Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 20

Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréf í News Corp. ekki hærri í29 mánuði Hækun rakin til velgengni tveggja kvikmynda Sydney. Reuters. HLUTABRÉF í News Corp, fyrir- tæki Ruperts Murdochs, hafa ekki verið hærri í 29 mánuði vegna þess að tvær Hollywood kvikmyndir hafa gengið vel og auknar líkur eru á bættum hag fyrirtækisins. Hlutabréf í News Corp seldust á 7,97 Astralíudala og höfðu hækkað um 15 sent við lokun en komust hæst í 8,04 dolara — hæsta verð síðan í júlí 1995. Verðhækkunin stafar af vel- gengni tveggja kvikmynda 20th Century Fox, Alien Resun-ection og Anastasia helgina eftir þakkar- gjörðarhátíðina í Bandaríkjunum í nóvemberlok. Aætlað er að miðar að Alien Resurrection hafi selzt fyrir 27,2 milljónir Bandaríkjadala á fimm dögum og var aðeins ein kvikmynd söluhærri. Anastasia var í þriðja sæti og áætlað er að miðar að henni hafi selzt fyrir 16,7 milijónir Banda- ríkjadala á fimm dögum. Þó hrap- aði myndin um eitt sæti á metsölu- listanum á einni viku. Ekkert Titanic slys Um leið segja sérfræðingar að trú fjárfesta á væntanlega kvik- mynd um Tftanic-slysið hafi aukizt, enda hefur hún fengið góða dóma. Gerð Titanic mun kosta um 200 milljónir Bandaríkjadala. Um tíma var talið að eins mundi fara fyrir kvikmyndinni og Titanic í jómfrúr- ferðinni. Upphaflega átu sýningar á myndinni að hefjast í maí. Nýlega tilkynnti Fox sjónvai-p News Corp í Bandaríkjunum að áhorfendum þess í nóvember hefði fjölgað um 1% og afkoma fyrir- tækiasins á síðasta ársfjórðungi var talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð. Verð hlutabréfa í News Corp hefur hækkað um 25% á fjórum vikum, á sama tíma og áströlsk hlutabréf hafa snarlækkað vegna niðursveiflunnar í Austur-Asíu. Porsche annar ekki eftirspum Stuttgart. Reuters. ÞÝZKI sportbflaframleiðandinn Porsche AG kveðst ekki geta annað eftirspurn vegna takmarkandi framleiðsluþátta. Stjómarformaður Porsche, Wendelin Wiedeking, sagði á árleg- um fréttamannafundi fyrirtækisins að það stæði frammi fyrir alvarleg- um hindrunum á framleiðslunni, sem mundu takmarka áframhaldandi hagnað og söluaukningu á yfirstand- andi fjárhagsári sem lýkur í júlí. Porsche getur því ekld smíðað nógu marga tveggja sæta Boxster og klassíska 911 bfla fyrir viðskipta- vini sína. í fyrra smíðaði Porsche 32.390 bíla, en í ár er gert ráð fyrir að framleiða um 38.000 i ár í verk- smiðjunni nálægt Stuttgart og með hjálp verktakans Valmet í Finn- landi. Stefnt hefur verið að því að auka framleiðsluna í Valmet í yfir 5.000 Boxster bfla, sem getur reynzt erfitt, en er ekki ómögulegt. Umskipti á nokkrum árum Mikil umskipti hafa orðið hjá Porsche síðan snemma á þessum áratug þegar mikið tap var á rekstrinum og fyrirtækið virtist ramba á barmi gjaldþrots. Undir forystu Wiedekings hefur Porsche skorið niður kostnað, fækk- að tegundum í tvær og náð meiri ár- angri en flest önnur fyrirtæki í bíla- iðnaði. Gorbatsjov auglýsir Pizza Hut Moskvu. MIKHAIL Gorbatsjov, „faðir glasnost, kemur fram í aðal- hlutverki í milljón doliara aug- lýsingu um Pizza Hut, hina kunnu veitingahúsakeðju. Samkvæmt handritinu pant- ar Gorbatsjov risapítsu og hrópa þá gestir veitingahúss- ins: „Lengi lifi Gorbatsjov, sem færði okkur Pizza Hut.“ Auglýsingin verður líklega ekki sýnd í Rússlandi. Þar er fylgi Gorbatsjovs innan við 1% og lítill akkur talinn í að sýna auglýsingar með honum. Warner Bros í lægð New York. Reuters. WARNER Bros. er í öldudal vegna minni miðasölutekna, sem hafa vakið áhyggjur í Wall Street að sögn New York Times. Ástandið vekur spurningar um aukin hlutverk tveggja að- alæstjómenda Warner Bros, Roberts Dalys og Terrys Sem- els að sögn blaðsins. Stjórnendur færzt of mikið í fang? í heild virðist starfsemi móðurfyrirtækisins Time Wamer í skemmtanaiðnaðin- um hafa gengið vel í ár, en í Hollywood velta menn því fyr- ir sér hvort yfirmennirnir hafa færzt of mikið í fang þegar þeir tóku einnig við tónlistar- iðnaði Warners í heiminum að því er blaðið segir Daly og Semel hafa átt með sér árangursríkt samstarf í 17 ár, en em hálfgerðir nýgræð- ingar í tónlistargeiranum, seg- ir blaðið. Sendiherra Suður-Kóreu afhendir forseta íslands trúnaðarbréf sitt „Hstgkerfi Suður-Kóreu traust til lengri tíma litið“ Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! EFNAHAGSORÐUGLEIKAR Suður-Kóreu hafa verið ofarlega á baugi að undanfömu, en sem kunn- ugt er hefur nú verið gengið frá um- fangsmestu