Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 39 BÆKUR Endurminningar LÍF OG TRÚ Endurminningar og hugleiðingar Péturs Sigurgeirssonar biskups. 255 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.980. Með reisn og alúð ÞETTA er kristileg bók en þó fyrst og fremst mannleg. Séra Pétur var biskupssonur. Sjálfur varð hann svo biskup eftir að hafa gegnt prests- embætti í röska þrjá áratugi. Að loknu námi í guðfræðideild og framhaldsnámi vestanhafs vígðist séra Pétur til Akureyrarprestakalls. Prestsstarfið reyndist honum strax auðvelt. Hann hafði dæmin fyrir sér. Hann bylti engu en stóð fyrir margs konar umbótum. Hvaðeina gekk honum í sólarátt. Hann var ungur, áhugasamur og brennandi í andanum. A Akureyri starfaði hann alla sína prestskapartíð. Prestakallið var í tölu hinna fjölmennari. Aðstæð- ur voru eins og best varð á kosið. Kirkjan var svo til ný þegar hann gerðist prestur norður þar, tilkomu- mikið guðshús sem setur enn mikinn svip á höfuðstað Norðurlands þótt hvort tveggja hafi nú margfaldast, íbúafjöldinn og stærð byggðarinnar. Kirkjan með turnana tvo, sem gnæf- ir yfir miðbæinn, var þá títtnefnd Matthíasarkirkja. Lögformlega hef- ur hún ekki enn hlotið það heiti ef rétt er skilið. íslensku þjóðkirkjunni bættist fjölmennur liðsauki á þessum árum, það er að segja við stríðslokin. Greinileg kynslóðaskil urðu með til- komu séra Péturs og jafnaldra hans. Safnaðarstarf var aukið, sterk áhersla var lögð á starf leikmanna innan kirkjunnar. Séra Pétur segist ekki fella sig við orðið »kirkjugest- ur«. Maður eigi ekki að vera gestur í kirkju sinni heldur eins og heimamaður. Með lagni og elju kom séra Pétur á fót víðtæku æskulýðsstarfi og fóru síðan aðrir að dæmi hans. Kirkjan hafði þá iengi átt undir högg að sækja og fátítt að unglingar létu sjá sig við guðsþjónustu. Því hefur þurft meira en meðalfortölur til að fá þá til taka þátt í kristilegu starfi og helgihaldi. Alls þjónaði séra Pétur í 32 ár á Akureyri. Hann var þá kosinn biskup - með eins atkvæðis meirihluta, nákvæmlega eins og faðir hans nokkrum áratugum áður. Mótfram- bjóðandi séra Péturs var séra Ólafur Skúlason, en á móti föður hans bauð sig fram séra Bjarni Jónsson sem eldri Reykvíkingar muna vel eftir. Að kosningu lokinni varð fjöl- skyldan að flytjast til Reykjavíkur. Hófst þá nýr kapítuli í starfsævi séra Péturs með nýjum og að öllum líkindum erfiðari viðfangsefnum. Telur hann upp þau embættisverk sem biskupi er ætlað að sinna og eru þau æðimörg þegar öllu er á botninn hvolft. Þó að vegsemdin væri mikil var vandinn þeim mun meiri. Það jók áiagið að hann átti alla sína biskupstíð við alvarlega vanheilsu að stríða. Minnisstæðasti við- burður í biskupstíð séra Péturs hefur vafalaust verið koma Jóhannesar Páls páfa II. Sænskt blað skýrði svo frá páfaheimsókninni að »erkifjendur« hefðu sæst hér í bróðurlegum kærleika. Annaðhvort hefur blaðamaðurinn skrifað af ókunnugleika eða kosið að slá um sig með stóryrðaglamri þar eð fjandskapur milli katólskra og lúterskra taldist þá til löngu liðins tíma. Skemmst er frá að segja að íslenska kirkjan tók páfa eins og hveijum öðrum velkomnum heiðursgesti. Meðal annars segir séra Pétur frá því er páfi, sem að sjálfsögðu hafði sérstakan bíl til umráða, vippaði sér upp í