Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
JÓLALILJA, Narc. polyantkus paperwhite.
AÐVENTUPISTILL
BLOM
VIKUNNAR
376. þáttur
ÁGÆTI lesandi.
Þá er komið að
síðasta blómi ársins,
enda mál að linni,
komin aðventa.
Óvenjulegu hausti
er lokið. Stutt frost
snemma í haust rétt
dugði til að minna
okkur á að taka upp
grænmetið og setja
niður haustlaukana,
en síðan hefur verið
ótrúleg veðurblíða,
mér liggur við að
segja hiti. Þegar ég
var að taka upp
grænmetið í garðin-
um mínum í haust,
ákvað ég að láta nokkrar plöntur
standa lengur, svona upp á grín.
Umsjón Ágústa
Björnsdóttir
nr. dags. Listi yfir blóm vikunnar 1997 heiti höfundur
351 24.4. Vetrargosi, fyrsti boðberi Sigríður Hjartar
352 3.5. sumarsins Skógarblámi (Hepatica nobilis) Sigríður Hjartar
353 13.5. Töfratré (Daphne mezereum) Sigriður Hjartar
354 17.5. Geitabjalla (Pulsatilla vulgaris) Sigriður Hjartar
355 24.5. Maðkar í mysunni Guðríður Helgadóttir
356 6.6. Alpabjalla (Cortusa matthioli) Ólafur B. Guðmundss.
357 13.6. Ný sumarblóm Guðríður Helgadóttir
358 22.6. Ný sumarblóm II Guðriður Helgadóttir
359 4.7. Klifurplöntur. Forsæla í garðskálum og Heiðrún Guðmundsd.
360 17.7. skraut í görðum Heggur (Prunus padus) Sigríður Hjartar
361 22.7. Rósir Guðríður Helgadóttir
362 30.7. Fjölærar kryddjurtir I Guðríður Helgadóttir
363 6.8. Fjölærar kryddjurtir II Guðríður Helgadóttir
364 12.9. Risahvannir - Heracleum flagð undir Sigríður Hjartar
365 20.8. fógru skinni Stjúpur í vandræðum Guðríður Helgadóttir
366 26.8. Liljur Sigríður Hjartar
367 29.8. Japanskir garðar. Valkostur Heiðrún Guðmundsd.
368 12.9. fyrir fagurkera í garðlist Skriðklukka Sigríður Hjartar
369 19.9. (Camp. rapnuculoides) Haustverkin í garðinum Guðríður Helgadóttir
370 24.9. „Bláu drengimir" Ágústa Bjömsdóttir
371 2.10. „Hvítu dömurnar“ Sigríður Hjartar
372 14.10. Garðyrkjuferð til Þýskalands Guðríður Helgadóttir
373 31.10. og Danmerkur I Garðyrkjuferð til Þýskalands Guðríður Helgadóttir
374 6.11. og Danmerkur II Jurtalitun Sigríður Hjartar
375 19.11. Kristþymir (Ilex aquifolium) Óli Valur Hansson
376 05.12. Aðventupistill Sigríður Hjartar
Það er ekki að orð-
lengja það, að ég hafði
á borðum sunnudag-
inn fyrir aðventu
grænmeti, sem ég tók
beint inn úr garðinum.
Auðvitað svindlaði ég
dálítið og lét þær teg-
undir, sem ég vissi að
. þyldu smávegis frost,
vaxa áfram, en ég var
dálítið góð með mig,
þegar ég kom inn með
litla sprotakáls- og
rósakálshausa. Meira
að segja vorlaukurinn
var ferskur og fínn.
En fyrsta sunnudag í
aðventu var garðurinn
minn hrímhvítur og hefur verið
það nú í nokkra daga. Nú hljóta
síðustu blómin að láta undan síga,
en anemónur, stjúpur og fjólur
blómstruðu fagurlega þegar þetta
frost kom. Haustliljan, eða colc-
hicum, er ómetanleg þegar viðrar
eins og nú og verði þessi fro-
stakafli stuttur, eins og spáð er,
á ég jafnvel von á að hún blómstri
meira á aðventunni.
En þegar við hugsum um að-
ventublóm, eru garðblómin ekki
ofarlega í huga. Jólastjarnan skip-
ar örugglega efsta sæti hjá flest-
um. Hún á það líka sannarlega
skilið, því glæsileg er hún þar sem
hún skartar stjörnulaga háblöðum
sínum í rauðum, bleikum eða hvít-
um lit. Aðeins þarf að hafa í huga
að henni er illa við kulda og trekk
og vökva vill hún jafnt og þétt,
en þó í hófi. Jólabegóníur finnast
mér líka mjög fallegar. Ekki má
gleyma laukblómunum. Jólalilja,
sem er páskaliljutegund, eins og
latneska nafnið bendir til, Narc-
issus polyanthus paperwhite,
finnst mér ómissandi á aðvent-
unni. Hún er forræktuð, þannig
að hún blómstrar 4-6 vikum eftir
að henni er komið til, annaðhvort
í mold eða vatni, sem mér finnst
skemmtilegra, því gaman er að
fylgjast með rótunum. Jólaliljan
ber mörg, hvít blóm á hveijum
blómstöngli og fyllir húsið ilmi
sínum. Og á sjálfum jólunum
blandast ilmurinn af jólahýasint-
um ilminum af hangikjötinu, ijúp-
unum og greninu og leggur sitt
af mörkum við að móta jólablæ í
húsi og hjarta.
S.Hj.
