá detta mér í hug allar sögurnar úr sveit- inni þinni, og íslend- ingasögurnar sem þú kunnir utan að, öll ljóð- in sem þú kenndir mér og varst alltaf að fara með, sögurnar af hest- unum þínum, sem þér þótti svo vænt um. Oft sagðir þú mér sögur af langömmu og -afa, systkinum þínum og öllu sveitafólkinu. Alltaf þótti þér gam- an að segja söguna sem einn sveit- ungi þinn sagði um þig þar sem hann sá þig á harða spretti að sækja lækni. Annaðhvort er þetta bijálaður maður eða Jónmundur á Laugalandi að sækja lækni í Hofsós. Já, það verður tómlegt án þín hér en ég veit að þér líður vel núna. Elsku afi minn, ég hef þá trú að nú sért þú búinn að hitta foreldra þína, Hullu sálugu fóstru þína og systkini þín, og loksins hana ömmu mína. Ég veit að nú eruð þið saman þú og amma með litluna mína og passið hana fyrir mig, eins og þið pössuðuð mig þegar ég var lft.il, og það veit sá sem allt veit að engum treysti ég betur fyrir henni en ykk- ur. Að lokum kveð ég þig elsku besti afi minn eins og þú kvaddir okkur alltaf sjálfur: „Góða ferð og góða heimkomu." Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Valey Björk (Valla). Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendurn myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 VINNUAUGLYSINGA Bílstjóri — Framtíðarstarf Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskareftir að ráða bílstjóra með meirapróf til starfa. Við- komandi verður að geta hafið störf sem allra fyrst. Laun eru skv. samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Mbl. fyrir 10. sept., merkt: „Egils-bílstjóri". Upplýsingar eru ekki gefnar upp í síma. Athugid að farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er stofnuð 1913. Ölgerðin framleiðir mikið úrval öls, gosdrykkja og þykknis. Erlendir samstarfsaðilar eru Pepsi, Tuborg, Carlsberg, Schweppes og Guinness. Megináhersla er lögð á gæði hráefna og framleiðsluferðils til að skila gæðavöru. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er 115. Starfskraftur óskast við úrvinnslu jarðfræðilegra sýna í um það bil tvo og hálfan mánuð. Verður að geta byrjað strax. Áhugasamir hringi í síma 552 8030. Hótel Borg Starfsfólk óskast Óskum eftir framleiðslumanni á fastar vaktir. Einnig vantar okkur framreiðslunema, aðstoð- arfólk í sal á daginn og fastar vaktir. Umsækjendur komi á Hótel Borg, sunnudaginn 7. sept. milli kl. 16:00 og 17:00. Café 17 Starfskraftur óskast við afgreiðslu og eldhús- störf á Café 17 sem staðsett er í húsi verslunar- innar Sautján, Laugavegi 91. Nánari upplýsingar veitir Helena á Café 17 í dag og á morgun milli kl. 16:00 og 18:00. Stýrimaður/vélstjóri Vélstjóra vantar á rækjufrystiskip. Um framtíð- arstarf getur verið að ræða fyrir réttan aðila. Einnig vantar stýrimann á 140 t. rækjubát. Upplýsingar í síma 451 3209 á skrifstofutíma eða 451 3180 á kvöldin. Mötuneyti Sjómannaskólans Kokkur eða matráðskona óskast til að sjá um rekstur mötuneytis og sjoppu, mjög gott tæki- færi fyrir áhugasaman aðila. Upplýsingar gefur Guðmundur (Brói) í síma 588 7726 seinni partinn. Organisti Árbæjarsókn í Reykjavíkurprófastsdaemi eystra óskar að ráða organista til starfa við Árbæjar- kirkju. Um er að ræða fullt starf organista. Upp- lýsingar um starfið veita prestar kirkjunnar og Jóhann E. Björnsson, sóknarnefndarformaður, sími 587 5263 (eftir kl. 17.00 virka daga). Umsóknir sem greini frá fyrri störfum og menntun á sviði organleiks og söngstjórnar sendist til skrifstofu Árbæjarkirkju fyrir 10. september nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.