rútu sem var þéttsetin íslensk- um prestum. Sérstakan kafla ritar biskup svo um Biblíuþýðingar. Þær hafa oft valdið ágreiningi. Og víst er útlegg- ing heilagrar ritningar sífellt í end- urskoðun. Gríska Nýja testamentis- ins og hebreska Gamla testamentis- ins teljast báðar til löngu dauðra mála. Bæði kunna þau tungumál að hafa búið yfir skírskotunum sem mönnum eru ekki fullljósar lengur. Pétur Sigurgeirsson BÓKMENNTIR Smásögur ÉG HEITI ARAM eftir William Saroyan. Mál og menn- ing, Reylqavík 1997.155 bls. Gyrðir Eliasson þýddi. SÖGURNAR fjórtán í þessu safni Williams Saroyans (1908- 1981), sem voru fyrst gefnar út á frummálinu, ensku, 1940, eru allar með tölu ljúfar og skemmtilegar. Þær hverfast um drenginn og ungl- inginn Aram Garoghlan og eru æskuminningar hans. Aram er armenskur að uppruna og tilheyrir fyrstu kynslóð af sinni ætt sem kallað getur sig innfædda Bandaríkjamenn. í þessu liggur uppskriftin að flestum sögunum: þær sýna átök eða tog tveggja heima og tveggja tíma, hins gamla og hins nýja. Illindi og kergja eru þó víðs flarri: það er engu líkara en kynslóðir styðji hver aðra, á ómeðvitaðan hátt, til að umskipti og aðlögun að nýjum heimi og hugs- anahætti gangi greiðlega og sárs- aukalítið fyrir sig. Sögusviðið er Kalifornía, í Jóakimsdalnum, á fyrstu áratugum aldarinnar, í nám- unda við borgina Fresno. Þar í sveit hafa Armenar og innflytjendur af öðrum þjóðernum sest að á svipuð- um slóðum. Lífsbaráttan er hörð en það er enginn barlómur sem einkennir frá- sögnina. í fyrstu sögunni fáum við að vita að að öll ætt- kvíslin hafi verið „blá- snauð“ og að ,,[s]ér- hver fjölskylda Garog- hlanættarinnar" hafi búið „við hina furðu- legustu og skoplegustu fátækt í víðri veröld. Enginn skildi hvernig okkur tókst að skrapa saman peninga fyrir mat, ekki einu sinni gömlu mennirnir í ætt- inni“. Ættin kemst af við erfiðar aðstæður með hyggjuviti, vinnu- semi og heiðarleika sem hún hefur verið „fræg fýrir í svona um það bil ellefu aldir“. Þessi tilvísun í kröpp kjör er þó látin duga því heimurinn er séður með augum ungs drengs sem skynjar ævintýri í hveiju skoti og framtíðarvon út við víðari sjóndeildarhring en for- feður hans áttu að venjast. Garoghlanættin hefur flutt með sér vestur um haf gamla hætti og hugsun. Stórfjölskyldan er enn við lýði og höfuð hennar er Gamli Mað- urinn, afi; þegar hann hefur orðið þá hlusta aðrir. (Amma, mamma og aðrar konur eiga auðvitað ekki upp á pallborðið í þessu karlasamfélagi, eru í aukahlutverkum, og komast bara að innan sviga í þessu greinar- korni.) Sá gamli býr að reynslu og þekkingu sem lífið hefur kennt honum. Hann veit sínu hyggjuviti og ber tak- markaða virðingu fyrir þeirri menntun sem menn leita í skólum og bókum. Þessi afstaða, og „sannleikskornin" í henni, eru tekin fýrir á skemmtilegan hátt í sögunni, „Ræðumaðurinn Dikran frændi". Ættmenn Arams eru margir hveijir kostulegir persónuleikar. Afi sem veit sínu viti og Kosrove frændi sem tjáir sig helst í upphrópunum eru aðalmennirnir í a.m.k. tveimur sögum hvor fyrir sig. Eins og bent er á í eftirmála, er hægt að skoða Notalegar sögur William Saroyan Táknmál Biblíunnar er víða flókið fyrir okkar sjónum séð, ef til vill vegna þess að við þekkjum ekki for- sendurnar. Fer biskup ofan í