Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Endurómur af því sem var Fyrir stuttu kom út geisladiskur með söng- lögum í flutningi Guðmundu Elíasdóttur. Arni Matthíasson ræddi við Völu Kristjáns- son, sem annaðist útgáfuna, og Guðmundu. GUÐMUNDA Elíasdóttir í Róm í sumar. SMEKKLEYSA s/m hf. sendi fyrir skemmstu frá sér geisladiskinn Endurómur sem hefur að geyma safn sönglaga í flutningi Guðmundu El- íasdóttur. Upptökumar eru flestar frá sjötta áratugnum, nokkrar frá þeim fímmta, og á meðal eru lög sem ekki hafa áður komið út, þar á meðal nokkur sænsk lög og dönsk sönglög eftir Carl Nielsen sem Guð- munda söng inn á band 1948 við undirleik Önnu Pjeturss. Undirleik- arar eru annars helstir Fritz Weiss- happel og Carl Billich, en Jórunn Viðar leikur undir í einu laganna og Magnús Blöndal Jóhannsson í einu, sem tekið er upp í New York. Umsjón með útgáfunni hafði Vala Kristjánsson. Vala Kristjánsson segir að að- dragandinn að verkinu hafi verið að hún sá um útgáfu á geisladisk með safni upptakna með söng föð- ur hennar, Einars Kristjánssonar, fyrir Smekkleysu. „Mönnum þótti það hafa tekist svo vel að Ásmund- ur Jónsson hjá Smekkleysu fór þess á leit við mig að ég setti sam- an álíka plötu með upptökum Guð- mundu Elíasdóttur. Eg vildi óð og uppvæg taka það að mér því ég þekki Guðmundu frá gamalli tíð, við vorum á sviðinu í Þjóðleikhús- inu í Fiðlaranum á þakinu fyrir 27 til 28 árum. Ég hef líka verið mjög áhugasöm að draga upptökur með gömlum íslenskum söngvurum fram í dagsljósið og varðveita radd- ir þeirra,“ segir Vala og bætir við að hún sé með í huga fjölmarga diska til viðbótar. „Þetta er mikil vinna og verður að taka sér tíma til að velja úr og nostra við útgáf- una,“ segir hún. Á Endurómi eru sönglög í flutn- ingi Guðmundu og Vala segir að hún hafi talið það vænlegast að velja á diskinn með það fyrir augum að hann væri samfelldur, en ekki einskonar sýnisbók. Þannig hafi hún sleppt óperuaríum og líka lög- um þar sem Guðmunda syngur við orgelundirleik Páþs ísólfssonar, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi hafa disk- inn ljóðrænan, það er mikið af kvöld- og vögguljóðum og með nátt- úrustemmningu, en líka er nokkuð af söngiögum Carls Nielsens; ég vildi gefa sem skýrasta mynd af því hvernig söngkona Guðmunda var og ekki síst sem lýrísk og ljóð- ræn söngkona. Að öðrum söngkon- um ólöstuðum hefur hún óaðfinnan- legan danskan framburð. Þegar við vorum síðan að róta í upptökum uppi í útvarpi fundum við upptökur eins og Betlikerling- una, lag eftir Sigvalda Kaldalóns við texta eftir Gest Pálsson, frábær- lega dramatískt lag, og líka Söng bláu nunnanna eftir Pál ísólfsson, sem sungið var beint inn á band og því ekkert suð á því, tekið upp 1956. Flestar upptökurnar eru frá sjötta áratugnum, en einstaka frá því á fimmta áratugnum. Þetta eru vitanlega gamlar upptökur, en Þór- ir Steingrímsson í útvarpinu hreins- aði þær eins og hægt var. Diskurinn heitir Endurómur og segir eiginlega allt; endurómur af því sem var. Við komum til dyranna eins og við erum klædd og gefum ekkert annað í skyn. Ég heyri aftur á móti ekki lengur suð og brak í upptökum sem þessum, ég heyri bara gæði raddar- innar og þegar ég er til dæmis að hlusta á Fjodor Sjalapín eða Aksel Schiotz heyri ég ekki brak og bresti; ég er bara fegin og þakklát fyrir að þetta sé til.