Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 4 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX JÓHANNES Kristjánsson og Þórir Kjartansson, hluthafar í Vík- urplasti ehf., með sýnishorn af væntanlegri framleiðslu. Plastverksmiðja stofnuð í Mýrdalnum Frá geirfugls- nefjum til báta STOFNAÐ hefur verið einkahluta- félag um rekstur trefjaplastverk- smiðju í Vík í Mýrdal. Aðstandend- ur verksmiðjunnar vonast til að hún verði lyftistöng fyrir atvinnulífið í plássinu. Víkurplast ehf. verður með starf- semi sína I sláturhúsi SS sem stað- ið hefur ónotað í Vík í nokkur ár. „Þetta kom þannig til að Birgir Hinriksson í Vík spurði mig að því hvort ég þekkti ekki einhvern sem vildi koma með rekstur og setja upp í sláturhúsinu. Ég hringdi nokkur símtöl, meðal annars í kunningja minn í Vestmannaeyjum, Sigurð Óskarsson kafara sem þar rekur fyrirtækið Eyjaplast. Kom þá í ljós að annað bæjarfélag var að kanna möguleika á samstarfi við hann um framleiðslu úr trefjaplasti svo við drifum í þessu og gengum frá því að komið yrði upp trefjaplastverk- smiðju hér,“ segir Jóhannes Krist- jánsson á Höfðabrekku, stjómarfor- maður Víkurplasts ehf. Óendanlegir möguleikar Fyrirtækið tók sláturhúsið á leigu og er að búa það undir reksturinn. Jóhannes tekur fram að húsið hafí staðið ónotað og SS hafi stutt við bakið á þessu framtaki með því að krefjast sanngjarnrar leigu og leggja auk þess fram hlutafé. Að Víkurplasti standa einstakl- ingar, félög og stofnanir, bæði í Mýrdalnum og utan hans. Jóhannes segir stefnt að því að hlutafé verði að minnsta kosti 10 milljónir kr. og gangi hlutafjársöfnun vel. Unnið er að lagfæringum á hús- inu og vélakaupum og er áætlað að framleiðsla hefjist í janúar. Starfsmenn verða þrír í upphafi en stefnt er að því að fjölga þeim fljót- lega í sex. í verksmiðjunni verða í byijun framleiddar vörur sem Sigurður Óskarsson hefur hannað og nú eru framleiddar í fyrirtæki hans í Eyj- um. Þar er um að ræða ruslaskápa, verkfærakistur, rafgeymakassa í báta og bíla og lyfjaskápa í útihús. Fleiri framleiðsluvörur eru í undir- búningi sem Jóhannes segir ekki tímabært að skýra frá. Fyrirtækið byggir tilveru sjna á hugmynda- auðgi Sigurðar Óskarssonar. Hann er stöðugt að hanna nýja hluti og smíða fyrir þá mót. Vörurnar verða síðan framleiddar hjá Víkurplasti. Jóhannes er bjartsýnn á góðan árangur fyrirtækisins, segir að möguleikamir séu nánast ótæmandi á þessu sviði. „Láttu þér detta eitt- hvað í hug og við skulum framleiða það,“ segir hann. Sem dæmi um fjölbreytileikann nefnir hann að Sigurður hafi smíðað sér sumarhús og bát úr trefjaplasti og hann sé Iíklegast sá eini í heiminum sem framleiði geirfuglsnef fyrir safnara og náttúrugripasöfn. LAIMDIÐ_________________ f Skagfirðingar áhuga- • samir um stóriðju Húsavík - Bárður Guðmundsson, héraðsdýralæknir á Húsavík, er nú að reisa dýraspítala sem stað- settur er sunnan hesthúsahverfís- ins við Traðargerði og í nábýli við fjárhúsahverfið sunnan Húsavík- urlækjar sem eitt sinn var þekktur en fáir vita nú hvar er. Eins og flestir dýralæknar landsins hefur Bárður haft sína spítalaaðstöðu í viðbyggðum bíl- skúr við íbúðarhús sitt sem hann- aður var fyrir bíl en ekki dýr. Hið opinbera styrkir þessa framkvæmd á engan hátt heldur fjármagnar Bárður hana sjálfur en þetta mun verða mjög til hags- bóta fyrir bændur og aðra þá sem dýr eiga. Nokkuð lengi stóð í stappi með lóð fyrir spítalann en fengist hef- ur staðsetning hans þar sem al- mennt mun vera talið að hún sé heppileg. Sauðárkróki - Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að íbúar á Sauðárkróki hafa einna mestar áhyggjur allra lands- manna af atvinnumálum, atvinnu- öryggi og tekjumöguleikum sínum, og kom þetta berlega í ljós á fundi sem boðað var til á vegum Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, með Finni Ingólfssyni iðnaðarráð- herra á Kaffi Króki á þriðjudags- kvöldið. Rétt um tvö hundruð gest- ir sátu fundinn. Stefán Guðmundsson skýrði frá því að fundurinn væri boðaður með skömmum fyrirvara vegna anna ráðherrans, en þetta var eina kvöldið sem um var að ræða fram til jóla, til þess að kynna Skagfirð- ingum þær hugmyndir sem