Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuters JAPANSKIR náttúruverndarsinnar læstu sig saman í hring í kring um benzínstöð í Kyoto í gær í mótmælaskyni við bandariska stór- fyrirtækið Exxon, eitt stærsta oliufyrirtæki heims. Mótmælendurnir saka Exxon um að vera meðal þeirra aðila sem mesta ábyrgð bera á því að viðleitni til að draga úr gróðurhúsaáhrifunum hafi engan árangur borið hingað til. Ráðstefna SÞ í Kyoto um aðgerðir gegn upphitun lofthjúpsins Kyoto. Reuters. TVENNT var efst á baugi á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um loft- slagsbreytingar í Kyoto í gær, ann- ars vegar „hvolf“ og hins vegar „vask-áhrif“. Þessi hugtök eru gestum Kyoto- ráðstefnunnar töm, þótt leikmönn- um sé ráðgáta hvernig þau tengjast aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sem er yfir- lýst markmið ráð- stefnunnar að ná bindandi sam- komulagi um. Þetta skýrist þó þegar nánar er að gáð. Með „hvolfi" í þessu samnengi er átt við hvernig Evrópusambandið vill ná því tak- marki árið 2010 að minnka útblást- ur koltvísýrings og annarra gróður- húsalofttegunda um 15% (miðað við árið 1990) með því að sum ríki innan sambandsins dragi allt að 30% úr honum en öðrum leyfist jafnvel að auka hann á tímabilinu. Hugmynd samningamanna ESB er Deilt um „hvolf“ og „vask-áhrif“ semsagt að litið verði á útblástur frá ESB-ríkjunum 15 sem eina heild, þ.e. ESB-ríkin geti skipzt á útblásturskvótum innan ESB- „hvolfsins". Áhrifamestu samningsaðilamir á ráðstefnunni - fulltrúar Evrópusam- bandsins, Bandaríkjanna og gest- gjafalandsins Japans - deildu hart í gær um ESB-„hvolfíð“ og fleiri ágreiningsefni, þar á meðal að hve miklu leyti beri að taka bindingu koltvísýrings í nýræktuðum gróðri með í reikninginn þegar samið væri um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúms- loftið. Að rækta sérstaklega skóg í því skyni að binda meira af útblæstri er kallað að búa til „vask-áhrif“. Deilan um ESB-„hvolfið“ gaf tón- inn fyrir fund Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og Jacques Santer, for- seta framkvæmdastjómar ESB, í Washington í dag, föstudag, þar sem aðgerðir gegn útblæstri gróður- húsalofttegunda verða á dag- skránni. Ráðamanna beðið Að mati flestra fulltrúa á ráð- stefnunni er útlit fyrir að lítið muni hreyfast í samkomulagsátt eins og sakir standa fyrr en póli- tískir ráðamenn ríkjanna 166 koma til Kyoto. „Það er verið að færa ýmis smá- mál til betri vegar en stóm málin em óleyst," segir Tryggvi Felixson, formaður íslenzku sendinefndarinn- ar í Kyoto. Um helgina koma ráð- herrar aðildarríkja loftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna til Kyoto og segir Tryggvi að þá megi búast við að skriður fari að komast á við- ræður, enda hafí einstök ríki þá meiri sveigjanleika til að gera mála- miðlanir. Tryggvi segir að á ráðstefnunni hafí tölur um losunarmarkmið verið skoðaðar og áhrif þeirra metnar. „Þegar menn skoða losunarmark- mið Evrópusambandsins kemur í ljós að þau eru ekki eins loftslags- væn og lítur út fyrir, því að ESB vill einskorða sig við þrjár gróður- húsalofttegundir. Það segir ekki alla söguna og aðrir hafa viljað halda sig við þær sex lofttegundir, sem hafa gróðurhúsaáhrif. Menn hafa reynt að finna lausn á að láta vænt- anlegt samkomulag taka til allra lofttegundanna," segir hann. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra kemur til Kyoto á laug- ardag og flytur ræðu á ráðstefnunni á mánudag. A Island gæti þakizt jökli Kyoto. Reuters. VÍSINDAMENN á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar í Kyoto lögðu í gær fram nýjasta mat sitt á hættunni sem stafar af upphitun lofthjúpsins. Vöruðu þeir við því að ef ekki yrði dregið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið mundi það leiða til alvarlegri breytinga á lofts- lagi um alla jörðina en nokkur dæmi væru um í mannkynssögunni. Ein afleiðingin gæti orðið stað- bundin kólnun, sem kynni að færa allt Island undir jökul oggera Norð- ur-Evrópu að mestu leyti óbyggi- lega, þrátt fyrir að meðalhitastig á jörðinni hækkaði. í skýrslu sem vísindamennirnir lögðu fyrir ráðstefnuna láta þeir ekki leika neinn vafa á því að þeir telja að upphitun lofthjúpsins muni hafa í för með sér hækkun sjávar- borðs og að drepsóttir, uppskeru- brestir og annað tjón af völdum þurrka og flóða verði algengari. En það er ekki aðeins hærri hiti á jörðipni sem vísindamenn óttast. Ein hættan sem sumir telja að fylgi upphitun lofthjúpsins er staðbundin kólnun. Þessi hætta er sérstaklega mikil í Norður-Evrópu, þar sem meðalhitastig er miklu hærra nú en það er