“ Mikil vinna að velja og hafna Á disknum eru rúmar 76 mínútur af tónlist og Vala segir að það hafi verið mikil vinna að velja og hafna og að raða á diskinn þannig að sem mest kæmist fyrir. „Ég vildi líka leggja áherslu á að kynna dönsku sönglögin, því fæst hafa áður kom- ið út. Þannig er á disknum 31 lag, 21 hefur ekki áður verið gefið út, en tíu komu út á hæggengri plötu fyrir mörgum árum. Enn er tölu- vert óútgefið af upptökum Guð- mundu, þar á meðal sálmaupptökur úr Dómkirkjunni, óperuupptökur og töluvert af barnalögum, svo eitt- hvað sé talið. Það er þó geymt til seinni tíma útgáfu.“ Vala segist hafa mikið gaman af vinnunni við þessa útgáfu og að vonandi verði framhald á. „Það eru svo margir okkar gömlu söngvara sem ekki eru til í aðgengilegri út- gáfu og óþijótandi verkefni fram- undan. Það er aðdáunarvert af Smekkleysu að ráðast í útgáfu sem þessa þar sem óvissa er um hvort platan selst að neinu ráði. En ef efnið um listamanninn er látið ryk- falla 10 til 20 ár til viðbótar verður geisladiskurinn að vera myndarleg og aðlaðandi heimild um listamann- inn. Þetta er minn smekkur sem endurspeglast á disknum, ég valdi þesa leið og hafði til þess fijálsar hendur." „Ég er í kvikmyndabransanum“ Guðmunda Elíasdóttir segist hafa tekið þátt í að velja lög með Völu, „eða réttara sagt Vala valdi fyrst, mörgum sinnum, og svo fór- um við yfir þetta saman og kom- umst að þessari niðurstöðu. Það var dálítill vandi að velja því það var úr svo miklu að velja. Það eru nokk- uð mörg lög sem ég hefði gjarnan viljað hafa á disknum, en komust ekki fyrir en ég vona að það verði framhald á þessari vinnu, þetta var mjög ánægjulegt.“ Guðmunda segir að mörg lag- anna hafi hún heyrt öðru hvoru í gegnum árin, en sum þeirra, eins og til að mynda dönsku lögin og sænsku þjóðlögin, hafi hún aldrei heyrt. „Það var mjög skrýtið og gaman að heyra í sjálfri sér eftir öll þessi ár.“ Vala Kristjánsson hafði orð á því að Guðmunda hefði náð dönskum framburði betur en aðrar söngkonur islenskar og Guðmunda svarar því til að hún hafi komið til Danmerkur nokkru eftir fermingu og ekki heim aftur til íslands fyrr en eftir stríð. „Ég fékk því alla mína menntun þar og þetta kom því sjálfkrafa; þegar maður er svo ungur og bara með Dönum. Það var enginn Islend- ingur þarna sem ég umgekkst nema Haraldur Sigurðsson píanóleikari og prófessor.“ Guðmunda segir að margir hafi hringt í hana og spurt um óperuar- íurnar, „en Vala fór þessa leið og mér fannst það mjög viturlegt af henni, því að það er kannski von um að komið geti annar diskur, sem væri vissulega gaman. Þetta er náttúrulega gamalt og slitið en mér fínnst hafa tekist furðu vel að hreinsa það.