nú nýlega hafa komið fram um að reisa olíuhreinsunarstöð í Skaga- firði. í inngangserindi sínu fjallaði ráðherrann um markmið stjórn- valda um nýtingu orkuauðlinda landsins, og kom þar meðal annars fram að ekki væru líkur á að ný orkufrek iðnfyrirtæki yrðu reist á suðvesturhorninu, þar sem flutn- ingsgeta á orku þangað væri ekki meiri en næmi þeim stækkunum sem gert væri ráð fyrir við núver- andi fyrirtæki. Því væru mestar líkur á að ef samningar næðust við Norsk Hydro um byggingu nýs álvers, yrði það reist á Reyðarfirði þar sem sú staðsetning væri hagkvæmust, miðað við orkuvinnsluna. Hins veg- ar yrði þá ekki unnt að reisa þar olíuhreinsunarstöð, en umræður og athuganir hafa verið í gangi um samvinnu við bandarísk/rússneskt fyrirtæki varðandi byggingu slíkr- ar stöðvar hérlendis, og hafa þeir aðilar haft hug á Reyðarfjarðar- svæðinu sem valkosti eitt. Ráðherrann sagði hér ekki vera um orkufrekan iðnað að ræða og því hentaði Skagafjarðarsvæðið vel til þessara nota, hér væri aðkoma góð á sjó og svæðið lægi vel við siglingum frá nýjum olíuvinnslu- stöðvum í Barentshafi, og áleiðis til markaðar vestanhafs. Ef af þessu yrði sagði Finnur að hér væri verið að ganga til sam- starfs við mjög traust alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæft hefði sig í olíuiðnaði, og yrði allur tæknibún- aður fluttur inn frá Bandaríkjun- um, en uppsetning, eftirlit og þjón- usta við stöðuna yrði í höndum íslendinga. Gert væri ráð fyrir uppbygg- ungu í tveim áföngum, fyrst stöð sem annaði einni milljón tonna og Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson HVERT sæti var skipað á fundi á Sauðárkróki um olíuhreinsunarstöð og stóriðju. væri þar um að ræða fjárfestingu upp á sautján milljarða, sem veita mundi um tvö hundruð manns at- vinnu. í síðari áfanga væri unnt með stækkun að auka afkastaget- una í fjórar milljónir tonna og mundi sú fjárfesting vera um sjö- tíu milljónir og þá mundi mann- aflaþörf tvöfaldast. Lítil mengunarhætta Að ioknu framsöguerindi komu fram margar fyrirspurnir, bæði varðandi mengunarhættu, óöryggi í siglingum vegna ísa og margt fleira. í svörum ráðherra kom fram að af stöðinni sjálfri er sáralítil mengunarhætta, en eins og bent var á væri aðalhættan vegna sigl- inga með hráefni og afurðir til og frá stöðinni. Þeir sem tóku til máls lýstu ánægju sinni með fundinn og þær miklu upplýsingar sem ráðherrann veitti, og hvöttu til þess að málið væri skoðað með jákvæðum hug, sérstaklega með tilliti til þess að Norðurland vestra er verulegt lág- launasvæði, en Ijóst er að stóriðja sem hér um ræðir er líkleg til að greiða um það bil 40% hærri laun en fást við sambærileg störf og í almennum iðnaði í dag. c i fl I f I Söngvaka á Patreksfirði Patreksfirði - Söngvaka var haldin í félagsheimilinu á Patreksfirði 30. nóvember sl. Það var sönghópur sem kall- ar sig Farfugla sem stóð fyr- ir vökunni. í hópnum er fólk á aldrinum 21-67 ára og var ekki annað að sjá en að það gengi vel þrátt fyrir aldurs- muninn. Leikið var undir á harmoníku og gítar. Á dagskrá voru dægurlög frá árunum 1940-55. Einnig voru tekin lög eftir Steingrím Sigfússon en hann var organ- isti á Patreksfirði um þetta leyti. í þá gömlu góðu daga voru ekki til plötuspilarar og notaði fólk hér eins og ann- ars staðar útvarpið sem spil- aði með gömlu dansana og djass. Og sumir voru svo heppnir að eiga góð útvörp og gátu þá náð að hlusta á Radio Luxemborg. En unga fólkið á Patró var heppið, það hafði Steingrím sem var iðinn við að semja ný og falleg dægurlög sem fólkið lærði fljótt. Góðar undirtektir voru í sal þegar sunginn var fjölda- söngur enda er talið að þarna hafi verið yfir 150 manns. Börn og húsmæður gerðu línudansinum góð skil og í hópi húsmæðra mátti sjá ung- ar ömmur sem dönsuðu af lífi og sál. Og þar sem senn fer að styttast til jóla þá var blaðinu snúið við og eftir kaffihlé og sungnir jóla- söngvar. Ekki bar á öðru en að fólk skemmti sér vel og varð sum- um á orði að ef þetta yrði endurtekið myndi það mæta aftur og það segir allt sem segja þarf um söngvöku þessa. Morgunblaðið/Silli Dýraspítali byggður á Húsavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.