á sömu breiddargráðum í Ameríku og austur í Asíu. Ef hlýr sjór hætti að streyma upp að ströndum íslands og nágranna- landa þess myndi meðalhitastig á þessum slóðum lækka um á að gizka 6-12 gráður frá því sem það er nú. Wallace S. Broecker, sérfræðing- ur í veðurfarssögu við Columbia- háskóla í Bandaríkjunum, segir í samtali við Washington Post að ef þessir hafstraumar sem nú flytja hlýjan sjó norður í Norður-Atlants- haf stöðvuðust alveg eða beindust burt frá Evrópu „yrðj írland eins og Svalbarði (...) og ísland mýndi grafast undir ís niður að sjávar- máli. íbúarnir yrðu að yfirgefa það. Norður-Evrópa yrði ekki algerlega óbyggileg, en loftslagið þar yrði lík- ara því sem gerist í Síberíu en New York.“ > i í * Flaugum eytt yfir N-Ishafi RÚSSAR eyddu á miðvikudag umhverfísverndarsamtökin Bell- tuttugu langdrægum eldflaugum ona eru á öðru máli, að því er yfir Norður-Ishafí. Fullyrða rúss- segir í Aftenposten: nesk yfirvöld að engin hætta eða Eldflaugunum var skotið upp í skaði hljótist af því en norsku eða við Barentshaf og sprungu Lesendur ævintýrabókanna eftir C.S. Lewis hafa kynnst ýmsu því sem gerst hefur í töfralandinu Namíu. Brátt hefst í Namíu lokaorrustan milli góðs og ills. Þar eigast við Tírían konungur og hinir grimmu Kalormínar. Hvarvetna ríkja efa- semdir og ringulreið. Tekst Tírían konungi að standa stöðugur á þessum myrku tímamót- um í Narníu? Kristín R. Thorlacius hefur verið verðlaunuð af Skólamálaráði Reykjavíkur fyrir þýðingu sína á bók í þessum bókaflokki. „Góð bók sem gerir kröfur til lesandans." Morgunblaðið. /r% Muninn bókaútgáfa íslendingasagnaútgáfan áfa n þær í um 10.000 metra hæð. Er eyðing þeirra í samræmi við Start-1 sáttmálann en hann kveð- ur einungis á um hversu mikið af vopnum eigi að eyðileggja, ekki hvernig það skuli gert. Umhverfisverndarsamtök gagnrýna aðferð Rússana harð- lega, segja eyðinguna munu hafa alvarleg áhrif á lífríki íshafsins. Segir talsmaður Bellona, Thomas Nilsen, að þótt kjarnaoddarnir hafi verið fjarlægðir úr eldflaug- unum áður en þeim var eytt, kunni allt að 80 tonn af eldflauga- eldsneyti að hafa dreifst yfir svæðið á miðvikudag. Eitt aðal- efnið í eldsneytinu er klórflúorkol- efni, og segir Bellona ljóst að mikið af eitri hafi dreifst yfir svæðið. Rússar vísa fullyrðingum Bellonaábug Er Nilsen á leið til Bandaríkj- anna þar sem hann mun eiga við- ræður við yfirvöld um umhverfis- mál. Þar mun hann leggja til að umhverfissjónarmið verði tekin inn í Start 1 og Start 2 samkomulag- ið um eyðingu vopna. Rússnesk yfirvöld vísa fullyrð- ingum Bellona á bug, segja að bandarískir embættismenn hafi fylgst með eyðingunni og að þeir hafí staðfest að ekkert eldsneyti hafi fallið í íshafið. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins vildu hins vegar lítið tjá sig um málið. Kosningabarátta í Bandaríkjimum Fjármögnun j rannsökuð Washington. Reuters. JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að hafín yrði umfangsmikil rannsókn á fjármögnun kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 1996. ít- rekaði Reno hins vegar að ekki yrði skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka fjármögnun kosninga- baráttu Bills Clintons forseta og Als Gore varaforsetam. Repúblikanar hafa gagnrýnt Reno harðlega fyrir að láta ekki rannsaka fjármögnun kosningabar- áttu forsetans og segja hana hafa látið undan þrýstingi, hún hafi þar með brugðist embættisskyldum sín- um og eigi að segja af sér. Þessu vísar Reno á bug og seg- ist ekki efast um að ákvörðun sín j hafi verið rétt. Hins vegar hafi rannsókn ráðuneytisins á fjár- mögnun baráttunnar í heild staðið í yfir í ár og henni verði haldið áfram. Sagði hún að ekki yrði hikað við að rannsaka meint símtöl Gore, Clintons og aðstoðarmanna þeirra úr Hvíta húsinu í fjáröflunarskyni, ef frekari sönnunargögn styddu fullyrðingar um að þau hefðu átt sér stað. Kommúnistar hafna fjárlögum Moskvu. Reuters. KOMMÚNISTAR ákváðu í gær að greiða atkvæði gegn fjárlagafrum- varpi rússnesku ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram í neðri deild þingsins, Dúmunni, í dag. Óvíst er hvort frumvarpið nær fram að ganga þar sem kommúnistar eru stærsti flokkurinn á þingi. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði í gær að ástæða þess að kommúnistar styddu ekki frumvarpið væri sú að það breytti \ í engu fyrri stefnu stjórnarinnar í efnahags- og samfélagsmálum. Frumvarpið hefur þegar verið end- I urskoðað einu sinni að kröfu komm- únista en það verður tekið fyrir í fjórum áföngum í þinginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.