“ Guðmunda segist hafa í miklu að snúast nú um stundir, „ég er í kvikmyndabransanum," segir hún og kímir og bætir við að það sé gaman og lærdómsríkt, en hún leik- ur í tveimur kvikmyndum, einni sem ísfilm er að gera og annarri sem Hrafn Gunnlaugsson er með í smíð- um. „Ég kann afskaplega vel við þennan tjáningarmáta, þetta er skemmtileg vinna sem tekur mikið á þolinmæðina," segir hún en hana bar fyrir augu sjónvarpsáhorfenda fyrir stuttu í fyrsta sunnudagsleik- riti Sjónvarpsins. Til viðbótar við kvikmyndaleik- inn kennir Guðmunda lítilræði að eigin sögn, er með kirkjukórinn í Kristskirkju og segir það indæla vinnu og skemmtilega. „Mér finnst að ef maður ætlar að kenna söng verði maður að hafa gaman af því. Þó það sé mikið púl er það gaman og óskaplega gefandi. Ekki bara röddin sem maður er að vinna með, heldur manneskjan sjálf.“ Réttlæti Lumets KVIKMYNDIR Sambíóin, Álfabakka „NIGHT FALLS ON MAN- HATTAN" ★ ★'/2 Leikstjóm og handrit: Sidney Lum- et Byggt á skáldsögu Roberts Dal- eys „Tainted Evidence“. Kvikmynda- taka: David Warkin. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Ian Holm, Ron Leib- man, Richard Dreyfuss, James Gand- olfini, Shiek Mahmud-Bey og Lena Olin. 114 mín. Bandarisk. Paramount Pictures/Spelling Films. 1997. SIDNEY Lumet er afkastamikill leikstjóri sem hefur á löngum ferli gert þó nokkrar ansi góðar kvik- myndir. „The Pawnbroker", „Dog Day Afternoon", „Network" og „The Verdict" standa upp úr en margar fleiri væri hægt að telja til (þijár síðastnefndu myndirnar voru notaðar í kynningarbút fyrir „Night Falls on Manhattan" til að minna bíógesti á hver Lumet er). Á síð- ustu árum hefur hann ekki þótt brillera neitt sérstaklega þótt hann hafi gert ágætismyndir eins og „Running on Empty". „Night Falls on Manhattan" er alvarleg kvikmynd um bandaríska dómskerfið, spillingu, heiðarleika og mútuþægni meðal embættis- manna. Aðalpersónan er ungur lög- fræðingur, Sean Casey (Andy Garc- ia), sem fær óvænt tækifæri ferils síns þegar honum er úthlutað máli gegn illræmdum dópsala (Shiek Mahmud-Bey) sem tókst næstum að murka lífið úr rannsóknarlög- reglumanninum Liam Casey (Ian Holm), föður Seans, þegar átti að handtaka hann. Það er aðalsak- sóknari New York, Morgenstem (Ron Leibman), sem fær Casey málið í hendur af því að hann sér það sem góða auglýsingu fyrir rétt- arkerfið og sjálfan sig. Fleiri per- sónur flækjast í málið, starfsfélagi Liams, Joey Allagretto (James Gan- dolfini), lögfræðingurinn sem ver dópsalann (Richard Dreyfuss), og aðstoðarkona hans, Peggy Lind- strom (Lena Olin), sem Casey fellur fyrir. Þrátt fyrir allar þessar persónur og ýmiss konar tengsl þeirra á milli er söguflétta myndarinnar sáraein- föld. Atburðarásin er fyrirsjáanleg og stundum eins og henni sé raðað eftir númerum. Samt er „Night Falls on Manhattan" ekki leiðinleg kvikmynd, einfaldleiki hennar er frekar styrkur. Gallinn er bara sá að það er eins og Lumet sé svo mikið niðri fyrir að segja þessa dæmisögu að hann gleymir á köfl- um að glæða hana nauðsynlegu lífi. Stærsti mínus myndarinnar er Andy Garcia. Hann hefur sáralitla dínamík sem lögfræðingurinn ungi sem rýkur skyndilega upp metorða- stigann og verður að horfast í augu við það að dómskerfið getur klikkað og stundum þarf að beita vafasöm- um málamiðlunum til þess að loka glæpamenn inni. Garcia er samt ekki