nokkur atriði sem breytt hefur verið eða breyta þarf að hans mati. Einnig víkur hann að friðarmál- unum sem mjög voru á dagskrá allan hans embættistíma. Það liggur í eðli kristindómsins að boðberar hans skulu jafnframt vera friðflytjendur. En friður er líka pólitískt hugtak. Þeir, sem boða frið í einlægni, eiga því alltént á hættu að fjarskyld öfl með annarleg markmið fyrir augum blandi sér í málin. Eg hygg að biskup ofmeti áhrif þau sem hann telur að friðarboðskapur kirkjunnar hafi haft gegnum aldirnar. Styijaldir í Evrópu, kristnasta hluta heimsins, hafa aldrei verið fleiri né heiftúðugri en á öld þeirri sem nú er senn á enda. Sá er og veikleiki trúarbragðanna, kris- tinnar trúar sem annarra, að auðvelt er að snúa út úr þeim, túlka þau á ýmsa vegu eftir tilgangi og eðli máls- ins hveiju sinni. Þó að valdsvið biskups hafi þrengst með aldanna rás er embætt- ið enn í hávegum haft. Miklar kröf- ur eru gerðar til biskups, bæði per- sónulegar og kennimannlegar. Bisk- up er maður sem mark er tekið á. Honum er því meiri vandi á höndum en öðrum kjósi hann að segja sögu sína. Og segjá hana eins og hver annar! Séra Pétur þarf engan að öfunda og ekkert að fela. Því getur hann leyft sér að vera bæði einlæg- ur og tala afdráttarlaust. Af sömu hógværð og æðruleysi ræðir hann almenn mál sem viðkvæm einkamál. Hann hefur svo hreinan skjöld að hann getur sagt allt. Endurminning- ar hans eru í senn fróðlegar og mannbætandi. Þær eru í raun hinn ágætasti jólaboðskapur! Erlendur Jónsson sögurnar í heild sem (sundurlausa) skáldsögu. Þó hægt fari og með hléum er framvinda frá fyrstu sög- unni til þeirrar síðustu. Aram er níu ára snáði í bakgarðinum heima hjá sér í fyrstu sögunni en í þeirri síðustu hleypir táningur heimdrag- anum og leggur upp í langa ferð til New York. Þessi fyrsta ferð, úr faðmi fjölskyldunnar, á vit framtíð- ar, markar endanlega inngöngu innflytjandans í ameríska drauminn með allri þeirri ódrepandi bjartsýni, dirfsku og framkvæmdagleði sem hann hleypti í menn á fyrri hluta aldarinnar. Það er ótrúlegt að nokkrum leið- ist að lesa þessar glaðlegu og „nota- legu“ sögur (svo maður seilist í titil- inn á einni þeirra). Þær eru auðvitað komnar til ára, og geta tæplega talist „krassandi" eða líklegar til að slá lesendur útaf laginu. Frásögnin er öll á lágu nótunum en býr yfir glettni og skemmtilegum einfald- leika. Textinn er ákaflega góður. Þýðandi, Gyrðir Elíasson, skrifar ágætan (á köflum mjög skáldlegan) eftirmála um William Saroyan. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og áhugavert fyrir lesendur, einkum þegar verið er að kynna eldri rithöf- unda og skáld. Þessi eftirmáli er heldur ekki þurr upptalning eða viska úr uppflettiritum. Gyrðir seg- ir sínar skoðanir, leggur sjálfstætt mat á Saroyan og gerir auk þess skemmtilegan samanburð á íslensk- um höfundum og bandarískum. Geir Svansson Nýjar bækur • LÍFAKURer fjórða ljóðabók Ágústínu Jónsdóttur. Fyrri bækur hennar heita Að baki mánans, Snjó- birta og Sónata. í kynningu seg- ir: „Ljóð Ágústínu einkennast af myndvísi og hug- myndaauðgi og hún hefur mótað með sér persónu- legan stfl, þar sem sterkar tilfinning- ar búa í knöppu Ágústina formi." Jónsdóttir Jafnframt segir að Ágústína hafi fengið fijálsar hendur til að hanna útlit bókarinn- ar. Hún komi þar á óvart með því að nota nýja tækni, þar sem lesa má sum ljóðanna gegnum „tran- sparentur" eða einskonar gagnsæjublæjur og við það fær Líf- akur svip skartgrips. Fjölvi gefur bókina út. Lífakur er 60 bls. oggeymir 48 Ijóð, nokk- urþeirra eru íformi prósaljóðs. Bókin er að öllu leyti unnin í Prent- smiðjunni Odda. Verðkr. 