fjárhagsaðstoð sem nokkurt land hefur fengið fyrir til- stilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Mun landið fá að láni um 55 milljarða dala eða sem nemur 3.900 milljörðum íslenskra króna, til að greiða niður skammtímaskuldir bankakerfisins þar í landi. Sei Hoon Yang, sendiherra Suð- ur-Kóreu í Noregi og á Islandi. af- henti forseta íslands, herra Olafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt í síðastliðinni viku. Aðspurður um þá erfiðleika sem nú steðja að í MhV HÁÞRÝSTI DÆLUR - fyrir heimilið SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 \1 ffilodozd SOKKABUXUR SEM MÓTA LÍKAMANN ÞÚFDNNUR MUMNN SLIM UP Útsöluscaðin Hagkaup Skeifen, Hagkaup Kringlan, ja a HagkaupAkurcyri,Fjarðarkaupogíflcstumapótekum. «« CltJll Suður-Kóreu, segir Yang að mjög góður árangur hafi náðst á undanförnum ár- um. Suður-Kóreska hag- kerfið sé nú hið 11. stærsta í heimi og hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár. Spáð sé 6% hagvexti á næsta ári en stjómvöld séu hins vegar að reyna að stemma stigu við svo hröð- um vexti. Yang segir hins vegar að staðan í efnahagsmálum Suður-Kóreu til lengri tíma litið sé mjög traust. Þetta sé samdóma álit sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fleiri sérfræðinga. Utan- rfldsviðskipti hafi verið að aukast á undanfömum ár- um auk þess sem gengis- lækkun Suður Kóreska „wonsins“ hafi dregið úr viðskiptahallanum á ákveðnum sviðum, og bætt samkeppnisstöðuna gagn- vart ýmsum japönskum vör- um svo sem tölvum og bfl- um. Hann segir að orsök erfiðleikanna nú sé þríþætt. „Fyrirtækin í landinu hafa verið að þenja sig mjög hratt út þar sem þau töldu að slík útþensla myndi bæta samkeppnis- hæfni þeirra. Þessi þensla hefur hins vegar reynst vera of mik- il. Þetta er ein ástæða þeirra vand- ræða sem efnahagslíf okkar á við að etja. Þá hafa lítt ákjósanlegar starfs- aðferðir bankakerfisins við lánveit- ingar til stórfyrirtækja átt sinn þátt í þessum erfiðleikum. Bankamir hafa heldur ekki reynst tilbúnir til að sameinast til að styrkja stöðu þeirra. Okkur var margsinnis bent á að Suður-Kórea þyrfti að gera ákveðnar umbætur í fjármálakerfi landsins, en það dróst af mörgum ástæðum. Rflösstjómin lagði fjár- málaumbætur sínar fyrir þjóðþingið en þær hafa hins vegar ekki náð fram að ganga enn.“ Morgunblaðið/Árni SEI Hoon Yang, nýskipaður sendiherra Suður-Kóreu á íslandi. Leitt til óviðunandi greiðsluhæfis Yang segir að þriðja ástæða fjár- hagserfiðleika Suður-Kóreu sé mik- ill viðskiptahalli og halli á greiðslu- jöfnuði við útlönd sem leitt hafi til þess að gjaldeyrisforði landsins hafi verið orðinn of lítill. Seðlabanki landsins hafi þurft að hlaupa undir bagga og greiða upp skammtímalán bankakerfisins. „Þetta er meginástæðan fyrir erf- iðleikunum í Suður-Kóreu í dag, þ.e. ófullnægjandi greiðsluhæfi lands- ins.“ Yang segir að þessu til viðbótar skapi forsetakosningar í Suður- Kóreu í desember ákveðna óvissu. Forseti landsins hafi mikil völd, ekki aðeins á sviði stjórnmála heldur einnig í efnahagslífinu. „Því hefur viðskiptalífið beðið til að sjá hver verði næsti forseti landsins. Þetta stafar af því að stefna stjómvalda kann að breytast. Grundvallar- stefna okkar stendur óhögguð, þ.e. við stefnum í átt að frjálsu og opnu hag- kerfi og lýðræði, en smáat- riðin í stefnu stjórnvalda svo sem umbætur í fjár- málakerfi landsins, munu alltaf ráðast af því hver verður næsti forseti lands- Góð tengsl við ísland Yang segir samskiptin við ísland hafa gengið mjög vel enda engin ágreiningsefni á milli land- anna tveggja. „Jafnvel þó að viðskipti milli þessara landa hafi ekki verið mjög mikil til þessa hafa þau verið að aukast jafnt og Sæberg Þétt. Ég vil gjarnan finna leiðir til að auka viðskipti milli landanna auk annarr- ar efnahagslegrar sam- vinnu. Ég hef hitt nokkra háttsetta embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu vegna þessa auk þess sem ég tók með mér hingað til lands viðskiptafulltrúa sendiráðs okkar í Ósló.“ Yang segir að líkast til megi fjölga talsvert ferðamönnum frá Suður-Kóreu hingað til lands. Hann bendir á að Kóreubúar hafí í aukn- um mæli verið að fara til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, en ísland hafi gjarnan haft þá ímynd að land- ið væri afskekkt og langt frá megin- landi Evrópu. „Með góðri kynningu væri hins vegar hægt að sýna Suð- ur-Kóreubúum að landið er ekki svo afskekkt og að hingað sé áhugavert að koma.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.