Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 57
50 ára frábær reynsla.
MS-sjúkdóminn en hefur þó síður
en svo misst skopskynið. Nú að
honinn:
„Ég fer í nálastungur með reglu-
legu millibili vegna þess sjúkdóms
sem á mig herjar. Vinur minn Öm
sér um stungumar og hefur hann
aðsetur á hæðinni fyrir ofan Garðs-
apótek í Reykjavík. Tröppumar
upp á stofuna til hans era mér frek-
ar erfiðar og nýt ég því gjaman að-
stoðar dóttur minnar þegar að
meðferð kemur.
Svo var það eitt sinn, er við
feðginin voram að feta okkur upp
tröppumar og fórum afar hægt, að
séra Pálmi Matthíasson verður á
vegi okkar. Prestinum heilsaði ég
að sjálfsögðu en sagði síðan:
„Þú sérð það, Pálmi minn, að ég
mun aldrei komast á þessum fótum
til himna.“
Klerkur var ekkert að taka undir
þetta, heldur svaraði að bragði:
„Hafðu ekki áhyggjur af því,
góði. Það er komin lyfta!“
★
Og næst að landsliðsþjálfara okk-
ar í handbolta, Þorbimi Jenssyni:
Einhverju sinni á Bogdantíman-
um var haldinn svokallaður
krísufundur til að hreinsa andrúms-
loftið í landsliðshópnum. Þungt
hafði verið í leikmönnum og áttu
þeir nú að segja hug sinn. Enginn
vildi þó byija, en eftir nokkra
stund, hrekkur upp úr Alfreð Gísla-
syni:
„Ég vil fá annan homamann í
vinstra homið.“
Guðmundur Guðmundsson, góð-
vinur Alfreðs, hafði spilað í þeirri
stöðu og því skildi enginn hvað Alli
var að fara, þangað til hann bætti
við:
„Það er orðið svo leiðinlegt að
gefa niður á Gumma. Hann er svo
lítfll."
Eftir þetta gátu allir tjáð sig.
★
Sumarið 1986 lentu þeir upp á
kant hvor við annan, hinn góðkunni
dómari Eyjólfur Ólafsson og Sigur-
björn Viðarsson, vamarjaxlinn í
Þór á Akureyri. Tildrögin voru þau
að einhverju sinni var Eyjólfur á
línunni er Þór var að spfla. Heyrð-
ist honum þá Sigurbjöm uppnefna
sig apa. Þetta reyndist þó misskiln-
ingur en eitthvað sat þetta í Þórs-
Aloe Vera húð- og
hársnyrtivörur frá Jason
84%
Aloe Vera —
gera aðrir betur?
ÚTSÖLUSTAÐIR: APÓTEKIN, KAUPFÉLÖG,
VERSLANIR KÁ OG ÝMSAR SÉRVERSLANIR
DREIFING: NIKO ehf. Sími 568 0945
Leikir og fróðleildr fyrir alla!
=~7 / / /
^JilOaCdar j.oCacjj.aj'ir
Leikur einn að f inna
#/// Bnar
MmM Farestveit&Cohf
Borjartúni 21 TS 5*2 2*01 og 5*2 2*00
KitchenAid
DRAUMAVÉL
HEIMILANNA!
KM90:
Verð frá kr. 29.830 stgr.
m/hakkavél.
Margir litir.
Fæst um land allt.
sjaldnast orð þegar lýsa þarf mönn-
um eða atburðum.
Einhverju sinni var Hemmi að
lýsa körfuknattleik og sagði þá
meðal annars:
„Það er ótrúlegt að horfa á þessa
ungu stráka og engu líkara en að
þeir hafi fæðst með boltann í hönd-
unum.“
Eftir smáþögn bætti Hemmi við:
„Það hefur ábyggflega verið
erfitt fyrir mæðumar."
★
Það var í knattspymuleik á Valla-
gerðisvelli í Kópavogi. Blikinn Vign-
ir Baldursson lendir í hörkunávígi
við andstæðing sinn sem hefur bet-
ur. Hinn landskunni knattspymu-
dómari og lögreglumaður, Grétar
Norðfjörð, dæmir ekkert á rimm-
una og lætur leikinn halda áfram.