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
• Besta undiriagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
WICANDERS
GUMMIKORK róar yólfin niöur!
ÞÞ
&co
í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 8640'568 6100
ibería
Tilboð 20% afsláttur
Verð frá kr. 2.450.
Sníðum þær í gluggann þinn.
& Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Opið hús á
aðventu
Á MORGUN, laugardaginn 6. des-
ember, er Samhjálp með opið hús
í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, frá
klukkan 14 til 17. Að venju verður
vandað til dagskrár. Sönghópur úr
Vox Femine, sem er hluti af
Kvennakór Reykjavíkur, kemur í
heimsókn kl. 15.30 og syngur jóla-
lög, gospel og önnur lög. Samhjálp-
arkórinn mun leiða almennan kóra-
söng við undirleik hljómsveitarinn-
ar. Dorkaskonur munu sjá um að
hafa heitt á könnunni og bera fram
meðlæti eins og þeim er einum lag-
ið. Bækur, snældur og aðrar Sam-
hjálparvörur verða til sölu á vægu
verði. Lítið inn, spjallið um lífið og
tilveruna og takið þátt í aðventunni
með Samhjálp í opnu húsi. Allir
velkomnir.
Langholtskirkja. Opið hús kl.
11-16. Kyrrðar- og fyrirbænastund
kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má
koma til prests eða djákna. Súpa
og brauð á eftir.
Laugarneskirkja. Mömmumorg-
unn kl. 10-12.
Neskirkja. Kl. 15 laugardag, laufa-
brauðsskurður, kökur tilbúnar til
skurðar seldar vægu verði. Vinsam-
lega pantið hjá kirkjuverði. Hafið
með ykkur bretti og hníf. Litli kór-
inn syngur, jólalögin leikin, kaffi-
veitingar, jólaglögg og piparkökur.
Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfia.
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Ræðumaður Dögg Harðardóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sjöunda dags aðventistar á ís-
landi: Á laugardag: Aðventkirkj-
an, Ingólfsstræti 19. Biblíufræðsla
kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum. Hvíldardags-
skóli kl. 10.
Safnaðarheimili aðventista,
Blikabraut 2, Keflavík. Biblíu-
fræðsla kl. 10.15.
Safnaðarheimili aðventista,
Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Derek Beardsell.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3,
Hafnarfirði. Biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Kristinn Ólafsson.
FÉLAGSSTARF
^^^^Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík
Jólateiti 6. desember
Á morgun, laugardaginn 6. desember, efna sjálfstæðisfélögin í Reykja-
vik til hins árlega jólateitis í Valhöll frá
kl. 16-18.
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og fjármálaráðherra, flytur stutta
hugvekju.
Brasskvintett Tónlistarskóla Seltjarnarness
leikur nokkur lög.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn
í Reykjavík að líta við í Vaihöll, t.d. að loknum
verslunarerindum, og verma sig í góðra vina
hópi á góðum veitingum, sem að venju verða
á boðstólum.
Nefndin.
Kópavogsbúar-
opið hús
Opið hús í Hamraborg 1,3. hæð er á hverjum
laugardegi milli kl. 10.00—12.00.
Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, verð-
ur gestur I opnu húsi á morgun, laugardaginn
6. desember. Allir bæjarbúar eru velkomnir.
Heitt kaffi á könnunni.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
NAUÐUMGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð þeim
sjálfum sem hér segir.
Deildarfell, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðendur
Geiðslumiðslun hf.-Visa Island og Stofnlánadeild landbúnaðarins,
miðvikudaginn 10. desember 1997 kl. 15.00.
Fífuhvammur 3, e.h., Fellabæ, þingl. eig. Einar Sveinbjörnsson og
Joanne Katherine Klimczak, gerðabeiðendur Byggingarsjóður ríkisins,
Kreditkort hf., Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyðis-
firði, fimmtudaginn 11. desember 1997 kl. 15.00.
Fífuhvammur 3, n.h., Fellabæ, þingl. eig. Einar Sveinbjörnsson og
Joanne Katherine Klimczak, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki (slands
Egilsstöðum, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Kreditkort hf. og
sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 11. desember 1997 kl.
15.30.
Lagarás 26, Egilsstöðum, þingl. eig. Gísli Sigurðsson, gerðarbeiðeandi
Lífeyrissjóður verslunarmanna, fimmtudaginn 11. desember 1997
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
4. desember 1997.
5MAAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 = 1781258’/2 h 9.0. O.*
I.O.O.F. 12 ■ 1781257’/;= E.K.S.S.
Frá Guðspeki-
„ félaginu
Ipgólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
í kvöld kl. 21.00 heldur Þór Jak-
obsson, veöurfræðingur, erindi
um líf í alheimi í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl.
15.00—17.00 er opið hús með
fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í
umsjón Ástu Jónsdóttur.
Á sunnudag fellur niður sýning
myndbands með Krishnamurti,
en verður þess í stað sunnudag-
inn 14. desember. Á sunnudög-
um kl. 15.30—17.00 er bókasafn
félagsins opið til útláns fyrir fé-
laga og kl. 17.00—18.00 er hug-
leiðingarstund með leiðbeining-
um fyrir almenning. Á fimmtu-
dögum kl. 16.30—18.30 er
bókaþjónustan opin með miklu
úrvali andlegra bókmennta.
Guðspekifélagið hvetur til saman-
burðar trúarbragða, heimspeki og
náttúruvísinda. Félagar njóta al-
gers skoðanafrelsis.
- kjarni málsins!