2.280. • MÚSIN og eggið er eftir William Mayne í þýðingu sr. Hreins Hákon- arsonar. . í kynningu segir: „Ég er orðinn þreyttur á því að fá alltaf egg í matinn. Ég er orðinn leiður á eggj- um. Getum við ekki fengið eitthvað annað betra að borða? - segir afi, einn dag við ömmu. Og þá fer nú ýmislegt að gerast í litla húsinu. Þar kemur doppótta hænan og músin við sögu.“ Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Myndskreyting eftir eftir Krystynu Turska. Bókin er 32 bls. ogkostar 490 kr. • SÁLMABÓK kirkjunnar, ný útgáfa, hefur verið tekin í notkun. I kynningu segir: „Hin nýja sálmabók er með nótum og í tónhæð sem miðast við almennan safnaðar- söng. - Helsta markmið með útgáf- unni er að auka og styðja við og hvetja til þátttöku í almennum safn- aðarsöng í kirkjunni." Ný sálmalög hafa verið valin við allmarga sálma og einnig hafa margar laggerðir verið yfírfamar. Nýir sálmar eru aftast í bókinni, alls 57 sálmar. Allir sálmarnir hafa sömu númer og í eldri sálmabókun- um, því er hægt að nota nýju bók- ina samhliða þeirri eldri. Samhliða verður gefín út kóralbók fyrir org- anista. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, gefursálmana út. • NY Barnabiblía er komin út í þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Í kynningu segir: „Þessi nýja Bamabiblía leiðir barnið inn í frá- sögur Biblíunnar á nýjan og ferskan hátt en þó sígildan. Hér geta börn og foreldrar upplifað sögur Bibl- íunnar á glettinn en jafnframt hlý- legan og raunverulegan hátt sem endurspeglast í fallegum teikning- um Ulf Löfgrens." Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Barnabiblían hefur verið gefin út á öllum Norðurlöndunum og í Þýska- landi, nú síðast á íslandi og í Dan- mörku. Bókin er 271 síður og kost- ar 1.980 kr. Nýjar plötur • HEYRÐI ég í hamrin- um er með úrvali laga Ingibjargar Sigurðardótt- ur, Bjálmholti í Rangár- vallasýslu. Að auki kemur út nótnahefti með sama nafni, sem hefur að geyma yfir 90 laga Ingibjargar. Ingibjörg er fædd árið 1909 og var aðeins sex ára þegar hún fór að semja lög. Lögin á geislaplötunni em 36 talsins og spanna 75 ára tímabil í lífi hennar. Flytjendur eru kórar úr Rangár- Sigurðardóttir ið af Ingibjörgu sjálfri á dragspil. Útgefandi erJón Þórðarson. Upptöku stjórnaði SigurðurRún- ar Jónsson. Dreifing: Japishf. JAKKAR, STUTT OG SÍÐ PILS, BUXUR, BLÚSSUR OG KJÓLAR vallasýslu og Hafnarfirði, sönghópar og einsöngvar- ar, þeirra á meðal eru HEIMAGALLAR í MÓRGUM LITUM Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson og Sig- ÁTILBOÐI: ■ Jf M, urveig Hjaltested. Meðal Sfc)IR KJÓLAR Á KR. 8.900 undirleikara eru Guðjón Halldór Óskarsson, Ágnes Löve og Ólafur Vignir Al- hpi'f««nn TiOkalacrið pr lpik- BUXUR OG BLÚSSUR Á KR 4.800 ' [nraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 frákl. 10.00-18.00 og sunnudaga frá kl. 13-17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.