Nokkra síðar blæs Grétar hins
vegar með látum í flautuna, kallar
Vigni til sín og sýnir honum gula
spjaldið. Vignir bregst illur við og
segir:
„Hvað á þetta að þýða? Ég sagði
ekki eitt aukatekið orð!“
„Ég veit það vel,“ svaraði Grétar
Norðljörð um hæl, „en ég sá augna-
ráðið.“
★
Akureyringurinn Gunnar Níels-
son var eitt sinn að lýsa leik Leifturs
við ónefnda andstæðinga í beinni út-
sendingu á Bylgjunni. Varð honum
tíðrætt um að Radko Mladic væri
langbesti leikmaður Norðanmanna.
Það var ekki fyrr en undir lok leiks-
ins að einhver benti Gunnari á að
umræddur maður væri hershöfðingi
og eftirlýstur stríðsglæpamaður,
sem hefði aldrei tfl íslands komið,
og vísast aldrei spilað knattspymu
heldur - leikmaðurinn héti hins
vegar Slobodan Milisic.
★
Stefán Hallgrímsson tugþrautar-
kappi rak um árabil Ukamsræktar-
stöð. Eitt sinn komu til hans frakka-
klæddir menn, með skjalatöskur
undir hendi og ábúðarmiklir á svip.
Þeir kynna sig og segjast vera
komnir tfl að athuga um vaskinn.
„Hann er þama,“ svarar Stefán
og bendir þeim út í hom þar sem
gat að líta slitinn vask. „Óg hann
lekur.“
★
Hinn eldhressi Lárus H. Jónsson
er ávallt kynnir á heimaleikjum
Aftureldingar í handbolta. Hann
var hér á árum áður nokkuð liðtæk-
ur knattspymumaður og hefur
meðal annars afrekað það að skora
mark í öllum fjóram deildum fs-
landsmótsins. Láras, eða Lalli eins
og hann er kallaður, glímir nú við
BOGDAN og Guðjón Guðmundsson á góðri stund. Pólveijinn rak Guð-
jón 17 sinnum.
aranum. Skömmu síðar átti Eyjólf-
ur að dæma einn leikja Þórs. Vind-
ur Sigurbjöm sér þá að honum og
spyr:
„Viltu banana?“
★
Guðbjöm Jónsson, sem lengi lék
knattspymu með KR og þjálfaði
síðan þá röndóttu, á að venju góða
spretti. Hér kemur einn:
Meistaraflokkur KR varð bikar-
meistari undir minni stjóm 1966.
Eftir úrslitaleikinn fögnuðum við
eins og vera ber; komum saman og
borðuðum og héldum þvi næst út á
lífið. Ég hafði reyndar ætlað heim
til konu minnar eftir matinn, en
strákamir tóku það ekki í mál og
heimtuðu að ég kæmi með þeim í
djammið. Og ég lét undan. Fyrsti
viðkomustaðurinn var Mímisbar á
þriðju hæð Hótel Sögu, flottur bar
með útsýni yfir Vesturbæinn. Eftir
dágóða stund þar vfldu menn reyna
fyrir sér annars staðar og því stig-
um við nokkrir inn í lyftu, ansi
þröngt farartæki að mínu mati, og
ýttum á hnappinn. Lyftan lokaðist,
fór eilítið niður, en síðan ... stopp.
Rafmagnið var farið af apparatinu.
Við æptum og kölluðum en enginn
varð okkar var. Skömmu síðar
heyrðst hins vegar kallað upp lyftu-
göngin:
„Fer maturinn ekki bráðum að
koma?“
Höfðum við þá troðið okkur inn í
SJÁÁSÍÐU58
Tæknival býður mikið úrval af skemmti- og
fræðsluefni á tölvutæku formi. Við erum
sérlega stolt af úrvali okkar af fræðandi og
þroskandi leikjum fyrir yngri börnin sem við
köllum fróðleiki. Einnig höfum við mikið úrval
annarra tölvuleikja. Hjá okkurfinnur þú gagn
og gaman fyrir alla fjölskylduna.
Það er auðvelt að finna
skemmtilega jólagjöf hjá okkur!
Tæknival
Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími 5504000
Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfiröi • Sími 550 4020
wwvv.taeknival. is