Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 13

Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 13 FRÉTTIR Morgfunbladið/Jón Svavarsson Hlaut sænsk mál- ræktarverðlaun SÆNSKA Læknafé- lagið hefur veitt Erni Bjarnasyni yfirlækni málræktarverðlaun að tillögu orðanefndar þess. Um er að ræða heið- ursverðiaun Fræðafé- lags sænskra lækna, og nema þau 15 þús- und sænskum krónum (150 þúsund ISK). Sagt er frá þessu í tímaritinu Nordisk Medicin og vitnað í umsögn orðanefndar- Örn Bjarnason innar þar sem segir að Örn hafi unnið mik- ið hugsjónastarf við að byggja upp íslenskt læknisfræðimál. Starf hans sem ritstjóra Læknablaðsins og höf- undar íslenskrar orða- bókar í háum gæða- flokki um íðorð í lækn- isfræði hafi verið fyr- irmynd og hvatning til allra þeirra sem hafa áhuga á læknisfræði- máli á Norðurlöndun- um. Eldvarnavika slökkviliðs- manna LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna hefur síðustu ár efnt til brunavarnaátaks um jól og ára- mót. Brunavarnaátakið stendur alla þessa viku undir yfirskrift- inni „Eldvarnavika". Slökkviliðsmenn um land allt heimsækja grunnskóla landsins með fræðslu um eldvarnir, þ.e. 47 skóla á Reykjavíkursvæðinu og um 130 skóla á landsbyggð- inni. Fræðslunni er sérstaklega beint að 3. bekk grunnskóia- nema og var meðfylgjandi mynd tekin á miðvikudag þegar börn- in í Hlíðaskóla fengu heimsókn frá slökkviliðsmönnum. Um er að ræða samstarfs- verkefni Landssambands slökkviliðsmanna, slökkvilið- anna i landinu og grunnskól- anna. -----»-♦ 4---- Vara við leysi- bendum GEISLAVARNIR ríkisins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við gáleysislegri notkun svokallaðra leysibenda. Leysibendar eru lítil áhöld með leysilampa sem sendir frá sér sterkan rauðan ljósgeisla og eru einkum ætlaðir fyrirlesurum, kennurum og öðrum sem þurfa að beina athygli að atriðum á töflu eða tjaldi. Geislavörnum hafa borist ábend- ingar um að börn og unglingar hafi að undanförnu verið að leika sér með leysibenda og jafnvel lýst með þeim í andlit annarra. Geislinn frá þessum bendum getur verið það sterkur, að fullrar varúðar sé þörf, og samkvæmt alþjóðlegum viðmið- unum er styrkur ljósgeisla frá sum- um af þessum leysibendum meiri en svo að lýsa megi í augu. Bannað í Bretlandi Fram kemur hjá Geislavömum, að yfírvöld í mörgum löndum hafi vaxandi áhyggjur af gáleysislegri notkun þessara áhalda. Hafi leysi- bendar m.a. verið notaðir til aað trufla íþróttakappleiki. Almennt hafi þessi notkun verið talin skapa óþægindi frekar en beina hættu. Til skamms tíma hafi sala á leysi- bendum því ekki verið takmörkuð eða bönnuð en nú hafi bresk yfir- völd riðið á vaðið og takmarkað sölu á aflmiklum leysibendum og líklegt sé að fleiri fylgi í kjölfarið. Hafa Geislavarnir ríkisins tekið saman fræðsluefni um notkun leysibenda og er það að finna á heimasíðu stofnunarinnar á Alnet- inu. Netfang heimasíðunnar er http://www.geirik.is. MAX er islenskt iðnfyrirtæki sem hefur starfað við fataframleiðslu siðan árið 1941. Starfsfólk fyrirtækisins leggur metnað í hönnun og vandaða framleiðslu sem uppfyllir kröfur íslenskra neytenda MAX framleiðir úrval af útivistar- og vinnufatnaði þar sem áhersla er lögð á gæði, þægindi og notagildi. Hægt er að renna vatt- eða fleece- jakka inn í F2000 öndunarjakkann. •f MAX fatnaðurinn fæst í MAX-Húsinu og hjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.