alveg vonlaus. Hann á góða spretti inn á milli og leikarahópur- inn í kringum hann gerir mikið til að lyfta myndinni upp. Ron Leib- man fer á kostum sem pólitíski ref- urinn Morgenstern, og Richard Dreyfuss er einnig góður sem hinn eldklári Vigoda sem hefur réttlætis- hugsjón en kann líka að spila á kerfið. „Night Falls on Manhattan" er skrifuð fyrir hóp karlleikara og hefði mátt klippa eina kvenhlut- verkið út úr myndinni, það er svo kauðslegt. Hin kynþokkafulla og greindarlega Lena Olin fær úr litlu að moða sem vel gefinn lögfræðing- „Hlauptu af þér hornin“ ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlist- arkona opnar sýningu í Gull- smiðju Hansínu Jens, Lauga- vegi 20b, laugardaginn 6. des- ember. Þóra útskrifaðist frá leirlist- ardeild MHÍ árið 1989 og hef- ur undanfarin sjö ár rekið eig- in vinnustofu og gallerí í Ála- fossi í Mosfellsbæ. Hún hefur haldið fjölda einkasýniga og tekið þátt í samsýningum. Þóra vinnur bæði nytjahluti og skúlptúra úr leir og öðrum efnum, t.d. hrosshári. Á þessari sýningu notar hún kindahorn, en yfirskrift sýn- ingarinnar er Hlauptu af þér hornin. Hún er opin á verslun- artíma. Bjarni Þór sýnir í Gall- eríi Horninu BJARNI Þór Bjamason opnar einkasýningu í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 6. desember kl. 15-17. Á sýningunni eru 30 ein- þrykksverk, öll unnin á þessu ári. Bjarni Þór stundaði mynd- listarnám á árunum 1975-80. Hann hefur haldið átta einka- sýningar auk samsýninga. Á dögunum var afhjúpuð högg- mynd eftir hann í Borgarnesi. Bjarni Þór er bæjarlistamaður Akraness 1997. Sýningin verður opin alla dag kl. 11 23.30 og stendur til 23. desember. „Gnægtar- borðið“ í Listakoti JÓLASÝNING Gallerís Lista- kots er að þessu sinni útfærsla 14 listakvenna að „gnægtar- borði“. Leikið er að samspili allra þátta sem prýða uppdekk- að borð og umhverfí þess. Lis- takonumar hafa t.d. unnið í textíl, grafík, keramík og gler. Sýningin „stendur fram yfir þann tíma sem landsmenn em sjálfir að setja upp eigin gnægtarborð hátíðanan og er því hægt að koma við og fá hugmyndir og innblástur áður en tekið er á móti gestum,“ segir í kynningu. Listakot er opið á opnunar- tíma fyrirtækja við Laugaveg- inn. ur af góðum ættum. Það eina sem hún fær að gera í myndinni er að gefa Sean egg í morgunmat og hughreysta kappann eins og hún hafí hlustað of mikið á „Stand by Your Man“. Þrátt fyrir vankantana er „Night Falls on Manhattan" sæmilegasta hugleiðing um réttlætiskerfi sem byggist á pólítískum kosningum og þar sem peningar leika stórt hlut- verk í því að ákvarða hvað er rétt- læti. Hún fjallar um málefni sem Lumet hefur tekið fyrir áður, eins og spilltar löggur og menn sem vilja beijast fyrir réttlæti, og hann hefur jafnvel gert þeim betri skil en mynd- in er eigi að síður ágætis pæling. Lumet nær líka að sýna hliðar á New York sem eru vanalega ekki á hvíta tjaldinu. Hann dregur upp mynd af hrárri og grárri borg, þar sem aðallitirnir eru brúnn og appel- sínugulur. Þetta er mynd af borg- inni sem fer nær raunveruleikanum en flestar Hollywood-myndir. Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.